Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986 fMioripmMafoifo Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Skógrækt o g mannrækt Skógræktarfélag íslands hélt aðalfund sinn í Reynihlíð í Mývatnssveit um síðastliðna helgi. Dr. Vilhjálmur Lúðvíksson sagði m.a. í erindi um markmið í skógrækt, sem hann flutti á fundinum, að miðað við þann viðarvöxt, er hér hafi mæist, megi rækta allan þann timbur- við, sem landsmenn þurfí, á um 400 ferkílómetrum lands. Hann sagði jafnframt, efnislega eftir haft, að með hliðsjón af því að hér væru um 14.000 þúsundir ferkílómetrar af grónu ræktar- landi, undir 200 metra hæð yfír sjó, og aðeins tíundi hluti þess undir ræktun í dag, væri erfitt að skilja, hversvegna ræktun nytjaskóga að einheiju marki væri ekki löngu hafín. Miðað við tiltæka reynslu mun talið að nytjaskógur með sitkagreni og alaskaösp, t.d. í uppsveitum Ámessýslu, geti skilað kostnaði og jákvæðum raunvöxtum eftir um 35 ár. I ályktun aðalfundar Skóg- ræktarfélags íslands er tekið undir þetta sjónarmið. Pundur- inn- telur ótvírætt að skógrækt „sem atvinnubúgrein muni styrkja til muna atvinnulíf og búsetu í sveitum til frambúðar". Er í því sambandi vitnað til ályktunar síðasta aðalfundar Stéttarsambands bænda. Hug- myndir um svokallaða „bænda- skóga“ vekja vaxandi áhuga hjá framsýnum forystumönnum stijálbýlis. Aðalfundurinn fól stjóm fé- lagsins að vinna að því við viðkomandi sveitarfélög að girt verði af og friðað fyrir lausa- göngu búfjár land allt á Reykja- nesskaga, sem liggur utan línu úr Kleifarvatni norðvestanverðu í girðingu Skógræktarfélags Hafnarfjarðar í Undirhlíðum. Svæði það sem hér um ræðir er allt innan marka Reykjanes- fólkvangs. Jafnframt varar fundurinn eindregið við því að hreindýr verði flutt á Reykjanes- skagann, enda samrýmist það ekki „því Iandbóta- og skóg- ræktarstarfí sem þar hefur verið unnið eða er fyrirhugað“. Tillag- an um friðun Reykjanesskagans er tímabær og er ástæða til að hvetja sveitarfélögin til að hrinda henni í framkvæmd. Það er áreiðanlega rétt, sem fram kom í máli Huldu Valtýs- dóttur, formanns Skógræktarfé- lags íslands, á aðalfundi félagsins, að skógræktin á vax- andi fylgi að fagna meðal þjóðarinnar. „Allur almenningur lætur sig málið varða og ber til þess jákvæðan hug,“ sagði hún í yfírlitsræðu um störf félagsins. Þetta breytta og jákvæða við- horf er ekki sízt að þakka Skógræktarfélagi íslands og framkvæði áhugafólks, sem fært hefur öðmm heim sanninn um það, að klæða má landið skógi, ef vilji og framtak kemur til. Skógræktin snertir strengi í bijóstum okkar flestra, þó með mismunandi hætti sé. Til skamms tíma var sá hópur ekki stór sem hafði sannfæringu fyr- ir möguleikum íslenzkra nytja- skóga sem arðbærri fjárfest- ingu. Trúin á þennan möguleika, þar sem skilyrði til skógræktar hér á landi em hvað bezt, hefur hins vegar styrkst mikið hin síðari árin. Nú er talað um nytja- skóga eða bændaskpga sem atvinnubúgrein. En nytjaskóg- ar, sem skila þjóðinni vinnsluvið og arði, em eitt, umhverfís- og útivistarskógar annað. Þetta tvennt getur að vísu farið sam- an, sem og skjólbelti af skógi gerð, en þarf ekki endilega að gera það. í útivistarskógi em landgæði og hagstæð skilyrði til vaxtar ekki höfuðatriði, heldur fjölbreytni og samspil tijáteg- unda. Þar er skógurinn fyrst og fremst umhverfísprýði og augnayndi. Enn er ótalin sú hlið tijáræktar, sem ekki er léttvæg- ust, þörf mannsins, ekki sízt þéttbýlisfólks, fyrir tengsl við land og gróður, fyrir útivist og hreyfíngu. Skógrækt, þó í smáu sé, er gjöful fyrirhöfn að þessu leyti. Hún er að hluta til heilsu- rækt - og í vissum skilningi mannrækt, ef grannt er gáð. Niðurlagsorð ályktunar Skóg- ræktarfélagsins vóm þessi: „Aðalfundurinn telur brýnt að skógrækt verði sam allra fýrst gerð að virkum lið í búskap bænda á þeim svæðum landsins sem vaxtarskilyrði leyfa og að skógræktarbændum verði tryggðar sambærilegar tekjur og bændum í hefðbundnum bú- greinum með opinberum fjár- veitingum, t.d. úr framleiðni- sjóðum landbúnaðarins, enda dragi þeir úr hefðbundinni bú- vömframleiðslu jafnframt því sem atvinna við skógræktina vex. Fundurinn telur ótvírætt að skógrækt sem atvinnubú- grein muni styrkja til muna atvinnulíf og búsetu í sveitum til frambúðar ..." Hér er stefna mörkuð sem stjómmálamenn og aðrir mót- endur landnýtingar og atvinnu- þróunar næstu áratugi hljóta að taka afstöðu til fyrr en síðar. Réttir hvalir, vim o g sporðaköst af eftir Jón Ásgeir Sigurðsson „Þarna blæs hann!