Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 54
54 MÓRGUNBLAÐIÐ, FIMMTÚDAGUR 11. SEPTEMBER 1986 Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda á Hólum TEXTI OG MYNDIR: Helgi Bjarnason „I markaðsmálunum er um líf eða dauða stéttarinnar að tefla“ — segir Jóhannes Kristjánsson í skýrslu sinni til aðalfundarins FYRSTI aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda var haldinn á Hólum í Hjaltadal fyrir nokkru. Fundinn sátu 44 kjörnir fulltrúar frá aðildarfélögunum sem eru 22 gesta. í skýrslu stjómar sem Jóhannes Kristjánsson á Höfðabrekku, for- maður samtakanna, flutti í upphafl aðalfundarins kom fram að á þessu fyrsta starfsári LS hefur stjómin fjallað um margvísleg hagsmuna- mál sauðfjárbænda. „En þó hafa markaðsmálin jafnan verið efst á baugi, bæði innanlandsmarkaður- inn og útflutningur. Þetta er eðli- legt, þegar í raun má segja að það sé um líf eða dauða stéttarinnar að tefla ef ekki tekst að stöðva samdrátt í sölu sauðfjárafurða og snúa þróuninni við. Það er og verð- ur höfuðmarkmið samtakanna," sagði Jóhannes. Ljóst hvað neyt- endur vilja Jóhannes sagði Ijóst að neytend- ur vildu fá fitulitla dilkaskrokka á bilinu 12-16 kg. „Þess misskilnings verður vart hjá einstökum mönnum að fólk vilji horskrokka, en á þessu er reginmunur. Margir kjósa þó horskrokka fremur en mjög feita. talsins, auk stjórnar og nokkurra Nú þegar við framleiðendur vitum hvaða kjörþyngd markaðurinn heima og erlendis vill, ber okkur að leitast við að framleiða þá vöm. Það verður ekki hægt nema með breyttu kjötmati sem tekur mið af þessum óskum neytenda," sagði Jóhannes. Hann sagði að einnig þyrfti öflugt auglýsinga- og kynn- ingarstarf, og vöruþróun sem tryggði jafnan fjölbreytt vöruval og vörugæði. Formaðurinn sagði frá tilraunum samtakanna til útflutnings á dilka- kjöti og skýrði frá því að komið væri á samband við aðila í Banda- ríkjunum sem hefði lýst áhuga á kjötkaupum. Hins vegar virtist vera nauðsynlegt að Islendingar hefðu með birgðahaldið úti að gera. Kvaðst Jóhannes vonast til að hægt yrði að hefja útflutning til Banda- ríkjanna strax í byijun sláturtíðar með nýju kjöti. Virðist hafa tekist allgóð samvinna á milli LS og bú- vörudeildar SÍS, því búvörudeildin sér alfarið um samskiptin við þenn- an væntanlega kaupanda. Morgunblaðið/Helgi Bjamason Jóhannes Kristjánsson formaður Landssamtaka sauðfjárbænda flytur aðalfundi samtakanna skýrslu sína. Samtökunum haldið utan við umfjöllun um mikilvæg mál Jóhannes ræddi nokkuð um stöðu samtakanna í félagskerfi land- búnaðarins, og sagði þá meðal annars: „Við stofnun Landssam- taka sauðfjárbænda á síðastliðnu ári urðu menn óneitanlega varir við Morgunblaðið/Helgi Bjamason Sauðfjárbændur fylgdust af áhuga með þegar matreiðslumeistaramir Hilmar B. Jónsson og Gísli Theó- dórsson sýndu þeim niðurhlutun lambskrokka. Sýnikennslan varð tilefni til margra spurninga og athugasemda. töluverðan titring meðal einstakra manna. Heyrðist að hér væri um klofningshóp að ræða, sem fyrst og fremst hefði það að markmiði að kljúfa samtök bænda. Við teljum að annað hafí komið í Ijós, enda er gert ráð fyrir búgreinafélögum í búvörulögunum." Hann vitnaði í 4. grein laganna, þar sem segir að ráðherra geti að fengnu samþykki Stéttarsambands bænda viðurkennt einstök landssamtök framleiðenda búvara til að vera í fyrirsvari vegna framleiðenda í viðkomandi grein við gerð samninga og annarra ákvarð- ana samkvæmt lögum. Sagði hann að stjómin teldi tímabært að huga að stöðu samtakanna innan félags- kerfis landbúnaðarins og sagði að samtökunum hefði verið haldið utan við umflöllun um ýmis mikilvæg hagsmunamál sauðfjárbænda. Undir lok ræðu sinnar beindi Jóhannes því til fundarmanna að þeir litu í eigin barm, „. . . má ekki margt betur fara í okkar bú- skap heima fyrir og verður ekki meira mark á okkur tekið, ef við lítum gagnrýnum aukum á stöðu okkar og búskap?