Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 62
MORGÖNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER T986 62 C1906 Univenal Preti Syndicat* Heldur&u ob þú hafir efni á. Þui að KCtupa biL þega-r ég fæ þil próf ? " i ást er... . . . að fara í fuglaskoðun með honum. TM Rag. U.S. Pat. Off.—all rights reserved ® 1986 los Angeles Times Syndicate Við getum ekki haft and- arsteik á hverjum degi, Nói minn. Með morgnnkaf&nu þetta eins milli okkar mömmu þinnar og mín! HÖGNI HREKKVÍSI Eftirþankar að af- mælishátíð lokinni Úlfur Ragnarsson læknir skrif- ar: Hafirðu gengið um Hallorms- staðaskóg með sömu vökulu lífsgleði og ungmennið í kvæði nób- elsskáldsins okkar, þá hefur varla framhjá þér farið að þar er gróður á tveim hæðum, hágróður og lág- gróður. Stendur þar hvorutveggja með meiri blóma en víðast gerist á landinu okkar. En það er annar gróður sem einn- ig lýtur sama lögmáli. Það er menning þjóðarinnar. Sumir mis- skilja orðin og halda að hámenningu beri að dýrka en lágmenning sé sama og lágkúra, sem engan vegin þarf þó að vera. Guðbergur Bergs- son fer nærri sanni um það. Hann segir í júlíhefti Heimsmyndar: „Hin svonefnda lágmenning er tíðum ekkert annað en fjörleg alþýðu- menning." I orðunum felst að útaf geti brugðið um gæði lággróðurs. Þar geta arfi, njóli og fleira illgresi haslað sér völl og þá helst ef skjóls nýtur ekki af hágróðri. En nauðsyn- legt er að gera sér ljóst að ekki er sjálfgefið að hámenning sé í háum gæðaflokki. Hræsnismaðkur og tískulús leika stundum grátt hin grænu tré. Tilefni þessarra þanka er reyndar 200 ára afmælishátíð Reykjavíkur- borgar, margrómuð og lofí ausin. Og samt var á henni þvílíkur lág- menningarbragur að ýmsum varð á að sakna hámenningarlegs ívafs í ríkari mæli en raun bar vitni. Með þessum ummælum er þó engan veginn verið að gefa í skyn að ómenning hafi sett svip á hátíðina, síður en svo. En það var eins og eitthvað vantaði. Við gátum að vísu ekki vænst hátíðarljóðs af munni Víkverji Nú um stundir stendur betja- tínsla sem hæst og er sagt að spretta sé bara góð. Helzta geymsluaaðferð beijanna er að gera sultu og eflaust er sultugerð stund- uð á mörgum heimilum landsins. Nýlega var í ríkisútvarpinu sérstak- ur þáttur undir stjórn Hildu Torfa- dóttur, þar sem fjallað var um á hvern hátt menn gætu geymt berin, svo að unnt væri að snæða þau gómsæt allan veturinn og fram að næstu uppskeru. Margar góðar hugmyndir komu þar fram. Rifsber eru þau ber, sem hvað vinsælust eru úr görðum til sultu- gerðar og er rifsbeijahlaup einkar gott með mat. Svona til gamans ætlar Víkverji að gefa hér upp- skrift að rifsbeijahlaupi, sem honum finnst ómissandi t.d. með steiktu lambakjöti. Þegar rifsberin eni tínd, skal tína þau með stilk, en síðan eru berin þvegin og vatnið látið síga af þeim. Þau eru síðan hituð í stórum potti, unz þau springa af hitanum. Þá eru þau pressuð í beijapressu og síðan er saftin soðin upp með sykri í þeim hlutfollum, að einn lítri af saft fer á móti einu kg af sykri. Suðan er síðan látin koma upp á saftinni og hún sett í hreinar krukkur. Um leið og hlaupið kólnar hleypur það og stífnar. Gott getur verið að hafa svolítið af grænjöxlum með, því að í þeim er efni, sem ýtir undir að saftin hlaupi. Hratið, sem beijapressan skilur frá saftinni, þ.e.a.s. beijastilkarnir, Tómasar borgarskálds en borg sem á jafn ágætt skáld og Matthías Johannessen hefur ekki efni á að hampa því ekki við svona tækifæri. Ekki get ég öðru trúað en hann hefði flutt okkur veglegt kvæði að íslenskri hefð ef eftir hefði verið leitað í fullri alvöru. Einnig saknaði ég lags Sigvalda Kaldalóns við Reykjavíkurljóð Einars Benedikts- sonar, sem Gunnar Þórðarson hafði samið nútíma tónverk við, sem flutt var á Arnarhóli. Það virðist hvim- leið tónskáldaárátta að reyna að trompa út kollega sína lífs og liðna. Gat enginn gert nútímatexta, sem hæfði þessu verki, sem mér virtist áhugavert og sjálfstæð sköpun? Hvað má nú til vamar verða vorum sóma? - hugsaði ég. Viti menn - Gunnar Dal, vitur maður og skáld gott gaf út kvæðakverið Borgarljóð. Erlendur Jónsson hefur þegar ritað um það lofsamlegan ritdóm og komið fram með góð sýnishom af þessum