Morgunblaðið - 29.07.1986, Qupperneq 56
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986
VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR.
Ok á 108 kíló-
metra hraða eft-
ir Hofsvallagötu
LÖGREGLAN í Reykjavík stöðv-
aði í gær bifreið á Hofsvallagötu
við Vesturbæjarsundlaug, en við
hraðamælingu reyndist hún vera
á 108 kílómetra hraða.
Lögreglan mældi hraða bifreiða
er óku um Eskihlíð í Reykjavík á
iaugardag og kom þá í ljós að á
tímabilinu frá klukkan 18-19 óku
50 bifreiðir yfír leyfilegum hraða,
en alls var mældur hraði 120 bif-
reiða. Af þessum 50 voru 8 sem
óku á 70-80 kílómetra hraða og
einn ökumaður var nálægt 90 kíló-
metrum á klukkustund.
Að kveldi laugardags voru lög-
reglumenn aftur við Eskihlíðina
með mælingatæki sín og þá reynd-
ust tæp 63% ökumanna aka jrfír
leyfílegu hámarki. Við Háaleitis-
braut var hraðinn einnig mældur
og þar reyndust 87 ökumenn af 191
aka of hratt.
A Vesturlandsvegi við Ferstiklu
reyndist meðalhraði bifreiða um
helgina vera um 76 kílómetrar á
klukkustund, en leyfílegur hraði er
70 km. Vestan við Borgames var
meðalhraði svipaður, svo og á
Dalvíkurvegi f EyjaQarðarsýslu. Þá
má geta þess að í þremur mæling-
um sem gerðar voru í Hrútafírði
reyndust 209 ökumenn aka hraðar
en á 80 km, en alls var hraði 574
bifreiða mældur. Óli H. Þórðarson,
formaður Umferðarráðs, sagði að á
landinu öllu hefðu 210 ökumenn
verið kærðir og 1.413 hlotið áminn-
ingu fyrir of hraðan akstur. Svo
háar tölur hefðu valdið mönnum
vonbrigðum.
Á leið til Lögbergs
Morgunblaðið/Börkur
Á sunnudag, við setningu 19. landsmóts skáta,
var nýtt lýðveldi þeirra Viðeyjarbúa stofnað með
tilheyrandi hátíðleik. Skátar gengu fylktu liði
frá búðum sinum að hátiðarsvæði eyjarinnar,
sem ber nafnið Lögberg. Erlendir skátahópar,
komnir um lengri eða skemmri veg, voru marg-
ir viðstaddir og samgleðjast íslenskum skátum
á landsmótinu, sem stendur fram á næsta sunnu-
dag. Veðurguðinn iék við hvern sinn fíngur og
hefur verið í sóiskinsskapi síðan Viðeyjarbúar
reistu bú sin þar.
Sjá frásagnir og myndir á bis. 52,53,54 og 55.
Skattbyrðin eykst um 0,5—0,8%»
Elsti íslendingnrinn lést
á sunnudaginn 107 ára
Húaavlk.
ELSTI íslendingurinn, Guðrún
Þórðardóttir heiðursborgari
Guðrún Þórðardóttir
Ríkið fær 800 milljónum
meira en reiknað var með
— varíð til launahækkana og lækkunar á búvöruverði
SKATTBYRÐI einstaklinga í ár eykst um 0,5-0,8% miðað við árið
í fyrra. Tekjur ríkissjóðs aukast af þeim sökum um 650 milljónir
króna umfram áætlun fjárlaga, og um aðrar 150 milljónir króna
vegna meiri tekjuskatts af félögum en gert var ráð fyrir. Þessum
800 milljónum króna, sem rikissjóður fær umfram áætiun, hefur
þegar veríð ráðstafað, að sögn Þorsteins Pálssonar fjármálaráð-
herra. 500 milljónir fara til að mæta launahækkunum opinberra
%starfsmanna og 300 milljónum verður varíð til niðurgreiðsina
landbunaðarvara.
I fréttatilkynningu frá Qármála-
ráðuneytinu í gær kemur fram að
tekjuskattstofn einstaklinga (þær
tekjur sem tekjuskattur er lagður
á) nam 51,1 milijarði króna og
hefur hækkað um 45% frá fyrra
ári. Álagður tekjuskattur á árinu
1986 er 5.926 milljónir króna, sem
er hækkun frá árinu 1985 um
2.006 milljónir króna eða 51%.
