Morgunblaðið - 06.08.1986, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986
Aukin fjárráð veita mögu-
leika á aukinni þjónustu
- rætt við séra Ólaf Skúlason dóm-
prófast um hækkun sóknargjalda og
þýðingu þess fyrir söfnuði landsins
„SÓKNARGJÖLD hafa verið svo lág, að þau hafa naumast og sums
staðar alls ekki staðið undir þvi, sem þeim er ætlað að greiða,“ sagði
séra Ólafur Skúlason, dómprófastur, þegar Morgunblaðið leitaði til
hans til að fá skýringar á allt að tvöföldun sóknargjalda frá fyrra ári.
„Það er sannleikanum sam-
kvæmt, að sóknargjöld hækka
töluvert mikið núna,“ sagði séra
Ólafur. „Það kemur til af breytingu
sem varð á þessum málum með lög-
um frá Alþingi 20. júní í fyrra.
Fram að þessu hafa sóknargjöld
verið svokallaður nefskattur, þ.e.
allir á aldrinum 16—67 ára hafa
greitt sömu upphæð nema sérstakar
ástæður hafi hamlað. Kirkjuþing
fjallar um fjármál Þjóðkirkjunnar
og hinna einstöku safnaða. Þar
hefur þetta mál verið mikið rætt
og Kirkjuþing vann að því frum-
varpi, sem Alþingi samþykkti síðan.
Nýju lögin gera ráð fyrir að sóknar-
gjöld séu 0,2—0,4 prósent af
útsvarsstofni. Á fundi safnaðaráðs
Reykjavíkurprófastsdæmis í vetur
var einróma samþykkt, að miða
skyldi við 0,39%. Þá vissum við
ekki vel hvemig þetta myndi koma
út endanlega þótt við hefðum um
það nokkra hugmynd, því búið var
að „keyra" nokkra söfnuði hjá
Skýrsluvélum ríkisins og Reykja-
víkurborgar."
Sóknargjöld ekki
staðið undir greiðsl-
um safnaðanna
— Þetta er talsvert mikil hækk-
un.
„Já, hún er það, þegar við miðum
við sóknargjald eins og það hefur
verið. En við megum ekki gleyma
því, að sóknargjöld hafa verið svo
lág, að þau hafa naumast og sums
staðar alls ekki staðið undir því, sem
þeim ber að greiða. Sóknargjöld eru
auk gjafafjár einu tekjur safnað-
anna. Og þegar verið er að hafa
mörg orð um það hversu mörg ár
kirkjur séu í smíðum, þá er skýring-
arinnar yfirleitt alltaf að leita í því
einu, að fé hefur skort til fram-
kvæmda.“
Séra Ólafur minnti og á, að í
þéttbýli og víða annars staðar kæm-
ust prestarnir ekki yfir að sinna því
sem þeim ber, bæði hvað varðar
sálusorgun og forystu í ýmiss konar
safnaðarmálum. „Messur rækja
þeir vitanlega og bamastarf er í
öllum söfnuðum en aðrir þjónustu-
liðir, eins og til dæmis húsvitjanir,
sitja á hakanum,“ sagði hann. „Með
auknum fjárráðum geta söfnuðimir
ráðið sér starfsmenn til að sinna
sérstökum verkefnum og þá kemur
fyrst og fremst í hugann öldrunar-
KIORSIRDUR
KAUPAHEONA
Til foma leystu höfðingjar þjóðarinnar
ágreiningsmál sín á Þingvöllum.
Þótt nútímamenn noti aðrar og oftast friðsamlegri aðferðir
til að leysa sín mál eru
Þingvellir enn sem fyrr viðeigandi umhverfi fyrir
viðskiptafundi.
Bjóddu viðskiptavinum þínum næst í viðskiptaverð á
Hótel Valhöll,
það tekur aðeins 40 mínútur að aka þangað frá Reykjavík.
Sannaðu til, þar komist þið að góðri niðurstöðu.
Hótel Valhöll
"■ Þingvöllum
sími 99-2622
þjónustan og umönnun um þá, sem
bundnir em heima, svo og starfið
meðal ungmennanna. Hafí söfnuð-
irnir meira fé til rekstrarins, svo
að afgangur verði þegar búið er að
annast hefðbundnar greiðslur, þá
geta þeir snúið sér að öðrum knýj-
andi verkefnum."
Aukin þjónusta
— Hveijar eru þessar greiðslur,
sem þú talar um?
„í viðbót við að reisa kirkjur sínar
og safnaðarheimili verður söfnuður-
inn að sjá um rekstur starfsemi
sinnar. Það þarf að greiða ljós og
hita, sem oft eru umtalsverðar upp-
hæðir, og það þarf að greiða
kirkjuvörðum laun og kostnað af
eðlilegu viðhaldi og umhirðu. Síðan
eru aðrir kostnaðarliðir og eru þar
hæstar greiðslur til organista og
söngkóra.
