Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986 21 Reiðskólinn á Selfossi vel sóttur Selfossi. Hestamannafélagið Sleipnir og félagsmálaráð Selfoss gangast ár hvert fyrir reiðnámskeiðum fyrir börn og unglinga. Haldin eru þrjú 10 daga námskeið um sum- artímann sem ævinlega eru vel sótt. I reiðskólanum kynnast bömin hestamennskunni og læra að um- gangast hestinn. Það þarf fleira að gera en að sitja á hestbaki, hirðing hestsins er ekki síður mik- ilvæg svo og frágangur reiðtygja. Litir hestanna eru mörgum fram- andi að ekki sé talað um hvemig á að sitja hestinn og stjórna hon- um. Allt þetta læra börnin og margt fleira auk þess sem þau fá holl kynni af umgengni við hestinn og læra að kynnast honum. Það em systumar Valgerður og Ragna Gunnarsdætur sem hafa umsjón með reiðskólanum. Þær sögðu áhugann vera mikinn, 30 krakkar em á hveiju nám- skeiði. Mánudaginn 28. júlí hefst síðasta námskeiðið og ef það verð- ur vel sótt er mögulegt að boðið verði upp á eitt námskeið til við- bótar. Þær sögðu að til greina kæmi að haldið yrði námskeið fyrir fullorðna ef áhugi væri fyrir hendi. Sig. Jóns. Nemendur reiðskólans á Sel- fossi hjálpast að við að járna. Morgunblaðið/Sig. Jóns.) Miskunnsemi eftir Ólaf Þórisson „Dæmið ekki, til þess að þér verðið ekki dæmdir; því að með þeim dómi, sem þér dæmið, verðið þér dæmdir, og með þeim mæli, sem þér mælið, verður yður mælt.“ (Matt. 7:1-2.) „Verið miskunnsamir, eins og faðir yðar er miskunnsamur. Og sakfellið eigi. .. Sýknið, og þá munuð þér sýknaðir verða." (Lúk. 6:36-37.) „Frið læt ég eftir hjá yð- ur, minn frið gef ég yður; ekki gef ég yður, eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki sé hræð- ist.“ (Jóh. 14:27.) Dómharka hefur alla tíð átt sér stað. Gamli Adam vill koma upp býsna oft í oss. Og hendi náunga vorn óhamingja og ógæfa, fer á stundum lítið fyrir miskunnseminni. Nú í dag blasa við allnokkur gjaldþrot og menn eru grunaðir um misferli. Að menn séu grunaðir er ekki sama og vera sannur að sök. En lítið virðist fara fyrir þeim mun, og menn dæmdir fyrirfram, og hef- ur fréttamennskan í dag eigi minnkað þann mun. Aldrei fyrr í íslenska lýðveldinu hefur handtaka manna til yfirheyrslu verið kvik- mynduð og sýnd í fréttatíma sjónvarpsins. Eg vil heilshugar taka undir með séra Þóri Stephensen, dómkirkjupresti, er hann gagnrýnir þá fréttamennsku í Morgunblaðinu í maí mánuði sl. Þar var unnið að því að brennimerkja grunaða menn, en það er lýsandi fyrir þá afkristn- un sem tröllríður öllu. Þarna er verið að velta sér upp úr ógæfu náungans. En í þessa átt hefur fréttamennskan verið að færast, og ekki bara hjá sjónvarpinu. Er þetta fyllilega í takt við afkristnun mann- félags vors! Einnig eru menn að velta sér upp úr því og telja allt að glæpsamlegu athæfi, er sjúkur maður þiggur ferðastyrk til þess að komast í heilsubótarferð, og er blásið upp í sjónvarpi á sjálfum þjóðhátíðardegi vorum 17. júní. Hverslags miskunn- arleysi á sér stað? „Eru menn virkilega hættir að gjöra greinar- mun á hjálpsemi og mútum? Og er ekki öll- um frjálst að þiggja hjálp sem býðst?“ Eru líknarverk e.t.v. bönnuð? Eða mega atvinnurekendur ekki taka þátt í þeim? Eru menn virkilega hættir að gjöra greinarmun á hjálp- semi og mútum? Og er ekki öllum frjálst að þiggja hjálp sem býðst? Hafa menn í sumum stöðum ekki sömu mannréttindi og aðrir menn? Er þetta e.t.v. þakklætið, sem menn fá eftir lífsstarf sitt? „Laun heimsins eru vanþakk- læti.“ En vel sé þeim sem virða lífsstarflð í heild sinni, og treysta manni sem trúnað leggur í starf sitt. Þar er drengilega að farið. Vér verðum að treysta réttar- kerfínu í landi voru. Ef þeir menn sem nú eru grunaðir, eru sekir, munu þeir fá sinn dóm, þ.e.a.s. ef þeir reynast sannir að sök. Vér ættum að biðja fyrir þessum mönnum og aðstandendum þeirra, eins og séra Halldór S. Gröndal, sóknarprestur í Grensássókn, hvet- ur til í grein sinni í Morgunblaðinu, þann 25. júní sl. Og einnig biðja fyrir fréttamönnunum og blaða- mönnunum í þeirra ábyrgðarsama starfí. Og ekki síst ættum vér að biðja fyrir dómnefndum og rann- sóknarlögreglumönnunum og stjómendum þeirra, sem vinna mik- ilvægt og mjög erfitt ábyrgðarstarf þar sem mikið reynir á menn. Vér skulum og biðja fyrir auk- inni mannúð og mildari dómum, bæði yfír grunuðum mönnum, sem dæmdir eru í gæsluvarðhald og mönnum, sem reynst hafa sannir að sök. Með hörkunni vinnst ekk- ert, eins