Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986 8 js 4 Minning: Gunnar Bjarnason stýrimaður Fenner Reimar og reimskífur Tannhjól og keðjur Ástengi Vald Poulsen Suðurlandsbraut 10, sími 686499. Fæddur 7. október 1933 Dáinn 1. september 1986 Að kvöldi mánudags 1. septem- ber lést vinur okkar Gunnar Bjami Bjamason. Gunnar var búinn að dvelja meira og minna á spítala síðastliðið ár, en samt óraði engan fyrir þessu. Gunnar var giftur Guðrúnu Val- gerði Einarsdóttur og eiga þau tvær dætur, Helgu Kristínu og Kristínu Valgerði. Þó að Gunnar og Gunna hafi ekki átt nema tvær dætur, má með sanni segja að bömin hafí ver- ið mun fleiri, þ.e. ef við teljum með öll þau böm og alla þá unglinga sem sóttu til þeirra. Fyrir þau hafði Gunnar alltaf tíma. Gunnar var einstaklega góður og vandaður maður. Það var ekki að hans skapi að hallmæla fólki, held- ur lét hann hlutina ósagða og tók fólki eins og það var. Gunnar var mikið fyrir fjölskyldu sína og hún var honum allt. Hann var alltaf að búa henni vel í haginn, um það snerist hans líf. Gunnar var ákaf- lega vinnusamur maður og hlífði sér hvergi. Vegna þess hve sam- hent þau Gunnar og Gunna voru, náðu þau lengra en margur annar. Þau byggðu sér myndarlegt hús og starfræktu kleinuhringjagerð. Ég minnist þess að þegar þau byijuðu með kleinuhringina, bökuðu þau á kvöldin ásamt því að vinna fullan vinnudag. Lengi vel vom þau ein í bílskúmum en svo fengu þau fólk sér til aðstoðar. Það var bytjað smátt og með lítinn vélakost enda var Gunnar ekki fyrir það að flana að neinu. Hann var ekki einn af þeim sem kaupa hlutina fyrst en safna svo fyrir víxlunum. Til Gunnars sóttum við mikið, ef okkur vantaði ráðleggingar eða annars konar aðstoð. Okkur er það sérstaklega minnisstætt hvað hann styrkti okkur mikið þegar við áttum í erfiðleikum vegna svika í fast- eignaviðskiptum, en þá stóðu Gunnar og Gunna eins og klettur við hlið okkar. Gunnar og fjölskylda hans hafa alla tíð tekið mikinn þátt í uppeldi bama okkar eins og hjá svo mörgum öðmm. Ekki er það ætlun okkar að vera með einhvert skjall enda hefði það ekki verið að skapi Gunnars. Hann var laus við allan hroka og dró frek- ar en hitt úr því ef verk hans eða framkoma var lofuð. Gunnar var sem kallað er maður mikillar ná- lægðar og því er erfítt fyrir hans nánasta fólk að sætta sig við miss- inn. Kvöld eitt síðastliðinn vetur skall á mikið óveður og Helga var ekki heima, sofnaði Gunnar þá ekki fyrr en hún var komin heim, þetta var dæmigerður Gunnar. Það var líka dæmigerður Gunnar að lauma sæl- gæti eða pening í litlar hendur. Eftir að Gunnar dó barst honum bréf frá frænda sínum sem nú er orðinn fullorðinn en hann býr er- lendis um þessar mundir, hann hafði skrifað Gunnari í fjarvem sinni og lýst hvað á daga hans dreif. Þetta er líka dæmigert fyrir það hvað Gunnar skipaði stóran sess í hjörtum margra hvort sem það vom böm, unglingar eða full- orðjð fólk. A heimili Gunnars, Gunnu og stelpnanna komu margir. Ættingjar Gunnars komu þar mikið svo og allt þeirra vinafólk. Allt þetta fólk hefur nú látið Gunnu, Helgu og Stínu njóta vináttu sinnar þessa erfiðu daga. Þær uppskera nú það sem þau hafa lagt inn sameigin- lega. Við vitum líka að þetta fólk, hvort sem það em skyldmenni Gunnars og Gunnu eða vinafólk þeirra og stelpnanna, á eftir að hjálpast að við að létta undir með þeim Gunnu, Helgu og Stínu þann- ig að þær geti séð björtu hliðamar á lífinu að