Morgunblaðið - 11.09.1986, Page 4

Morgunblaðið - 11.09.1986, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986 Lee Baggett yfirmaður herafla NATO á Atlantshafi: Deilnrnar við Banda- ríkin alvarlegs eðlis Segir alvöru málsins ekki fara fram hjá æðstu valdamönnum Bandaríkjanna Morgunblaðið/Ámi Sæberg Frá fundinum í forsætisráðuneytinu í gær: F.v. Anderson, yfirmaður varnarliðsins, Lee Baggett, yfirmaður herafla NATO á Atlantshafi, Steingrímur Hermannsson, Ruwe, sendiherra Bandaríkjanna á Is- landi, og Sverrir Haukur Gunnlaugsson, skrifstofustjóri. Heildarsamtök opinberra starfsmanna: Sameinast í afstöðu um samnings- og verkfallsréttinn OLL heildarsamtök opinberra starfsmanna hafa ákveðið að koma sameiginlega fram í viðræðum við ríkisvaldið um samnings- og verk- fallsrétt opinberra starfsmanna. Forystumenn samtakanna tilkynntu fjármálaráðherra þessa ákvörðun sína í gærmorgun. LEE BAGGETT, flotaforingi og yfirmaður herafla NATO á Atl- antshafi, segir, að deilur íslenskra og bandarískra stjórn- valda að undanförnu séu alvar- legs eðlis og mikilvægt sé að lausn finnist á þeim hið fyrsta. Steingrimur Hermannsson, for- sætisráðherra, ræddi deiluefni íslendinga og Bandaríkjamanna ítarlega á fundi með Baggett í gper og kvaðst hafa tjáð honum, að nauðsynlegt væri að þessi mál leystust alveg á næstunni, ef sambúð í kringum völlinn ætti að vera eins góð og hún þyrfti að vera, eins og hann komst að orði. Baggett er hér í kurteisisheim- sókn, en hann hefur ekki fyrr komið hingað til lands eftir að hann tók við embætti Wesley McDonald flotaforingja hjá Atiantshafsbanda- laginu um síðustu áramót. í gær átti hann klukkustundar viðræður við Steingrím Hermannsson í for- sætisráðuneytinu, en þann fund sátu að auki Sverrir Haukur Gunn- laugsson, skrifstofustjóri vamar- málaskrifstofu utanríkisráðuneytis- ins, Ruwe, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi og Ander- son, jrfirmaður vamarliðsins. Forsætisráðherra sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, að hann hefði gert Lee Baggett ítar- lega grein fyrir deilunum við bandarísk stjómvöld er snúa að sjó- flutningum fyrir vamarliðið og innflutningi kjöts. Kvað hann Bagg- ett hafa sýnt alvöru málanna skilning. „Eg tel gagnlegt að nefna þessi mál því það undirstrikar þá alvöru, sem íslensk stjómvöld sjá í þeirn," sagði Steingrímur. Lee Baggett sagði í samtali við Morgunblaðið að vandamálin í sam- skiptum íslendinga og Bandaríkja- manna væru úrlausnarefni stjómmálamanna og sem hershöfð- ingi hefði hann enga lausn á þeim á takteinum. Hann hefði hins vegar áhyggjur af þeim og kvaðst vita, að alvara þessara mála færi alls ekki fram hjá æðstu valdamönnum í Bandaríkjunum. Fram kom í samtölunum við Steingrím og Baggett að á fundin- um hefðu þeir einnig rætt hemaðar- uppbyggingu Sovétmanna á Kólaskaga, sem að sögn Baggett hefur verið jöfn og þétt í rúma tvo áratugi. Steingrímur kvað þessa uppbyggingu áhyggjuefni fyrir þá sem vildu kjamorkuvopnalaust svæði frá Grænlandi til Úralfjalla. Baggett lagði áherslu á þýðingu vamarstöðvarinnar í Keflavík fyrir varnir Evrópu og Bandaríkjanna og sagði að mikilvægi hennar hefði alls ekki minnkað á undanfömum árum. ' I fréttatilkynningu frá þessum heildarsamtökum — Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Launa- málaráði ríkisstarfsmanna í BHM og Bandalagi kennarafélaga — segir að í bókunum með kjarasamningum allra heildarsamtaka opinberra starfsmanna sé gert ráð fyrir endur- skoðun laga um samningsrétt. „Fyrstu hugmyndir ríkisins