Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986 „Leppamir“ fmmsýnd í Laugarásbíói BANDARÍSKA kvikmyndin „Lepparnir" (Critters) verður frumsýnd í Laugarásbíói í dag, fimmtudag. Kvikmynd þessi var frumsýnd í Bandarikjunum i mars síðastliðnum og var á „topp 10“-listanum yfir vinsælustu kvikmyndimar fyrstu fimm vik- uraar. Söguþráður myndarinnar er í stuttu máli sá, að öllum illvígustu kvikindum geimsins hefur verið búið fangelsi á stjömu í fjarlægu sólkerfí. Dag einn tekst nokkrum leppum að sleppa og stela full- komnu geimfari, sem þeir stefna beint til jarðar. Með aðalhlutverk í myndinni fara þau M. Emmet Walsh og Dee Wallace Stone. Leik- stjóri er Stephen Herek. Morgunbladið/Davíð Pétursson Bílaleigubifreið japanska ferða- mannsins. Umferðaróhapp á Borgarfjarðarbraut Grund. UMFERÐARÓHAPP varð á Borgarfjarðarbraut fyrir sunnan Skorradalsvatn á mánudag, þeg- ar japanskur ferðamaður missti stjóm á bílaleigubil, sem hann ók. Japaninn hafði komið gagngert til íslands til þess að heimsækja Reykholt, líta Snorralaug og Snorragöng eigin augum, en hann er unnandi ritverka Snorra Sturlu- sonar; prófessor í engilsaxneskum og norrænum fræðum. í veltunni meiddist Japaninn á hendi, svo að fara varð með hann á heilsugæslustöðina í Borgamesi og var gert að sárum hans. Að því loknu var ekið með manninn í Reyk- holt, þar sem sr. Geir Waage tók við honum, fræddi hann um staðinn og sýndi honum það sem þar er að sjá, kom honum síðan aftur til Borg- amess, þar sem hann tók áætlun- arbíl til Reykjavíkur. Komst hann því, þrátt fyrir þetta ævintýri, með áætlunarflugi til London á þriðju- dag. D.P. Þvottavélar og þurrkarar .eins og hlutirnir gerast bestir: Árangur náinnar samvinnu sænsku neytendastofnunarinnar KONSUMENTVERKET, textilrannsóknastofnunarinnar TEFO og tæknirisans ASEA. Nýsköpun sem fær hæstu einkunnir á upplýstasta og kröfuharðasta markaði heims fyrir árangur, taumeðferð og rekstrarhagkvæmni. ASEA CYLINDA tauþurrkari Skynjar sjálfur hvenær tauið er þurrt, en þú getur líka stillt á tíma. 114 lítra tromla, sú stærsta á markaðin- um. Pað þarf nefnilega 2,5 sinnum stærri tromlu til að þurrka í en til að þvo i. Tekur því úr þvottavélinni í einu lagi. Mikið tromlurými og kröftugt útsog í stað innblásturs stytta þurrktíma, spara rafmagn og leyfa allt að 8m barka. Neytendarannsóknir sýna að tauið slitnar ekki né hleypur í þurrkaranum, heldur losnar aðeins um lóna af notkunarslitinu. Pað er kostur, ekki síst fyrir of næmisfólk. Sparar tíma, snúrupláss og strauningu. Tauið verður mjúkt, þjált og slétt, og æ fleiri efni eru gerð fyrir þurrkara. Getur staðið á gólfi eða ofan á þvottavél- ASEA CYUNDA þvottavélar bvo best, skola best, vinda best, fara best með tauið, nota minnst rafmagn. Vottorð upp á það. Gerðar til að endast, og í búðinni bjóðum við þér að skyggnast undir glæsilegt yfirborðið, því þar er ekki síður að finna muninn sem máli skiptir: trausta og stöðuga undirstöðu, vöggu á dempurum í stað gormaupphengju, ekta sænskt ryðfrítt krómnikkelstál, SKF-kúlulegur á 35 mm öxli, jafnvægisklossa úr járni í stað sandpoka eða brothætts steins o.fl. Athyglisverð er líka 5-laga ryð-og rispu- vörn, hosulaus taulúga, hreinsilúga, grófsía, sápusparnaðarkerfi með lyktar- og hljóðgildru, stjórnkerfi með framtíð- arsýn og fjölhraða lotuvinding upp í 1100 snúninga. ASEA