Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986
Ólafur Ólafsson
vélstjórí—Minning
‘r Fæddur 28. október 1917
Dáinn 14. júní 1986
Hann Ólafur Ólafsson, náfrændi
minn og vinur, er horfínn út í
mistrið ógagnsæja, sem aðskilur
jarðiíf okkar mannanna bama og
framlífsstjömur þær hinar fjarlægu
í víðáttum algeimsins, sem til er
flust að loknum hérvistardögum. í
þeim fögm dvalarstöðum munu
bíða allra óþrotleg viðfangsefni og
síst lítilvægari en þau, sem hverjum
manni er ætlað að fást við meðan
hér er dvalið.
'r Ekki bar fundum okkar Ólafs
saman fyrr en á fullorðinsárum, en
margt hafði ég heyrt um þennan
íjarlæga frænda minn, þegar í
bemsku, og mun ég koma að þeim
atriðum síðar. En fyrst langar mig
til að minnast lítillega á ætt hans
og uppruna.
Ólafur Jónsson hét föðurbróðir
minn og ólst hann upp í Stóm-Ávík
í Víkursveit í Strandasýslu hjá for-
eldrum sínum Jóni Péturssyni (f.
8.12 1847, d. 4.2. 1920) frá Dröng-
um í sömu sveit og Guðrúnu
Ólafsdóttur (f. 1855, d. 17.3. 1942)
frá Gnýstöðum á Vatnsnesi í Húna-
vatnssýslu.
i Er Ölafur hafði aldur til gerðist
hann sjómaður á fiskiskipum og
stundaði sjómennsku á ýmsum
stöðum hér við Iand. Hann þótti
glæsimenni, skemmtilegur í tali og
ötull í hveiju því starfí, er hann tók
sér fyrir hendur.
Á einni vetrarvertíð mun skipið,
sem Ólafur var á, hafa lagt afla
sinn upp í Beruvík á Snæfellsnesi
utanverðu. Þar var þá nokkur
byggð, þótt allt sé þar nú í eyði
komið fyrir löngu.
Á bænum Helludal við Bemvík
áttu þá heima hjónin Helgi Daníels-
son og Anna Helgadóttir. Helludal-
ur var harðbalakot en með dugnaði
og sparsemi tókst þeim hjónum
samt að hafa ofan af fyrir sér og
fjölskyldunni. Helgi var talinn dug-
andi bóndi, einnig var hann þekktur
sem refaskytta, og orð fór af honum
fyrir að vera snjall sögumaður. Þau
hjón áttu nokkur böm, þar á meðal
dóttur eina, sem Guðrún hét og var
þá fullvaxta (f. 1894, d. um 1945).
Þau Ólafur og Guðrún felldu
hugi saman, þótt ekki stæðu þau
kynni lengur en þessa einu vertíð.
Eignuðust þau bam saman. Varþað
drengur og skýrður Ólafur eftir
- föður sínum, en hann var þá löngu
á burtu farinn og mun aldrei hafa
átt þess kost að sjá þetta afkvæmi
sitt. Drengurinn ólst upp hjá móður
sinni og síðar stjúpa.
En ekki gekk hann heill til skóg-
ar. Svo var mál með vexti, að er
hann fæddist varð að taka hann
með töngum, en svo slysalega vildi
til að annar armur tangarinnar lenti
í auga drengsins og eyðilagði það.
Lá það úti eftir það, og má nærri
geta hvílíkt kvalræði þetta hefur
verið honum á fyrstu bemskuárun-
um. En sem betur fór varð hér að
lokum ráðin bót á, þegar hann var
7 ára gamall og var það að þakka
Guðrúnu Ólafsdóttur í Stóm-Ávík,
^ sem fyrr var nefnd, ömmu okkar
beggja.
Hún hafði fyrir löngu heyrt að
hún hefði eignast sonarson á Snæ-
fellsnesi. En hún frétti ekki um
þetta hörmuiega slys, fyrr en sjö
ámm síðar. Samgöngur vom stop-
ular á þeim ámm milli afskekktra
og fjarlægra staða, og ömggar
fréttir bámst því oft seint. En er
ömmu minni bámst loks sannar
fregnir af þessu illa ástandi sonar-
sonar hennar, brá henni illa við.
