Morgunblaðið - 11.09.1986, Síða 36
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986
„Leppamir“
fmmsýnd í
Laugarásbíói
BANDARÍSKA kvikmyndin
„Lepparnir" (Critters) verður
frumsýnd í Laugarásbíói í dag,
fimmtudag. Kvikmynd þessi var
frumsýnd í Bandarikjunum i
mars síðastliðnum og var á „topp
10“-listanum yfir vinsælustu
kvikmyndimar fyrstu fimm vik-
uraar.
Söguþráður myndarinnar er í
stuttu máli sá, að öllum illvígustu
kvikindum geimsins hefur verið
búið fangelsi á stjömu í fjarlægu
sólkerfí. Dag einn tekst nokkrum
leppum að sleppa og stela full-
komnu geimfari, sem þeir stefna
beint til jarðar. Með aðalhlutverk í
myndinni fara þau M. Emmet
Walsh og Dee Wallace Stone. Leik-
stjóri er Stephen Herek.
Morgunbladið/Davíð Pétursson
Bílaleigubifreið japanska ferða-
mannsins.
Umferðaróhapp á
Borgarfjarðarbraut
Grund.
UMFERÐARÓHAPP varð á
Borgarfjarðarbraut fyrir sunnan
Skorradalsvatn á mánudag, þeg-
ar japanskur ferðamaður missti
stjóm á bílaleigubil, sem hann
ók.
Japaninn hafði komið gagngert
til íslands til þess að heimsækja
Reykholt, líta Snorralaug og
Snorragöng eigin augum, en hann
er unnandi ritverka Snorra Sturlu-
sonar; prófessor í engilsaxneskum
og norrænum fræðum.
í veltunni meiddist Japaninn á
hendi, svo að fara varð með hann
á heilsugæslustöðina í Borgamesi
og var gert að sárum hans. Að því
loknu var ekið með manninn í Reyk-
holt, þar sem sr. Geir Waage tók
við honum, fræddi hann um staðinn
og sýndi honum það sem þar er að
sjá, kom honum síðan aftur til Borg-
amess, þar sem hann tók áætlun-
arbíl til Reykjavíkur. Komst hann
því, þrátt fyrir þetta ævintýri, með
áætlunarflugi til London á þriðju-
dag.
D.P.
Þvottavélar og þurrkarar
.eins og hlutirnir gerast bestir:
Árangur náinnar samvinnu sænsku neytendastofnunarinnar KONSUMENTVERKET,
textilrannsóknastofnunarinnar TEFO og tæknirisans ASEA. Nýsköpun sem fær hæstu
einkunnir á upplýstasta og kröfuharðasta markaði heims fyrir árangur, taumeðferð
og rekstrarhagkvæmni.
ASEA CYLINDA tauþurrkari
Skynjar sjálfur hvenær tauið er þurrt, en
þú getur líka stillt á tíma.
114 lítra tromla, sú stærsta á markaðin-
um. Pað þarf nefnilega 2,5 sinnum stærri
tromlu til að þurrka í en til að þvo i.
Tekur því úr þvottavélinni í einu lagi.
Mikið tromlurými og kröftugt útsog í
stað innblásturs stytta þurrktíma, spara
rafmagn og leyfa allt að 8m barka.
Neytendarannsóknir sýna að tauið slitnar
ekki né hleypur í þurrkaranum, heldur
losnar aðeins um lóna af notkunarslitinu.
Pað er kostur, ekki síst fyrir of næmisfólk.
Sparar tíma, snúrupláss og strauningu.
Tauið verður mjúkt, þjált og slétt, og æ
fleiri efni eru gerð fyrir þurrkara.
Getur staðið á gólfi eða ofan á þvottavél-
ASEA CYUNDA þvottavélar
bvo best, skola best, vinda best, fara best
með tauið, nota minnst rafmagn.
Vottorð upp á það.
Gerðar til að endast, og í búðinni bjóðum
við þér að skyggnast undir glæsilegt
yfirborðið, því þar er ekki síður að finna
muninn sem máli skiptir: trausta og
stöðuga undirstöðu, vöggu á dempurum
í stað gormaupphengju, ekta sænskt
ryðfrítt krómnikkelstál, SKF-kúlulegur á
35 mm öxli, jafnvægisklossa úr járni í
stað sandpoka eða brothætts steins o.fl.
Athyglisverð er líka 5-laga ryð-og rispu-
vörn, hosulaus taulúga, hreinsilúga,
grófsía, sápusparnaðarkerfi með lyktar-
og hljóðgildru, stjórnkerfi með framtíð-
arsýn og fjölhraða lotuvinding upp í
1100 snúninga.
