Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 53
starfs á vinnustað. Yfir þeim öllum
er heiðríkja.
Fyrir hönd bekkjarsystkina og
stúdenta frá MR árið 1947 vil ég
færa honum þakkir fyrir samfylgd-
ina, jafnframt því sem við sendum
Láru og fjölskyldu hans innilegar
samúðarkveðjur. Lára og Hafsteinn
létu sig aldrei vanta á bekkjarkvöld-
in, sem við höfum haldið með
reglulegu millibili, og lögðu sitt af
mörkum til að gera þau eftirminni-
leg.
Fyrir hönd bankaráðs og banka-
stjómar Verzlunarbankans vil ég
færa fram þakkir fyrir dygga þjón-
ustu og sérstaklega vel unnin störf
á undanfömum ámm. Síðustu daga
hefi ég vel fundið þann hlýhug sem
viðskiptamenn bankans og sam-
starfsmenn bám til Hafsteins, og
hver söknuður er við hið sviplega
fráfall hans. Em eiginkonu hans,
börnum og fjölskyldu sendar hug-
heilar samúðarkveðjur.
Góður drengur er genginn langt
fyrir aldur fram. Ég veit að hans
er sárt saknað af þeim fjölmörgu,
er honum kynntust á lífsleiðinni.
En ástvinum hans er það huggun
í þeirra miklu sorg að bjart er yfir
minningu hans.
Blessuð veri minning Hafsteins
Sigurðssonar.
Höskuldur Ólafsson
í dag er til moldar borinn Haf-
steinn Sigurðsson, hæstaréttarlög-
maður í Reykjavík. Mig langar að
minnast þessa nágranna míns og
vinar nokkmm orðum.
Hafsteinn fæddist í Reykjavík þ.
17. ágúst 1926 og varð því rúmlega
sextugur að aldri. Foreldrar hans
vom hjónin Ragnheiður Sara Þor-
steinsdóttir og Sigurður Z.
Guðmundsson og bjuggu þau lengst
af á Mímisvegi 4 í Reykjavík. Þau
hjón ráku Sokkabúðina á Lauga-
veginum og var það þekkt verslun
á sínum tíma.
Hafsteinn varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1947
og lauk embættisprófi frá lagadeild
Háskóla íslands 1953. Hafsteinn
rak lengi lögfræðiskrifstofu í
Reykjavík, var framkvæmdastjóri
Félags ísl. stórkaupmanna um ell-
efu ára skeið, en frá 1969 var hann
aðallögfræðingur Verslunarbanka
íslands og gegndi því starfi til
dauðadags.
Hafsteinn ólst upp á Mímisvegi
4 og þar bjó hann þar til fyrir tæp-
um tveimur ámm að hann flutti í
nýtt hús, sem þau hjónin byggðu
sér að Stigahlíð 54 í Reykjavík. Við
Hafsteinn vomm því lengst af ná-
grannar, bjuggum hvor sínu megin
við Mímisveginn. Með okkur og fjöl-
skyldum okkar tókst vinátta og
sennilega meiri en tíðkast milli ná-
granna. Það þakka ég fyrst og
fremst hinum frábæm eiginleikum
Hafsteins, sem lýstu sér í hjálpsemi
og greiðvikni og glaðværð í um-
gengni við annað fólk.
Það fór ekkert á milli mála í all
mörg undanfarin ár að Hafsteinn
gekk ekki heill til skógar. Var hann
greinilega oft sárþjáður. Aldrei
brást það þó þegar fundum bar
saman á götunni að hann ætti ekki
hressileg gleðiorð til að miðla
manni. Eðli hans og öll framkoma
var þannig að hann varpaði sér-
stakri birtu á umhverfí sitt.
Fyrir mörgum ámm byggði Haf-
steinn sér sumarhús við Langá í
Mýrarsýslu, en hann hafði fest kaup
á jörðinni Stangarholti ásamt bróð-
ur sínum. Þar hafði hann rétt til
MORGUNBLÁÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986
laxveiða. Á þessum stað undi Haf-
steinn sér greinilega best. Hann
stóð í miklum framkvæmdum,
byggði vegi og flugvöll, lagfærði
veiðistaði í ánni og bjó til nýja og
fegraði allt umhverfið sem best
hann gat. Þeir sem áttu þess kost
að heimsækja þau hjón þangað
fundu að þar var Hafsteinn í essinu
sínu. Öllum leið vel sem þangað
komu, enda þau hjón einstaklega
samhent við að taka á móti gestum
af frábærri rausn og gestrisni.
