Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986 31 Símamynd/AP Karl Gústaf Svíakonungur (í miðið) gluggar í ráðstefnubækling er hann gengur inn i sal ráðstefnu Norðurlandaráðs um mengun and- rúmsloftsins. í fylgd með honum eru (f.v.): Karin Söder, leiðtogi sænska Miðflokksins, og Anker Jergensen, forseti Norðurlandaráðs. Ráðstefna Norðurlandaráðs um loftmengnn; Gert verði átak í mengnnarvörnum Stokkhólmi, frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins: ÍSLENDINGAR tóku undir gagnrýni, sem fram kemur í yfirlýsingu þingfmannaráðstefnu Norðurlandaráðs um mengun andrúmsloftsins. Ráðstefnunni, sem stóð i þrjá daga, lauk í Stokkhólmi í gær. í yfirlýsingu ráðstefnunnar segir að brýnt sé að hið fyrsta verði hreinsibúnaður til að draga úr eða koma í veg fyrir loftmengun endur- bættur stórum. Minnka þurfi stór- lega það magn brennisteinsefna, köfnunarefnis og kolvetnis, sem sleppt er út í andrúmsloftið og vald- ið hefur ómældu tjóni á lífríki um heim allan í formi súrs regns. Fulltrúar frá ýmsum rílq'um Evr- ópu sóttu ráðstefnu Norðurlanda- ráðs, m.a. frá Vestur-Þýzkalandi og Bretlandi. Iðnaðarmengun í þeim, einkum þó Bretlandi, segir mjög til sín á Norðurlöndunum; fell- ur þar sem súrt regn með mjög alvarlegum afleiðingum fyrir lífríkið. Hið súra regn hefur m.a. haft áhrif til hins verra á fiskistofna við Noreg og ísland. í yfirlýsingunni segir að nauð- synlegt sé að fleiri ríki skrifi undir Helsinkisamkomulagið frá í fyrra um varnir gegn brennisteinsmeng- un. I samkomulaginu er sett fram sú krafa að það brennisteinsmagn, sem sleppur út í andrúmsloftið, verði minnkað um 30% fyrir árið 1993. „Þegar öllu er á botninn hvolft er umhverfismengun bæði friðar- og öryggisvandamál," segir í yfir- lýsingu þingmannaráðstefnu Norðurlandaráðs. Aðeins sé hægt að vinna gegn mengun á friðartíma. Þá er lagt til að sett verði á lagg- imar alþjóðlegt viðvörunarkerfi sem grípa megi til þegar kjamorkuslys verða, og að ríki heims miðli upplýs- ingum um heppilegustu viðbrögð við bilunum í kjamorkuvemm. Loks er því beint til ríkisstjóma Norður- iandanna að þær geri sérstakt átak í mengunarvömum og að þær taki upp enn strangari umhverfispólitík. Kúbumaður leitar hælis hjá Frökkum Washington, AP. FORMAÐUR einu óháðu mannrétt- indasamtaka á Kúbu, Ricardo Bofíll, hefur leitað hælis í sendiráði Frakka í Havana. Bofill, sem er fyrrverandi vararektor háskólans í Havana, kom til sendiráðsins 27. ágúst sl. eftir langvarandi áreitni kúbanskra yfirvalda. Þá höfðu tveir félagar hans úr mannréttindasam- tökunum verið handteknir. Bofill hefur þrisvar setið í fangelsi vegna skoðana sinna síðan 1967 og einu sinni áður ieitað hælis í franska sendiráðinu. Hann hefur ekki feng- ið leyfi til að fara frá Kúbu. Fimmtándu skákinni frestað Leningrad, AP. HEIMSMEISTARINN í skák, Garri Kasparov, lét fresta 15. skákinni í einvíginu við Anatoly Karpov, en skák þessi skyldi tefld í gær. Þess í stað verður skákin tefld á föstudag. Hvor keppandinn um sig hefur nú aðeins leyfi til þess að fresta einni skák af þeim 10, sem eftir em ótefldar í einvíginu. Staðan í einvíginu er nú þannig, að Kasparov er með 8 vinninga en Karpov með 6. í reynd er Karpov þremur vinningum undir, þar sem Kasparov heldur heimsmeistaratitl- inum, ef einvíginu lýkur með jafntefli, 12:12. Bindel ákærður Toronto, AP. LÖGÐ hefur verið fram ákæra á hendur Wolfgang Bindel, skip- stjóra, og tveimur mönnum frá Sri Lanka, sem búa í Vestur- Þýskalandi, fyrir að hafa látið 155 tamíla í björgunarbáta út á rúmsjó. Þessir þrír eru ákærðir fyrir að hafa brotið innflytjenda- lög í Kanada. Ekki er hægt að fá mennina framselda vegna þessarar ákæm, þar sem brotið er ekki nægilega alvarlegt til þess. Þyngsta refsing við broti sem þessu er sex mánaða fangelsi og þúsund dala sekt. NVl UMS&ÓLM Ármúla 17, Reykjavík og Linnetstíg 3, Hafnarfiröi Fleira þarf í dansinn en fagra skóna Hefur þú lengi ætlað að læra að dansa en ekki iátið verða af því? Pá er þér óhætt að láta drauminn rætast því NÝI DAHSSKÓLIHri er rétti staðurinn fyrir þig. Hvers vegna? í fyrsta lagi er NÝI DAriSSKÓLiriH nútímaskóli sem stenst alþjóðlegar kröfur. í öðru lagi kappkostum við að sinna hverjum og einum nemanda persónulega með sí- vökulii leiðsögn, enda er fjöldi nem- enda í tíma takmarkaður við 26! Kennarar skólans sækja reglulega námskeið erlendis og skólinn hefur hlotið viðurkenningu N.D.U. (samnor- ræna danskennarasambandsins). Við kennum barnadansa með leik- rænni tjáningu, gömlu dansana, sam- kvæmisdansa, jassdans, rokk og bugg (tjútt í nýjum búningi). Kennsla hefst 15. september í Ár- múla 17, Reykjavík og á Linnetstig 3, Hafnarfirði. Innritun daglega kl. 10—12 og 14 — 18 í síma 38830 og 52996. Munið systkina- og fjölskylduaf- sláttinn. Takmarkaður nemendafjöldi tryggir betri árangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.