Tekjuskattur einstaklinga hefur
því hækkað hlutfallslega umfram
tekjuskattstofn.
Fjármálaráðuneytið gefur á
þessu þijár megin skýringan í
fyrsta lagi er bent á að skattvísital-
an var hækkuð um 36% milli
áranna 1985 og 1986, en hins veg-
ar reyndust tekjur hafa hækkað
mun meira, eða um 42-43% að
meðaltali milli áranna. í öðru lagi,
sem afleiðing af ofannefndu, hefur
stærra hlutfail af tekjum skattþega
farið í hærri skattþrep. Loks er í
þriðja lagi nefnd sú skýring að
hert skatteftirlit og aðgerðir skatt-
yfirvalda hafi haft þau áhrif að
tekjur manna skili sér betur til
skatts en áður.
Í skattstiganum eru þrjú þrep.
Fyrsta þrep nær til tekna upp að
272 þúsundum króna, en af þeim
greiða menn 19,5% í tekjuskatt.
Af næstu 272 þúsundunum er
greiddur 31,5% skattur, en 43,5%
skattur af öllum tekjum umfram
544 þúsund krónur. í frétt fjár-
málaráðuneytisins kemur fram að
í ár greiða 13% gjaldenda hæsta
skatt, eða 43,5%, af hluta tekna
sinna, en voru 11% í fyrra. Þessi
hópur stendur undir 67,6% af öllum
tekjuskattinum fyrir árið 1986.
Þeir gjaldendur sem aftur á móti
eru í lægsta skattþrepi bera aðeins
0,5% af álögðum tekjuskatti árs-
ins, en 56% af gjaldendum tilheyra
því skattþrepi.
Sjá ummæli fjármálarádherra bis. 2: Vil
kanna þann kost að taka upp staðgreiðslu-
kerfi skatta.
Húsavíkur, andaðist sl. sunnudag
tæpra 107 ára, en hún fæddist 10.
september 1879. Guðrún var mjög
ern og hafði fulla fótavist þar til
á sjötta árinu yfir 100 að hún
veiktist svo að hún þurfti að fara
á sjúkrahús. Við þá breytingu var
eins og líkamlegi þrótturinn
dvínaði, þótt andlega héldi hún
honum furðu vel fram til siðustu
stundar.
„Mér þykir óskaplega vænt um
kirkjuna okkar þó ég sé nú hætt að
fara í hana og á ekki eftir nema
eina ferð þangað," sagði Guðrún í
viðtali við Morgunblaðið þegar hún
var 105 ára. Og nú er sú ferð ákveð-
in næstkomandi laugardag.
Fréttaritari
Laxá í Dölum:
Vikuveiðin
var 345 laxar!
GIFURLEG laxveiði hefur ver-
ið í Laxá í Dölum að undan-
förnu, þannig veiddi 6-stanga
hópur sem lauk viku sinni á
hádegi á sunnudag 345 laxa
og voru þá komnir um 800
Iaxar á land úr ánni.
Að sögn Gunnars Bjömssonar
í veiðihúsinu að Þrándargili, hafa
hvorki veiðimenn né leiðsögu-
menn sem hafa verið þama allt
að 20 ár séð aðra eins mergð af
laxi í ánni, hún er bókstaflega
full af laxi og það er nýr lax að
ganga á hveijum degi. „Það
stefnir í metsumar í Laxá, í fyrra
veiddust rúmlega 1.600 laxar í
ánni og þá höfðu veiðst um svip-
að leyti milli 5 og 600 laxar.
Yfírleitt gefur áin best upp úr
miðjum ágúst, þannig að það er
mikil veisla enn eftir," sagði
Gunnar.
Stærstu laxamir voru tveir 22
punda fískar sem veiddust í
Svarfhólsgijótum og Papa á Blue
Charm og Silver Rat. Bill Dono-
van veiddi fyrmefnda laxinn og
auk þess annan 21 punda. Denn-
is Demond veiddi hinn og notaði
afar smáa flugu, eða nr. 12.
Sjá bls. 7 „Eru þeir að fá’-
ann?“