Morgunblaðið - 11.09.1986, Page 19

Morgunblaðið - 11.09.1986, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986 19 „Finnst bjartara yfir mann- lífinu hérna en áður var“ Morgunblaðið/Emilía Hörður Torfason, trúbadúr og- leikstjóri með meiru, segist ekki vera á því að flytja heim til Islands á næstunni frá Danmörku þar sem hann hefur búið um árabil. — segir Hörður Torfason, sem heldur tónleika í Norræna hús- inu á f östudags- kvöldið „ÉG HÉT því þegar ég varð fertugur í fyrra, að halda tón- leika á íslandi árlega og láta þar við sitja. Á árum áður fór ég um um landið þvert og endi- langt með gitarinn, var sem- sagt ekta trúbadúr, en nú er svo margt annað sem kallar að, að þetta verður að nægja.“ Þetta sagði Hörður Torfason, tónlistarmaður, leikari og leik- stjóri með meiru, í stuttu spjalli við blaðamann Morgunblaðsins á dögunum. Hörður er nýkominn til landsins frá Danmörku, þar sem hann hef- ur verið búsettur um árabil og ætlar nú að dvelja hér fram í desember. Hann hélt tónleika í Norræna húsinu nýverið og hyggst, vegna fjölda áskorana, endurtaka þá á sama stað nk. föstudagskvöld, 12. september, klukkan 20.30. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Mörgum munu í fersku minni afmælistónleikar Harðar Torfa- sonar í Austurbæjarbíói í fyrra, þar sem margir fremstu trúbadúr- ar landsins leiddu saman hesta sína. í þetta sinn segist hann verða einn á sviðinu með gítarinn og fjölbreytta verkefnaskrá, sem spannar 20 ára feril hans, allt frá gömlum vinsælum lögum til ný- saminna við texta m.a. úr Kvæðakveri Halldórs Laxness. Meginuppistaðan verður þó nýtt og frumsamið efni. „Ég hef að undanfömu verið í tónlistamámi í Danmörku og svo er ég að vinna að því að komast inn á markaðinn þar sem leik- stjóri," segir Hörður aðspurður um líf og störf í Danaveldi. „I sumar spilaði ég reyndar á einu fínasta hóteli Dana, Hotel Marine, en ég á samt von á því að snúa mér æ meira að leikstjóm þegar fram í sækir. Ég er búinn að fást við svo margt um dagana, tónlist, leiklist og myndlist. En mér fínnst sjálfum að ef mínir hæfíleikar sameinast í einhverjum einum punkti, þá sé það í leikstjóminni og þar em mér að opnast ýmis tækifæri núna.“ Hörður segist ekki vera á því að flytja heim á næstunni. „Ég ætla að setja upp leikrit eftir sjálf- an mig héma meðan ég er heima. Það heitir Taktu hatt þinn og staf og var frumflutt í Jónshúsi í Kaupmannahöfn 1981. í verkinu er aðeins eitt hlutverk og það fjall- ar um nokkurs konar reiknings- skil í lífi manns. Síðan set ég hugsanlega upp eina sýningu með áhugamannafélagi úti á landi," segir hann. „Það er bæði skrýtið og skemmtilegt að koma heim,“ bæt- ir hann við að lokum. „Skrýtið vegna þess að hraðinn i þjóðfélag- inu hefur aukist svo gífurlega og skemmtilegt vegna þess hvað hér ríkir mikil framtakssemi. Það er líka eins og fólk sé að verða opn- ara í framkomu. Ég tók sérstak- lega vel eftir þessu þegar ég var að ferðast úti á landi í fyrra og svona almennt finnst mér vera bjartara yfir mannlífínu á íslandi núna en áður var.“ Haustmarkað- ur Kristniboðs- sambandsins Á FÖSTUDAGINN, 12. septem- ber, verður tekið á móti grænmeti, kökum, sultu og öðru matarkyns í húsi KFUM og K við Holtaveg á horni Sunnuvegar, kl. 18—20. Verður haustmarkað- urinn daginn eftir, 13. septem- ber, og hefst hann kl. 14. Er þessi haustmarkaður hafður til fjáröflunar fyrir starfíð og mun allur ágóði af markaðinum renna til Kristniboðssambandsins. Þeir, sem vildu styrkja þetta mál- efni, eru hvattir til þess að koma í KFUM-húsið við Holtaveg með ein- hvem jarðargróða, sem eftir óvenjulega gott sumar ætti að vera smá þakklæti til Skaparans fyrir velgerðir hans í okkar garð í sumar. (Frcttatilkynning) í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI DEMAINITURINN í feröatækjalínunni frá sg SAMSUNG 2x10 watta magnari m/ 5 banda tón- jafnara. Tengi f/plötuspllara. Tvöfalt segulband m/ samhæförl upp- töku. Hraðaupptaka. Normal-, Crome- og Metalstlllingar. ,,LPS" (Sjálfvlrk afspilun frá segul- bandi 1 til 2). Lauslr 2 way hátal- arar o.m.fl. STQ-20 Kr. 4.620 Stgr Aóeins kr ...og veröiö... 13.900 Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) — Sími 62 20 25

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.