Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 63
MORGUNBiAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986 Dýradráp ill nauðsyn eða þarf- leysa? Það er aðeins sjálfsögð mannúð- ar- og menningarstefna að hætta hvalveiðum. Þjóð, sem er tilneydd að afla sér lífsviðurværis með kvalafullu drápi dýra er illa á vegi stödd. Þjóð, sem leggur stund á dýra- dráp án illrar nauðsynjar, er enn verr á vegi stödd, því slíkt ber vott um slævða tilfínningu fyrir þjáning- um fórnardýranna, og hlýtur því að leiða til versnandi lífsambanda. Sem best sambönd við æðri lífstöðvar eru forsenda þess að mönnum og þjóðum vegni vel, en til þess verða menn að bera í bijósti lotningu fyrir öllu lífí og gera sér far um að eyða því ekki, án ýtrustu nauðsynjar. Séu menn tilneyddir að eyða lífí sér til framfæris, skyldi það ávallt gert á sem hreinlegastan hátt. Það er brot gegn lögmálum lífsins að valda dýri þjáningum að þarflausu við aflífun þess. Slíkt framferði hlýtur að leiða til ófamað- ar í einhverri framtíð. Þá er komið á hættulegasta leið ef einhver kvelur og drepur sér til ánægju. Sá hinn sami hlýtur að gjalda þess síðar. Sá sem brýtur lögmál lífsins í tilfinningaleysi eða af nautn, hlýtur að gjalda þess síðar með eigin þján- ingu, því lögmál orsaka og afleið- inga eru ávallt að verki. Ingvar Agnarsson Þessir hringdu . . . Hvenær verður dregið í Flug- sýningarhapp- drættinu? Gestur á flugsýningu hringdi: „Flugsýning var nýlega haldin hér í Reykjavík, með miklum glæsibrag. Aðgöngumiðar að sýn- ingarsvæðinu giltu einnig sem happdrættismiðar. Nú spyr ég: Hvenær ætla flugsýningarmenn að draga í happdrættinu og birta vinningaskrána?" Kynjunum mis- munað í íþrótta- þætti Ung kona hringdi: „Mig langar til að lýsa yfír óánægju minni með framferði Bjama Felixsonar í íþróttaþætti sjónvarpsins sl. laugardag. Hann sýndi þá mynd frá Lands- bankahlaupinu, sem er gott, en það sem angrar mig er hvemig hann gerði upp á milli þeirra 11 ára stráka og stepna sem tóku þátt í hlaupinu. Hann talaði um að strákamir minntu helst á hlauparann fræga, Sebastian Coe, og taldi hann upp nöfn strákanna í þremur efstu sætunum en minnt- ist varla á stelpumar. Hann sagði að vísu hver hefði verið fyrst f mark en ekki orð um það meira. í lok þáttarins taldi hann aftur upp nöfn strákanna en minntist ekki á að stelpur hefðu einnig tekið þátt í þessu hlaupi. Þetta er eitt besta dæmið um það hvemig Bjami Felixson mis- munar kynjunum í þáttum sínum." Ónærgætni við gamalt fólk Gamall maður í Kópavogi hringdi: „Mig langar til að kvarta yfír ónærgætni þeirra sem sjá um dagskrá sjónvarpsins. Síðastliðinn laugardag, 6. sept- ember, sýndi sjónvarpið eins og hálfs klukkutíma langan tónlistar- þátt með þeim Simon og Garfunk- el. Ég hafði enga eirð í mér til að horfa á svona langan tónlistar- þátt og var síðan orðinn syfjaður þegar bíómyndin byijaði og missti því af henni. Nær hefði verið að hafa myndina á undan tónlistar- þættinum, þar sem líklegt er að fleiri hefðu viljað horfa á hana en tónleikana. I leiðinni langar mig að spyrja forráðamenn rásar 2 fyrir hvaða hóp fólks þeir leika tónlist til kl. 3 á nóttunni um helgar. Ég veit að þetta veldur mörgu gömlu fólki óþægindum, sérstaklega í ijölbýl- ishúsum þar sem hávaðinn berst yfír í næstu íbúðir." Gleraugn fundust í Heiðmörk Kona hringdi og sagðist hafa fundið gleraugu í Heiðmörk sl. sunnudag, Ef einhver kannast við að hafa týnt þar gleraugum getur viðkomandi hringt í síma 685285. 63 Flokkur U.N.I. Aðeins 249 kr. kg. Allt skorið og pakkað Fulltrúaráðið í Reykjavík Almennur fulltrúaráðsfundur Almennur fundur í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verð- ur haldinn fimmtudaginn 11. sept. kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu Valhöll, Háaleitisbraut 1. Dagskrá: 1. Ákvörðun tekln um hvort halda skuli prófkjör vegna kom- andi alþingiskosnlnga. 2. Ræða Þorsteins Pálssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. 3. Önnur mál. Fulltrúaráðsmeðlimir eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér skírteini. Stjórnin V RITVIIMNSII IKFRnn ORÐ SNILLD IWUklJIWtUj1 Ritvinnslukerfið Orðsnilld er nýlega komið á mark- að hér á landi. Kerfið er íslensk þýóing og aðlögun á bandarlska ritvinnslukerfinu WordPerfect. Mark- verðasta nýjung í Orðsnilld er aó með kerfinu fylgir Islensk stafsetningarorðabók. Orðabókin inni- heldur 106.000 Islensk orð og orðmyndir auk þess sem notandi getur bætt við eftir þörfum. Hægt er að láta kerfið athuga texta skjals og benda á þau orö sem ekki finnast I orðabókinni. Markmið: Tilgangur námskeiósins er að kynna rit- vinnslukerfiö Orðsnilld og kenna notkun þess með verklegum æfingum s. s. bréfaskriftum, skýrslu- gerð og uppsetningu dreifibréfa. ■ Efni: — Kynning á vélbúnaði. — Æfingar I notkun Orósnilldar. — Möguleikar orðasafns. — Helstu stýrikerfisskipanir. Leiðbeinandi: Kolbrún Þórhallsdóttir framkvæmda- stjóri Skýrslutæknifélags íslands. Tími: 16.—19. október, kl. 13.30—17.30. Þátttakendur. Námskeiðið er ætlað öllum nýjum notendum Orðsnilldar og eins þeim sem áhuga hafa á að kynnast notkun ritvinnslu fyrir einka- tölvur. Stjórnunarfélag íslands Ananaustum 15 Sinu: 62 10 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.