nýju. Megi góði guð styrkja Gunnu, Helgu og Stínu svo og móður Gunn- ars og tengdaforeldra en Gunnar var þeim einstaklega kær. Ella og Krummi Gunnar Bjami Bjamason, stýri- maður, lést á sjúkrahúsi í Reykjavík 1. september síðastliðinn aðeins 52 ára að aldri. Þegar ég fletti Morgunblaðinu þann 3. september sl. á leið heim frá útlöndum og sá að minn góði vinur og félagi væri látinn flugu í gegnum huga minn minningar frá tæplega 40 ára viðkynningu. Persónuleg kynni okkar Gunnars hófust þegar við áttum samleið um tíma í Gagnfræðaskóla Vesturbæj- ar árið 1947. Þá lágu leiðir aftur saman í Stýrimannaskólanum í Reykjavík, en _ þaðan útskrifaðist Gunnar 1957. Árið 1958 urðum við skipsfélagar á Gullfossi og vomm þar saman í 4 ár. Þar áttum við Gunnar saman góða og skemmti- lega daga með alveg einstökum félögum og vinum. Er gaman til þess að hugsa í dag hversu sterk bönd bindast milli manna á skipum sem Gullfossi, en það skilja kannske ekki aðrir en þeir sem þar vom. Gunnar gekk að eiga æskuvin- konu sína, Guðrúnu Einarsdóttur, 11. febrúar 1956 og varð þeim tveggja bama auðið. Helga Kristín, kennari, fædd 29. júlí 1957 og Kristín Valgerður, hjúkmnamemi, fædd 3. desember 1962. Gunnar var tryggur maður og einstakur fjölskyldufaðir. Þessi stóri myndar- legi maður mátti ekki aumt sjá, þá vildi hann hjálpa til og gerði mörg- um góðan greiða. Ég og fjölskylda mín urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga Gunnar og fjölskyldu hans að vinum. Nú þegar Gunnar er fall- inn frá er hægt að segja að það sé skammt stórra högga á milli í vina- hópnum góða. Þeim hóp, sem sameinaðist í ferðalögum til Laug- arvatns og fleiri staða innanlands sem utan. Á þeim ferðalögum naut Gunnar sín einstaklega vel. Dugn- aður hans og snyrtimennska kom vel fram þegar tekið var til hendi við sumarbústaði Stýrimannafé- lagsins á Laugarvatni í vor- og haustferðum. Þá voru allir með sín böm og þeir eldri með bamaböm. Við sem vorum í þessum hópi, eldri sem yngri, þökkum Gunnari sam- fylgdina. Nú að leiðarlokum eiga ástkær og dugmikil eiginkona og yndisleg- ar dætur um sárt að binda. Það er erfitt að hugga á svona stundu, en þær og við öll fylgjum þessum góða dreng síðasta spölinn með reisn, því að þannig stóð hann að öllum sinum málum í lifanda lífi. Grétar Hjartarson Að kvöldi hins 1. september sl. lézt Gunnar Bjamason, stýrimaður, í Landspítalanum í Reykjavík. Hann hafði um árabil átt við nokkra van- heilsu að stríða, en þó var hún ekki þess eðlis, að óttast væri um líf hans. Þvert á móti stóðu nú vonir til, að komizt yrði fyrir rætur vand- Skólaritvélar Olympla ritvélamar eru allt í senn skóla-, feröa- og heimilisritvélar. Ódýrar og fáanlegar í mörgum gerðum. Carlna áreiöanleg vél, búin margs konar vinnslu sem aðeins er á stærri ritvélum. Traveller de Luxe fyrirferöarlítil og léttbyggð vél sem þolir auðveldlega hnjask og ferðalög. Reporter rafritvel með leiðréttingarbún- aði. Fisléttur ásláttur auk annarra kosta stórra skrifstofuvéla þótt Reporter sé bæði minni og ódýrari. Ekjaran ÁRMÚLA 22, SÍMI83022108 REYKJAVÍK ans svo að hann og við öll, vinir hans og vandamenn, gætum á nýjan leik tekið gleði okkar. En öllum að óvömm þyrmdi skyndilega yfir úr óvæntri átt og áður en við var litið var öllu lokið. Þar með var hann allur, þessi bemskuvinur minn og frændi, sem alla tíð hefur verið mér sem bezti bróðir. Gunnar Bjami fæddist í Reykjavík hinn 7. október 