eru um stórfellda skerðingu á samningsrétti BSRB,“ segir í tilkynningunni. „Þær veita öllum samtökunum alls ófull- nægjandi samningsrétt. Þau heildarsamtök, sem hér eiga hlut að máli, hafa í meginatriðum sömu stefnu varðandi samningsrétt, að tryggja öllum opinberum starfs- mönnum möguleika til samninga um kaup og kjör á grundvelli félaga- frelsis og þeirra réttinda, sem önnur stéttarfélög búa við. I ljósi þessa hafa samtökin til- kynnt fjármálaráðherra að þau hafi ákveðið að koma sameiginlega fram í viðræðum um samnings- og verk- fallsrétt opinberra starfsmanna," segir ennfremur. Þorsteinn A. Jónsson, formaður BHMR, sagði í gær að samninga- nefnd ríkisins hefði haldið einn fund með forystumönnum hverra sam- taka og að þar hefðu verið kynntar hugmyndir ijármálaráðherra um að setja ein lög fyrir öll heildarsamtök opinberra starfsmanna. „Grundvall- arafstaða þessara samtaka til samnings- og verkfallsréttar er mjög svipuð og því þykir okkur rétt að ganga sameinaðir til verksins. Það ætti að auðvelda samningana, ekki bara fyrir okkur heldur einnig ríkis- valdið,“ sagði hann. Fulltrúar þessara samtaka munu setjast á rökstóla á næstu dögum til að móta sameiginlega afstöðu fyrir viðræðurnar við samninga- nefnd ríkisins, sem Þorsteinn A. Jónsson kvaðst vona að gætu hafist í annarri viku. V er slunar skólinn settur í nýju húsnæði VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS var í gær settur í fyrsta sinn í nýju húsnæði í Kringlunni. Endanlega var lokið við framkvæmdir í húsinu klukkan hálftvö sama dag, einungis hálftíma áður en setn- ingarathöfnin hófst. Þetta var í 82. sinn sem Verslunarskólinn er settur. í vetur verða í skólanum 820 nemendur í dagskóla, 170 i öldungadeild, 100 I starfsnámi og 2-300 í styttri námskeiðum. „Þetta er geysileg breyting frá því sem var, segja má að í gamla húsnæðinu hafí hvorki verið pláss fyrir nemendur né kennara," sagði Þorvarður Elíasson, skólasfjóri Verzlunarskólans, í samtali við Morgun- Blaðið. Skólastofur voru allar of litlar, í kennarastofunni voru ekki sæti fyrir alla kennarana og snyrtiaðstaðan ein kompa undir þröngum stiga. Nú hafa bæði nemendur og kennarar fengið hér mjög góða vinnuað- stöðu, en það var óþekkt fyrirbrigði áður. Hver kennsludeild fær sitt eigið vinnuherbergi og nemendur rúmgott bókasafn". Auknar kröfur Rússa til að komast hjá síldarkaupum? ÞUNGLEGA horfir nú um sölu saltsíldar til Rússlands, og ganga sumir síldarsaltendur meira að segja svo langt að segja, að þeir telji að þessum viðskiptalið landanna sé að ljúka, þar sem svo mikið beri á milli. Rússar séu einfaldlega, með kröfu- gerð sinni, að losa sig við síldarkaupin, á sama hátt og þeir hafi losað sig við ullarvörukaupin á þessu ári. Þórhallur As- geirsson, ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytisins, telur of snemmt að segja til um niðurstöðu síldarsölusamninga, þeir séu ekki einu sinni hafnir ennþá, og ávallt hafi náðst samning- ar hingað til. Sfldarútvegsnefnd fundaði í fyrradag, og þar voru samnings- drög þau og kröfugerð sem Prodintorg sendi nefndinni á mánudag kynnt. Heimildir Morg- unblaðsins herma að skilyrði Sovétmannanna fyrir samningum hafí m.a. verið þau að umbúðir síldarinnar yrðu svokallaðar hálf- tunnur, en það eru umbúðir sem hvergi eru fáanlegar. Auk þess munu þeir krefjast þess að fá síldina við mun lægra verði en þeir kaupa hana á í ár. Síldarútvegsnefnd hefur samið svardrög, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, þar sem Prodint- org er gerð grein fyrir því að