Morgunblaðið - 11.09.1986, Síða 51

Morgunblaðið - 11.09.1986, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986 51 brátt festist hugair hans við sjó- mennskuna. Tvítugur að aldri réðst hann á ms. Gullfoss, flaggskipið góða. í febrúar 1954 sigldi hann með því sína fyrstu ferð og var þar síðan fastráðinn allt fram í desem- ber 1961, að hann fór úr því skipsrúmi. Gunnar hafði lokið far- mannaprófi úr Sjómannaskólanum árið 1957 og síðan starfað m.a. sem stýrimaður á Gullfossi. Hann réðst nú á önnur skip Eimskipafélags Islands hf. og starfaði þar sem stýrimaður allt fram í maí 1969, að hann lét af störfum. Hann var alla tíð mikill fjölskyldu- og heimil- ismaður og vafalaust hefur honum fundizt sem langar sjóferðir tækju frá honum alltof mikinn tíma, sem hann vildi heldur eyða í faðmi fjöl- skyldunnar. Hann starfaði því í landi hjá Orkustofnun næstu árin eða fram í janúar 1972, að sjórinn heillaði hann á nýjan leik. Réðst hann þá sem stýrimaður á olíuskip- ið Bláfell. Þar með urðu fjarvistir hans miklu minni og samvistir hans með fjölskyldunni mun meiri, svo að allir undu glaðir við. Hann var stýrimaður á Bláfelli til hinztu stundar. Gunnar þótti vaskur sjó- maður, góður félagi og sanngjam og farsæll verkstjóri. Hann átti auðvelt með að umgangast fólk og ávinna sér tiltrú þess og traust. Gunnar var maður hár vexti, fríður sýnum, þrekvaxinn og sterk- byggður. Hann var hæglætismaður í framgöngu, ljúfur og glaður og góður heim að sækja. I honum bjó góð sál í góðum dreng. Hann Iifði farsælu og hamingjusömu §öl- skyldulífi með konu sinni og dætrum, sem voru honum allt. Það er sorglegt að missa hann svo miklu fyrr en við hefðum vænzt. Sárastur er harmur Guðrúnar, dætranna, Jórunnar og systkina hans. Þeim er vottuð einlæg samúð. Sjálfur vil ég þakka Gunnari alla vináttu, frændsemi og drengskap við mig, fyrr og síðar. Síðar kemur sú tíð, að leiðir okkar liggja saman á ný. Sigurður E. Guðmundsson Örfá minningarorð um vin minn Gunnar Bjarna Bjamason. Við Gunnar kynntumst fyrir liðlega 40 árum, og síðan höfum við haldið vinskap. Þegar ég lít til baka, þá sé ég alltaf betur og betur hvað við höfum átt góða æsku og góða for- eldra. Þó oft hafí verið ærsl og Birting afmæl- is- og minning- argreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fýrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort Ijóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. læti heyrði maður aldrei styggðar- yrði frá foreldrunum, og alltaf var jafnvel tekið á móti manni og okkur strákunum á því rausnarheimili. Já, það vona góðir dagar og skemmti- legir í Sörlaskjólinu í þá daga. Ég veit að ég geri Gunpari lítinn greiða með því að fara að skrifa um hann langt mál eins og hann var hlédræg- ur. Lífsferill Gunnars var eins og svo margra að vinna ýmis störf að sumrinu, en vera í skóla að vetrin- um. Eftir að gagnfræðaskólanámi lýkur, þá fer hann til sjós, fyrst á togara og síðan ræðst hann á ms. Gullfoss og var þar í mörg ár og á meðan er hann við nám í stýri- mannaskólanum, og lauk þaðan farmannaprófí. Eftir það sigldi hann sem stýrimaður á mörgum skipum Eimskipafélags íslands, og ég sem þessar línur rita, var undir- maður hans á 3 skipum. Gunnar var glöggur og góður sjómaður, og ég held að hver og einn, sem með honum sigldi hafí líkað vel við hann, enda stóð allt eins og stafur á bók hjá honum. Nú síðustu árin var hann stýrimað- ur á olíuskipinu Bláfelli, enda gat hann þá verið meira heima við. Gunnar