ASEA CYLINDA er nú eini framleiðandi heimilisþvottavéla á Norðurlöndum.
Með stóraukinni framleiðslu og tollalækkun er verðið hagstætt. Og víst er,
að gæðin borga sig, STRAX vegna betri og ódýrari þvottar, SlÐAR
betri endingar.
/Fonix
HÁTÚNI6A SfMI (91)24420
Jarðskjálftar, jökulhlaup
og gufusprengingar
Leitað skýringa
á duttlungum
náttúrunnar
-DUTTLUNGAR náttúruafl-
anna hafa verið fréttaefni
undanfarnar vikur. Jarð-
skjálftar gengu yfir Suður-
land og Reykjanes I lok
síðasta mánaðar. Jökulhlaup
hafa orðið i Súlu og Gígju,
og Skeiðarárhlaup, sem tal-
ið er það stærsta síðan á
sjötta áratugnum, náði há-
marki um síðustu helgi.
Jarðfræðingar rannsaka
hvað sé að gerast við Kötlu,
í Landmannalaugum og í
Heklu. Biaðamaður leitaði
skýringa á þessum fyrirbær-
um hjá vísindamönnum, og
spurði þá m.a. hvort eitt-
hvert samhengi væri á milli
þeirra. Voru þeir sammála
um að hending réði því að
þau bæri öll upp á sama
tíma. Þau eru fyrst og
fremst vísbending um að
landið er jarðfræðilega
virkt og síður en svo dautt
úr ölluin æðum.
Líkur á skjálfta
ekki minni
Margir íbúar á Suðurlandi
hrukku upp úr fasta svefni við jarð-
skjálfta aðfaranótt 26. ágúst sl.
Landið skalf alla nóttina og mæld-
ist sterkasti skjálftinn tæp 4 stig
á Richter-kvarða. Ekki hefur orðið
vart jarðhræringa á þessu svæði
að undanfömu, en margir spyrja
sig hvort þetta sé kannski fyrir-
boði Suðurlandsskjálfta. Páll
Einarsson, jarðeðlisfræðingur,
§agði að mjög erfítt væri að draga
ályktanir af þessum jarðslq'álftum.
Þeir gætu verið forleikur stærri
skjálfta, hinsvegar yrðu smá-
skjálftar á þessu svæði alltaf á
nokkurra ára fresti. Páll vildi einn-
ig leiðrétta þann miskilning að
litlir skjálftar drægju úr spennu
og minnkuðu líkumar á stómm
Suðurlandsskjálfta. Sagði hann að
til þess þyrfti miklu stærri jarð-
skjálfta, sennilega um 6-7 stig á
Richter-kvarða.
Að sögn Páls byijaði skjálfta-
hrina á nokkmm stöðum sunnan-
og suðvestanlands þann 24. ágúst.
Kippir mældust á Hengilssvæðinu,
í Mýrdalsjökli, á Reykjanesi og í
Vestmannaeyjum. Einnig varð vart
lítilla skjálfta, 1-2 stiga á Richter-
kvarða, á Torfajökulssvæðinu.
Varir sú hrina enn. Tveimur dögum
síðar fundust snarpari jarðskjálftar
á Suðurlandi, og áttu þeir sér upp-
tök á mótum Holta og Lands í
Rangárvallasýslu.
Þessir skjálftar eiga sér sameig-
inlega orsök. Þá má rekja til
samhangandi hreyfínga á jarð-
skorpuplötum. Sem kunnugt er
liggur Atlantshafshryggurinn
þvert í gegnum landið. Þar mætast
tveir stórir „flekar", sem era að
færast í sundur vegna landreks. Á
Suðurlandi núast flekamir hins-
vegar saman, og hleðst þá upp
spenna sem losnar í jarðskjálftum.
Um sama leyti og skjálftahrinan
gekk yfír Suðurland undir lok
ágústmánaðar fór að bera á jarð-
hræringum í nágrenni Ljótapolls,
rétt norðan við Landmannalaugar.
Að sögn Páls em þetta „lágtíðni-
skjálftar" sem alla jafna em taldir
fylgja eldsumbrotum. Skjálfta-
virkni á þessu svæði varir enn, en
undanfama daga hafa skjálftamir
minnkað nokkuð.
Hverir bæta í sig
Vegna jarðhræringanna í norð-
urjaðri Torfajökulssvæðisins fóm
þeir Karl Grönvold, jarðeðlisfræð-
ingur hjá Norrænu eldfjallastöð-
inni, og Kristján Sæmundsson,
jarðfræðingur á Orkustofnun, í
leiðangur að Landmannalaugum.
