Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986 Stytt náms- braut til stúdents- prófs EG VIL gjarnan beita mér fyrir því, sagði Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra efnislega á landsþingi Sambands íslenzkra sveitarfélaga, að stytta náms- braut hvei-s einstaklings, frá því grunnskólanám hefst til stúd- entsprófs, um eitt ár. Ráðherrar var kynntur sem „leynigestur" landsþingsins, en hann varð við tilmælum um mæta á þinginu, svo að segja fyrirvaralaust, til að sitja fyrir svörum varðandi hugmyndir hans um endurskipu- lagningu skólaaksturs og fleiri kostnaðarþátta grunnskólans. Menntamálaráðherra sagði m.a. efnislega, að nauðsyn bæri til að endurskoða og endurskipuleggja nokkra kostnaðarþætti grunnskóla, þar á meðal skólaakstur, til að ná fram hagræðingu og spamaði. Ekki væri ástæða til að bera fé í hin ríkari sveitarfélög vegna útgjalda af þessu tagj. Hinsvegar þurfí áfram að styðja við bakið á hinum smærri sveitarfélögum, vegna flutnings nemenda milli heimilis og skóla. Ráðherrann kvaðst fús til viðræðna við sveitarstjómarmenn um sparnaðarleiðir, en halda vildi hann málinu til streitu. Hann sagði jafnframt að gallað skipulag þess- ara mála mætti allt eins rekja til aðila, sem ráðuneyti hans bæri ábyrgð á, eins og ti! sveitarstjóra. Miklar umræður urðu um málið. Það kom fram í máli sveitarstjóm- armanna, að skólaakstur og skóla- mötuneyti væm liðir í að tryggja jafnrétti unglinga til náms, hver sem búseta þeirra væri, og fyrst og fremst afleiðing af stefnumörk- un löggjafans og menntamálaráðu- neytis í þessum efnum. Sjá fleiri fréttir af þingi Sam- bands islenzkra 3veitarfélaga á bls. 38. Reykjaneskjördæmi: Athuganir á klaki nyijafiska: Benda til að 1986-árgang- ur þorsks verði slakur Neskaupstað. BEITIR NK kom inn á þriðjudagsmorgun með 1.400 tonn af loðnu og er það fyrsta loðnan sem berst hingað á þessari vertíð. En þeir fengu meira en loðnu í nótina. Gríðarlega stór lax var einnig í aflanum, 43 punda hrygna, sem mældist 116 sentimetrar að lengd. Laxinn fengu strákamir á Beiti í nótina 140 mílur norður af Siglunesi. Skipveijar gáfu Náttúrugripasafni Neskaupstaðar skepnuna svo í framtíðinni verður hann væntanlega sýningargripur þar. . — Sigurbjörg Ómar Ómarsson og Stefán Einar Kristjánsson með laxinn stóra. 43 PUNDA LAX í NÓTINA Morgunblaðid/Sigurbjörg Tillaga um próf- kjör 1. nóvember STJÓRN kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins í Reykjaneskjör- dæmi leggur tillögu um að viðhaft verði prófkjör vegna væntanlegra alþingiskosninga fyrir fund í kjördæmisráðinu sem haldinn verður í Kópavogi fimmtudaginn 18. september næstkomandi. Þetta kom fram í samtali við formann ráðsins, Gísla Ólafsson á Seltjamamesi. Gísli sagði að stjómin legði til að prófkjörið yrði opið flokksbundnum sjálfstæðismönnum og þeim stuðningsmönnum flokksins sem undirrituðu stuðningsyfirlýs- ingu við hann. Þá felur tillagan í sér að að prófkjörið fari fram 1. nóvem- ber næstkomandi. Gísli sagði að allar líkur væru á því að núverandi alþingismenn flokksins í kjördæminu gæfu kost á sér í prófkjörinu. FYRSTU athuganir á klaki nytjafiska bendatil að 1986-árgang- urinn verði slakur. Þessar upplýsingar koma meðal annars fram í niðurstöðum árlegrar rannsóknar Hafrannsóknastofn- unar á fjölda og útbreiðslu fiskseiða og ástandi sjávar í kringum landið, sem gerð var i ágúst sl. Þessum rannsóknum er ætlað að Allt bendir því til þess að klakið í Norðanlands gætti áhrifa hlý- sjávar minna en oft er á þessum árstíma og enn var mjög kalt í yfír- borðslögum eftir hinn mikla rekís, sem þar var í júlí. Austanlands var hins vegar tiltölulega hlýtt og kaldi sjórinn vel utan við landgrunns- brúnina. gefa fyrstu vísbendingar um hvern- ig til hafi tekist um klak nytjafíska, einkum þorsks, ýsu, loðnu og karfa. Helstu niðurstöður voru sem hér segir Enda þótt þorskseiði feng- just víða og .