Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986 aMOQpALLc I I rYKIH ALLA! V- • :FraFnha1dsflokkar2'x og 3x í viku,. * þriðji tírninn frjálst val. JASS eða BALLETT V Byrjendaflokkar i x og 2x íviku, v • frá sex ára aldri. SKÓLIAÐ HRAUNBERGI4 ‘ # «. . - ' ■’ * ^ f . ' '< Dansarar - íþróttafólk * ‘ Opnir tímar á láugardögum í Bolholti. Þrektímar-teygjutímar - jasstímar * Góð aðstaða fyrír bæði kynin,' ; ; * • - • gjald kr. 250.- - * KENIMARAR SKÓLANS: ■ JASS: Báda- Anna-;-4 ^igrlðut - Marðrét A. - Margrét Ó. - Agðes - Irma. KLASÖÍS.K TÆKNI: KatrínFáll. •’ GESTAKENNÁRARÍ-VETUR:* JACKGOMN NewYork DEJRDRE LOVEk :• NewYork ' PATRICK DUNCAN '• London ' . JazzbaHettskóli Báru m Schwarzwaldklinik ku vera fyrsta alvöru-sápuópera vestur- þýska sjónvarpsins. Hún hefur notið dæmafárra vinsælda í heimalandi sínu þar sem hún skaut aðalkeppi- nautunum frá Bandaríkjunum, Dallas, Dynasty og Falcon Crest ref fyrir rass og komst á topp vinsælda- listans. í kynningu með þáttunum segir að hér sé jafnframt á ferðinni fyrsta vestur-þýska sjónvarpsfram- leiðslan sem gerist að mestu á spítala en fyrir utan helstu vanda- mál sem aðalpersónumar ganga í gegnum, kynnumst við raunum, sorg og gleði sjúklinga sjúkrahúss- ins í Svartaskógi sem koma og fara líkt og hótelgestir MacDermotts. Það er áætlað að eftthvað í kringum 25 milljónir Vestur-Þjóðveija horfí reglulega á Schwarzwaldklinik á sunnudagskvöldum. í þættinum í gær sáum við þegar aðalpersóna þáttanna, Klaus Brink- mann, kom til nýja vinnustaðar síns á sjúkrahúsið í Svartaskógi en hann er nýi yfírmaðurinn þar. Onnur megjnpersóna er sonur Brink- manns, Udo, sem er ákaflega fallegur læknir á sjúkrahúsinu og einnig kemur við sögu systir Udos, sem ætlar að verða læknir en getur varla af fjárhagsástæðum. Og fyrir utan þau er stöðugur straumur sjúklinga sem þarf á aðstoð að halda. I einum þætti neyðist Brink- mann til að sinna morðingja sem hótar honum með byssu, í öðrum kemur hann í veg fyrir fóstureyð- ingu og í þeim þriðja fæst hann við krabbameinssjúkiing og svo fram- vegis. Höfundur þáttanna er Herbert Lichtenfeld en leikstjóri Alfred Worner. Udo er leikinn af Sacha Hehn og Christa er leikin af Gaby Dohm en aðalhlutverkið Brinkmann leikur Klausjúrgen Wussow og varð hann frægur á einni nóttu, eins og sagt er, þegar sýningar á þáttunum hófust. Hann getur ekki lengur gengið um götur án þess að fólk hópi sig um hann og heilsi honum. Og þegar hann kemur fram í spum- ingatíma í sjónvarpinu er síminn rauðglóandi. Mest er hann spurður út í læknisfræðileg og siðfræðileg efni því eins og oft vill verða ruglar fólk saman leikaranum og persón- unni sem hann leikur. „Hvert er álit þitt á fósturyeðingum?" „Ætti læknir að segja sjúklingi sínum að hann sé að dauða kominn?" „Hvað með náðardauða?" Já, það getur verið erfítt að vera frægur. Schwarzwaldklinik er mikil lyfti- stöng fyrir vestur-þýska sjónvarpið. Nýlega seldi það Paramount-fyrir- tækinu í Bandaríkjunum 52 þætti til sýninga þar en áhugi Bandaríkja- manna var sljkur að þeir keyptu 24 þætti sem er rétt nýbyijað að fílma og