CYLINDA er nú eini framleiðandi heimilisþvottavéla á Norðurlöndum. Með stóraukinni framleiðslu og tollalækkun er verðið hagstætt. Og víst er, að gæðin borga sig, STRAX vegna betri og ódýrari þvottar, SlÐAR betri endingar. /Fonix HÁTÚNI6A SfMI (91)24420 Jarðskjálftar, jökulhlaup og gufusprengingar Leitað skýringa á duttlungum náttúrunnar -DUTTLUNGAR náttúruafl- anna hafa verið fréttaefni undanfarnar vikur. Jarð- skjálftar gengu yfir Suður- land og Reykjanes I lok síðasta mánaðar. Jökulhlaup hafa orðið i Súlu og Gígju, og Skeiðarárhlaup, sem tal- ið er það stærsta síðan á sjötta áratugnum, náði há- marki um síðustu helgi. Jarðfræðingar rannsaka hvað sé að gerast við Kötlu, í Landmannalaugum og í Heklu. Biaðamaður leitaði skýringa á þessum fyrirbær- um hjá vísindamönnum, og spurði þá m.a. hvort eitt- hvert samhengi væri á milli þeirra. Voru þeir sammála um að hending réði því að þau bæri öll upp á sama tíma. Þau eru fyrst og fremst vísbending um að landið er jarðfræðilega virkt og síður en svo dautt úr ölluin æðum. Líkur á skjálfta ekki minni Margir íbúar á Suðurlandi hrukku upp úr fasta svefni við jarð- skjálfta aðfaranótt 26. ágúst sl. Landið skalf alla nóttina og mæld- ist sterkasti skjálftinn tæp 4 stig á Richter-kvarða. Ekki hefur orðið vart jarðhræringa á þessu svæði að undanfömu, en margir spyrja sig hvort þetta sé kannski fyrir- boði Suðurlandsskjálfta. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, §agði að mjög erfítt væri að draga ályktanir af þessum jarðslq'álftum. Þeir gætu verið forleikur stærri skjálfta, hinsvegar yrðu smá- skjálftar á þessu svæði alltaf á nokkurra ára fresti. Páll vildi einn- ig leiðrétta þann miskilning að litlir skjálftar drægju úr spennu og minnkuðu líkumar á stómm Suðurlandsskjálfta. Sagði hann að til þess þyrfti miklu stærri jarð- skjálfta, sennilega um 6-7 stig á Richter-kvarða. Að sögn Páls byijaði skjálfta- hrina á nokkmm stöðum sunnan- og suðvestanlands þann 24. ágúst. Kippir mældust á Hengilssvæðinu, í Mýrdalsjökli, á Reykjanesi og í Vestmannaeyjum. Einnig varð vart lítilla skjálfta, 1-2 stiga á Richter- kvarða, á Torfajökulssvæðinu. Varir sú hrina enn. Tveimur dögum síðar fundust snarpari jarðskjálftar á Suðurlandi, og áttu þeir sér upp- tök á mótum Holta og Lands í Rangárvallasýslu. Þessir skjálftar eiga sér sameig- inlega orsök. Þá má rekja til samhangandi hreyfínga á jarð- skorpuplötum. Sem kunnugt er liggur Atlantshafshryggurinn þvert í gegnum landið. Þar mætast tveir stórir „flekar", sem era að færast í sundur vegna landreks. Á Suðurlandi núast flekamir hins- vegar saman, og hleðst þá upp spenna sem losnar í jarðskjálftum. Um sama leyti og skjálftahrinan gekk yfír Suðurland undir lok ágústmánaðar fór að bera á jarð- hræringum í nágrenni Ljótapolls, rétt norðan við Landmannalaugar. Að sögn Páls em þetta „lágtíðni- skjálftar" sem alla jafna em taldir fylgja eldsumbrotum. Skjálfta- virkni á þessu svæði varir enn, en undanfama daga hafa skjálftamir minnkað nokkuð. Hverir bæta í sig Vegna jarðhræringanna í norð- urjaðri Torfajökulssvæðisins fóm þeir Karl Grönvold, jarðeðlisfræð- ingur hjá Norrænu eldfjallastöð- inni, og Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur á Orkustofnun, í leiðangur að Landmannalaugum. Gengu þeir úr skugga um hvort einhveijar breytingar hefðu orðið á