Eftir að Hafsteinn og Lára fluttu
af Mímisveginum fyrir tæpum
tveimur ámm fækkaði fundunum.
Við söknuðum þeirra úr götunni.
Þannig stóð hinsvegar á í sl. viku
að þau Hafsteinn og Lára höfðu
boðið okkur Sonju ásamt sameigin-
legum vinum að heimsækja sig í
sumarhúsið við Langá, eiga með
þeim kvöldstund og renna fyrir lax
daginn eftir. Við hlökkuðum til end-
urfundanna. Nokkmm klukkutím-
um áður en leggja átti af stað
hringdi síminn: Hafsteinn hafði orð-
ið bráðkvaddur nóttina áður.
Þannig slitnaði sá þráður.
Kvöldið áður en hann andaðist
var Hafsteinn með veiðistöngina á
bökkum Langár í fallegri síðsumar-
sól. Hans síðustu spor vom því á
þeim stað sem hann unni mest, í
faðmi íslenskrar náttúm eins og
hún getur fegurst orðið.
Árið 1950 gengu þau í hjónaband
Hafsteinn og eftirlifandi kona hans
Lára Hansdóttir. Þau eignuðust
þijú börn: Ragnheiði Söm, flug-
freyju, sem gift er Ingva Hrafni
Jónssyni, Kristin Má, sem lengi
hefur búið að heimilinu á Tjalda-
nesi í Mosfellssveit, og Ólöfu Lám,
flugfreyju, sem býr í foreldrahús-
um. Við Sonja sendum Lám og
fjölskyldunni allri okkar innilegustu
samúðarkveðjur;
Birgir ísl. Gunnarsson
I dag verður til moldar borinn
vinur minn og skólabróðir, Haf-
steinn Sigurðsson lögfræðingur,
sem andaðist 3. þessa mánaðar.
Er þá enn höggvið skarð í þann hóp
stúdenta, sem útskrifuðust frá MR
vorið 1947 og munu halda upp á
40 ára afmæli sitt á næsta ári.
Hér verður ekki rakin ætt eða
æviferill Hafsteins, aðrir munu
verða til þess.
Hinsvegar vil ég fyrir hönd skjól-
stæðinga minna hér á Tjaldanesi
flytja Hafsteini og konu hans Lám
Hansdóttur, þakkir fyrir brautryðj-
andastarf þeirra hér, en þau stofn-
uðu þetta heimili ásamt öðm góðu
fólki og létu sér ætíð mjög annt
um velferð þess.
Við sem hér stöndum þökkum
þeim hjónum hið ágætasta samstarf
og vottum frú Lám, dætmm, syni,
svo og öðmm vandamönnum inni-
lega samúð.
Birgir Finnsson,
Tjaldanesi.
I dag fer fram útför Hafsteins
Sigurðssonar hæstaréttarlög-
manns.
Við Hafsteinn kynntumst fyrst
fyrir sex og hálfu ári þegar ég hóf
störf hjá Verzlunarbankanum, en á
þessum stutta tíma tókst með okk-
ur vinátta og gagnkvæmur trúnað-
ur.
Hafsteinn var hrókur alls fagnað-
ar hvar sem hann kom, enda sérlega
gamansamur og síkátur.
Við gerðum oft að gamni okkar
og ætíð kom ég glaðlegri og léttari
í spori eftir samvem með honum á
skrifstofu hans eða í kaffítíma.
Ekki var allt spaug sem á milli
okkar fór. Við leituðum ráða hvor
hjá öðrum og bárum saman bækur
okkar innan bankans og utan.
Hafsteinn tók mér sem jafningja
þrátt fyrir dtjúgan aldursmun. Það
sjaldgæfa viðmót var mér og er
mikils virði.