var sonur Guðrúnar Kristinsdóttur og Bjama Jónssonar, fv. veitingamanns en móðir hans dó eftir fæðingu hans og var hann skírður við kistu móður sinnar. Eft- ir það ólst hann upp hjá Kristínu móðurömmu sinni um tíma. Það hefur verið erfítt hjá föður hans að standa uppi með 3 böm. Nokkm síðar varð Bjarni þeirrar gæfu aðnjótandi að kvænast elsku- legri konu, Jórunni, systur fyrri konu sinnar, og þá sameinaðist öll fjölskyldan aftur og Kristín amma var hjá þeim líka og öllum leið vel hjá þessum góðu hjónum. Bjami er nú látinn fyrir nokkm. Gunnar kvæntist æskuvinkonu okkar, Guðrúnu Einarsdóttur, og áttu þau 2 dætur, Helgu og Kristínu. Þau voru búin að byggja sér fallegt hús á Seltjamamesinu og áttu þar fallegt heimili. Það er alltaf sárt, þegar menn á bezta aldri falla frá en við ráðum þar litlu um. Ég er sannfærður um, að þeir sem á undan em gengnir taka vel á móti vini mínum Gunn- ari þegar hann kemur yfír á ströndina bláu, og þá mun amma Kristín taka á móti drengnum sínum og þegar ég kem, þá vonast ég til að sjá hana einnig. Að lokum sendi ég Guðrúnu og dætmm hennar og Jómnni og systkinum hins látna mínar inni- legustu samúðarkveðjur. TSJ NÁMSKEIÐ í SJÁLFSSTYRKINGU FYRIRK0NUR (assertiveness training) í samskiptum manna á milli kemur óhjákvæmilega til vandamála og togstreitu. í slíkum tilvikum er aukið sjálfstraust, sjálfsvitund og þekking hverjum manni styrkur á sama hátt og það er undirstaða ánægjulegra samskipta. Námskeiðið er sniðið að bandarískri fyrirmynd og lögð áhersla á að gera þátt- takendum grein fyrir hvaða rétt þeirog aðrir eiga í mannlegum samskiptum og hvemig þeir geta komið fram málum sínum af festu og kurteisi án þess að láta slá sig út af laginu með óþægilegum athugasemdum. Ennfremur að læra að líða vel með sjálfum sérog hafa hemil á kvíða, sektarkennd og reiði með vöðvaslökun og breyttum hugsunarhætti. Upplýsingar í síma 612224 og 12303 Athugiö að fjöldi þátttenda ertak- markaður. /4NNk NJkLDIMKRSDÓTTIR sálfræðingur Bræðraborgarstíg 7 Hefur þú áhuga? Við erum að leita eftir söngmönnum. Hafðu samband við Bjarna í síma: 26102 milli kl. 9.00—16.00 eða Böðvar í síma 32584 eftir kl. 19.00. Kynningarfundur Kynningarfundur verður haldinn fimmtu- daginn 11. september kl. 20.30 að Síðumúla 35, uppi. Allir velkomnir. ★ Námskeiðið getur hjálpað þér að: ★ Öðlast HUGREKKI og meira SJÁLFSTRAUST. ★ Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri sann- færingarkrafti í samræðum og á fundum. ★ Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér VIRÐINGU og VIÐURKENNINGU. ★ Talið er að 85% af VELGENGNI þinni séu komin undir því, hvernig þér tekst að um- gangast aðra. ★ Starfa af meiri LÍFSKRAFTI — heima og á vinnustað. ★ Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga úr kvíða. Fjárfesting í menntun gefur þér arð ævilangt. Innritun og upplýsingar í síma: 82411 o STJÓRI\IUI\IARSKÓLII\II\I % Konrað Adolphsson. Elnkaumboð fyrir Dale Carnegie namskeiðin" í „veiðitilboði" Hótels Borgarness sameinast spenna veiðiferðarinn- ar og áhyggjulaus dvöl á notaleg- um gististað. Við útvegum ykkur veiðileyfi á fengsælum veiðisvæð- um Borgarfjarðar, nesti og korttil veiðiferðarinnar, jafnframt því sem við bjóðum upp á allar veit- ingar og þjónustu árshótela. í BorgarneSi er einnig góð sund- laug þar sem hægt er að fara í Ijós, heitan pott og gufubað að lokinni ánægjulegri veiðiferð. Upplýsingar í síma: 93-7119 og 7219. /

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.