Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11 SEPTEMBER 1986 Erfiður leikur - sagði Sævar Jónsson „LEIKURINN var nokkuð erfiður en úrslitin góð. Það var verst að við náðum ekki að skora,“ sagði Sævar Jónsson, sem leikur með Brann i Noregi. „Þetta er töluvert annað leik- skipulag en var hjá Tony Knapp og tel ég að það henti okkur vel á móti svona sterkum þjóðum. Varn- arleikurinn var góður frá upphafi og fengum við sjálfstraust við það. Með fimm menn á miðjunni verður leikurinn opnari og skemmtilegri. Það hjálpaði okkur líka að við spil- um á heimavelli. Frakkarnir þurfa ekki að kenna aðstöðunni um, þeir eru vanir allskonar völlum í Frakklandi og víðar. Það er engin afsökun. Við vorum ekkert lakari í þessum leik." Get ekki annað en hrósað íslendingum - segir Sergei Mossiagin að- stoðarþjálfari sovéskalands- liðsins „Við gerðum jafntefli við Frakka í Mexíkó og nú horfi ég á íslenska liðið endurtaka sama leikinn og get því ekki annað en hrósað Islendingun- um,“ sagði Sergei Mossiagin, aðstoðarþjálfari sovéska landsliðsins í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn. „íslenska liðið átti svo sann- arlega skilið jafntefli í leiknum og átti jafnvel að vinna, því það fékk betri marktækifæri en franska liðið. Vörnin var mjög góð og það var mikill hreyfan- leiki í leikmönnunum, en mér fannst nr. 8 (innsk. Sigurður Jónsson), nr. 10 (innsk. Ásgeir Sigurvinsson) og nr.7 (innsk. Arnór Guðjohnsen) bestir. Við leikum hérna eftir hálfan mán- uð og það verður örugglega erfiður leikur fyrir okkur, því ekkert landslið getur bókað sig- ur gegn íslenska landsliðinu á þessum velli." Morgunblaöiö/RAX • Hér eigast þeir við Yannick Stopyra og Arnór Guðjohnsen í leikn- um í gærkvöidi. Mörg jafntefli í Evrópu- keppninni í GÆRKVÖLDI fóru fram nokkrir leikir í Evrópukeppni landsliða og vináttulandsleikja. Finnland og Wales gerðu 1:1 jafntefli í Helsinki í 6. riðli Evrópu- keppninnar. Ari Hjelm skoraði fyrir Finna á 10. mínútu, en Neil Slatter jafnaði á 66. mínútu. Danmörk og Tékkóslóvakía eru í sama riöli. í 7. riðli voru tveir leikir. Skot- land og Búlgaría gerðu markalaust jafntefli í Glasgow og leikur Belgíu og írlands endaði 2:2. Þá vann Rúmenía Austurríki 4:0 í 1. riðli. Svíþjóð vann England 1:0 í vin- áttuleik í Stokkhólmi og skoraði Ekstrcm eina mark leiksins. Þá vann Danmörk Austur-Þýskaland 1:0 og skoraði Eriksen markið. Morgunblaöið/Einar Falur Fontaine á leiknum • Just Fontaine setti marka- met á HM 1958, þegar hann skoraði 13 mörk. Hann var á meðal áhorfenda á landsleikn- um f gærkvöldi og sá landa sfna ná jafntefli gegn íslandi. LEIKURINN ITÖLUM ísland Frakkland Hornspyrna Aukaspyrna Útspörk Markaskot Framhjá Varin 6 13 9 5 2 3 4 23 4 13 8 5 „Stór stund í íslenskri knattspyrnu" — sagði Ellert Schram „ÞETTA er stór stund í íslenskri knattspyrnu. Jafntefli gegn Frökkum er frábær byrjun f Evr- ópukeppninni. Það var ekkert lán að ná öðru stiginu, leikurinn gat farið hvernig sem var,“ sagði Ell- ert B. Schram, formaður KSÍ. „Það voru marktækifæri á báða