Gengu þeir úr skugga um hvort
einhveijar breytingar hefðu orðið
á hverasvæðinu. Svo virtist ekki
vera, engir hverir höfðu bæst í
hópinn eða horfíð. Þó mátti merkja
breytingar á einstökum hvemm
sem höfðu heldur sótt í sig veðrið.
„í sjálfu sér er það ekki merki-
legt, því hverir em alltaf að breyta
sér, minnkar þá í þeim eða bætist
við,“ sagði Karl.
Karl sagði að Torfajökulssvæðið
og Landmannalaugar væm mesta
háhitasvæðið á landinu, bæði að
stærð og magni. Síðast gaus á
þessu svæði um 1500. „Þama er
mikil virkni í jörðu. Ég held að
enginn yrði undrandi þótt gysi á
þessum stað í náinni framtíð,"
sagði Karl.
Jökulhlaup úr
Mýrdalsjökli
Helgi Bjömsson, jarðeðlisfræð-
ingur við Raunvísindastofnun
Háskólans, hefur að undanfömu
fylgst náið með tveimur sigkötlum
í Mýrdalsjökli. Talið er að þeir
hafí myndast vegna jarðhita djúpt
í iðmm hans. Þegar jarðhitinn
bræðir ís undir jöklinum rennur
bræðsluvatnið burt. Það gerist
annaðhvort jafn óðum eða vatnið
safnast fyrir undir katlinum og
rennur skyndilega burt í jökul-
hlaupi. Þá sígur ísinn og dæld
myndast í yfírborð jökulsins. Ann-
ar sigkatlanna er nálægt þeim stað
þar sem Kötlugos varð árið 1918,
og sigdæld myndaðist við jökul-
haup í Múlakvísl í júní 1955. Hinn
sigketillinn er vestar, í beinni
stefnu að Eyjafjallajökli.
Um miðjan ágúst á þessu ári
veittu menn því athygli að vatn
hafði safnast í báðar dældimar.
Þá vaknaði sú spuming hvort jarð-
hitinn væri farinn að bræða sér
leið alla leið upp að yfírborði jökuls-
ins og þama sæist í toppinn á
RVALS VARA'
BmÉtau ver
igar í símaí621566
Og nú erum við í Borgartúni 28
BJORNINN HF
Borgartún 28 — sími 621566
Reykjavík
Helstu rétt-
ir í haust
FYRSTU réttir haustsins eru
búnar og tvær næstu vikur verða
þær hverjar á fætur öðrum. Rétt-
ir í nágrenni Reykjavíkur, svo
sem Kaldárréttir við Hafnar-
fjörð, Fossvallaréttir við Lækjar-
botna, réttirnar í Þingvailasveit,
Grafningi, Kjalarnesi, Kjós og
Reykjanesi verða allar um og
eftir aðra helgi, það er frá laug-
ardeginum 20. til mánudagsins
22. september.
Hér á eftir fer listi yfír nokkrar
réttir í haust sem Ólafur Dýrmunds-
son hjá Búnaðarfélagi íslands hefur
tekið saman:
Auðkúlurétt í Svfnadal, A-Hún. föstud. 12.
og laugard. 13. sept. Amarhólsrétt í Helga-
fellssveit, Snæf., þriðjudag 23. sept.
Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr., mánudag
15. sept. Fellsendarétt f Miðdölum, Dal.,
mánudag 15. sept. Fljótstungurétt f
Hvftársfðu, Mýr., mánudag 15. sept. Foss-
vallarétt v/Lækjarbotna (Rvík/Kóp.),
sunnudag 21. sept. Grímsstaðarétt f Álfta-
neshr., Mýr., fimmtudag 18. sept. Heiðar-
bæjarrétt í Þingvallasveit, Ám., laugardag
20. sept., Hítardalsrétt í Hraunhr., Mýr.,
miðvikudag 17. sept. Hraunsrétt í Aðal-
dal, S-Þing., laugardag 13. sept. Hruna-
mannarétt 1 Hrunamannahr., Ám.,
fimmtudag 18. sept. Húsmúlarétt v/Kolvið-
arhól, Ám., laugardag 20. sept. Kaldárrótt
v/Hafnarfjörð, laugardag 20. sept., Kaldár-
bakkarétt í Kolb.st.hr., Hnapp., sunnudag
14. sept. Kjósarrétt f Kjósarhr., Kjósar-
sýslu, mánudag 22. sept. Klausturhólarctt
í Grimsnesi, Am., miðvikudag 17. sept.
Kollafíarðarrétt, Kjalameshr., Kjós., mánu-
dag 22. sept. Langholtsrétt í Miklholts-
hreppi, Snæf., miðvikudag 24. sept.,
Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði, laug-
ardag 13. sept. Mælifellsrétt í Lýtings-
't