Hún var í eðli sínu stórbrotin kona
«, með viðkvæma lund og mátti ekk-
ert aumt vita, án þess að reyna að
hjálpa. Og hún lét aldrei dragast
að gera það, sem hún taldi réttast
í hveiju máli. Hún tók sína ákvörð-
un og bjó sig til ferðar með næsta
strandferðaskipi sem kom á Norð-
urfjörð. Til Hellissands var ferðinni
heitið. Og er hún sá drenginn leist
henni ekki á blikuna. Hún tók hann
því með sér og fór með hann til
Reykjavíkur með næstu skipsferð.
Með hjálp góðrar vinkonu sinnar,
Valgerðar Friðriksdóttur frá Gjögri,
kom hún honum í læknishendur. Á
sjúkrahúsi var tekið úr honum
skemmda augað en glerkúla sett í
staðinn. Aðgerðin lánaðist vel og
var nú líðan hans að þessu leyti
önnur og betri upp frá þessu. Áð
lokinni þessari læknisaðgerð fór
hún með drenginn á skipi til Hellis-
sands og skilaði honum í hendur
móðurinnar, sem tók við honum
þakklátum huga fyrir þetta líknar-
verk. En amma okkar hélt aftur
norður, til síns heima, ánægð yfír
því sem henni hafði tekist að áorka,
til hjálpar þessu bamabami sínu.
Þetta mun hafa gerst árið 1924.
Á bemskuárunum, allt frá eins
árs aldri, var Ólafur oft hjá ömmu
sinni, Önnu í Helludal, enda
skammt þar á milli bæjanna.
Því má skjóta hér inn í til gam-
ans að konuefni Ólafs, Ingibjörg
Hjartardóttir, var hjá þeim hjónum,
Önnu og Daníel, í tvö sumur, er
hún var á bamsaldri, og var þá um
tíma samvistum við Ólaf og léku
þau sér saman.
Er Ólafur var um það bil 2—3
ára giftist Guðrún Helgadóttir,
móðir hans, Guðmundi Sveinssyni
bónda. Hann var ekkjumaður og
átti fímm böm.
Þau hófu búskap í Litla-Lóni í
Beruvík og eignuðust saman þijú
böm: Guðmund Tómas, Helga og
Önnu. Ólafur ólst því þar upp eftir
þetta með móður sinni og stjúp-
föður og þremur hálfsystkinum.
Mun vel hafa farið á með öllum og
fjölskyldan verið samhent með
besta móti.
Fyrir og um fermingu var Ólafí
komið fyrir, tíma og tíma, á Svarf-
hóli í Miklaholtshreppi, og var þar
fermdur af þeim þjóðkunna klerki,
Áma Þórarinssyni.
Nokkru eftir fermingu Ólafs
brugðu þau búi í Litla-Lóni, Guðrún
og Guðmundur og fluttu til
Reykjavíkur með bömum sínum
öllum.
Um föður Ólafs, Ólaf Jónsson,
er það að segja, að eftir nokkurra
ára sjómennsku hér við land, flutt-
ist hann til Englands og gerðist
farmaður á flutningaskipum, sem
sigldu til ísrael og annarra staða
við Miðjarðarhafíð.
Hann giftist enskri konu, Doris
Evelyn. Stofnuðu þau heimili í
Grimsby og eignuðust eina dóttur,
Dorothy að nafni. Hér eignaðist
Ólafur eigin mótorskip, gerðist
skipstjóri á því og stundaði fískveið-
ar. En hann fórst í ofviðri við
Englandsstrendur á þessu skipi
sínu, er dóttir hans var á fyrsta
árinu. Hún átti því aldrei kost á
að kynnast föður sínum eða læra
íslensku.