bóga. Leikaðferð Sigi Held gekk vel upp að mínu mati. Nú er bara að vinna Rússa, því mikið vill meira." „Sætti mig við jafnteflið" - sagði Bjarni Sigurðsson „ÞETTA var góður leikur og það eina sem skyggir á hann var að við náðum ekki báðum stigun- um,“ sagði Bjarni Sigurðsson, markvörður fslenska liðsins. „Ég var aðeins taugaóstyrkur í byrjun en það fór fljótt af mér. Það er alltaf ánægjulegt að gera jafn- tefli við Evrópumeistarana. Þessi leikur lofar góðu og er skref í rétta átt. Ég sætti mig þó fullkomlega við jafnteflið, við vinnum bara næst," sagði Bjarni Sigurðsson. Loksins náðum við að halda haus - sagði Arnór „LOKSINS náðum við að halda haus. Oft höfum við tapað svona leik niður í lokin. Þetta er von- andi byrjunin á því sem koma skal,“ sagði Arnór Guðjohnsen. „Við áttum ekkert minna í leikn- um en þeir. Við bárum enga virð- ingu fyrir þeim og allir lögðu sig fram um gera sitt þesta. Það hefur oft þurft að hafa meira fyrir þessu. Leikaðferðin hentaði okkur vel og höfðum við góð tök á miðjunni lengst af þannig að þeir náöu ekki að sýna sínar sterkustu hliðar." „Bárum enga viðingu fyrir þeim“ - sagði Sigurður Jónsson „ÞETTA var mjög skemmtilegur leikur og mikill heiður að fá að leika gegn svona frægum leik- mönnum. Frakkar eru með létt- leikandi lið en náðu ekki að skapa sér umtalsverð færi. Við gáfum þeim aldrei þumiung eftir,“ sagði Sigurður Jónsson. „Leikaðferð okkar gekk alveg upp og spiluðum við nokkuð yfir- vegað. Við bárum enga virðingu fyrir þeim, þetta eru jú atvinnu- menn eins og við. Það verður gaman að koma út til Englands og geta státað af jafntefli við Evr- ópumeistarana," sagði Sigurður Jónsson. Nú hefur það komið fram í fjöl- miðlum á Englandi að þeir hjá Barnsley hafi áhuga á að fá þig. Ert þú á leið þangað? „Eg hef aðeins séð þetta hér í blöðunum. Þetta hefur komið til eftir að ég fór heim. En það kemur í Ijós, ég vil ekkert segja til um það á þessu stigi hvort ég fer þangað eða ekki." íslenska liðið ekki auðunnið - segir Harald Irmscher aðstoð- arþjálfari aust- ur-þýska landsliðsins „LEIKUR íslenska liðsins kom mér á óvart og það var betra í seinni hálfleik," sagði Harald Irmscher, aðstoðarþjálfari austur-þýska landsliðsins í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið að leik loknum. ísland leikur gegn Austur- Þýskalandi í Evrópukeppninni í lok næsta mánaðar og kom Irmscher gagngert til landsins til að njósna um íslenska liðið. „Við eigum slæmar minningar frá viðureignum okkar við íslenska landsliðið og það tekur stöðugum framförum. Liðið er ekki auðunnið hér á íslandi og við megum hafa okkur alla við í næsta mánuði, þó við leikum á heimavelli. Það var mikill kraftur í íslensku leikmönnun- um, vörnin var sterk, miðjuleik- mennirnir léku vel og framherj- arnir nr.11 (innsk. Pétur Pétursson) og nr. 7 (innsk. Arn- ór Guðjohnsen) voru stór- hættulegir." 65 Flexello VAGNHJÓL Nylon-gúmmí pumpuð Allar stærðir Vald Poulsen Suðurlandsbraut 10, sími 686499. Þú svalar lestrarþörf dagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.