Morgunblaðið - 29.07.1986, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986
'47
Richard Chamberlain í nokkram hlutverka sinna, sem skipta samtals fleiri tugum.
Ég er hættur að reyna að gera öll-
um til geðs, veit að það er vonlaust
verk og vil nú bara fá að kynnast
þeim manni, sem innra með mér
býr. Að þessu leyti er starfíð mér
einnig fjötur um fót, því ég verð
alltaf að setja mig í fótspor ann-
arra, til að ná tökum á hlutverkum
mínum, geta túlkað tilfínningar.
Ég er viðkvæmur, svo mikið veit
ég fyrir víst og rómantískar kring-
umstæður heilla mig mjög. En
lengra er ég ekki komin í sjálfsleit-
inni.“
Richard Chamberlain hefur löng-
um verið eftirsóttur maður, en hefur
þó aldrei kvænst. „Nei, ég yrði
ábyggilega lélegur eiginmaður, svo
ekki sé nú meira sagt“ segir hann.
„Ég er óþolinmóður, afbrýðisamur
og eigingjam og því best að ég búi
einn og út af fyrir mig. Hingað til
hefur aðdráttarafl mitt orsakast af
þeirri leynd, sem hvílt hefur yfír
lífí mínu. En nú er ég meira að
segja orðinn þreyttur á að þegja,
vil fá að koma til dyranna eins og
ég er klæddur, þó svo að það þýði
áð einhveijir aðdáendur snúi við
mér bakinu. Það er ekkert líf að
ÍÍfa í lygi."
„Myndi aldr-
ei leggja út
í leiklistina,
ef ég mætti
velja í dag,“
segir Ric-
hard
Chamberla-
in.
Sjaldan fellur eplið ...
að er ekkert nýtt að litlir strák-
ar reyni að feta í fótspor feðra
sinna. Faðirinn er í flestum tilfellum
ímynd alls hins góða, hátt hafínn
yfír hversdagsleg vandamál í huga
bamsins og því sjálfkjörin fyrir-
mynd. Það vekur þó alltaf athygli
þegar þetta á sér stað í „skemmt-
anabransanum" meðal söngvara
eða leikara. Umsvifalaust er þá
röddin eða leikhæfíleikar afkvæm-
anna bomir saman við það sem
foreldramir höfðu til bmnns að
bera. Til sönnunar þessari kenningu
um tilætlunarsemi almennings
nægir að nefna son Lennons heit-
ins, Julian. En þeir em fleiri
söngvarasynimir, sem komnir em
nú með hljóðnema sér í hönd, hyggj-
ast spreyta sig á sviðinu. Meðal
þeirra er sonur sveitasöngvarans
góðkunna, Kenny Rogers. Sonurinn
er reyndar alnafni föður síns og er
óhætt að fullyrða að hann muni
Eftir langvarandi deilur, rifrildi
og rökræður sættist Kenny Rog-
ers hinn yngri við föður sinn og
alnafna, tók hann sér til fyrir-
myndar og fetar nú í fótspor
hans.
njóta þeirrar auglýsingar til að
byija með. Kenny hinn yngri vinnur
nú að gerð stórrar hljómplötu —
plötu, sem beðið er með mikilli eftir-
væntingu. Raddir þeirra feðga era
sagðar afskaplega áþekkar og
sviðsframkoman næstum því hin
sama. Það er þó ekki langt síðan
sonurinn ákvað að leggja lagasmíð-
ar og söng fyrir sig. Lengst af hefur
honum nefnilega samið afskaplega
illa við föður sinn, rifíst og rökrætt
við hann öllum stundum og neitaði
meira að segja að hafa nokkur sam-
skipti við hann í ein fímm ár.
Astæðan fyrir þessum deilum —
biturleika og beiskju — er sú, að
syninum hefur ávallt fundist hann
æði afskiptur, fínnst faðir sinn ekki
hafa sinnt sér sem skyldi. Ásökun-
um þessum tók faðirinn að vonum
illa, fannst sem sonur hans væri
að ráðast á sig, snerist til vamar
og harðneitaði að nokkuð væri
hæft í því, sem hann hélt fram.
Nú hefur Kenny hinsvegar snúið
við blaðinu og segist sjá mikið eftir
því hversu lítinn tíma hann gaf sér
til að kynnast bömum sínum, og
þá sér f lagi Kenny. „Ég myndi
gefa aleigu mína fyrir að fá að
snúa tímaskífunni aftur nokkuð
mörg ár,“ sagði söngvarinn í við-
tali. „Þá myndi ég leggja ríkustu
áherslu á að rækta samband okkar
feðganna. Nú er ég hinsvegar
hræddur um að ég sé orðinn of
seinn til að vinna trúnað hans og
traust," bætti hann við.
Eftir þessar yfírlýsingar á opin-
bemm vettvangi — afsökunarbeiðni
í blöðunum, bráðnaði sonurinn al-
veg, rétti fram sáttarhönd og settist
niður með föður sínum og ræddi
málin. Samskipti þeirra tóku svo
stórkostlegum breytingum að son-
urinn ákvað að feta hreinlega í
fótspor þessa fyrirmyndarföður.
COSPER
Þú ert tíundi maðurinn, sem vill fá mig fyrir mág.
Flugvélar til sölu
C-172 SKYHAWK árg. 1975. 50T/SMOH, NAV/COM
300, XPDR, ADF. C-140 árg. 1946. Báðar flugvélarnar
í mjög góðu ástandi.
Uppl. gefur:
Agnar Gústafsson hrl.,
Eiríksgötu 4, símar 12600 og 21750.
Eigum ávallt fyrirliggjandi:
PING' golfsett
PING' puttera
(margar gerðir)
PING' kylfuhlífar
PING' poka
(margar gerðir)
Kerrur.
#/#****
tsterJLlllll
Ameriska
Tunguhálsi 11, sími 82700
Hestaþing Loga
verður haldið
sunnudaginn 3. ágúst við Hrísholt.
Mótiðhefst kl. 14.00.
Keppt verður í eftirtöldum greinum:
150 metra skeiði, 250 metra skeiði, 300
metra stökki, 300 metra brokki, 250 metra
unghrossahlaupi.
Skráning í síma 99-6916, og 6816.
I Nefndin.
Bingó — Bingó
Nú mæta allir í bingó í Glæsibæ í kvöld
kl. 19.30.
Hæsti vinningur að verðmæti
kr. 80.000.-
Vinningar og verð á spjöldum í öðrum
umferðum óbreytt.
Mætum stundvíslega.
FASTBGN
TILSÖUJ
Tilboð óskast í fasteignina
nr. 2 við Smiðjuveg í Kópavogi
Stœrö hússins er 7.357 ferm.
og 32.220 rúmm. Stœrð
lóðar er >15.356 ferm. Tilboð
skilist til undirritaðra fyrir
15. ágúst n.k.
IÐNLÁNASJÓÐUR
IÐNAÐARBANKIÍSLANDS HF.
IÐNÞRÓUNARSJÓÐUR