ekki komi til greina að ganga að þessum kröfum. Mun Ledentsov, yfírmanni Vesturlandadeildar ut- anríkisviðskiptaráðuneytisins í Moskvu, verða greint frá þessari niðurstöðu sfldarútvegsnefndar í dag. Hann hefur í samtali við Matthías Bjamason og Þórhall Ásgeirsson lýst sig reiðubúinn til að mæla með því við komuna til Moskvu að fulltrúar Prodintorg komi hingað til samningavið- ræðna fyrir næstu mánaðamót, og flýti þar með komu sinni. Eins og kunnugt er, hefur oft- ast verið búið að ganga frá síldarsölusamningum við Sovét- menn um þetta leyti, og eru síldarsaltendur nú mjög uggandi um sinn hag, þar sem nú styttist óðum í að sfldarvertíð hefjist, og telja þeir mjög slæmt að hún hefj- ist án þess að menn viti hveijir koma til með að kaupa vöru þá sem þeir framleiða, og þá á hvaða verði. Þetta var samdóma álit þeirra saltenda sem blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við í gær. „Dreg í efa að þeir vilji halda þessum við- skiptum áfram“ Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, var í gær spurður hveijar hann teldi horfurnar í síldarsölu- samningum: „Maður dregur náttúrlega í efa, þegar Rússamir eru að biðja um umbúðir sem ekki eru fáanlegar í heiminum (hálftunnur), að þeir vilji halda þessum viðskiptum áfram. Á hinn bóginn hafa Rússar oft verið með alls konar sérvisku fram eftir við- ræðunum. Mér fínnst alveg ástæðulaust að gefa neitt eftir, hvorki um verð né umbúðir. Við eigum einfaldlega að láta á það reyna hvort Rússar vilja eiga við okkur viðskipti eður ei.“ Kristján sagði stöðu mála hjá frystiiðnaðinum núna vera þá, að sölusamtök hans væru að hálf- neyða frystihúsin til að framleiða upp í samning við Rússa sem væri mjög óhagkvæmur. „Það er alveg augljóst að í þeirri eftir- spum sem nú er eftir fiski erum við algjörlega óháðir Rússum með að selja þeim fisk, annað en það að við höfum átt mjög góð við- skipti við þá með sfld og ef þeir ekki vilja kaupa af okkur sfld, þá hljóta öll okkar viðskipti við þá að koma til endurskoðunar. Þá hljótum við m.a. að flytja þessi olíuviðskipti á ftjálsari markað, vegna þess að við höfum engan hag af þeim ef við emm hættir að skipta við þá. Á það verður bara að láta reyna, hvort þeir vilja halda þessum viðskiptum áfram eða ekki. Eg hef því trú á því að þeir muni semja við okkur á líkan hátt og áður, eins og þeir hafa gert undanfarin haust, þegar á hefur reynt," sagði Kristján. „Ómögnlegt að meta stöðuna fyrr enaðilar hafahist“ „Það er náttúrlega enginn máti að reyna að semja um síldarsölu, eða raunar hvað sem er, í gegnum fjölmiðla. Það er ómögulegt að meta stöðuna fyrr en báðir aðilar hafa hist,“ sagði Þórhallur Ás- geirsson ráðuneytisstjóri við- skiptaráðuneytisins í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að oft hefði útlitið verið svart, en alltaf hefðu samningar náðst. Þórhallur sagði að Rússamir hefðu haldið því fram í almennu viðskiptavið- ræðunum nú í vikunni, að of mikið væri gert úr því sem á milli bæri hjá Síldarútvegsnefnd og Prodin- torg. Þórhallur sagði að Ledentsov væri reiðubúinn að beita sér fyrir því að fulltrúar Prodintorg kæmu hingað til lands fyrir mánaðamót til samningagerðar um síldar- kaup. Sagði hann að viðskiptavið- ræðumar í vikunni hefðu gengið vel, og væru báðir aðilar sammála um að auka bæri viss viðskipti. íslendingar hefðu lagt áherslu á ullarvömmar og Sovétmenn hefðu lagt áherslu á að íslending- ar keyptu fjiilbreyttari vömr frá Sovétríkjunum en þeir hefðu gert hingað til.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.