En er hún var um 21 árs göm-
ul, 1948, kom hún hingað til lands,
til að kynnast íslenskum ættingjum
sínum. Dvaldi hún þá um nokkurra
mánaða skeið á heimili okkar Aðal-
heiðar, konu minnar; og ferðaðist
með okkur norður í Ámeshrepp og
víða um Norðurland. Einnig kynnt-
ist hún vel Ólafi bróður sínum, sem
nú er hér kvaddur, og fjölskyldu
hans. Varð þessi kynnisför henni
til mikillar ánægju, sem og okkur
hjónum að kynnast þessari frænku
minni, enda var hún glaðlynd og
skemmtileg í viðmóti, og bar nokk-
urt svipmót ættar sinnar hér.
Síðast giftist hún breskum
manni, Geoffrey Buckley, og eign-
uðust þau tvö böm, Catherine og
Richard, sem hlutu góða menntun
og em nú löngu uppkomin. Ólafur
átti þess kost síðar, að heimsækja
þessa systur sína í Englandi, a.m.k.
tvisvar sinnum báðum þeim til
ánægju, og endumýja þannig vin-
áttu með frændsemi.
Árið 1945, þann 7. september,
giftist. Ólafur Ingibjörgu Hjartar-
dóttur (f. 30.6. 1921) Clausen frá
Hellissandi á Snæfellsnesi, en hún
er ættuð í móðurætt frá Látrum á
Breiðafirði. Hófust þau handa um
byggingu eigin húss í Skipasundi
18 í Reykjavík og gátu flutt í það
á næsta ári, 1946.
Þau eignuðust sex böm, misstu
fyrsta bamið, en hin fímm hafa
komist til fullorðinsára og era öll
hin mannvænlegustu. Þau era:
Guðrún, gift Sigurði Bjamasyni,
lyfjafræðingi, og eiga þau heima á
Norðfírði; Erla, ógift og hefur átt
heima í foreldrahúsum; Anna, gift-
ist Hermóði Sigurðssyni, en hefur
starfað lengi í Landsbankanum;
Björgvin Ómar, pípulagningamað-
ur, giftur Björgu Sigurðardóttur;
Ragnheiður Bára, býr í Skipasundi
7 með Birgj Halldórssyni. Bama-
böm þeirra Ólafs og Ingjbjamar era
alls orðin tíu, og veit ég að það
hefur verið þeim óblandin ánægja
að fá þessa litlu vini í heimsóknir
og eins hefur bömunum verið það
gleði að koma til afa og ömmu og
njóta gestrisni þeirra og hlýju.
Áður en kynni þeirra Ólafs og
Ingibjargar hófust eignaðist hann
eina dóttur, Lilju að nafni, og ólst
hún upp í Reykjavík hjá móður
sinni. Lilja kom oft í heimsókn til
þeirra Ingibjargar og föður síns og
var ávallt mikill aufúsugestur og lék
sér með bömum þeirra, hálfsystkin-
um sínum. Er þar fagurt dæmi til
eftirbreytni öðra fólki er líkt stend-
ur á fyrir.
Ólafur var mikill unnandi nátt-
úrafegurðar og útivistar. Á þeim
aldri er bömin vora að alst upp, fór
hann oft með þeim í lengri eða
skemmri útileguferðir. Héldu þau
þá til í tjaldi og höfðu með sér allan
viðleguútbúnað. Allir sem til þekkja
vita, að með slíkum ferðamáta er
hægt að komast í nánara samband
við móður náttúra, en unnt er með
með öðra móti og verður þátttak-
endum uppspretta gleði og lífsfyll-
ingar, sem geymast hlýtur í huga
hvers og eins sem fögur minning
ævilangt.
Ólafur stundaði ýmis störf, sem
einkum hafa lotið að sjómennsku.
Má þar nefna útgerð og skipsstjóm
á eigin fiskiskipum (hann eignaðist
reyndar þijá mótorbáta); og eigin
fískverkun. Um 10 ára skeið var
hann vélstjóri á hafrannsóknaskip-
inu Dröfn. Og síðustu fímm árin
stundaði hann harðfískverkun með
sérstakri aðferð. Hann var ötull og
fylginn sér, að hveiju sem hann
gekk og hagleiksmaður hinn mesti,
smíðaði t.d. í upphafí hjónabands
síns, að mestu með eigin höndum,
hús það í Skipasundi 18 í Reykjavík,
sem þau hjón hafa átt heima í síðan.
