Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 40
4o MORGUNBLÁÐIÐ, FIMMTUDAGÚR il. SEPTEMBER 1986 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Rafvirkjar Smith og Norland, Nóatúni 4, vill ráða starfsmenn til sölustarfa, sem fyrst. Skilyrði að viðkomandi séu rafvirkjar að mennt. Leitað er að reglusömum, áhugasömum og snyrtilegum aðilum með þjónustulund. Góð framtíðarstörf. Uppl. á skrifstofu. Eigin- handarumsóknir, er tilgreini aldur og fyrri störf, sendist okkur sem fyrst. Qiðnt TÓNSSON RÁÐCJÖF fr RÁÐNl NCARÞJÓN USTA TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322 (LYSI) Starfsfólk óskast Lýsi hf. óskar að ráða menn til almennra verksmiðjustarfa ásamt starfskrafti í pökkun. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrsL Upplýsignar veitri verkstjóri (ekki í síma) að Grandavegi 42. Halló, halló fóstrur og annað gott fólk, okkur á Seltjarnar- nesinu bráðvantar fólk til starfa og leikja með börnunum á Sólbrekku. Störfin eru á nýrri dagheimilisdeild og nýrri leikskóladeild. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 611961 og 612237. ^H^Búningasaumur Starfsmann vantar nú þegar á saumastofu Þjóðleikhússins. í starfinu felst búninga- saumur fyrir konur og karla, ásamt fleiru. Reynsla í alhliða saumaskap áskilin. Ráðningarkjör eru samkvæmt kjarasamningi BSRB og fjármálaráðherra. Nánari upplýsing- ar eru veittar í Þjóðleikhúsinu, Hverfisgötu 19, sími 1-12-04, en umsóknum ber að skila þangað á sérstökum eyðublöðum fyrir 18. september. Þjóöieikhússtjóri. 1 15 80 Vegna mjög mikillar vinnu getum við enn bætt við nokkrum greiðabílum. Upplýsingar veitir stöðvarstjóri í Hafnar- stræti 2. Veitingahús óskar eftir þjóni eða vönu starfsfólki í sal. Einnig fólki í eldhús. Upplýsingar í síma 24630 á milli kl. 14-18 næstu daga. Orcífinn af /Wonte Christo_ LAUGAVEGI 11 SIMI 24630 Nýja flugstöðin Verkamenn óskast til starfa við nýju flugstöð- ina á Keflavíkurflugvelli. Upplýsingar í síma 92-4755. HAGVIRKI HF VERKTAKAR VERKHÖNNUN Seyðisfjörður Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið á Seyðisfirði. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 2129 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík í síma 91-83033. Smurstöð — framtíðaratvinna Hekla hf. vill ráða áhugasamann mann á smurstöð fyrir bíla. Helst vanan, en aðrir vandvirkir koma einnig til greina. Góð, björt og hreinleg vinnuaðstaða. Samviskusemi, reglusemi og stundvísi er áskilin. Upplýsingar gefur Jón C. Sigurðsson, smur- stöð Heklu. HF 695500. Er þjónustustarf fyrir þig? Við leitum að duglegu aðstoðarfólki í veitingasali okkar. Um er að ræða fullt starf. Getum einnig bætt við okkur framleiðslu- nemum. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband við veitingastjóra á milli kl. 13.00 og 16.00 í dag og næstu daga. Hótel Borg. Óskum að ráða dugmikinn starfsmann til alhliða afgreiðslustarfa í verslun okkar. Viðkomandi þyrfti að hafa reynslu í af- greiðslu- og sölustörfum og vera á aldrinum 20-35 ára. Réttur maður getur fengið góð laun. Hafið samband við skrifstofuna frá kl. Tækniteiknari óskast á verkfræðistofu frá næstu mánaðamótum. Upplýsingar á skrifstofunni í símum 17045 og 15945. Verkfræðiþjónusta Guömundar Óskarssonar Laugavegi 18, Reykjavík Framkvæmdastjóri Óskum að ráða framkvæmdastjóra til starfa hjá útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki á Norður- landi. Starfssvið: Dagleg stjórnun, fjármálastýring, áætlanagerð, frágangur bókhaldsgagna til vinnslu hjá endurskoðanda. Skipulagning hrá- efnisöflunar og vinnslu í samráði við verkstjóra, útgerðarstjórn og annað sem tilheyrir rekstri meðalstórs fyrirtæki þessarar tegundar. Við lertum að stjórnsömum og ákveðnum manni, æskilegt að viðkomandi hafi reynslu að stjórnun sambærilegs fyrirtækis. Menntun í útgerðartækni eða fiskvinnslu kæmi sér vel. Starfið er laust 1. október nk, Húsnæði til staðar. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar: „Framkvæmdarstjóri — N“ fyrir 20. sept. nk. Hagvangurhf RÁÐNINCARÞJÓNUSTA GRENSÁSVEGI 13, 108 REYKJAVÍK Sími: 83666 HSundahöfn - ______Sundahöfn Eimskip óskar eftir að ráða starfsmenn til framtíðarstarfa í vöruafgreiðslu félagsins í Sundahöfn. Við leitum að: - starfsmönnum til almennra starfa - lyftaramönnum - starfsmönnum í frystigeymslu Við bjóðum bæði hefðbundinn vinnutíma og vaktavinnu. Allar nánari upplýsingar um vinnutilhögun, starfsaðstöðu og starfskjör eru veittar í stjórnstöð vöruafgreiðslu sími 27100 dag- lega á milli kl. 10.00 og 12.00. Umsóknareyðublöð liggja frammi á sama stað og auk þess í starfsmannahaldi Póst- hússtræti 2. Starfsmannahald. Rafeindavirkjar Okkur vantar tvo rafeindavirkja til almennrar viðgerðavinnu á radíóverkstæði og viðgerða- rvinnu og þjónustu á siglingatækjum. Upplýsingar gefur Guðjón Bjarnason í síma 94-3092, heimasími 94-3703. Hárgreiðslusveinn óskast til starfa hálfan daginn á hárgreiðslu- stofu. Góð laun í boði. Hárgreiðslustofan Aþena Leirubakka 36, sími 72053. Innflutningur Starf óskast Ég er 30 ára karlmaður með staðgóða og víðtæka þekkingu á tollamálum og innflutn- ingi. Hef 10 ára reynslu í skrifstofustörfum og félagsmálum. Vil gjarnan vinna hjá eld- hressu og drífandi fyrirtæki. Fyrirspurnir með nauðsynlegustu upplýsingum leggist inn á augldeild. Mbl. í síðasta lagi 19. sept. merkt- ar: „Víðsýni — 5991“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.