“ Ávörp og fyrirlestrar Jón Helgason landbúnaðarráð- herra og Ingi Tryggvason formaður Stéttarsambands bænda voru á fundinum og ávörpuðu fundarmenn við setningu hans. Guðni Þorgeirs- son frá Kaupmannasamtökunum, Matthías Gíslason frá Sláturfélagi Suðurlands og Jón Bjamason skóla- stjóri Bændaskólans á Hólum fluttu einnig ávarp. Fundurinn stóð í tvo dága og fór fyrri dagurinn í setningu og slík mál auk þess sem flutt voru fram- söguerindi um afmörkuð mál. Stefán Ólafsson lektor skýrði frá rannsókn á efnahags- og félags- legri þýðingu landbúnaðar á íslandi, Auðunn Bjami Ólafsson gaf skýrslu um störf nefndarinnar í þágu sauð- fjárbænda, Jón Viðar Jónmundsson ráðunautur skýrði frá búrekstrar- könnun á Norðurlandi og mat- reiðslumeistararnir Hilmar B. Jónsson og Gísli Theodórsson vom með sýnikennslu í niðurhlutun kjöts. Seinni fundardagurinn fór síðan í nefndastörf og afgreiðslu ályktana. Ályktun um nýjar leiðir og sölu á kindakjöti Samþykkt samhljóða eftir breytingar á orðalagi FYRIR fund sauðfjarbænda á Holum var lögð ályktun stjórnar sam- takanna um nýjar leiðir og sölu á lambakjöti. Mikill úlfaþytur varð hjá ýmsum forystumönnum bænda á stéttarsambandsfundi í vor þegar formaður sauðfjárbænda kynnti ályktunina þar. Á aðalfundin- um á Hólum var ályktunin samþykkt samhljóða eftir að nokkrar breytingar höfðu verið gerðar á henni. Upphaflega ályktunin var á þá leið að sauðfjárbændur lækkuðu verð á kindakjöti gegn því að milli- liðir gerðu slíkt hið sama og bændum yrði bætt lækkunin með öðmm aðgerðum. I umræðum á fundinum kom það fram hjá mörg- um fulltrúum að þeir telja sig ekki geta gefíð neitt eftir af launum sínum. Formælendur ályktunarinn- ar sögðu að lækkun verðs gæti haft afgerandi áhrif á sölu kinda- kjöts og þar með laun bænda. Eftir miklar umræður sættust allir fund- armenn á sameiginlega ályktun, svohljóðandi: Reglur þær er nú liggja fyrir um framleiðslustjórnun ganga út á að aðlaga framleiðslu sauðljárafurða að þörfum innanlandsmarkaðarins. I þeim er gert ráð fyrir að mönnum verði reiknaður fullvirðisréttur eftir ákveðnum reglum og heildarfram- leiðslumagn skert að ákveðnu marki. Það hlýtur hinsvegar að leiða til hærra heildsöluvers með tilliti til ákvæðis d-liðar 1. greinar búvöru- laganna. Tekist á um framleiðslustefnuna: „Stórbændastefnan“ varð ofan á TALSVERÐ atök urðu um stefnuna í framleiðslumalum á aðalfundin- um. I tillögu frá Eyfirðingum, sem samþykkt var á fundinum, fólst sú stefnumörkun að minnka framleiðsluna ekki frekar hjá einstökum bændum, en athuga möguleikana á fækkun framleiðenda. Tillagan var svohljóðandi: Aðal- fundur . . . varar við áformum um enn frekari samdrátt í sauðíjár- framleiðslu. Meiri samdráttur getur haft veruleg áhrif á byggð víða um land. Skorar fundurinn því á Stétt- arsamband bænda að semja ekki við ríkið um minna framleiðslumagn en 12.000 tonn af kindakjöti, nema fyrir liggi af hálfu ríkisvaldsins hvar byggð skuli aflögð. Þá bendir fundurinn á að frekari samdráttur getur stefnt afkomu vinnslustöðv- anna í tvísýnu, þar sem þúsundir manna hafa lífsviðurværi sitt af. Má þar til dæmis nefna skinnaiðn- aðinn í landinu, en hann skapar nú verulegar gjaldeyristekjur. Guðmundur Skúlason, sem mælti fyrir tillögunni, taldi ekki hægt að minnka fullvirðisrétt einstakra bænda, heldur yrði að leggja ákveðnar bújarðir í eyði. Eftirfar- andi ummæli voru meðal annars bókuð í fundargerð