Morgunblaðið - 11.09.1986, Page 63

Morgunblaðið - 11.09.1986, Page 63
MORGUNBiAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986 Dýradráp ill nauðsyn eða þarf- leysa? Það er aðeins sjálfsögð mannúð- ar- og menningarstefna að hætta hvalveiðum. Þjóð, sem er tilneydd að afla sér lífsviðurværis með kvalafullu drápi dýra er illa á vegi stödd. Þjóð, sem leggur stund á dýra- dráp án illrar nauðsynjar, er enn verr á vegi stödd, því slíkt ber vott um slævða tilfínningu fyrir þjáning- um fórnardýranna, og hlýtur því að leiða til versnandi lífsambanda. Sem best sambönd við æðri lífstöðvar eru forsenda þess að mönnum og þjóðum vegni vel, en til þess verða menn að bera í bijósti lotningu fyrir öllu lífí og gera sér far um að eyða því ekki, án ýtrustu nauðsynjar. Séu menn tilneyddir að eyða lífí sér til framfæris, skyldi það ávallt gert á sem hreinlegastan hátt. Það er brot gegn lögmálum lífsins að valda dýri þjáningum að þarflausu við aflífun þess. Slíkt framferði hlýtur að leiða til ófamað- ar í einhverri framtíð. Þá er komið á hættulegasta leið ef einhver kvelur og drepur sér til ánægju. Sá hinn sami hlýtur að gjalda þess síðar. Sá sem brýtur lögmál lífsins í tilfinningaleysi eða af nautn, hlýtur að gjalda þess síðar með eigin þján- ingu, því lögmál orsaka og afleið- inga eru ávallt að verki. Ingvar Agnarsson Þessir hringdu . . . Hvenær verður dregið í Flug- sýningarhapp- drættinu? Gestur á flugsýningu hringdi: „Flugsýning var nýlega haldin hér í Reykjavík, með miklum glæsibrag. Aðgöngumiðar að sýn- ingarsvæðinu giltu einnig sem happdrættismiðar. Nú spyr ég: Hvenær ætla flugsýningarmenn að draga í happdrættinu og birta vinningaskrána?" Kynjunum mis- munað í íþrótta- þætti Ung kona hringdi: „Mig langar til að lýsa yfír óánægju minni með framferði Bjama Felixsonar í íþróttaþætti sjónvarpsins sl. laugardag. Hann sýndi þá mynd frá Lands- bankahlaupinu, sem er gott, en það sem angrar mig er hvemig hann gerði upp á milli þeirra 11 ára stráka og stepna sem tóku þátt í hlaupinu. Hann talaði um að strákamir minntu helst á hlauparann fræga, Sebastian Coe, og taldi hann upp nöfn strákanna í þremur efstu sætunum en minnt- ist varla á stelpumar. Hann sagði að vísu hver hefði verið fyrst f mark en ekki orð um það meira. í lok þáttarins taldi hann aftur upp nöfn strákanna en minntist ekki á að stelpur hefðu einnig tekið þátt í þessu hlaupi. Þetta er eitt besta dæmið um það hvemig Bjami Felixson mis- munar kynjunum í þáttum sínum." Ónærgætni við gamalt fólk Gamall maður í Kópavogi hringdi: „Mig langar til að kvarta yfír ónærgætni þeirra sem sjá um dagskrá sjónvarpsins. Síðastliðinn laugardag, 6. sept- ember, sýndi sjónvarpið eins og hálfs klukkutíma langan tónlistar- þátt með þeim Simon og Garfunk- el. Ég hafði enga eirð í mér til að horfa á svona langan tónlistar- þátt og var síðan orðinn syfjaður þegar bíómyndin byijaði og missti því af henni. Nær hefði verið að hafa myndina á undan tónlistar- þættinum, þar sem líklegt er að fleiri hefðu viljað horfa á hana en tónleikana. I leiðinni langar mig að spyrja forráðamenn rásar 2 fyrir hvaða hóp fólks þeir leika tónlist til kl. 3 á nóttunni um helgar. Ég veit að þetta veldur mörgu gömlu fólki óþægindum, sérstaklega í ijölbýl- ishúsum þar sem hávaðinn berst yfír í næstu íbúðir." Gleraugn fundust í Heiðmörk Kona hringdi og sagðist hafa fundið gleraugu í Heiðmörk sl. sunnudag, Ef einhver kannast við að hafa týnt þar gleraugum getur viðkomandi hringt í síma 685285. 63 Flokkur U.N.I. Aðeins 249 kr. kg. Allt skorið og pakkað Fulltrúaráðið í Reykjavík Almennur fulltrúaráðsfundur Almennur fundur í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verð- ur haldinn fimmtudaginn 11. sept. kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu Valhöll, Háaleitisbraut 1. Dagskrá: 1. Ákvörðun tekln um hvort halda skuli prófkjör vegna kom- andi alþingiskosnlnga. 2. Ræða Þorsteins Pálssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. 3. Önnur mál. Fulltrúaráðsmeðlimir eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér skírteini. Stjórnin V RITVIIMNSII IKFRnn ORÐ SNILLD IWUklJIWtUj1 Ritvinnslukerfið Orðsnilld er nýlega komið á mark- að hér á landi. Kerfið er íslensk þýóing og aðlögun á bandarlska ritvinnslukerfinu WordPerfect. Mark- verðasta nýjung í Orðsnilld er aó með kerfinu fylgir Islensk stafsetningarorðabók. Orðabókin inni- heldur 106.000 Islensk orð og orðmyndir auk þess sem notandi getur bætt við eftir þörfum. Hægt er að láta kerfið athuga texta skjals og benda á þau orö sem ekki finnast I orðabókinni. Markmið: Tilgangur námskeiósins er að kynna rit- vinnslukerfiö Orðsnilld og kenna notkun þess með verklegum æfingum s. s. bréfaskriftum, skýrslu- gerð og uppsetningu dreifibréfa. ■ Efni: — Kynning á vélbúnaði. — Æfingar I notkun Orósnilldar. — Möguleikar orðasafns. — Helstu stýrikerfisskipanir. Leiðbeinandi: Kolbrún Þórhallsdóttir framkvæmda- stjóri Skýrslutæknifélags íslands. Tími: 16.—19. október, kl. 13.30—17.30. Þátttakendur. Námskeiðið er ætlað öllum nýjum notendum Orðsnilldar og eins þeim sem áhuga hafa á að kynnast notkun ritvinnslu fyrir einka- tölvur. Stjórnunarfélag íslands Ananaustum 15 Sinu: 62 10 66

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.