verða ekki sendir út fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Og athyglin beinist að fleiri þáttum. Derrick, félagi okkar úr íslenska sjónvarpinu og Sá gamli hafa vakið athygli víða og æ fleiri lönd hafa þá félagana á dagskrá sinni (þegar Cossiga var forsætisráðherra Ítalíu bað hann um að Horst Tappert, stjarnan úr Derrick, yrði gestur í opinberu kvöldverðarboði sem vest- ur-þýska ríkisstjómin hélt honum). Og nú fara starfsmenn vestur- þýska sjónvarpsins í gegnum lagerinn sinn og leita logandi ljósi að einhveiju fleiru til að selja á meðan áhuginn er fyrir hendi. Ómerkilegt bíkíni Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Bíkínibúðir (the Bikini Shop). Sýnd í Laugarásbiói. Stjörnugjöf '/2. Bandarísk. Aðalhlutverk: Mich- ael D. Wright og Bruce Green- wood. Meginefni þessarar meintu gam- anmyndar eru kvenmannsbossar í örsmáum bíkínibaðfötum. Mynda- vélin dvelur löngum við bossana og þegar líður nær hálfleik spyr maður sjálfan sig fyrir hveija mynd eins og Bíkínibúðin (the Bikini Shop) er gerð. Það má vera að hún sé fyrir karlmenn sem fara niður á strönd á sólskinsdegi eða bara í laugamar til að virða fyrir sér stelpumar. Þeir geta sameinað bíóferð og laug- arferð. En hún gerir þó kvenrétt- indakonum meira gagn skyldi maður halda því þær geta sameinað bíóferð og baráttufund um misnotk- un kvenfólks í bíómyndum og hún getur sýnt þeim betur en margt annað gegn hveiju þær em raun- verulega að beijast. Þær geta þó glatt sig yfir því að myndin er svo ómerkileg í alla staði að hún vinnur sjálfsagt meira fyrir rauðsokkur en gegn. Hún er um bræðuma Alan og Todd, sem erfa bíkínibúð, selja hana og kaupa aftur. í millitíðinni kynnumst við verðandi eiginkonu Alans er er feitt átvagl, afgreiðslustúlkunum sem allar líta vel út í bíkíni og gestum og gangandi. Gæjamir em kaldir og klárir, stelpumar skríkjandi og dillandi sér og bíkíníið eins smátt og ómerkilegt og hugarfar þeirra sem myndina gerðu. i 1 Klausjtlrgen Wussow leikur forstjóra sjúkrahússins, Klaus Brink- mann, sem er hér með einum af læknum sinum, Elena Bach, sem Heide Linde Weis leikur. 25 milljón Vestur-Þjóðverjar horfa reglu- lega á Sjúkrahúsið í Svartaskógi. Nýjunjg í orlofsmálum Islendinga Orlofshús við Hvítu ströndina á Spáni. Starfsmannafélög — félagasamtök — hópar — fyrirtæki. íbúðir — raðhús — villur. Einnig 203 fm veitingastaður. Samningar í gangi um mjög hagstæðar ferðir fyrir húseigendur. Hafið samband strax, við komum með kynningar á staöinn ef óskað er. Næsta kynnisferð 18. september '86. G. Óskarsson & Co. Laugavegi 18 Sími: 17045 frá 12.-22. Sjúkrahúsið í Svartaskógi SJónvarp Arnaldur Indriðason Þjóðveijar hafa fundið svarið við hinni „menningarlegu heims- valdastefnu“ Bandaríkjanna hvers framverðir, Dallas og Dyn- asty, njóta alþjóðlegra vinsælda. Þeir hafa gert sína eign sápuóp- eru og kallað hana Schwarzwald- klinik en hún verður á dagskrá » sjónvarpsins næstu ellefu mið- vikudgaskvöld undir heitinu Sjúkrahúsið í Svartaskógi. Fyrsti þátturinn var sýndur í gær- kvöldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.