Það hefur lengi verið draumur
presta og forráðamanna safnað-
anna að geta ráðið organista í fullt
starf við kirkjumar. Þá gætu þeir
helgað sig tónlistinni, haft sérstak-
ar stundir í kirkjum og spilað fyrir
þá, sem þangað leita eftir næði og
upplyftingu, annast kórstjóm og
skipulagt tónlistarþjónustuna á all-
an veg. Nú má vera, að þessi
draumur verði ekki svo íjarlægur
lengur."
— Hvað með aukna þjónustu og
aðra þjónustu?
„Já, það hefur mikið verið rætt
að sóknargjöldin ættu að standa
undir margvíslegri þjónustu, sem
fólk greiðir nú sérstaklega fyrir.
Böm eru skírð og fermd og fyrir
það hefur verið greitt sérstaklega.
Á fundum hér í prófastsdæminu
hefur komið fram, að í raun sé fólk
búið að greiða fyrir þessa þjónustu.
Vonandi getur orðið af því, þegar
sóknargjöldin hækka, að fólk geti
gengið að þessari þjónustu án þess
að borga aukaverkagreiðslumar,
sem við köllum svo. Það er að visu
ekki búið að móta þssar hugmyndir
endanlega hjá okkur en málið er í
athugun og flestir em fylgjandi því
að komast hjá aukaverkagreiðslun-
Útfararkostnaður úr
sameiginlegum sjóði
— Hvað með jarðarfarir, sem
mörgum þykja dýrar?
„Það er meðal þess, sem hefur
verið rætt, að útfararkostnaður
ætti að vera innifalinn í kirkju-
garðsgjaldinu, allur eða eftir því,
sem fé hrekkur til. Það er reyndar
farið að borga útfararkostnað úr
hinum sameigjnlega sjóði í sumum
bæjarfélögum og ég vona að af því
geti sem fyrst orðið í Reykjavíkur-
prófastsdæmi.“
— Hafa allir söfnuðir landsins
jafnar tekjur?
„Nei, langt í frá. Söfnuðirnir em
misfjölmennir og mismunandi tekj-
ur framtaldar til skatts ráða nokkm
um fjárráð safnaðanna. Við höfum
miklar áhyggjur af þessu atriði, þar
sem kostnaðarliðir em ekki alltaf í
réttu hlutfalli við Qölda sóknar-
barna. Því er sá möguleiki eðlilegur,
að innan prófastsdæmisins verði
stofnaður sérstakur jöfnunarsjóður,
sem hlaupi undir bagga með þeim
söfnuðum, sem úr minnstu hafa að
spila. Þá myndi sá sjóður einnig
geta lagt fram fé til kirkjubygginga
og tryggt þannig, að þær gengju
betur. Einnig er nauðsynlegt að
koma betra skipulagi á kirkjubygg-
ingamál, svo ekki séu allt of margar
kirkjur í smíðum í einu.“
— Þú sérð þá ekki fram á að
söfnuðimir safni miklu fé í banka?
„Nei, ég held að það sé ekki
nokkur vafí á því, að söfnuðimir
þarfnist aukins fjár. Margt hefur
orðið að bíða og margir söfnuðir
em orðnir stórskuldugir svo vand-
ræði hljótast af. Þá em og til þeir
söfnuðir, sem hvorki hafa getað
gengið frá lóðum sínum svo skamm-
laust sé né heldur fulllokið við
byggingar. En í viðbót við þetta sé
ég fyrir mér aukna þjónustu. Þó
að peningar leysi ekki allan vanda
er hægt að nota þá til að koma til
móts við margan mann, sem þarf
á því að halda. Og svo má það líka
vel vera, að fólk fari að hugsa
meira um kirkjumál sín og söfnuð-
inn, ef það leggur fram aukið
fjármagn til starfseminnar. Auðvit-
að er það fólkið sjálft, sem við
viljum ná til, enda þótt peningamir
geti stundum verið til að auðvelda
slíkt," sagði séra Ólafur Skúlason
dómprófastur að lokum.
Morgunblaóið/PáJmi Eyjólfsson
Það liðu hundrað og áttatíu ár frá því að byggð lagðist af í
Húsadal í Þórsmörk, uns aftur var heyjað þar, nú í sumar, á
nýrækt við aðstöðu Austurleiðar í mynni Húsadals.
Hejrjað í Þórsmörk, í
fyrsta sinn í 180 ár
í SUMAR var heyjað í Húsadal í Þórsmörk, í fyrsta sinn í um
180 ár, en þá lagðist byggð af þar. Slegin var nýrækt á svört-
um sandi, gömlum farvegi Markarfljóts, við ferðamannaaðstöðu sem
Austurleið á Hvolsvelli kom upp í mynni Húsadals. Þar eru nú næg
tjaldstæði og skálapláss fyrir alla sem vilja og engin takmörk á aðsókn.