Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986 59 Stúdentspróf oft óþörf Eggert E. Laxdal skrifan „Það er mikið talað og skrifað um að auka þurfi hvers konar menntun. Nokkrar námsgreinar hafa verið fluttar yfir á háskólastig. Ég heyrði fyrir skömmu samtal milli fullorðins manns og tveggja telpna. Maðurinn spurði hvort þær ætluðu að ganga í skóla og þær svöruðu því til að þær ætluðu að verða stúdentar. Maðurinn spurði hvers vegna og þær svöruðu að það væri ekki hægt að verða neitt nema að hafa stúd- entspróf. Þetta eru orð að sönnu. Með þessu er verið að útiloka stór- an hóp manna frá iffvæniegri atvinnu ef tala má um lífvænlega atvinnu á íslandi. Hvað eiga til dæmis hjúkrunar- fræðingar, ljósmæður og bama- kennarar með að læra latfnu og mörg önnur tungumál og flókinn reikning svo að eitthvað sé nefnt? Þessarar menntunar getur þetta fólk aflað sér aukalega ef það vill en það er fráleitt að krefjast henn- ar við þessi störf. Vonandi verður ekki gengið lengra í þessa átt. Pólk getur haft góða greind og verið vel hæft til þessara og annarra starfa þótt það hafi ekki stúdentspróf og háskóla- nám að baki. Vonandi verður hér staðar numið á þessari braut.“ Þessir hringdu . . Dýrt kakó í Arbæjarsafni Húsmæður í Árbænum hringdu: „Við erum hérna nokkrar sem höfum gert það af og til okkur til ánægju að fá okkur kakó og meðlæti í Árbæjarsafni undan- farin sumur. Hingað til höfum við ekki haft undan neinu að kvarta en allt í einu bregður svo við að við þurfum að borga okkur inn eins og við ætluðum að skoða safnið þegar við ætlum bara að fá okkur kakó. Við urðum að vonum forviða og enn meira undrandi þegar við fengum ekki lengur að hafa með okkur hund sem nú er orðinn 15 ára og gerist ellimóður. Hingað til hefur ekki verið neitt vanda- mál að fá að taka hundinn með. Auk þess er mikið af köttum þama að flækjast og fyrst þeir mega það hljóta hundar að mega koma líka. Þegar við spurðum hvers vegna við þyrftum að borga okkur inn var okkur sagt að það væri gert til að halda verðinu á veitingunum niðri. Tókum við það gott og gilt í fyrstu en við nánari athugun kom í ljós að það var eitthvað bogið við þessa röksemdafærslu. Inn á safnið kostar 100 kr. og kakó með ijómapönnuköku kostar 155 eða samtals 255. Niðri í bæ er hins vegar hægt að kaupa þetta á 180 kr. í Hressingarskálanum og á 210 kr. í Lækjarbrekku svo að dæmi séu tekin. Það er eins og það sé verið að blekkja fólk með þessu þannig að það haldi að kakóið sé ódýrara en það er. Víst er að við hugsum okkur um tvisvar áður en við för- um oftar og kaupum okkur kakó í Árbæjarsafni, við förum frekar niður í miðbæ." Bætum hið and- lega heilsufar B.