og séra Jón Bjarman, fyrrverandi fangaprestur og núver- andi sjúkrahúsprestur, segir í viðtali í Morgunblaðinu í júnímánuði sl. Gætum þess að dæma aldrei náunga vorn. Verum fús til þess að fyrirgefa. í eigin mætti megnum vér einskis, en allt af náð Föðurins fyrir trú, í Kristi Jesú, syni Guðs. Ég ætla í lokin, að vitna í niður- lag greinar séra Halldórs, er hann segir: „Við höfum farið frá Guði, van- rækt boðorð hans og vilja. Þess vegna höfum við kallað yfir okkur þessa ógæfu. Nú þurfum við öll að taka okkur á og gjöra iðrun og við- urkenna fyrir Guði, að við höfum syndgað og biðja hann um fyrir- gefningu. Og það mun ekki standa á Guði föður að fyrirgefa og græða sárin. Látum því sættast við Guð og alla menn. Biðjum án afláts. Guð blessi ykkur öll.“ Þessi orð séra Halldórs, eru guð- legt ljós. Tökum á móti Guði föður inn í hjörtu vor, í Kristi Jesú, og leyfum Andanum Heilaga að helga hjörtu vor. Vér aumir syndarar, lif- um sem nýi Adam, en ekki sem gamli Adam. Ó, Jesú, að mér snú ásjónu þinni, sjá þú mig særðan nú á sálu minni. (H. Pétursson, Ps. 12.) Brot þín skalt bljúgur játa, en bið þó guð um náð, af hjarta hryggur gráta, en heilnæm þiggja ráð. Um fram allt þenktu þá: son guðs bar þínar syndir og, svo þú miskunn fyndir, saklaus fyrir sekan dó. (H. Pétursson, Ps. 16.) vélasamstæðu slá græn bauna- grös. „Hvað er þetta?“ „Þær hreinsa baunimar úr hylkjunum, flokka eftir stærð, og út koma grænar baunir tilbúnar til að fara í dósir," sagði Gústi hneykslaður yfír tæknivæðing- unni. A afleggjurum heim að sveita- bæjum seldu sveitakonur grænar baunir, rifsber, jarðarber og per- ur. Við námum staðar hjá einni og keyptum grænar baunir og rifsber, því miður. Hefðum frekar átt að kaupa jarðarber eða perur. En það kemur í ljós síðar. Við fengum að fara upp að hvítum sveitabæ konunnar til að fylla á vatnsbrúsa okkar. Heimasætan var ung og feit og gekk um í kloss- um. Rauð var hún í kinnum en mér tókst ekki að fá hana til að brosa. Við hjóluðum áfram, fætur okkar höfðu nú stigið pedalana hundrað þúsund sinnum. Gústi þambaði vatnið, líkt og farið væri að draga af honum. En ég var sprækur. Hann var sá sem alltaf rak á eftir og þar með stressað- ur. En ég hjólaði fullkomlega áhyggjulaus. Hann hafði kennt mér að stíga aldrei fast á pedal- ana og nota gírana. Svo ég kláraði aldrei kraftana; sparaði eins mikið og ég gat. Skyndilega og á furðulegan hátt vorum við allt í einu komnir til Óðinsvéa. Það var um fímmley- tið og nú hafði þykknað upp, samt var heitt. Við fundum H.C. And- ersen-safnið. Búið var að byggja ljóta steinsteypta byggingu utan um lítið sætt hús. Á safninu voru handrit á bak við gler og húsgögn í búri. Gústi varð frá sér numinn af þessu dóti. Ér við hjóluðum í átt að far- fuglaheimilinu um sjöleytið var orðið mjög þungt í lofti, dropar bytjaðir að detta. Allt var sett á fullt og við fórum í kappakstur við rigninguna. Gústi æddi yfír á rauðu ljósi og allt. Hann með sína tröllafætur geystist áfram, en ég dróst aftur úr. Ef ég missti af honum þá var ég týndur og tröll- um gefinn. Svo nú spyrnti ég af öllum kröftum og kom í ljós að ég hafði helling af orku eftir. Þegar við stigum af hjólunum lafmóðir, inni í porti farfuglaheim- ilisins, helltist rigningin yfir. Risastórir dropar steyptust í mal- bikið og himinninn skalf og nötraði af þrumum. Á augnabliki mynduðust lækir á steinlögðu planinu. Við Gústi stóðum í skjóli. Fólk kom hlaupandi frá bílastæði með dagblað yfír höfði, en blaðið rennblotnaði og varð eins og blaut tuska. Ég hafði aldrei á ævi minni séð aðra eins rigningu. Ég faldi mig meðan Gústi var að redda okkur inn á farfuglaheimilið, því ég var ekki með farfuglakort. Gústi sýndi skírteinið sitt og fékk svefnpláss fyrir tvo. Eftir heitt bað lögðumst við þreyttir og sælir í koju. Mér var brennheitt á lærunum og á öxlun- um og rispaðist þegar hreint sængurverið straukst við. Sem sagt illa sólbrenndur. Þýskir hjólastrákar voru með okkur í herbergi. Þeir drukku djús úr plastbrúsum, hjólreiðabúningar þeirra voru á víð og dreif um herbergið. Við Gústi steinsofnuð- um um leið og við lögðumst á koddana. Ég rétt náði að sjá fyrir mér þar sem ég leiddi litlu dóttur mína í sandinum á baðströndinni. Sú hefði haft gaman af því. (Framhald síðar.) # ..... %j am pTecision hjöruliðs- krossar SUÐURLANDSBRAUT 8 84670 Höfundur er guðfræðinemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.