Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986 'SjPSSS** ogk» HMINHh &SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 683910 81266 Sölutækni I___________________________________ Þetta námskeiö hefur átt miklum vinsældurri að fagna, en tilgangur þess er að veita þátttakendum innsýn I heim sölu- og samskiptatækninnar. Þátttakendur fá einnig þjálfun I sölumennsku og lýsingu á Islenska fyrirtækjamarkaðnum. Efnk________________________________ • íslenskt markaðsumhverfi. • Uppbygging og mótun sölustefnu. • Vöruþróun, æviskeiö vöru o. fl. • Uppbygging sölubréfa. • Val á markhópum. • Starfsaðferðir sölufólks. • Samskipti og framkoma. • Söluhræösla. • Markaðsrannsóknir og áætlanagerö. Leiöbeinandi: Haukur Haraldsson, sölu- og markaðsráögjafi._ Námskeiðið hentar sérstaklega sölufólki i söludeildum heildverslana, iðnfyrirtækja, tryggingafélaga, ferða- skrifstofa og annarra þjónustufyrirtækja, einnig sölu- fólki sem vinnur að sölu á hráefni og þjónustu til fyrir- tækja og stofnana. Tími: 15.—17. september, kl. 14.00—18.00 að Ánanaustum 15. A ÚTFLUTNINGSOG MARKAOSSKÓLIÍSLANDS Stjórnunarfélag islands Ánanaustum 15 ■ 101 Reykjavík ■ ® 91 -621063 ■ Tlx2085 Búskaparsaga Bókmenntir Erlendur Jónsson Þórunn Valdimarsdóttir: Sveitin við sundin. 328 bls. Sögu- félag 1986. Svo kann að virðast að búskapar- saga Reykvíkinga sé tæpast þess virði að vera skráð. Við lestur þess- arar bókar kemst maður að raun um hið gagnstæða. Reykvíkingar voru fyrrum bændum góðir. Þeir héldu bæði kýr og kindur, auk hesta að sjálfsögðu, og stunduðu jarða- bætur af kappi. Hvorki var þetta skammtun né löngun til að rækja þjóðlega hefð heldur lífsnauðsyn og hún brýn: matarins varð ekki aflað með öðru móti. »í Reykjavík var um aldamótin og langt fram á þessa öld stærsta nýræktarsvæði lands- ins, og fram á fjórða áratuginn var Jarðræktarfélag Reykjavíkur af- kastamesta búnaðarfélag á landinu,« segir Þórunn. En Jarð- ræktarfélag kusu Reykvíkingar að kalla félag sitt fremur en búnaðar- félag þar eð þeir höfðu ekki aðal- framfæri sitt af búskap. Eigi að síður mátti Jarðræktarfélagið sín meira en nokkurt búnaðarfélag, meðal annars fyrir þá sök að fyrir- menn bæjarins, og þar með lands- ins, höfðu forystu fyrir þvf. »A vorum dögum þætti ankannalegt ef biskup og prófessor í lögfræði héldu fyrirlestra um búskap, en þá var ekkert eðlilegra. Þeir fara ekki heldur nú á dögum úr skrifstofunni í fjósið að ræða við ráðsmann sinn,« segir Þórunn. En biskup sá, sem hún á við öðrum fremur, var Þór- hallur Bjamason, sá sem byggði Laufás og kom þar á fót fyrirmynd- arbúi. Ahugi á jarðabótum var geysimikill um aldamótin síðustu. »Landsmálablöðunum ber saman um að hinn mikli ræktunaráhugi í Reykjavík hafi komið upp á níunda áratug síðustu aldar,« upplýsir Þór- unn. Vafalaust hefur það verið fyrir erlend áhrif, í og með að minnsta kosti, því árferði hér var hið al- versta á öldinni. En félagsmálaáhugi sýnist þá einnig hafa verið mikill og almenn- ur og margt gert til að auðvelda fátæku þurrabúðarfólki að afla sér matar með ræktun. Ómagafram- færi íþyngdi þá öllum sveitarfélög- um og var því eindregið stefnt að því að forða fólki frá að segja sig til sveitar. Ræktun úti um holt og mýrar við Reykjavík var þá bæði tímafrek og erfið. Sýnu erfiðara var þó að girða túnin og veija þau fyrir ágangi búfjár, þar til gaddavírinn kom til sögunnar. Beitarálag í bæj- arlandinu var þá óhóflegt, bæði vegna fjölda búfjár heimamanna og eins vegna hesta sveitamanna, og fjár sem þeir ráku til slátrunar í bænum. Böm og unglingar voru látin gæta gripanna og var það hreint ekki vandalaust, t.d. í Vatns- mýrinni, þar sem mógrafir göptu hvarvetna við augum. Umgangur á ræktuðu landi var alls ekki þolað- ur. Til dæmis hefur Þórunn þetta eftir skólapiltinum Indriða Einars- syni: »Á vorin gengum við oft upp í kirkjugarðinn. Dauðraborgin var einasti græni bletturinn, þar sem stíga mátti fæti á gras. Aðrir gras- blettir voru bannaðir.