Ótal kostir prýddu persónuleika
Hafsteins. Hann var stórhuga,
bjartsýnn og óbanginn við að hrinda
áhugamálum sínum í framkvæmd.
Um fímmtugt tók hann einkaflug-
mannspróf og flaug víða um landið
á eigin vél í nokkur ár meðan heilsa
hans leyfði. Hann var áhugasamur
um mannlíf, umhverfi og náttúru
og ferðaðist víða, innanlands sem
utan.
Örfáum dögum fyrir andlát sitt
sagði hann mér frá því að þau hjón-
in hefðu ekið hringveginn með
viðkomu víða. Hann ljómaði þegar
hann lýsti ferðinni og fegurð lands-
ins.
Hinn 3. þessa mánaðar varð
Hafsteinn bráðkvaddur aðeins sex-
tugur að aldri. Söknuður er sár.
Megi guð blessa minningu Haf-
steins Sigurðssonar. Ég votta frú
Láru Hansdóttur og fjölskyldu mína
dýpstu samúð.
Hallgrímur Ólafsson
I dag er til grafar borinn vinur
minn Hafsteinn Sigurðsson, hæsta-
réttarlögmaður.
Leiðir okkar Hafsteins lágu fyrst
saman fyrir um 30 árum, í gegnum
störf okkar, en Hafsteinn vann þá
á lögmannsskrifstofu, sem hann
setti á stofn ásamt Einari Ásmunds-
syni. Brátt tókust með okkur
hjónunum mikill vinskapur, sem
jókst og styrktist með hveiju árinu.
Við fjölskyldan fylgdumst með
hvernig ævintýraheimur Hafsteins
og Láru reis við bakka Langár í
Borgarfírði, í landi Stangarholts.
Fjölskyldan var með eindæmum
samhent við að byggja bústaðinn
Bræðrasel, sem við vorum svo
gæfurík að mega njóta með þeim
í gegnum árin.
Dugnaðurinn og krafturinn í
þeim hjónum, dætrunum Ragnheiði
Söru og Lóu Láru, var öllum ljós,
og einnig í syninum Kristni Má, sem
oft kom um helgar og tók sér störf
við sitt hæfí. Vegir voru lagðir, svo
kílómetrum skipti, hyljir og breiður
búnar til í ánni-og glæsilegur bú-
staður reistur. Einnig hjálpaði
Hafsteinn vinum sínum við að
byggja laxastiga við Sveðju.
Fyrir nokkrum árum fékk Haf-
steinn mikinn áhuga á flugi og
lærði að fljúga, rúmlega fimmtugur
að aldri. Hann byggði þá flugbraut
á landareigninni við Langá sem oft
kom í góðar þarfír. Allt sem þessi
fjölskylda tók sér fyrir hendur var
gert eins vel og vandlega og frek-
ast var unnt.
Þeir sem áttu því láni að fagna
að heimsækja þau hjónin í Bræðra-
sel, helgina sem Hafsteinn varð
sextugur, þann 17. ágúst sl., munu
seint gleyma þeirri gestrisni og
þeim höfðingsskap er þar ríkti. Það
var sannkallað afmæli ársins.
Hjónin reyndust líka fleirum vel
en vinum sínum, því fyrir um 25
árum tóku þau höndum saman með
nokkrum öðrum foreldrum og létu
reisa vistheimili í Mosfellssveit fyrir
vangefna drengi, sem hlaut nafnið
Tjaldanes. Þar hefur sonur þeirra
Kristinn dvalið í mörg ár og unað
vel, enda aðbúnaður þar allur til
fyrirmyndar.
Ævistarf Hafsteins sem lög-
manns var heilladijúgt. Hann var
Minning:
Fæddur 26. júlí 1922
Dáinn 2. september 1986
I dag kveð ég góðan vin minn
og tengdaföður, Þorbjöm Jónsson
frá Hafnarhólmi, sem jarðsunginn
verður í dag frá Langholtskirkju.
Hann var sonur hjónanna Guð-
bjargar Gestsdóttur og Jóns
Konráðssonar frá Hafnarhólmi í
Steingrímsfirði. Eftirlifandi kona
hans er Aðalbjörg Sigurðardóttir
sem einnig er frá Hafnarhólmi og
eignuðust þau 13 börn, sem öll eru
á lífi.
