Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 29
MORGUNB'LAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPtEMBER 1986 29 Höfum við gengið til ffóðs? eftir herra Pétur Sigurgeirsson biskup Vegna blaðaskrifa og fyrir- spuma, sem birst hafa í Morgun- blaðinu að undanfðmu um fóstureyðingar af félagslegum ástæðum sem ég fer um nokkmm orðum í hirðisbréfí mínu, fínn ég ástæðu til þess að fjalla um það mál nokkm nánar. Það er þó ekki ætlun mín að standa í ritdeilum. Vandamál þetta tók ég til at- hugunar vegna þess, að lausn þess er ekki eingöngu læknis- fræðileg heldur líka siðferðiieg og trúarleg. Eðlilega hlýt ég að miða skoðanir mínar við það, hvað ég telji rétt og rangt án þess að vita fyrirfram hvort þær skoðanir hafí mikið eða lítið fylgi. Kirkjan á heldur ekki að vera spegilmynd af þjóðfélaginu, heldur salt þess og ljós, því aðeins getur hún orð- ið að liði og rækt köllun sína. Við hljótum í þessum vanda sem öðmm að athuga vel hvar við erum stödd: „Höfum við geng- ið til góðs götuna fram eftir veg,“ spyr Jónas Hallgrímsson í kvæði sínu, Island farsældafrón. Með farsæla lausn í huga getum við ekki reitt okkur á annað en sið- ferðisvitund hvers og eins byggða á kristilegri lífsskoðun. Þjóðfélag okkar er komið í mikinn vanda með fóstureyðingar af félagsleg- um ástæðum. Tölur þar að lútandi taka af öllu tvímæli. Þegar vegið er að rótum lífsins, hlýtur að vakna spurning, hver sé réttur lífsins. Lotning fyrir lífínu er að- alsmerki þjóðar, sem ber virðingu fyrir tilveru sinni. Að verða að gera mun á réttu og röngu, góðu og illu, er víðs fjarri því að vilja setja sig í dóm- arasæti. Ef svo væri, hvað eigum við þá að álíta um það, sem Meist- arinn sjálfur segir í kenningu sinni: „Eg er ekki kominn til þess að dæma heiminn, heldur til þess að frelsa heiminn." (Jóh. 12:47.) Hann vildi, að við kynnum að meta rétt það, sem máli skiptir. Orð hans minna okkur á að gera slíkt hið sama. Fóstureyðingar eru viðkvæmt mál. Minna skal á, að „miskunn- semd Guðs má ei gleyma" hvað varðar það, sem hendir okkur mannanna böm. Það sjónarmið viidi ég og láta koma fram í bréfí mínu. Þar stendur: „Síst af öllu er hægt, að nokkur setji sig í dómarasæti og dæmi þá, sem ráða ekki við ofurþunga tilfínning- anna." Því viðhorfí er ekki hægt að lýsa betur, en þegar Páll post- uli segir: „Hið góða, sem ég vil, gjöri ég ekki, en hið vonda, sem ég vil ekki, það gjöri ég.“ (Róm. 7:9.) — Hvað er þá að segja um okkur hin? En ekkert myrkur get- ur slökkt ljós fyrirgefningar Guðs. Löggjafínn í kristnu þjóðfélagi er til þess kjörinn að gera sitt til að vemda mannslífin. Við getum Pétur Sigurgeirsson „Vegna blaðaskrifa og fyrirspurna, sem birst hafa í Morgnnblaðinu að undanf örnu um fóstureyðingar af fé- lagslegum ástæðum, sem ég fer um nokkr- um orðum í hirðisbréf i mínu, f inn ég ástæðu til þess að fjalla um það mál nokkru nánar. Það er þó ekki ætlun mín að standa í rit- deilum.“ tekið svo einfalt dæmi sem um- ferðarreglur. Boðorðin eru sama eðlis. Ut frá kristnu sjónarmiði fæ ég ekki séð hvenær og hvemig er hægt að að greina fóstur frá mennskju eftir að það verður til í móðurlífi. Ef verðandi móður finnst óbærilegt að fæða barn sitt af félagslegum ástæðum eða per- sónulegum, sem oft er erfíðast að ráða við, verður samfélagið að veita hjálp, styrk og stuðning á annan hátt en með fóstureyðingu. Oft leysast hin viðkvæmustu mál á undraverðan hátt, þegar bamið er fætt. Samábyrgð þjóðfélagsins þarf að eiga sér stoð í lögum og regl- um, er við setjum okkur til að lifa eftir. Ef það á að kallast „löglegt athæfí" að ganga á helgasta rétt, sem Guð hefur sett lífinu, þá sjáum við kannski best, hve mikil þörf er á því, að numið sé staðar. Hugleiðum vel hvert stefnir í þessu máli, sem snertir hvert mannsbarn og alla íslensku þjóð- ina. NÝTT SÍMANÚMER 69-11-00 Augýsingar 22480 Afgreiðsla 83033 IBM System/36 QUERY/36 Query/36 er gagnasafnskerfi hannaö fyrir tölvur af geröinni IBM System/36. Meö Query getur notandi unnið með sín gagna- söfn sjálfur án aöstoðar kerfisfræöinga. Notandinn getur bæði búiö til fyrirspurnir, eöa útbúiö prentlista og jafnvel breytt skrám þeim sem geymdar eru á diskum tölvunnar. Markmið: Tilgangur þessa námskeiös er aö kenna notkun Query/36 þannig aö þátt- takendur geti aö námskeiöi loknu unniö hvers konar fyrirspurnir á skrám þeim sem þeir hafa aðgang aö. Efni: - Skráakerfi S/36 - Uppbygging skráa - Grundvallaratriði Query/36 - Skipanir í Query - Tengsl við IDDU - Fyrirspurnir - Útprentun - Uppfærsla á skrám Leidb.: Ragna Sigurdard. Guðjohnsen Þátttakendur: Námskeiðiö er ætlað notendum Syst- em/36 sem áhuga hafa á aö kynnast og notfæra sér þaö mikla hagræöi sem notkun gagnasafnskerfa hefur í för meö sér. Tími: 22.—24. september, kl. 13.30—17.30. AStjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 eiriháttar Haust-tilboð! Nú er hægt að gera reyfarakaup á öllum okkar hjólum. 20—30% afsláttur! Til dæmis: 20“ BMX - Áður kr. 9.604.- Nú kr. 6.740.- 26“ kvenreiðhjól: Áður kr. 9.796.- Nú kr. 6.860.- Komið og skoðið úrvalið. Sérverslun /.• Reiðhjólaverslunin-- “ ORNINNl / Spítalastíg 8 vió Óóinstorg simar: 14661,26888
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.