Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986
47
Stjörnu-
speki
Llmsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
í dag ætla ég að fjalla um
samband Meyju (23. ágúst —
23. sept.) og Steingeitar (22.
des. — 20. janúar). Einungis
er íjallað um hið dæmigerða
fyrir merkin. Lesendur eru
minntir á að hér er ljallað um
sólarmerkið eitt sér og að
hver maður á sér nokkur
stjömumerki.
Skyld merki
Meyja og Steingeit eru bæði
innhverf jarðarmerki, en
Meyjan er breytileg og Stein-
geitin frumkvæð. Bæði eru
varkár, dugleg, samviskusöm
og heldur íhaldssöm. Bæði
vilja ná árangri í lífinu. Þau
trúa á hið áþreifanlega, eru
raunsæ og skynsöm. Þau eiga
því vel saman.
Vinna
Einkennandi fyrir samband
þeirra er áhersla á hagnýtari
hliðar lífsins. Vinna skiptir
þau miklu, það að eignast
gott heimili og almennt að
treysta undirstöðu sína í
lífinu. Amk. fyrstu sambúðar-
ár þeirra geta því einkennst
af mikilli vinnu.
Þœgileg nálœgÖ
Meyjan er oft gagnrýnd fyrir
að vera gagnrýnin, vandvirk
og smámunasöm. Steingeitin
gagnrýnir þennan þátt ekki í
Meyjunni því hún skilur þörf
hennar fyrir varkámi og að-
gát. Vegna þess á Meyjan
auðveldar með að slappa af
með Steingeit en mörgum
öðmm merkjum. A sama hátt
kann Meyjan vel að meta
varkámi og íhaldssemi Stein-
geitarinnar.
Eirð ogfesta
Það helsta sem skilur þau að
er að Meyjan er eirðarlausari
og meira gefin fyrir vanga-
veltur margs konar. Hún er
sjálfsgagnrýnni og hefur fyrir
vikið oft neikvæða sjálfsí-
mynd. Steingeitin gæti þurft
að púrra Meyjuna upp, segja
henni að hætta að hafa
áhyggjur af smáatriðum og
því að reyna að vera fullkom-
in. Steingeitin er fastari fyrir
og íhaldssamari. Hún getur
átt til að vera stíf og óhaggan-
leg, neita að gefa eftir og
taka þátt í hugarleikjum og
vangaveltum Meyjunnar.
Meyjan getur opnað Stein-
geitina og víkkað sjóndeildar-
hring hennar.
Ábyrgð ogskyldur
Bæði þessi merki elska ábyrgð
og skyldur. Ef þau hafa ekki
í nógu að snúast eða em föst
í því að bjarga fyrirtæki eða
lífi annarra tapa þau áttum.
Þeim fellur illa of mikið per-
sónulegt frelsi og það að þurfa
ekki að takast á við ábyrgð.
1.
Það sem þurfa að varast er
hins vegar það að vera of jarð-
bundin og efnahagslega
sinnuð, vinna t.d. það mikið
að lítill tími verði fyrir ástina
og það að njóta lífsins og
þroska andann og sálina. Allt-
af þegar tveir líkir aðilar
vinna saman má búast við
góðu sambandi en hins vegar
getur skortur á spennu leitt
til lognmollu. Ráðlegt getur
því verið fyrir þau að leggja
sig fram við að takast reglu-
lega á við ný verk.
Jákvœtt samband
Heildarmat á sambandi Meyju
og Steingeitar er jákvætt.
Fólk í þessum merkjum á vel
saman, það hefur lík viðhorf
og á að geta veitt hvort öðm
hlýju og gagnkvæman stuðn-
ing.
X-9
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
ALLTi' LAGI • ■ Ó3
ci/ai Atui i/ía hio _'
iö
w 1 CíT 11—i / . . — n—
SMAFOLK
UJELL,HERE IT I5..0UR
5CH00L PAPER'5 LONG
AWAITEP 5L)IM5JIT ISSUEÍ
Jæja, hérna kemur það ...
hin langþráða sundfataút-
gáfa skólablaðsins!