lifandi skáld- skap. Skal því ekki fjölyrt um það en með því mælt að sem flestir lesi sjálfir. Þau skáld sem dýpst rista, fijóvga þá mold sem alla menningu nærir. Kunnasta Ijóðabók tuttug- ustu aldar, Spámaðurinn eftir Kahlil Gibran ber þessu ljóst vitni. Spámaðurinn hefur reyndar oftast verið út gefinn allra Ijóðabóka hér- lendis síðan hann kom fyrst út á íslensku (7 útgáfur, 15.000 eint. seld). Nú er mér sagt að á næst- unni sé væntanleg önnur bók eftir Kahlil Gibran í þýðingu Gunnars Dal sem einnig þýddi hina. Bókina hef ég lesið á ensku og hlakka nú til að sjá hana á íslensku. Hún fjall- ar af djúphygli um hann sem skrifar kjamar og hýði beijanna, má síðan sjóða upp að nýju og pressa aftur. Kemur þá saft, sem unnt er að nota til þess að búa til rauðgraut, sem er einkar Ijúffengur með ijóma. Þó geta sumar pressur verið svo góðar, að naumast er nokkur kraft- ur eftir í hratinu eftir fyrstu pressun. Er þá ekkert annað en henda hratinu. Víkveiji vonast síðan til að reyni einhver þessa uppskrift af rifsbeijahlaupi, bragð- ist það vel. XXX Nú er lokið aðalfundi Skógrækt- arfélags íslands, sem að þessu sinni var haldinn í Mývatnssveit. Þar var samþykkt tillaga um að félagið beitti sér fyrir friðun Reykjanesskaga með því að ákveðið svæði yrði girt til þess að koma í veg fyrir ágang búfjár. Ljóst er að sauðkindin er einhver mesti vágest- ur í skóglendi og minnist Víkveiji þess eitt sinn, er hann kom að skóg- ræktargirðingunni við Hallorms- stað, var sem dagur og nótt sitt hvoru megin girðingarinnar. Öðru megin var friðað land, en innan girðingarinnar þar yzt í skógrækt- arsvæðinu hafði engu verið plantað að ráði, aðeins sauðkindinni vamað- ur aðgangur. Þar voru hin fegurstu tré, en utan girðingarinnar auðn og næðingur. Það virðist því ljóst vera, að víða á landinu, þar sem vottar fyrir skóg- lendi, nægir aðeins friðun til þess þekkjum við ei sem bæri (og það er nú heimsins þrautamein). En víkjum nú enn að afmælinu. Það var bamslega glaður borgar- stjóri sem tók til máls í dagskrárlok áður en hann hóf að tendra flugeld- ana sem flúmðu sumarhimininn yfir mannhafi höfuðborgar okkar þetta lognværa ágústkvöld sem seint líður úr minni. Hann var gagntekinn. af þakk- læti og var vel að því kominn. Hann hafði staðið sig með miklum ágæt- um, enda athafnamaður á besta aldri, skemmtinn, greindur og góð- viljaður. Honum var ljóst að engin viðleitni hefði nægt til að gefa há- tíðinni þann glæsibrag sem raun bar vitni, ef veðrið hefði bmgðist. Það var því skiljanlegt að hann færi fram á að við öll sendum veður- guðunum þakklætisbæn. En um leið rann úr greipum frábært tæki- færi til að gjalda þeim þökk sem þökkin í sannleika ber. Guði vors lands. Án hans em allir fleirtölu- guðir getulausi aumingjar, og án hans væri hér heldur ekki nein höf- uðborg." Skrifið eða hringið til Velvakanda Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkun- um. að skóglendi nái sér á strik að nýju. Fjölmargt fólk, félagar í skógrækt- arfélögum um land allt, er óþreyt- andi við að girða svæði og planta tijám. Eyðir sumt fólk sumarleyfum sínum í þetta starf. Þetta fólk hefur trú á því að unnt sé að fegra og bæta landið. Skógræktaráhugi er víða mikill, en svo undarlega vill þó til að hann er meiri í þéttbýli en í stijálbýli. Hver skýringin á því er, er ekki ljóst, en takmarkið hlýtur samt að vera að auka áhuga fólks alls staðar á landinu. Einhvern tíma næst þá það takmark að svipmót landsins nálgist að verða það, sem Ari fróði lýsti forðum, „viði vaxið milli Qalls og §öm“. XXX Morgunblaðið segir okkur frá því í frétt síðastliðinn þriðju- dag, að Kínveijar séu tregir til þess að leggja fé í banka og kjósi heldur að sofa á sparifé sínu. Er einhver hissa á þessu eftir að hafa séð aug- lýsingu Iðnaðarbankans í sjónvarp- inu? Kínveijar em greinilega ekki með á nótunum. Annars verður það að segjast að þessar auglýsingar frá Kína eru að mörgu leyti bráðskemmtilegar. Stuðmenn, sem fóm í Kínareisu, hafa greinilega hitt naglann á höf- uðið, þegar þeir unnu þessar myndir þar eystra. Skemmtileg fjáröflunar- leið til þess að kosta dýrt og langt ferðalag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.