Morgunblaðið - 29.07.1986, Page 54

Morgunblaðið - 29.07.1986, Page 54
54 » MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986 9 .4 Morjfunblaðið/Börkur Morgunblaðið/Ámi Sæberg Um eitt þúsund manns í Viðey Á MYNDINNI hér fyrir ofan sést yfir mótssvæði skáta í Viðey. Flest- ir skátanna fjölmenntu á laugardag með sin tjöld og svefnpoka út í ey þrátt fyrir að setning mótsins hafi ekki farið fram fyrr en kl. 15.00 á sunnudag. Mótssvæðinu er skipt niður í fimm svokallaðar sýslur. Skátar á aldrinum 11 til 16 ára ráða ríkjum í flðrum þeirra og bera þær heitin norður-, suður-, vestur- og austur- sýsla. Fimmta sýslan, Efrisýsla, er fyrir Qölskyldu- og þrælabúðir, en þrælabúðimar eru skipaðar „göml- um viðloðandi skátum" eins og komist var að orði og er þeim víst óspart skipað fyrir verkum á mótinu ef snör handtök þarf við. Forráða- menn landsmóts skáta gerðu ráð fyrir að mannfjöldi í Viðey væri um 1.000 manns. Á myndinn hér til vinstri má sjá nokkra skáta í hátíðarskapi, en þeir voru á leið á setningu mótsins, sem jafnframt var lýðveldisstofnun Viðeyjarbúa, þegar Ijósmyndari Morgunblaðsins rakst á þá. Skát- amir voru allir klæddir einkennis- búningum við setninguna og setti það svo sannarlega hátíðarsvip á samkomuna. 15% AFSLÁTTUR af öllum vörum fram að verslunarmannahelgi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.