Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986 + MARÍA JÓNASDÓTTIR frá Bíldudal, til heimilis á Hagamel 48, andaðist í Borgarspítalanum aðfaranótt miðvikudagsins 10. september. Reynir Axelsson, Edda Axelsdóttir, Hörður Jónsson. t Eiginmaður minn og fósturfaðir okkar, JÓN KOLBEINSSON, Hátúni 4, lést miðvikudaginn 10. september. Valgerður Guðmundsdóttir, Ella Kolbrún Kristinsdóttir, Pálína M. Kristinsdóttir. + Útför eiginmanns míns, föður okkar, sonar, tengdaföður og afa, INGVARS KRISTINSSONAR, Grænuhlið 15, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 12. september kl. 13.30. Ása Þ. Ásgeirsdóttir, Unnur V. Kristjánsdóttir, Ásgeir H. Ingvarsson, Edda Hrönn Steingrímsdóttir, Guðmundur Kr. Ingvarsson, Unnur V. Ingvarsdóttir, Björgvin Þór Ingvarsson og barnabörn. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞORBJÖRN JÓNSSON frá Hafnarhólmi, til heimilis i Ástúni 12, Kópavogi, verður jarösunginn fimmtudaginn 11. september frá Langholts- kirkju kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Aðalbjörg Sigurðardóttir. + Hjartkær móðir okkar, JÓNÍNA EINARSDÓTTIR frá Berjanesi, Stórholti 23, lést í Borgarspítalanum 8. september. Einar Guðjónsson, Gerður Guðjónsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Gunnar Guðjónsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Sigurjón Jónsson, Sigurður Vigfússon, Díana Þórðardóttir. + Faðir okkar, EIRÍKUR ÞORSTEINSSON, Borgarvegi 9, Ytri-Njarðvík, verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 12. sept- ember kl. 14.00. Börnin. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð, vinsemd og viröingu við andlát og útför eiginmanns mins, föður, tengdaföður og afa, JÓNS H. ODDSSONAR, Þórunnarstræti 106, Akureyri. Sigurveig Árnadóttir, Árni Jónsson, Ólina Steindórsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Magnús Stefánsson og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför SIGURBJARGAR B. STEPHENSEN, Ljósheimum 6, Reykjavík. Sigríður M. Stephensen, Steinar M. Stephensen, Guðrún Magnúsdóttir, Haraldur Bergþórsson, Magnús Þorleifsson, Ida S. Daníelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Hafsteinn Sigurðsson hæstaréttarlögmaður Fæddur 17. ágúst 1926 Dáinn 3. september 1986 Bjartan júnídag árið 1947 út- skrifuðust frá Menntaskólanum í Reykjavík 72 stúdentar. Árin á undan höfðu þeir kynnst náið í leik og starfi, stundað nám á vetrum, en sinnt algengum störfum á sumr- um, svo sem títt var á þeim árum. En hugurinn staldrar ekki einvörð- ungu við það. Þessi ár voru ekki síður viðburðarík í sögu þjóðarinn- ar. Mitt í hringiðu síðari heimsstyij- aldarinnar var lýðveldi stofnað árið 1944, og líður engum úr minni sú áhrifaríka stund er lýðveldisstofn- uninni var lýst yfír á Þingvöllum þann 17. júní. Ekki fór á milli mála að stjórnmálaþróun þessara ára hafði sterk áhrif á æskumenn þess tíma, sem gengu fullir bjartsýni á vit framtíðarinnar. Það átti að minnsta kosti við um þau ung- menni, sem þetta vor kvöddu skóla sinn. Af þeim hópi eru nú sjö falln- ir frá, nú síðast vinur okkar og bekkjarbróðir Hafsteinn Sigurðs- son, hæstaréttarlögmaður. Hann fæddist í Reykjavík 17. ágúst 1926 og var því nýorðinn sextugur. Foreldrar hans voru hjón- in Ragnheiður Sara Þorsteinsdóttir og Sigurður Z. Guðmundsson, kaupmaður. Hann ólst upp í for- eldrahúsum, ásamt yngri bróður sínum, Reyni, sem nú er fram- kvæmdastjóri hjá Stefáni Thoraren- sen hf. Að loknu stúdentsprófi hóf Hafsteinn nám í lögfræði við Há- skóla íslands haustið 1947 og lauk embættisprófi í lögfræði vorið 1953. Að prófi loknu starfaði hann um þriggja ára skeið hjá bandarískum verktakafyrirtækjum á Keflavíkur- flugvelli við lögfræðistörf og starfs- mannahald. Árið 1956 stofnaði hann eigin lögfræðistofu, ásamt Einari Asmundssyni hrl. og ráku þeir hana til ársins 1961. Hinn 1. október 1958 tók Hafsteinn að sér framkvæmdastjórn Félags ísl. stór- kaupmanna. Eigin lögfræðiskrif- stofu rak hann eftir 1961, ásamt framkvæmdastjórastarfinu. Hann öðlaðist rétt til málflutnings fyrir Hæstarétti árið 1965. Vorið 1969 lét hann af störfum hjá