1933 og var því 52 ára gamall er hann lézt. Foreldrar hans voru sæmdarhjónin Guðrún Gíslína Kristinsdóttir og Bjami Kristjánsson veitingamaður og vömbifreiðastjóri í Reykjavík. Gunnar var yngstur þeirra bama. Ekki nutu þau lengi móður sinnar því að hún andaðist aðeins 26 ára gömul hinn 18. apríl 1935. Stóð Bjami þá einn upp með bamahóp- inn en hélt þó áfram heimilið í félagi við og með góðri aðstoð Kristínar Guðmundsdóttur, tengdamóður sinnar, og Jórunnar mágkonu, er hann gekk síðan að eiga hinn 14. maí 1937. Gunnar ólst upp á heim- ili þeirra og jafnframt við hné Kristínar ömmu sinnar. Þar undi hann glaður í góðum hópi systkina sinna: Kristins, leiðbeinanda hjá SAA, Guðrúnar Erlu, húsfreyju, og Jóns Hauks, sonar Bjama og Jór- unnar, bónda á Þórisstöðum í Grímsnesi. Þegar hann hafði aldur til gekk hann hinn almenna menntaveg og lauk þar námi með venjulegum hætti. Við Gunnar vomm tvímenningar að skyldleika. Sterk bönd bundu fjölskyldur okkar saman, ýmist bjuggu þær í sama húsi eða i kall- færi hvor við aðra, allt fram á unglingsár okkar. Systkinahópamir ólust því nánast upp saman. Þegar við Gunnar vomm að komast til vits og þroska urðu stórkostlegar breytingar hérlendis af völdum heimsstyijaldarinnar. Þá bjuggum við í Þingholtunum og þar, eins og víðar um bæinn, ægði öllu saman: hitaveituskurðum langtímunum saman, stóraukinni umferð manna og bíla og alhliða návist þessa er: lenda hers, sem í landinu var. í þessari kös ólust reykvísk böm upp á þessum ámm. Við Gunnar bjugg- um nánast í miðbænum og því fór fátt fram hjá okkur. Hann var snemma bráðger, athugull, þrek- mikill og atorkusamur. Hann fór gjaman fyrir okkur frændum og líkaði betur ef hann fékk sínu fram- gengt. Pabbi hans hafði með höndum umfangsmikinn veitinga- rekstur í Kaffivagninum við Reykjavíkurhöfn og þar vomm við frændsystkin gjama með annan fótinn. Gunnar var þar fremstur í flokki og var harðduglegur við hlið pabba síns. Á sunnudagsmorgnum reyndum við að vakna nógu snemma til að komast í sunnudaga- skóla sr. Friðriks í KFUM eða til sr. Áma í Fríkirkjuni. Það gekk að vísu brösulega. Þannig var nóg að starfa og ærið að sýsla. Þessi ár em ógleymanleg. Gunnar var ekki gamall þegar sú stúlka varð á vegi hans, sem hann kvæntist síðar. Þau Guðrún Einarsdóttir kynntust í gagnfræða- skóla og eftir það var leiðin ein og hin sama. Þau gengu í hjónaband hinn 11. febrúar 1956 og stofnuðu heimili sitt í húsi foreldra hennar, Einars Hjörleifssonar og Helgu Sveinbjömsdóttur, á Hringbraut 24 hér í borg. Er þau bjuggu þar fædd- ust dætur þeirra, Helga Kristín og Kristín Valgerður, sem nú em báð- ar vaxnar úr grasi. Helga er kennari að mennt og starfar við Valhúsa- skóla en Kristín lýkur senn námi í hjúkmnarfræðum. Þessi fjölskylda hefur alla tíð verið afar samhent, jafnt í smáu sem stóm, og góður andi ríkt á heimilinu. Þegar íbúðin á Hringbraut 24 var orðin of lítil réðust þau hjón í kaup á íbúð á Lindarbraut 14 árið 1965. Árið 1977 reistu þau sér glæsilegt ein- býlishús á Lindarbraut 35, Seltjarn- amesi. Gunnar vann stöðugt við að auka það og bæta, innanhúss og utan, svo að það hentaði fjölskyld- unni í hvívetna sem allra bezt. Eftir að Gunnar lauk skyldunámi var hann í fyrstu óráðinn í hvert lífsstarfið skyldi vera. Stundaði hann þá ýmis störf, sem til féllu, m.a. var hann til sjós, bæði á strandferðaskipum og togurum. Og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.