Morgunblaðið - 29.07.1986, Page 5

Morgunblaðið - 29.07.1986, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986 5 Ekki skemma góð lög með því að spila þau í lélegu tæki. Fáðu þér SHARP ferðatæki og uppáhaldslögin þín verða miklu betri, hvort sem þau eru spiluð afkassettu eða leikin f útvarpinu. Tónninn er tær, tækin falleg og verðið er frá KR.5,480.- Gældu við hlustirnar - fáðu þér Sharp „Ætli maður fari ekki á hreppiim“ — sagði Ingvi Böðvarsson, elsti starfsmaður hvalstöðvarinnar í SKÚR við autt vinnsluplanið í Hvalstöðinni hitti blaðamað- ur að máli þá Ingva Böðvars- son og Helga Jónsson, en þeir eru báðir verkstjórar. Þeir Ingvi og Helgi eru báðir af Skaganum og starfa við Hval- stöðina árið um kring. Ingvi hefur starfað í Hvalstöðinni síðan árið 1949 og mun vera elsti starfsmaðurinn, en Helgi hefur starfað þar sem fastur starfsmaður í fjögur ár. Ingvi og Helgi voru sammála um það, að afskipti Bandaríkja- manna væru afar óeðlileg og bein afskipti af innanríkismálum ís- lands. Hins vegar töldu þeir að ekki mætti fóma fiskmörkuðunum í Bandaríkjunum, ef út í það færi. í sumar vinna um 80 manns í sumar í Hvalstöðinni auk þeirra þijátíu, sem eru á bátunum. „Okk- ur fínnst mjög gott að vinna héma; sérstakur andi ríkir á þessum vinnustað. Þessi vinnustaður er allt öðmvísi en sams konar vinnu- staður í þéttbýli, enda fara menn ekki heim til sín að kveldi í þessu lokaða samfélagi. Þeir sem einu sinni byija losna aldrei aftur; gaml- ir menn, sem hættir em störfum, geta ekki slitið sig frá staðnum heldur koma reglulega í heim- sókn.“ Verkstjóramir tveir vom sammála um það að mikil eftirsjá yrði að þessum vinnustað. Þeir Helgi og Ingvi vom báðir mjög svartsýnir á það að úr vand- anum leystist og sögðust búast við því að þetta sumarfrí yrði til lang- frama. Um atvinnuhorfur sagðist Helgi varla þurfa að óttast svo mjög, en Ingvi var ekki eins bjart- sýnn: „Ætli maður fari ekki á hreppinn." Verkstjóramir Ingvi Böðvarsson (til vinstri) og Helgi Jónsson heldur svartsýnir á framhald hvalveiða Sigurbjöm Áraason 1. stýrimað- ur á Hval 9 og fyrmm skipstjóri á Hval 6: Verðum að mæta þessu af fullri hörku. „Ættum að endur- skoða sam- skiptin við Bandaríkin“ — sagði Sigurbjörn Arnason, 1. stýri- maður á Hval 9 „AFSKIPTI Bandaríkjamanna em fyrir neðan allar hellur og í hæsta máta óeðlilegur sam- skiptaháttur," sagði Sigurbjörn Arnason 1. stýrimaður á Hval 9. „Mér þykir íslenska þjóðin vera farin að leggjast ansi lágt ef hún ætlar að láta sér afskipti Banda- • ríkjanna lynda og ég neita að trúa því að íslenskir ráðamenn láti undan þegjandi og hljóðalaust. Við þurfum að mæta þessu af fullri hörku og jafnvel leita fiskmarkaða annars staðar en í Bandaríkjunum." Sigur- bjöm kvaðst vera hættur að láta nokkuð koma sér á óvart í sam- bandi við hvalinn og væri hann verulega svartsýnn á framhaldið. „Ég sé ekki að staðan eigi nokkuð eftir að breytast úr þessu nema hótað verði á móti, t.d. með brott- rekstri hersins. Sigurbjöm var skipstjóri á Hval 6 áður en skipunum var fækkað og hefur unnið á hvalfangara síðan hann lauk stýrimannsprófi, eða síðan 1955. Sigurbjöm kvað ekki hlaupið að því að fá annað starf eftir svo langan tíma og þótt ekki kæmi til algerrar stöðvunar kæmi þetta langa hlé skattalega illa út, þar eð tekjurnar minnkuðu að mikl- um mun miðað við í fyrra og bættist það ofan á þá tekjulækkun, sem varð við það að bátunum var fækk- að í tvo, þar sem menn sem áður höfðu unnið sem skipstjórar væm nú stýrimenn og stýrimenn ynnu margir hveijir á dekki, sem háset- ar, og sömu sögu væri að segja af vélstjórum. HLJÐMBÆR Umboðsmenn: Bókaskemman Akranesi, Kaupfélag Borgfirðinga, Hijómtorg isafirði, Kaupféiag Skagfirðinga Sauðárkróki, KEA Akureyri, Radiover Húsavík, Skógar Egilsstöðum, Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum, Myndbandaleiga Reyðarfjarðar Reyðarfirði, Ennco Neskaupsstað, Djúpið Djúpavogi, Hornabær Hornafirði, Kaupfélag Rangæinga Hvolsvelli, M.M. búðin Selfossi, Rás Þorlákshöfn, Fataval Keflavík, Rafeindaþjónusta Ómars Vestmannaeyjum, Radioröst Hafnarfirði, JL Húsið Reykjavík. HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 . X Qt27

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.