Ég kynntist Þorbimi eftir að ég
kynntist konu minni Kristjönu
haustið 1979.
Þegar litið er til baka koma
margar góðar minningar upp í hug-
ann, því oft fórum við tveir saman
í bíltúra út fyrir bæinn, sem hann
hafði yndi af því hann var mikið
náttúrubam, og sátum þá oft á
ákaflega vandvirkur og góðviljaður
og leitaðist ávallt við að koma á
sáttum á milli deiluaðila. Hann var
afkastamikill með afbrigðum og
mikils metinn af samstarfsfólki
sínu.
Hafsteinn átti við sykursýki að
etja og sótti hún að honum hin
síðari ár og fór þá heilsu hans nokk-
uð hrakandi. Hann var þó hinn
brattasti síðustu daga og óraði okk-
ur ekki fyrir því að helgin fyrir
rúmri viku yrði sú síðasta er við
nytum samvista við hann.
Það var mikið lán okkar allra í
fjölskyldunni að hafa fengið að
kjmnast Hafsteini og fjölskyldu
hans og eiga þau sem vini. Við biðj-
um Guð að styrkja þau í sinni sorg.
Ólafur Ó. Johnson
Við vorum æskuglöð og söngvin
stúdentssystkinin frá MR 1947.
Hafsteinn Sigurðsson, Haddi, var í
þessum hópi og lagði sinn skerf
fram í því að gera þá góðu daga
litríka.
Við komum oft í hús foreldra
Hadda á Mímisvegi 4. Ragnheiður
Sara Þorsteinsdóttir og Sigurður
Z. Guðmundsson gleymast ekki vin-
um Hadda. Við nutum oft gestrisni
þeirra og höfðingslundar á þessum
heiðríkjudögum æskunnar.
Áföngum sem náðust á náms-
brautinni var fagnað, vináttubönd
knýttust. Vináttuböndin sem tengj-
ast milli ungmenna eru oftast ofín
þeim gullnu þráðum sem aldrei
bresta.
Sjaldnast eignast menn síðar á
ævinni jafn einlæga vini og þá sem
æskuárin gefa. Þá skapast vinátta
fyrir það að sál fellur að sál, þar
að baki er ekki yfírskin eða hags-
munasjónarmið.
Við áttum brekku eftir að loknu
stúdentsprófí. Saman lögðum við á
brattann nokkrir stúdentsbræður
og vinir og að nokkrum árum liðn-
um lukum við prófí frá Háskóla
Islands sem candidati juris.
Haddi stóð ekki einn þá. Að hlið
hans var löngu komin góð og heill-
andi stúlka, Lára Hansdóttir, sem
eftir það vék aldrei frá hlið hans
til hinsta dags.
Þau giftu sig og stofnuðu heim-
ili árið 1950.
Böm þeirra eru þijú, dætumar
Ragnheiður Sara og Ölöf Lára og
sonurinn Kristinn Már.
Haddi hóf þegar eftir lagapróf
störf þar sem menntun hans nýttist.
Hann var lengi lögfræðingur
Félags íslenskra stórkaupmanna og
enn lengur lögfræðingur Verzlunar-
banka Islands, auk þess að sinna
umfangsmiklum lögfræðistörfum
fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Hann vann til allra réttinda sem
málflutningsmenn geta öðlast og
varð Hæstaréttarlögmaður 1965.
Hafsteinn sinnti lögmannsskyld-
þúfu, tuggðum strá og töluðum um
lífíð og tilveruna og létum okkur
líða vel, og eru þetta mér ógleyman-
legar minningar. Þorbjöm var
frekar dulur maður og flíkaði ekki
tilfínningum sínum en hann hafði
góðan og skemmtilegan húmor sem
ekki áttu allir aðgang að. Gerði
hann góðlátlegt grín að mér eins
og þegar hann manaði mig til að
keyra inn í snjóskafl upp við Hafra-
vatn og auðvitað festi ég bílinn, hló
hann mikið þegar ég þurfti að fara
út og moka bílinn upp, en allt var
það í góðu eins og endranær.