Þarna er ég á forsíðunni!
Vá! Seldist blaðið upp?
Ekki alveg.
En þú seldir meira en þú
hefur nokkurn tima selt
áður, er það ekki? Ekki
alveg.
Hvað seldirðu mörg? Ekki
neitt!
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
í leik sveita Samvinnuferða
og Jóns Hjaltasonar í undanúr- "
slitum Bikarkeppninnar sl.
laugardag þurfti Jón Baldursson
liðsforingi Samvinnuferða að
hitta á réttu íferðina í lauflitinn
í ágætum 5 tígla samningi hans
og Sigurðar Sverrissonar. Norð-
ur gefur; enginn á hættu.
Vestur Norður ♦ 7 V 864 ♦ KD98 ♦ ÁG982 Austur
♦ ÁD103 ♦ K9654
VG92 II V 10753
♦ 1063 ♦ Á4
♦ 1064 Suður ♦ D3
♦ G82 ¥ÁKD ♦ G752 ♦ K75
Jón og Sigurður vom með
spil N/S gegn Stefáni Guðjohn-
sen og Símoni Símonarsyni í
A/V:
Vestur Norður Austur Sudur
S.G. Sig. S. Sím. S. J.B.
— Pass Pass 1 tígull
Pass 2 tíglar Dobl 2 hjörtu
2 spadar 3 lauf 3 spadar 4 lauf
Pass 5 lauf Pass 5 tíglar
Pass Pass Pass
Hækkun Sigurðar í tvo tígla' **
lofaði 9—11 punktum eftir pass-
ið. Símon úttektardoblaði í
hálitina og Jón sýndi hjartafyrir-
stöðu með tveimur hjörtum. Spil
N/S bötnuðu sífellt eftir því sem
andstæðingamir melduðu oftar
spaða og því fóm þeir í þetta
harða geim.
Stefán í vestur kom út með
tromp, sem Símon drap á ás og
spilaði hjarta. Jón drap á ásinn,
fór inri á blindan á tígulkóng og
spilaði spaða. Tilgangurinn var
ekki sá að undirbúa spaðatromp- **
un í blindum, heldur fiska
upplýsingar um háspilaskipting-
una í spaðanum. Símon setti lítið
og Stefán drap gosa suðurs með
drottningu. Þar með var orðið
mjög líklegt að Stefán hefði
byijað með ÁD í spaða og Símon
kónginn.
Stefán spilaði næst hjarta-
gosa. Jón átti slaginn heima og
tók síðasta trompið af Stefáni
og hjartadrottninguna. Staldraði
svo við. Símon var augljóslega
með skiptinguna 5-4-2-2. En
átti hann laufdrottninguna eða
ekki. Með henni ætti hann 9
punkta, en aðeins 7 án hennar.
Jón taldi að Símon hefði alveg __
eins doblað með 7 punktana og^*
valdi því eftir langa umhugsun
að svína laufgosanum. Einn nið-
ur. J
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á heimsmeistaramóti unglinga
í Gausdal í Noregi í ágúst kom
þessi staða upp í skák þeirra Alex-
andru, Rúmeniu og Servat,
Argentínu, sem hafði svart og
átti leik. Hvítur lék síðast 25. f2
— f3 og hugðist flæma Rg4 á'" ~’
brott.
Svartur hagnýtti sér nú hið
gamalþekkta kæfingarmátsstef til
þess að þvinga hvít til uppgjafan
25. — Rd3! og hvítur gafst upp.
Eftir 26. fxg4 - Dc5+ 27. Khl
- Rf2+ 28. Kgl - Rh3++ 29.
Khl - Dgl+! 30. Hxgl - Rf2
er hann kæfingarmát. Hann á því
ekkert betra en 26. Dxd3 — Dc5+
27. He3 sem leiðir til vonlauss
endatafls.