þau væru sæmilega á sig komin var hvergi mikið af þeim. Þessar fyrstu athuganir benda því til þess að 1986-árgangur þorska verði slakur. Tiltölulega meira fékkst af ýsu- en þorskseiðum. Þau fengust aðal- lega út af Vestfjörðum og Norður- landi og voru stór. Fyrstu athuganir benda til þess að 1986-árgangur ýsu verði í slöku meðallagi. Miðað við undanfarin 5 ár var útbreiðsla loðnuseiða mikii og heildarfjöldinn vel yfír meðallagi. vor hafí tekist vel. Að öllu jöfnu eru karfaseiði út- breidd í Grænlandshafí allt suður fyrir Grænland, en athuganimar í ágúst náðu aðeins yfír norðurhluta þessa svæðis. Enda þótt þarna væri mun minna af karfaseiðum en fékkst í fyrra er fjöldinn þó vel yfír meðallagi sl. 10 ára. Auk þess var óvenju mikið af þeim á suðvest- urhluta svæðisins. Því verður útlitið að teljast gott varðandi karfaár- ganginn 1986. Hitastig sjávar vestanlands og i Grænlandshafi var yfirleitt í meðallagi og raunar yfir meðallagi í yfírborðslögum. Sjávarhiti í Aust- ur-Grænlandsstraumnum yfír grænlenska landgrunninu var hins vegar með lægsta móti. íslenskir skreið- arsalar í Nígeríu „ÞETTA hefur að vísu tekið lengri tíma en búist var við í upphafi en ég tel þó enga ástæðu til að hafa áhyggjur," sagði Arni Þ. Bjarnason hjá íslensku um- boðssölunni hf. i samtali við blm. Morgunblaðsins. Fyrirtækið hef- ur enn ekki fengið greiðslu eða greiðslutryggingu fyrir 61 þús- und pökkum af skreið, sem sendir voru héðan til Nígeríu fyrir tæplega einum mánuði. „Tímamótaákvörðun“ — segir Kristján Ragnarsson um frjálst loðnuverð ÁKVÖRÐUN um frjálst loðnu- verð var tekin með atkvæðum allra Verðlagsráðsmanna, en þeir eru fjórir fulltrúar seljenda (sjómanna og útgerðarmanna) og jafn margir fulltrúar loðnuverk- smiðjanna, enda er ekki hægt að taka ákvörðun sem þessa nema allir nefndarmenn séu einhuga. Forsvarsmenn samningsaðila eru bjartsýnir á að þessi tilraun tak- ist vel, en neita því þó ekki að ekki eru allir félagar þeirra ángæðir með þessa ákvörðun. „Þetta er tímamótaákvörðun og markvert spor í fijálsræðisátt við fiskverðsákvörðun," sagði Kristján Ragnarsson formaður Landssam- bands íslenskra útvegsmanna þegar álits hans var leitað. Jón Reynir Magnússon formaður Félags íslenskra fískimjölsframleiðenda sagði: „Það hefur verið mikil óánægja hjá báðum samningsaðilum með loðnuverðið undanfarin ár. Þetta er tilraun til að brydda upp á nýjung og vonandi verður hún til bóta. En það á eftir að koma í ljós.“ Jón Reynir taldi að loðnuverðið myndi frekar lækka eftir þessa ákvörðun, en bjóst við að verðið yrði töluvert mismunandi eftir aðstæð- um. Til dæmis mætti búast við því að þær verksmiðjur sem væru lengst frá miðunum biðu hærra verð til að lengja vinnslutímann. Þá gæti verðið breyst ört eftir markaðnum, jafnvel viku frá viku. Kristján sagði ekki gott að segja til um hvert verðið yrði núna. Útgerðarmenn hefðu tek- ið ákveðna áhættu með því að falla frá þeirri tryggingu sem falist hefði í lágmarksverðinu, en það bæri einn- ig að hafa í huga að þeir hefðu ekki haft neina tryggingu fyrir endumýj- un þess verðs sem gilt hefur undanfamar vikur. í frétt frá Verðlagsráði um fram- kvæmd samþykktarinnar um loðnu- verðið segir að ákvörðunin byggist á því að verksmiðjumar tilkynni móttökurými á loðnu eins og verið hefur og tilkynni þá jafnframt hvaða verð þær bjóða fyrir loðnuna. Verðið skal gilda í minnst sjö daga. Skreiðin, sem er í eigu rúmlega 100 íslenskra skreiðarverkenda, er nú í skipi á ytri höfninni í Lagos, höfuðborg Nígeríu, og verður ekki skipað upp úr því fyrr en gengið hefur verið frá greiðslu. Farmurinn er metinn á 350-400 milljónir króna. Síðan skipið fór frá íslandi áleiðis til Nígeríu um miðjan ágúst hefur verið beðið eftir greiðslutryggingu fyrir farminum en sem stendur er sendingin á ábyrgð eigendanna sjálfra en ekki íslenskra banka, svo sem venja hefur verið í skreiðarvið- skiptum. Skreiðin er seld tveimur aðilum í Nígeríu fyrir milligöngu fyrirtækis í London. Það fyrirtæki hefur þegar greitt flutningskostnað- inn til Nígeríu, jafnvirði um fímmtán milljóna króna, að sögn Árna Þ. Bjamasonar. Forráðamenn íslenskra skreiðar- sala, Ólafur Björnsson frá Skreiðar- samlaginu, Bjarni V. Magnússon frá íslensku umboðssölunni og Ragnar Siguijónsson frá SÍS, eru nú í Nígeríu ásamt Einari Benediktssyni, fráfarandi sendiherra íslands í Nígeríu. Þeir héldu á þriðjudag frá Lagos til Port Harcourt í austur- hluta landsins. Árni Bjamason sagði að þeir hefðu í hyggju að ræða skreiðarinnflutning frá íslandi við ráðamenn í Nígeríu þegar þeir kæmu aftur til Lagos síðar í þessari viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.