En með sanni má segja að ekki
var Ólafur einn í ráðum eða í starfí,
því hin ötula húsfreyja, konan hans,
átti þar ekki minnstan hlut að máli.
Það er ekki lítið afrek að vinna sig
upp úr allsleysi því sem ríkjandi var
á fyrri hluta þessarar aldar hjá
þorra manna, í sæmileg efni, og
koma mörgum bömum til menntun-
ar og þroska. Slíkt verður varla
gert án sameiginlegs átaks beggja
aðila, og svo var vissulega í því til-
viki sem hér um ræðir.
Ólafur mun hafa lesið mikið er
tóm gafst til og var hugsandi mað-
ur um ýmis torræð efni. Oft er
fundum okkar bar saman barst tal-
ið að eilífðarmálunum svokölluðu
og vora þá reikistjömur annarra
sólhverfa nefndar í því sambandi,
sem hugsanlegir dvalarstaðir
þeirra, sem héðan flytja.
Nú er Ólafur, þessi góði dreng-
ur, horfinn okkur sjónum í bili og
fluttur þangað sem leið okkar allra
liggur að jarðvistarlokum.
Er ég sat í kirkjunni með lokuð
augu, við kveðjuathöfn þessa
frænda míns 23. júní sl., birtist mér
heillandi sýn, er mig langar til að
lýsa í fáum orðum. Ég sá lýsandi
birtubólstur vinstra megin kistunn-
ar að mér þótti, og ég eins og vissi
að þama væri hinn nýlátni. Rétt í
því sá ég afarmikla birtu hátt í lofti
til hægri, og ég þóttist undireins
vita að hér væri faðir hans á ferð.
Þessi mikli birtubjarmi nálgaðist,
og er hann kom rétt til móts við
birtuhjúpinn sem fyrir var, þótti
mér faðirinn rétta syninum hönd
sína. Birtubólstramir sameinuðust
í eitt skínandi birtuflóð og leið á
brott upp á við. Og í huga mér
komu fram eftirfarandi setningar,
skýrt og greinilega. Fyrst: „Dreng-
urinn, sem aldrei fékk að sjá föður
sinn,“ og síðan: „Faðirinn, sem aldr-
ei fékk tækifæri til að kynnast syni
sínum.“ Mér fannst, sem hér hefðu
orðið óumræðanlega miklir fagnað-
arfundir. Og er þeir liðu hærra
fannst mér ég skynja mikinn fjölda
náinna ættmenna í fjarlægum stað
bíða komu þeirra með eftirvænt-
ingu. Þótti mér þar mest bera á
Guðrúnu Ólafsdóttur, ömmu hans,
eins og hún bæri til hans hlýjastan
og sterkastan hug þeirra, sem
þama biðu komu hans. Sýninni lauk
en hugur minn var fullur eins kon-
ar klökkva og æðri gleði. Ég er
þess viss að sýn þessi hin fagra,
hefur með nokkram hætti staðið í
sambandi við þennan góða frænda
minn og þær móttökur sem biðu
hans á landinu bjarta að lokinni
hérvist.
Ég vil votta eftirlifandi eiginkonu
Ólafs, sem og bömum þeirra og
bamabörnum, einlæga samúð mína
og okkar hjóna, og óskum þeim
alls velfarnaðar á ókomnum áram,
uns vegir liggja aftur saman á
framtíðarlandinu fagra bak við him-
ins höf.
Ingvar Agnarsson
Morgunblaðið/Sigurður Gunnarason
Austur-Skaftaf ellssýsla:
270 þúsund krónur söfnuðust í boðhlaupi
Laugardaginn 26. júlí sl. stóð Ungmennasambandið Úlfljótur í
Austur-Skaftafellssýslu fyrir boðhlaupi frá Hvalsnesi í Lóni að
Skaftafelli í Öræfum, í fjáröflunarskyni fyrir starfsemi sambands-
ins. Vegalengdin er u.þ.b. 200 kílómetrar og tók hlaupið tæpar
15 klukkustundir. Alls söfnuðust um 270 þúsund krónur í áheit.
Á myndinni sjást hlaupararnir á leiðarenda í Skaftafelli.