Morgunblaðið - 11.09.1986, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 11.09.1986, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986 5 Olíustyrk- ur fell- ur niður OLÍUSTYRKIR fyrir síðasta árs- fjórðung þessa árs verða felldir niður vegna lækkunar á olíu- verði, en það er nú 6,90 kr. en var i byrjun árs um 11 krónur. í samanburðarkönnun sém gerð var á upphitun 400 rúmmetra hús- næðis með olíu og með rafmagni kom í ljós að mismunurinn hefur stöðugt farið minnkandi með hvetj- um ársfjórðungi á þessu ári og var reiknað með að olíukyndingarkostn- aður fyrir síðasta ársfjórðunginn yrði rúmlega 39 þúsund krónur. Fyrir sama tíma var reiknað með að kostnaður fyrir rafmagnskynd- ingu yrði tæplega 36 þúsund með niðurgreiðslum. Það sem af er árinu hefur olíu- styrkurinn farið hríðlækkandi. Á fyrsta ársfjórðungi var hann 910 krónur, 800 krónur á öðrum árs- fjórðungi og 150 krónur á þeim þriðja, og eins og fyrr segir verður olíustyrkur fyrir fjórða ársfjórðung- inn enginn. Upphaflega var greiðsla olíu- styrkja tekin upp í kjölfar mikilla hækkana sem urðu á verði olíu árið 1974, en ávallt var gert ráð fyrir að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða. Hvalveiðum að ljúka: 111 hvalir af 120 komn- ir á land HVALVEIÐUM á þessari vertíð lýkur væntanlega á næstu dögum því aðeins á eftir að veiða níu langreyðar af 80, sem ákveðið var að veiða vegna hvalarann- sókna Hafrannsóknastofnunar- innar. Þegar er búið að veiða þær 40 sandreyðar, sem ákveðið var að veiða í ár eða 111 dýr alls. Bæði hvalveiðiskip Hvals hf., sem annast veiðamar fyrir stofnunina, héldu til veiða á þriðjudagskvöld. Þá höfðu þeir komið inn með þijá hvali. Þoka á miðunum vestur af landinu hefur nokkuð tafið fyrir veiðunum undanfama daga. Tals- maður Hvals hf. sagði að skipstjór- amir teldu sig sjá mikið af hval á miðunum og af flestum tegundum, sem veiðst hafa hér við land á und- anfömum áratugum. Drangey á heimleið? Sauðárkróki. VONIR standa til að Drangey, togari Útgerðarfélags Skagfirð- inga, losni úr skipasmiðastöðinni BUsum í Þýskalandi í dag, þar sem skipið hefur verið frá því í vor, til gagngerðra viðgerða og endurbóta. Verkinu átti að ljúka 8. júlí sl., en vegna fjárhagserfið- leika skipasmíðastöðvarinnar stóðust þær áætlanir ekki. Annartogari ÚS, Skapti, ereinn- ig í sömu skipasmíðastöð til við- gerða, eftir að vél skipsins bræddi úr sér í veiðiferð í maí sl. Viðgerð- inni á Skapta átti að ljúka 3. ágúst, en nú er sýnt að það verður ekki fyrr en 20. þessa mánaðar. Þessar tafir hafa valdið fyrirtækinu mikl- um skaða, þar sem aflabrögð hafa undanfarið verið mjög góð. Þá hef- ur vinna í frystihúsunum hér á Sauðárkróki og á Hofsósi verið minni af þessum sökum, þótt for- ráðamönnum þeirra hafi tekist að bæta það nokkuð upp með löndun- um aðkomubáta og flutningi fisks frá Siglufirði, Skagaströnd og Ak- ureyri. Kári I úrslit Elite-keppninnar: „Stórkostleg’ reynsla og spennandi tækifæri“ — segir Snæfríður Baldvinsdóttir „ÞAÐ var stórkostleg reynsla fyrir mig að taka þátt í þessari keppni og spennandi tækifæri sem ég fæ í framhaldi af henni,“ sagði Snæfríður Baldvinsdóttir, sem gert hefur tveggja ára samn- ing um fyrirsætustörf í París. Snæfríður komst í úrslit keppninnar „Elite-andlit ársins“, sem fól í sér tveggja ára fyrirsætusamning og tekjutryggingu upp á 2,1 milljónir islenskra króna. Snæfríður, sem er 18 ára tengist þessu. Allan tímann sem Reykjavíkurmær, sigraði í for- keppni hér heima í júní síðastliðn- um og fór í lok ágúst til keppni í bænum Forte Dei Marmi á ítölsku rivierunni. Þar hefur hún dvalið undanfamar tvær vikur ásamt 56 öðmm stúlkum víðsveg- ar að úr heiminum. „Þetta var mikið ævintýri," sagði Snæfríður í samtali við Morgunblaðið. „Þama kynntist ég alveg nýjum heimi og alls konar fólki. Þama var toppfólk úr tísku- heiminum og ýmis þekkt andlit, þekktir ljósmyndarar, umboðs- menn og alls konar fólk sem keppnin stóð var verið að vega okkur stelpumar og meta með tilliti til möguleika okkar í tísku- bransanum. Þetta var því vissu- lega erfitt, en samt skemmtilegt um leið,“ sagði Snæfríður. Hún kvaðst fara utan til París- ar eftir hálfan mánuð og tæki hún þá strax til starfa sem fyrirsæta. „Þetta er mjög spennandi allt saman og stórkostlegt tækifæri fyrir mig, ekki síst þegar tillit er tekið til hversu miklir peningar geta verið í þessu," sagði Snæfrið- ur. Nýkomnir vattfóðraðir denim-jakkar ásamt úrveili af glæsilegum haustfatnaði l£jftKAfíNABÆR Austurstræti 22, Laugavegi 30, Laugavegi 66, Glæsibæ, sími 45800. Morgunblaðið/Bryndfs Valgeirsdóttir Snæfríður Baldvinsdóttir (til hægri), ásamt sigurvegaranum í Elite-keppninni, Mariu Lindquist frá Svíþjóð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.