Morgunblaðið - 29.07.1986, Side 55

Morgunblaðið - 29.07.1986, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986 55 „Vil hafa agann meiri eins og í gamla daga“ - segir Óskar Pétursson, aldursforseti landsmótsins „Ég gekk í skátahreyfinguna 8. desember 1916, þá 10 ára gam- all,“ sagði Óskar Pétursson í samtali við blaðamann en hann verður áttræður 2. desember nk. Óskar lét sig þó ekki vanta á landsmótið í Viðey frekar en fyrri daginn enda skátastarfið hans líf og yndi í öll þau 70 ár sem hann hefur starfað með skátum. Óskar sagðist hafa byijað í Vær- ingjafélaginu hjá séra Priðriki Friðrikssyni í KFUM. Síðan tók Axel Túliníus við félaginu og var hann jafnframt fyrsti skátahöfðingi Islands. Árið 1938 sameinuðust Væringjafélagið og Emir í Skátafé- lag Reykjavíkur og seinna var því skipt upp í mörg félög eftir að borg- in stækkaði og íbúum fjölgaði enda mikil ásókn í skátahreyfinguna í þá daga. „Mér lfst ákaflega vel á mótið hér í Viðey þó að aginn mætti vera meiri — þú sérð að ég er greinilega af gamla skólanum. Tíðarandinn er allt annar nú og miklu frjálslegri. Það var t.d. al- gjört bann við því að reykja í skátabúningi á mínum yngri árum. Það er komið svo margt sem glepur unga fólkið nú, t.d. myndböndin, diskótekin og íþróttafélögin, en í gamla daga voru skátafélögin og ungmennafélögin allt það sem ung- dómnum var boðið uppá. Ég hef hinsvegar ekki trú á að grundvöllur- inn að skátastarfínu breytist nokkuð þó menn séu orðnir fijáls- legri hér á landi miðað við erlendar þjóðir. Ég hef trú á að erlendis sé aginn meiri innan skátahreyfíngar- innar vegna heragans, sem gjaman er alinn upp í krökkunum þar.“ Óskar sagðist hafa ferðast tölu- vert á vegum skátahreyfíngarinnar til útlanda og hefði nú í sumar far- ið síðast á Norðurlandaþing St. Georgsgildisins í Bomholm, en St. Georgsgildið eru samtök gamalla skáta og halda þeir þing á tveggja ára fresti. Óskar hefur farið á þijú alheimsmót, hið fyrsta í Englandi árið 1929, þá í Grikklandi 1962 og í Noregi á áttunda áratugnum, en þá héldu öll Norðurlöndin sameigin- lega alheimsmót. ‘„Það eru engin aldurstakmörk innan skátahreyfíngarinnar. Ég nýt þess að vera innan um ungviðið þótt ég sé orðinn þetta gamall. Maður er svo innilega velkominn." Óskar er jámsmiður að mennt en er nú hættur þeirri iðn sökum ald- urs. Undanfarið hefur hann ásamt nokkrum eldri skátum, sem kalla sig Alfana, unnið að uppbyggingu Gilwells-skálans við Ulfljótsvatn sem vel er kominn til ára sinna. Óskar sagðist hafa gengið for- ingjastigann upp úr þó hann hafí aldrei verið skátahöfðingi íslands. „Ég hef e.t.v. ekki verið nógu hug- myndaríkur til þess að taka við þeirri stöðu þótt ég geti unnið vel með öðmm. Ég sé ails ekki eftir þeim tíma sem farið hefur í skáta- starfíð, en það þarf að efla þetta góða starf núna. Því hefur farið aftur á síðustu áram og þurfum við að fá til liðs við okkur aftur þá skáta sem nú era fullorðnir en hafa hætt einhverra hluta vegna. For- ingjarnir okkar hafa yfírleitt verið allt of ungir — oft á tíðum lítið eldri en krakkamir sjálfír sem verið er að þjálfa. Þetta þekkist ekki annars staðar," sagði Oskar P. að lokum. Einn yngsti þátttakandi á mótinu er Bima Dís Benjamínsdóttir, sem er hér ásamt foreldram sínum Stefaníu Gyðu Jónsdóttur og Benjamín Ámasyni. Bima Dís er þriggja og hálfs mánaðar og eins og sjá má skáti í báðar ættir. „Við ætlum að vera á mótinu alla daga og gista ef veður leyfír," sögðu foreldramir. Yngsti þátttakandinn Morgunblaóið/Börkur í SÓLSKINSSKAPI Á skátamótum era engin aldurstakmörk. Ungir sem gamlir §öl- menntu á landsmótið og vora við setninguna sl. sunnudag og var yngsti gesturinn rúmlega þriggja mánaða og sá elsti að nálgast áttug- asta áratuginn. Þessar konur sátu í grasinu og létu fara vel um sig í sólinni á meðan setningarathöfnin fór fram. VIÐ VERÐUM VIÐBÚIN með bankaútibú í Viðey á landsmóti skáta. Hittumst í Viðey Idnaöarbankinn -núPim bmti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.