Félagi ísl. stórkaupmanna og réðst sem lög- fræðingur til Verzlunarbankans og var hann aðallögfræðingur bankans til dauðadags. Á þeim árum sem hann starfaði fyrir stórkaupmannafélagið leitaði íjöldi fyrirtækja, stórra og smárra, til hans með úrlausnarefni. Var mikið annríki hjá honum á þeim árum og vinnudagur oft langur. Eftir að hann hóf störf hjá bankan- um dró hann mjög úr störfum fyrir aðra, en þó sinnti hann lögfræði- störfum fyrii- örfáa aðila, sem sérstaklega óskuðu þess. Ég kynntist Hafsteini á mennta- skólaárunum, en þó mun betur, er við áttum samleið í lagadeild. Síðan höguðu atvikin því svo að leiðir okkar lágu mjög saman í daglegum störfum, og samstarfsmenn urðum við síðustu 17 árin. Af þessu má ráða að kynni okkar urðu náin, og tókst með okkur einlæg vinátta. Við fyi-stu kynni okkar Hafsteins kom vel í ljós sú góða skapgerð, sem hann prýddi og sem jafnan fylgdi honum í gegnum lífið. Hann var á skólaárum sínum afar félags- lyndur og tók virkan þátt í félags- starfi nemenda, jafnframt því sem hann stundaði nám sitt af kost- gæfni. Varð hann strax vinsæll, virtur og vel látinn í hópi skólafé- laga sinna og var svo jafnan hvenær sem fundum þeirra var saman síðar á lífsleiðinni. Var gott að vera f návist hans á góðum stundum, því oftast hafði hann á hraðbergi spaugsyrði. Hann var í eðli sínu bjartsýnismaður og trúði á hið já- kvæða í fari hvers manns. Er ég ekki í nokkrum vafa um að sú eðlis- greind hans hafi verið honum til styrktar á námsárunum og ekki síst eftir að lífsstarfið tók við, en þá þurfti hann oft að leggja mat á menn og málefni í daglegum störf- um. Hann var orðvar, og kannaði jafnan hvert mál vel, áður en hann gaf sitt álit. Minntist hann oft með virðingu og þakklæti þess sam- starfs sem hann og Einar Ásmunds- sonar áttu saman, en Einar var á sínum tíma einn af snjöllustu lög- mönnum þessa lands. Starfi lögmanna fylgir jafnan mikið annríki og erill í daglegum störfum. Fór Hafsteinn ekki var- hluta af þeirri reynslu, því allan þann tíma, sem hann sinnti fram- kvæmdastjórastarfi Félags ísl. stórkaupmanna, jafnframt um- fangsmiklum lögfræðistörfum, var starfsdagurinn oft ærið langur. Á þeim árum urðu mikil umskipti í viðskiptaháttum. Horfið var frá hafta- og leyfakerfi í innflutnings- verzluninni, en þess í stað tekið upp ftjálsræði. Breytti það í einu vet- fangi starfsháttum innflytjenda. En samfara þessum breytingum var mikið starf unnið hjá félaginu og kom í hlut Hafsteins að móta það og að fylgja því eftir. Þá blómgað- ist innra starf félagsins á þessum árum, margar nefndir unnu að þeim málaflokkum sem um var fjallað og átti Hafsteinn sinn þátt í því. Fjölmennar árshátíðir voru haldnar og félagið eignaðist eigið húsnæði til starfsemi sinnar. Þá var og gott samstarf við félög stórkaupmanna á Norðurlöndum og sótti Hafsteinn margar ráðstefnur á þeim vettvangi á þessum árum. Ég veit, að þeir menn, sem hann átti samstarf við í félaginu minnast þess með miklu þakklæti. Einhveiju sinni er við hittumst á þessum árum færði ég í tal við hann að Verzlunarbankinn hefði áhuga á að ráða til starfa lögmann með reynslu. Sýndi hann málinu áhuga og eftir nokkra umhugsun ákvað hann að slá til. Kom það í hans hlut að móta starf lögfræði- deildar bankans og leysti hann það verkefni af höndum með miklum ágætum. Ekki er hægt að lýsa í stuttu máli, hve fjölbreytt starf fer fram hjá bankalögfræðingum, en það er allt frá einföldum álitaefnum í daglegum rekstri til vandasömustu úrlausnarefna, svo sem lögfræði- legra álitsgerða, málflutnings, frágangi margvíslegra skjala, svo og fjölþættra innheimtustarfa. Þá kom það í hans hlut að fylgj- ast með og gera tillögur um þær breytingar, sem nauðsynlegt var að gera á samþykktum og reglu- gerð bankans í tímans rás. Á síðastliðnum vetri var gerð heildar- endurskoðun á samþykktum bankans með hliðsjón nýrrar banka- löggjafar. Kom það í hlut Hafsteins að vinna það verk og lagði hann sig fram um að leysa það af hendi á þann hátt að til fyrirmyndar var. Voru tillögur hans þar að lútandi einróma samþykktar á síðasta aðal- fundi bankans. Átti