Síðustu tvö árin hallaði mjög undan
fæti hjá honum hvað varðar heils-
una og átti hann erfítt með að
sætta sig við þverrandi kraft, því
hann var af þeirri kynslóð sem
þekkir aðeins vinnusemi og elju.
Þorbjörn var maður sem sinnti
starfí sínu af trúmennsku og dugn-
aði þótt hann gengi ekki heill til
skógar, og hversu þjáður sem hann
53
um sínum af stakri alúð, hann *
vandaði undirbúning mála og máls-
meðferð þannig að til fyrirmyndar
var.
Hadda var ekki nóg að skila
starfi sem skyldan bauð, viljinn og
orkan leyfðu meira.
Kristinn sonur hans þurfti meiri
umhyggju heldur en þau böm sem
fá fullan þroska. Hafsteinn og Lára'
áttu hlut að stofnun samtaka for-
eldra þroskaheftra baraa. Á því
sviði unnu þau með fleira fómfúsu
fólki mikið starf og vistheimilið að
Tjaldanesi í Mosfellssveit í Mosfells-
sveit er árangur af því starfi.
Þjóðin öll stendur í þakkarskuld
við Hafstein og Lám og aðra fmm-
heija sem stuðluðu að auknum
skilningi á þörfum þroskaheftra og
bættu aðstöðu þeirra í samtíð og
framtíð.
Faðir Hafsteins var slyngur veiði-
maður sem stundaði á hveiju sumr ^
laxveiðar í Borgarfírði, einkum i
Grímsá. Þar lærði Haddi að beita
agni fyrir físk og hann varð slyng-
ur veiðimaður. Ætíð frá þeim
dögum heillaði laxveiði Hadda
meira en annað sem ftjálsar stund-
ir og útilíf gefa.
Hann eignaðist með bróður
sínum jörðina Stangarholt í Borgar-
hreppi sem á land að Langá. Við
það urðu á ýmsan hátt þáttaskil í
lífi hans.
Hann hófst handa með fleiri land-
eigendum við Langá um miklar
framkvæmdir til að auka laxgengd
í ána og að gera svæði fískgeng,
þar sem lax hafði ekki áður kom-
ist. Góðir sigrar unnust við þær '
framkvæmdir.
Haddi byggði sér bústað á bökk-
um árinnar löngu þar sem mátti
nema nið hennar. Þar varð hans
helgireitur, þar undu þau Lára og
börnin sér betur en á nokkrum öðr-
um stað.
En Haddi vildi ekki njótagleðinn-
ar einn. Að Langá stefndi hann
vinum sínum og bauð þeim að veiða
sem það vildu. Sumir fögnuðu feng
en aðrir að eiga stundir með Hadda
á árbakkanum, njóta friðar og feg- ’
urðar fjallanna og horfa á silfraðan
konung árinnar stikla strengi og
flúðir upp í mót á nýjar slóðir sem
opnast höfðu.
Þarna fagnaði Haddi, fjölskylda
hans og nokkrir vinir sextugsaf-
mæli hans í síðasta mánuði. Við
sungum glöð um góðra vina fund
og „að ijúfa hvergi tryggð né vinar-
koss“. Söngur okkar hljóðnaði inn
í nið árinnar sem stöðugt ómar.
Við nið árinnar sinnar sofnaði
Haddi svefninum langa nokkrum
dögum síðar.
Nú berst vinur okkar „burt á
tímans straumi“, en vinum hans,
sem eftir standa, verður minningin
um Hadda sá sólskinsblettur í heiði -*
sem léttir treganna
Sveinbjörn Dagfinnsson
var, var brosið hans alltaf jafn ein-
lægt.
Kærum vini og tengdaföður flyt
ég hjartans þökk fyrir samfylgdina
og allar þær stundir er við áttum
saman.
Ég kveð Þorbjöm minn með orð- ’v
um Kahlil Gibran:
„Og hvað er að hætta að draga andann
annað en að frelsa hann frá friðlausum
öldum lífsins, svo að hann geti risið
upp i mætti sínum og ófjötraður
leitað á fund Guðs síns?“
Halli
Þorbjörn Jónsson
frá Hafnarhólmi