Morgunblaðið - 11.09.1986, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 11.09.1986, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986 47 Stjörnu- speki Llmsjón: Gunnlaugur Guðmundsson í dag ætla ég að fjalla um samband Meyju (23. ágúst — 23. sept.) og Steingeitar (22. des. — 20. janúar). Einungis er íjallað um hið dæmigerða fyrir merkin. Lesendur eru minntir á að hér er ljallað um sólarmerkið eitt sér og að hver maður á sér nokkur stjömumerki. Skyld merki Meyja og Steingeit eru bæði innhverf jarðarmerki, en Meyjan er breytileg og Stein- geitin frumkvæð. Bæði eru varkár, dugleg, samviskusöm og heldur íhaldssöm. Bæði vilja ná árangri í lífinu. Þau trúa á hið áþreifanlega, eru raunsæ og skynsöm. Þau eiga því vel saman. Vinna Einkennandi fyrir samband þeirra er áhersla á hagnýtari hliðar lífsins. Vinna skiptir þau miklu, það að eignast gott heimili og almennt að treysta undirstöðu sína í lífinu. Amk. fyrstu sambúðar- ár þeirra geta því einkennst af mikilli vinnu. Þœgileg nálœgÖ Meyjan er oft gagnrýnd fyrir að vera gagnrýnin, vandvirk og smámunasöm. Steingeitin gagnrýnir þennan þátt ekki í Meyjunni því hún skilur þörf hennar fyrir varkámi og að- gát. Vegna þess á Meyjan auðveldar með að slappa af með Steingeit en mörgum öðmm merkjum. A sama hátt kann Meyjan vel að meta varkámi og íhaldssemi Stein- geitarinnar. Eirð ogfesta Það helsta sem skilur þau að er að Meyjan er eirðarlausari og meira gefin fyrir vanga- veltur margs konar. Hún er sjálfsgagnrýnni og hefur fyrir vikið oft neikvæða sjálfsí- mynd. Steingeitin gæti þurft að púrra Meyjuna upp, segja henni að hætta að hafa áhyggjur af smáatriðum og því að reyna að vera fullkom- in. Steingeitin er fastari fyrir og íhaldssamari. Hún getur átt til að vera stíf og óhaggan- leg, neita að gefa eftir og taka þátt í hugarleikjum og vangaveltum Meyjunnar. Meyjan getur opnað Stein- geitina og víkkað sjóndeildar- hring hennar. Ábyrgð ogskyldur Bæði þessi merki elska ábyrgð og skyldur. Ef þau hafa ekki í nógu að snúast eða em föst í því að bjarga fyrirtæki eða lífi annarra tapa þau áttum. Þeim fellur illa of mikið per- sónulegt frelsi og það að þurfa ekki að takast á við ábyrgð. 1. Það sem þurfa að varast er hins vegar það að vera of jarð- bundin og efnahagslega sinnuð, vinna t.d. það mikið að lítill tími verði fyrir ástina og það að njóta lífsins og þroska andann og sálina. Allt- af þegar tveir líkir aðilar vinna saman má búast við góðu sambandi en hins vegar getur skortur á spennu leitt til lognmollu. Ráðlegt getur því verið fyrir þau að leggja sig fram við að takast reglu- lega á við ný verk. Jákvœtt samband Heildarmat á sambandi Meyju og Steingeitar er jákvætt. Fólk í þessum merkjum á vel saman, það hefur lík viðhorf og á að geta veitt hvort öðm hlýju og gagnkvæman stuðn- ing. X-9 GRETTIR TOMMI OG JENNI ALLTi' LAGI • ■ Ó3 ci/ai Atui i/ía hio _' iö w 1 CíT 11—i / . . — n— SMAFOLK UJELL,HERE IT I5..0UR 5CH00L PAPER'5 LONG AWAITEP 5L)IM5JIT ISSUEÍ Jæja, hérna kemur það ... hin langþráða sundfataút- gáfa skólablaðsins! Þarna er ég á forsíðunni! Vá! Seldist blaðið upp? Ekki alveg. En þú seldir meira en þú hefur nokkurn tima selt áður, er það ekki? Ekki alveg. Hvað seldirðu mörg? Ekki neitt! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson í leik sveita Samvinnuferða og Jóns Hjaltasonar í undanúr- " slitum Bikarkeppninnar sl. laugardag þurfti Jón Baldursson liðsforingi Samvinnuferða að hitta á réttu íferðina í lauflitinn í ágætum 5 tígla samningi hans og Sigurðar Sverrissonar. Norð- ur gefur; enginn á hættu. Vestur Norður ♦ 7 V 864 ♦ KD98 ♦ ÁG982 Austur ♦ ÁD103 ♦ K9654 VG92 II V 10753 ♦ 1063 ♦ Á4 ♦ 1064 Suður ♦ D3 ♦ G82 ¥ÁKD ♦ G752 ♦ K75 Jón og Sigurður vom með spil N/S gegn Stefáni Guðjohn- sen og Símoni Símonarsyni í A/V: Vestur Norður Austur Sudur S.G. Sig. S. Sím. S. J.B. — Pass Pass 1 tígull Pass 2 tíglar Dobl 2 hjörtu 2 spadar 3 lauf 3 spadar 4 lauf Pass 5 lauf Pass 5 tíglar Pass Pass Pass Hækkun Sigurðar í tvo tígla' ** lofaði 9—11 punktum eftir pass- ið. Símon úttektardoblaði í hálitina og Jón sýndi hjartafyrir- stöðu með tveimur hjörtum. Spil N/S bötnuðu sífellt eftir því sem andstæðingamir melduðu oftar spaða og því fóm þeir í þetta harða geim. Stefán í vestur kom út með tromp, sem Símon drap á ás og spilaði hjarta. Jón drap á ásinn, fór inri á blindan á tígulkóng og spilaði spaða. Tilgangurinn var ekki sá að undirbúa spaðatromp- ** un í blindum, heldur fiska upplýsingar um háspilaskipting- una í spaðanum. Símon setti lítið og Stefán drap gosa suðurs með drottningu. Þar með var orðið mjög líklegt að Stefán hefði byijað með ÁD í spaða og Símon kónginn. Stefán spilaði næst hjarta- gosa. Jón átti slaginn heima og tók síðasta trompið af Stefáni og hjartadrottninguna. Staldraði svo við. Símon var augljóslega með skiptinguna 5-4-2-2. En átti hann laufdrottninguna eða ekki. Með henni ætti hann 9 punkta, en aðeins 7 án hennar. Jón taldi að Símon hefði alveg __ eins doblað með 7 punktana og^* valdi því eftir langa umhugsun að svína laufgosanum. Einn nið- ur. J SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á heimsmeistaramóti unglinga í Gausdal í Noregi í ágúst kom þessi staða upp í skák þeirra Alex- andru, Rúmeniu og Servat, Argentínu, sem hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 25. f2 — f3 og hugðist flæma Rg4 á'" ~’ brott. Svartur hagnýtti sér nú hið gamalþekkta kæfingarmátsstef til þess að þvinga hvít til uppgjafan 25. — Rd3! og hvítur gafst upp. Eftir 26. fxg4 - Dc5+ 27. Khl - Rf2+ 28. Kgl - Rh3++ 29. Khl - Dgl+! 30. Hxgl - Rf2 er hann kæfingarmát. Hann á því ekkert betra en 26. Dxd3 — Dc5+ 27. He3 sem leiðir til vonlauss endatafls.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.