Hafsteinn gott með að skipuleggja starf sitt, þann- ig að undan gekk. Jafnan gætti hann þess að sýna sanngirni, en þó festu og var hann því vel viitur í störfum sínum. Meðal samstarfs- + Bróðir okkar, RAFN BJARNASON, bóndi að Þorkelsgerði i Selvogi, verður jarðsunginn frá Strandarkirkju laugardaginn 13. september kl. 13.30. Systkini hins látna. manna naut hann vinsælda, sökum þess hve dagfarsprúður hann var og glaðsinna. Var hann hvers manns hugljúfi á vinnustað og naut trúnaðar samstarfsmanna. I tómstundum sínum hafði hann yndi af lestri góðra bóka, og átti hann álitlegt bókasafn, sem hann bætti með ári hverju. í æsku fylgdi hann oft föður sínum til laxveiða, en faðir hans var á sínum tíma með snjallari veiðimönnum. Helgaði hann sig ungur stangveiði og hafði alla ævi mikið yndi af. Að jafnaði veiddi hann með flugu og var unun að sjá hann við veiðar. Handlék hann veiðistöng af mikilli hæfni og veiddi oft vel. En hann var ekki einvörðungu fengsæll veiðimaður, heldur hafði hann mikinn áhuga á fiskirækt. Árið 1961 festi hann kaup á jörð- inni Stangarholti við Langá á Mýrum, ásamt Reyni bróður sínum. Hófst þá sá kafli í ævi hans, sem átti eftir að taka meira af hans tómstundum en hann hafði órað fyrir. Gerðist hann virkur þátttak- andi með öðrum jarðeigendum við ána að gera í hana fiskvegi, þannig að lax ætti sem greiðastan aðgang eftir ánni. Þá lét hann gera fjöl- marga veiðistaði, fýrir sínu landi, þar sem áin hafði áður runnið á harða gijóti, þannig að lax gæti fundið sér hrygningarstaði. Er hreint ótrúlegt að sjá, hve góðum árangri hann náði í þessu ræktunar- starfi sínu, enda var hann óþreyt- andi við að leita nýrra leiða. Við Langá reisti hann sumarhús, sem hann valdi nafnið Bræðrasel. Þar átti hann unaðsstundir með fjöl- skyldu sinni og þangað bauð hann vinum sínum að dvelja með sér. Hann lagði sjálfur akvegi meðfram ánni, og hlífði hann sér hvergi við þau störf. Gekk hann oft lúinn til hvílu á þeim árum. Fyrir um það bil tíu árum byggði hann flugbraut við ána og lærði flug. Keypti hann sér flugvél, sem hann flaug sjálfur og hafði hann af því mikla ánægju. Fyrir tveimur árum var honum ráðlagt af heilsufarsástæðum að hætta að fljúga og urðu honum það sár vonbrigði, en hann tók því mót- læti af stakri hugprýði eins og honum var lagið. í lífí sínu naut Hafsteinn dyggrar stoðar konu sinnar Láru Hansdótt- ur. Foreldrar hennar eru sæmdar- hjónin Ólöf Jónsdóttir og Hans K. Eyjólfsson, bakarameistari. Þau Hafsteinn felldu ung hugi saman og gengu í hjónaband þann 28. október 1950. Börn þeirra eru Ragnheiður Sara, flugfreyja, gift Ingva Hrafni Jónssyni, fréttastjóra, Kristinn Már, vistmaður í Tjalda- nesi, og Ólöf Lára, flugfreyja. Barnabömin eru tvö. Frú Lára reyndist manni sínum traustur lífsförunautur og deildi með honum þeim aðstæðum, sem lífið bauð þeim. Hjá þeim hjónum skiptust á skin og skúrir, eins og oft vill verða. Þau fengu sinn skammt af mótlæti í lífinu, en þeim gafst líka ríkulega. Heimili þeirra hjóna bar vott menningar og smekkvísi. Þar átti húsbóndinn ör- uggt athvarf að loknum annasiim- um starfsdegi. Gestrisni og höfðingsskapur var þeim hjónum í blóð borinn og nutu vinir þeirra þess í ríkum mæli. Á sextugsafmæli Hafsteins þann 17. ágúst sl. buðu þau hjónin nokkr- um vinum sínum til að samfagna með þeim þessum merku tímamót- um. Var afmælishátíð í Bræðraseli og mun hún seint úr minni líða þeim er þar voru. Þar var veitt af alúð og rausn, sungið og dans stig- inn. Engan grunaði að þetta yrði síðasti afmælisdagur Hafsteins, eða að skapadægur hans væri svo skammt undan. Eftir afmælið fóru þau hjón í hringferð um landið og nutu þau sérstaklega vel þoirrar ferðar. Andlát Hafsteins bar að 3. september sl., er hann veiktist skyndilega, þar sem hann dvaldist í Bræðraseli. Við fráfall þessa góða vinar míns skulu honum færðar þakkir fyrir margar ógleymanlegar samveru- stundir, sem spanna lífið frá skólaárum allt til enda. Ég minnist gleðistunda frá menntaskólaárum, alvöru náms og prófa í háskóla, veiðiferða á sumrum, langs sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.