“ hróp- ar Fred Wenzel og segir okkur að horfa framfyrir skipið. „Sléttbakur fram- undan á stjórnborða. Takið eftir vaff-laga stróknum þegar hann blæs.“ Farþegar þjóta sem einn maður út að borð- stokknum og góna á ferlíkið sem byltir sér í haffletinum skammt und- an. Skipið rennur hægt framhjá skepnunni, sem virðist engar áhyggjur hafa - maður ímyndar sér að hvalurinn sé nokkuð montinn yfir þessari at- hygli sem hann vekur. Við erum stödd um borð í skipi frá Captain John-útgerðinni í Plymouth í Massachusetts-fylki. Tilefni fararinnar er að skoða hval- ina sem sækja að sumarlagi upp að ströndinni undan Cape Cod- skaganum. Þangað koma ýmsar hvalategundir í leit að æti, hnúfu- bakar, langreyðar, sléttbakar, steypireyðar, hrefnur og fleiri teg- undir. Skoðunarbátar sigla daglega frá Plymouth og Provincetown á tímabilinu mars til október á hveiju ári, berandi hvalaskoðara tugþús- undum saman. Rúmlega eitt hundrað manns eru um borð í þessum 50 tonna bát sem gengur um 12 mílur á klukkustund. Við gefum okkur á tal við tvenn hjón sem sitja á bekk á efra dekki. Þau segjast vera frá Indiana-fylki og aldrei hafa séð hvali áður. „Við erum héma í sumarfríi og sáum auglýsingar um hvaiaskoðunarferð- ir, svo að við slógum til.“ Þama eru líka aðrir sem hafa oft farið í hvala- skoðunarsiglingu áður, aðallega fólk sem býr á austurströnd Banda- ríkjanna. Margir halda sig uppi á efra dekkinu en sumir spranga um mjóan, opinn ganginn á neðra dekki og örfáar sjóveikar hræður híma inni í veitingasalnum á sama dekki. í Massaehusetts-fylki hefur Cold- water Seafood, dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, verksmiðjur sínar, og íbúar fylkisins em miklar fískætur. Þama em mörg merkileg menntasetur, eins og Harvard-háskólinn og Tæknihá- skólinn í Massachusetts. Fiskirann- sóknir og fræðistörf em mikil þama, íslendingar hafa sótt þangað menntun í þeim fræðum. I Province- town er Miðstöð gmnnsævisrann- sókna sem rekur umfangsmiklar rannsóknir á eðli og lífsháttum hvala. Fred Wenzel er af þýskum ættum og sjálfmenntaður hvalafræðingur. Hann sýnir okkur myndaalbúm með litmyndum sem hann hefur sjálfur tekið af mörgum tugum þeirra hvala sem svamla að sumarlagi á Stellwagen-gmnninu undan austur- strönd Massachusetts. Flestar em myndimar af hnúfubakasporðum og nafn á hvalnum fylgir. Sporðurinn á hnúfubökum er það sérstæður, að hvert dýr er auð- þekkjanlegt. „Halastjaman" hefur til dæmis svartan sporð með hvítri rák þvert yfir. „Fflabein" er með alhvítan sporð, „Churchill" hefur greinilegt sigurmerki á sporðinum, en sveigður sporður annars hnúfu- baks varð tilefni nafnsins „Sigðin". Hnúfubakar verða að meðaltali um 40 tonn að þyngd. Fréttaritari hafði áður haft sam- band við samtök hvalavina, sem reka einkar sérstæða þjónustu - þau gefa mönnum kost á að gerast vemdarar þessara nafngreindu hnúfubaka sem eiga sumardvöl í sjónum undan Cape Cod-skaganum. Um það bil 300 hnúfubakar hafa sést á ferðum þama í hafínu, en 70 þeirra hafa verið ljósmyndaðir og auðkenndir með nöfnum. Um það bil 10.000 manns leggja til 600 krónur hver á ári, til að kosta rann- Lagt upp frá Plymouth. Við bryggjuna ii| bil 5 mínútur i kafi, en 2-3 mínútur uppi. Þama er komin sjálf kýrin „Vinstra" eða Sinistra eins og hún heitir á erl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.