fundarins þegar rætt var um þessa tillögu: Páll Sig- uijónsson sér ekki ástæðu til að minnast á að leggja byggðir í eyði. Hann vill skora á Stéttarsambandið að standa fast á framleiðslurétti bænda. Guðbrandur Hannesson er sammála Páli þannig að hann vill ekki skipulagsbréf varðandi eyð- ingu byggðar og er á móti tillög- unni. Halldór Bjömsson er mjög sammála tillögu Eyfírðinga. Hann vill ekki drepa alla hægt og hægt, heldur skera fáa útvalda. Bjöm Birkisson telur að tillagan feli í sér að harðbýlli sveitir leggist í auðn og talaði um mat á hvað er harð- býlt og hvað ekki. Hjörleifur Sigurðsson styður tillögu Eyfirðing- anna, hann vill ekki skcra bændur hægt og bítandi, heldur í eitt skipti fyrir öll. Tillagan var að loknum umræð- um samþykkt með 18 atkvæðum gegn 15. Stjórn á alla kjötf ramleiðslu I framleiðslumálunum voru ýms- ar aðrar ályktanir gerðar, meðal annars þessar: Stjóm Landssamtakanna var fal- ið að vinna markvisst að því að reglur um fullvirðisrétt liggi fyrir í upphafi verðlagsárs, svo bændur geti hagað ásetningi og umhirðu ijárins með tilliti til þeirra. Stjóminni var falið að vinna að því að komið verði á stjómun á allri kjötframleiðslu í landinu. í þeim tilgangi gangist stjóm samtakanna fyrir viðræðum við stjómir viðkom- andi búgreinafélaga. Nýr verðlags- grundvöllur Fundurínn fagnaði því að nú væri unnið að gerð nýs verðlags- grundvallar fyrir sauðfjárafurðir. „Fundurinn treystir því að í nýjum verðlagsgrundvelli verði miðað við raunvemlegt framleiðslukostnaðar- verð og leggur áherslu á að stjórn LS verði gefínn kostur á að fylgj- ast náið með samningum." I umræðum um ofangreint mál kom fram að gildistaka nýja gmnd- vallarins myndi væntanlega hækka verð á dilkakjöti vemlega. Fram kom að fundarmenn vildu fá réttan verðlagsgmndvöll, en vom margir á því að sauðfjárbændur gætu ekki vænst þeirra hækkana sem út úr honum kæmi. Jóhannes Kristjáns- son, formaður sauðfjárbænda, sagðist líta til þess með hryllingi ef kjöt hækkaði mikið á almennum markaði. Mikið var rætt um fituna og nýja kjötmatið. Meðal annars var samþykkt eftirfarandi ályktun í því efni: Aðalfundur . . . fagnar gildis- töku breyttrar reglugerðar um kjötmat, þar sem kveðið er á um strangara fítumat. Þá vill fundurinn beina þeim tilmælum til sexmanna- nefndar, að verðmismunur á milli flokka verði það mikill, að enginn sjái sér hag í því að framleiða kjöt, sem fer í II. flokk 0. í þeim reglum er hinsvegar lítið gert til að ráðast að rótum vandans sem meðal annars er stöðugur sam- dráttur í sölu. Ein leiðin út úr þessum vanda getur verið verð- lækkun á dilkakjöti til neytenda. Til lausnar leggur aðalfundur LS til að eftirfarandi atriði verði könn- uð: Allar hugsanlegar leiðir til lækk- unar framleiðslukostnaðar bænda. AUur milliliðakostnaður, þ.e. slátur- og heildsölukostnaður, pökkun og smásöluálagning, lækki til sam- ræmis vjð lækkun framleiðslukostn- aðar. Áhrif þessara aðgerða á vísitölu framfærslukostnaðar yrðu metin í samráði við ríki og laun- þegasamtök. Af ríkisins hálfu verður að tryggja að lögboðin framlög til sjóða landbúnaðarins standist, en á því hefur verið verulegur misbrestur allt frá árinu 1979. Endurgreiddur verði uppsafnaður söluskattur, og tollar og vörugjald af tækjum og rekstrarvörum lækkað. Algert skilyrði er að ekki verði um neina framleiðsluskerðingu að ræða, þannig að umsamið fram- leiðslumagn eins og það var fyrir verðlagsárið 1984-85 verði óbreytt. Sauðfjárbændum er það mikið kappsmál og hagsmunamál að framleiðslumagn verði óbreytt og allra ráða neytt til að auka söluna bæði innanlands og utan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.