« Ef til vill sannar það best hve búfjárhald þótti hér nauðsynlegt að fyrir kom að hey væri flutt inn frá útlöndum. Enda telur Þórunn að mjólk hafí skort í Reykjavík allt til áranna í kringum 1930. Upp úr aldamótunum voru mjólk- urmálin mikið rædd í bænum. Og þá var fyrst fyrir alvöru tekið að huga að hreinlætinu. Mjólkin var lengi vel seld á götum úti. Mjólkur- salinn hafði þá meðferðis fötu og pelamál. Gat þá hver sem var keypt pela og drukkið á staðnum. Fræg- ust er lýsing Guðrúnar Bjömsdóttur bæjarfulltrúa á þessum viðskipta- háttum er hún skrifaði í Lögréttu 1908. Upp frá því mun fleirum hafa skilist að sóðaskapur gæti haft hættur í för með sér. Þá lék grunur á að mjólk væri stundum seld vatnsblönduð. Þótti það óhæfa því dýr var dropinn. Þómnn rekur hreinlætiskröfumar til erlendra áhrifa sem mjög hafi tekið að gæta hér upp úr aldamótum. Brátt var tekið að gerilsneyða mjólk. En hún þótti verri. Og lengi vel var talið að með því færu mörg bætiefni forgörðum. Framan af gætti síst meira hrein- lætis í meðferð kjöts. Og slátmn búfjár þótti líka ómannúðleg. Kjöt- verslun í Reykjavík var lengi fmmstæð. Og ófært sýndist að flytja út kjöt áður en meðferð þess og geymsla komst í skárra horf. Að öllu samanlögðu er rit þetta nákvæmt og yfirgripsmikið. Höf- undur heldur sigr við efnið og fer lítið út fyrir þann ramma sem í Þórunn Valdimarsdóttir heiti ritsins felst. Þetta getur því ekki skoðast sem nein almenn bún- aðarsaga fyrir umrætt tímabil, Reykjavíkurbúskapurinn var ekki alls kostar dæmigerður fyrir íslenskan landbúnað. Hins vegar er þetta fyrirferðarmeiri kapítuli í sögu höfuðstaðarins en margan mundi að óreyndu gmna. Þómnn gerir sér far um að skrifa léttan stíl og ekki um of fræðileg- an. Fyrir bragðið verður bókin skemmtilegri aflestrar. En margs er að gæta og álitamálin mörg. Maður getur t.d. lent í vanda með notkun sagnanna: byggja, reisa, smíða, leggja, gera. Vel hæfir að nota sögnina að girða eina saman, síður að reisa girðingu. Raunar minnist ég ekki að hafa nokkm sinni heyrt svo til orða tekið, nema talað sé um að reisa við fallna girð- ingu. Þá hnaut ég um þessa setningu: »Til að dilkamir yrðu nógu vænir þurfti að hætta að færa frá.« Man ég ekki rétt að fráfæmalömb væm kölluð graslömb en dilkur merki »sá, sem sígur móður sína« svo stuðst sé við orðabók? Myndir em margar í bókinni. Prentun þeirra hefur tekist vel, þær koma yfirhöfuð skýrt fram. Og myndartextamir em sérlega grein- argóðir, oftast getið hvenær mynd sé tekin, á hvaða stað og af hvaða fólki, ef kunnugt er. Sumar mynd- anna hafa birst áður á prenti, aðrar kannast ég ekki við að hafa séð áður. Þá fylgja uppdrættir af gömlu Reykjavík með fomum örnefnum og er það verk unnið að bestu manna yfirsýn. ^ Morgnnbladið/RAX Útsölumarkaður í sautjánda sinn „ÞAÐ hafa þúsundir manna komið hingað og verslað síðan við opnuðum síðastliðinn föstudag,“ sagði Birna Eyjólfsdóttir hjá Útsölumarkaðinum í samtali við Morgunblaðið. Útsölumarkaðurinn, sem er í nýja Bílaborgarhúsinu á Fosshálsi var fyrst starfræktur vorið 1978 og hefur síðan verið haldinn á hverju vori og hausti. Að þessu sinni taka 14 fyrirtæki þátt í Útsölumarkaðinum. „Kjörorðið okkar er „gott verð — góð vara“. Vörurnar sem hér eru til sölu er nær undantekningarlaust með 50—80% afslætti og þær elstu er sex mánaða gamlar. Vörur sem eru eldri en það eru seldar á 250 krónur, sama hvað um er að ræða. Sérstaklega er hægt að gera góð kaup í vefnaðarvörum." Útsölumarkaðurinn er opinn 13—18 mánudaga til fimmtudaga, 13—19 á föstudögum og 10—16 á iaugardögum. Verið getur að opnun- artímar breytist eitthvað í næstu viku. Útsölumarkaðurinn stendur til 20. september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.