Ó. hringdi: „Hvað er gert í þessu landi til að bæta og efla hið andlega heilsufar, siðgæði, réttlætiskennd, hógværð, heiðarleika og háttvísi? Við virðumst algjörlega hafa gleymt vöku okkar í þessum mál- um. Þar eru sjónvarp, myndbönd, leikhús og bókmenntir dagsins gleggsta dæmið. Þar skipa árekstrar, átök, ofsóknir, morð og glæpir aðalhlutverkið og þess- um viðbjóði er hellt yfir alla þjóðina alla daga ársins enda er- um við ísiendingar að verða andlega vanheilir og sálsjúkir. Allt þjóðfélagið og samskipti manna loga af árekstrum, óheið- arleik, ábyrgðarleysi og sálar- flækjum. Spilling, smekkleysa og ómenning gegnumsýra allt þjóð- félagið. Menn kynnast of sjaldan heiðarlegum og heilbrigðum hugs- unarhætti. Hann verður því blátt áfram ijarlægur og óeðlislægur. Þetta er það sem skapar það ástand sem nú ríkir, það er vönt- un á andlegu jafnvægi, yfirvegun og heiðarlegri framkomu. Menn eiga í erfiðleikum með að aðlaga sig að siðum, háttum og hugsun siðaðra manna, lögum og rétti, kröfum og kringumstæðum siðaðs þjóðfélags. Lög og réttur, heiðar- leiki og hógværð eru þeir þættir heiðarlegs heilsufars er skapa eiga jafnvægi, sátt og samlyndi og eru því grundvöllur andlegrar heilbrigði. Eins og Ciceró, er uppi var á árunum 106 til 43 fyrir Krist, orðaði það: „Trúmennskan er sá grundvöllur er réttlætið byggist á.“ Ef trúmennskan við satt og rétt og heiðarlegt líf glat- ast, hvar er þá réttlætið?" Afmælið er 1. janúar en ekki 18. ágúst Njörvi hringdi: „Mér þætti gaman að vita af hverju haldið er upp á 200 ára afmæli Rey kj a víku rborgar 18. ágúst nk. en ekki 1. janúar á næsta ári þegar borgin verður 200 ára. Það er að vísu rétt að tilkynn- ing var send út um þetta 18. ágúst 1786 en lögin tóku ekki gildi fyrr en 1. janúar 1787. Þetta kemur til dæmis skýrt fram í bók sem Jón Helgason bisk- up gaf út 1916 og hét Reykjavík 14 ára og í annarri bók sem kom út fyrir 20 árum í sambandi við 180 ára afmæli ísafjarðar. Burtséð frá þessu vil ég að tek- in verði upp umferðarfræðsla við Háskóla íslands. Það virðist ekki vera vanþörf á henni. Fæstir há- skólanemanna virðast kunna að nota gangbrautarljósin við Há- skólann. Ekki vefst fyrir bömun- um að nota gangbrautarljósin við Hamrahlíð og víðar." Tökum harðar á fíknief nasmygli Hafliði Helgason skrifan „Ég vil koma á framfæri fyrir- spum til dómsmálaráðherra. Á ekki að fara að taka harðar á brotum á fíkniefnalöggjöfinni. Það er aldeilis forkastanlegt hvemig alls konar dusilmenni komast upp með það að flytja inn eituriyf og eyðiieggja með þeim líf fjölda manna. Lögreglan ræður ekki við neitt, til þess er hún alltof fáliðuð. Það verður að taka á þessum málum af festu og röggsemi ef ekki á illa að fara. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég hef kvartað undan þessu en ástandið virðist bara fara versn- andi. Þegar ég var á sjónum fyrir tíu árum var það til siðs að kippa með sér kannski einum eða tveim- ur bjórkössum of mikið en ástand- ið núna er fyrir neðan allar hellur.“ RAFMOTORAR Flestar stærðir og gerðir fyrirliggjandi. Fljót afgreiðsla. p-,' Jtf RÖNNING Circus Arena sýnir í Reykjavík vestan húss TBR og Glæsibæjar Frumsýning miðvikudaginn 6. ágúst kl. 20.00. Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 20.00. Föstudaginn 8. ágúst kl. 16.00 og 20.00. Laugardaginn 9. ágúst kl. 16.00 og 20.00. Sunnudaginn 10. ágúst kl. 16.00 og 20.00. Mánudaginn 11. ágúst kl. 20.00. Forsala aðgöngumiða á sýningarsvæði á hverjum degi tveimur klukkustundum fyrir sýningu. GALLA CIRKUS ’85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.