hverasvæðinu. Svo virtist ekki vera, engir hverir höfðu bæst í hópinn eða horfíð. Þó mátti merkja breytingar á einstökum hvemm sem höfðu heldur sótt í sig veðrið. „í sjálfu sér er það ekki merki- legt, því hverir em alltaf að breyta sér, minnkar þá í þeim eða bætist við,“ sagði Karl. Karl sagði að Torfajökulssvæðið og Landmannalaugar væm mesta háhitasvæðið á landinu, bæði að stærð og magni. Síðast gaus á þessu svæði um 1500. „Þama er mikil virkni í jörðu. Ég held að enginn yrði undrandi þótt gysi á þessum stað í náinni framtíð," sagði Karl. Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli Helgi Bjömsson, jarðeðlisfræð- ingur við Raunvísindastofnun Háskólans, hefur að undanfömu fylgst náið með tveimur sigkötlum í Mýrdalsjökli. Talið er að þeir hafí myndast vegna jarðhita djúpt í iðmm hans. Þegar jarðhitinn bræðir ís undir jöklinum rennur bræðsluvatnið burt. Það gerist annaðhvort jafn óðum eða vatnið safnast fyrir undir katlinum og rennur skyndilega burt í jökul- hlaupi. Þá sígur ísinn og dæld myndast í yfírborð jökulsins. Ann- ar sigkatlanna er nálægt þeim stað þar sem Kötlugos varð árið 1918, og sigdæld myndaðist við jökul- haup í Múlakvísl í júní 1955. Hinn sigketillinn er vestar, í beinni stefnu að Eyjafjallajökli. Um miðjan ágúst á þessu ári veittu menn því athygli að vatn hafði safnast í báðar dældimar. Þá vaknaði sú spuming hvort jarð- hitinn væri farinn að bræða sér leið alla leið upp að yfírborði jökuls- ins og þama sæist í toppinn á RVALS VARA' BmÉtau ver igar í símaí621566 Og nú erum við í Borgartúni 28 BJORNINN HF Borgartún 28 — sími 621566 Reykjavík Helstu rétt- ir í haust FYRSTU réttir haustsins eru búnar og tvær næstu vikur verða þær hverjar á fætur öðrum. Rétt- ir í nágrenni Reykjavíkur, svo sem Kaldárréttir við Hafnar- fjörð, Fossvallaréttir við Lækjar- botna, réttirnar í Þingvailasveit, Grafningi, Kjalarnesi, Kjós og Reykjanesi verða allar um og eftir aðra helgi, það er frá laug- ardeginum 20. til mánudagsins 22. september. Hér á eftir fer listi yfír nokkrar réttir í haust sem Ólafur Dýrmunds- son hjá Búnaðarfélagi íslands hefur tekið saman: Auðkúlurétt í Svfnadal, A-Hún. föstud. 12. og laugard. 13. sept. Amarhólsrétt í Helga- fellssveit, Snæf., þriðjudag 23. sept. Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr., mánudag 15. sept. Fellsendarétt f Miðdölum, Dal., mánudag 15. sept. Fljótstungurétt f Hvftársfðu, Mýr., mánudag 15. sept. Foss- vallarétt v/Lækjarbotna (Rvík/Kóp.), sunnudag 21. sept. Grímsstaðarétt f Álfta- neshr., Mýr., fimmtudag 18. sept. Heiðar- bæjarrétt í Þingvallasveit, Ám., laugardag 20. sept., Hítardalsrétt í Hraunhr., Mýr., miðvikudag 17. sept. Hraunsrétt í Aðal- dal, S-Þing., laugardag 13. sept. Hruna- mannarétt 1 Hrunamannahr., Ám., fimmtudag 18. sept. Húsmúlarétt v/Kolvið- arhól, Ám., laugardag 20. sept. Kaldárrótt v/Hafnarfjörð, laugardag 20. sept., Kaldár- bakkarétt í Kolb.st.hr., Hnapp., sunnudag 14. sept. Kjósarrétt f Kjósarhr., Kjósar- sýslu, mánudag 22. sept. Klausturhólarctt í Grimsnesi, Am., miðvikudag 17. sept. Kollafíarðarrétt, Kjalameshr., Kjós., mánu- dag 22. sept. Langholtsrétt í Miklholts- hreppi, Snæf., miðvikudag 24. sept., Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði, laug- ardag 13. sept. Mælifellsrétt í Lýtings- 't
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.