Morgunblaðið - 11.09.1986, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 11.09.1986, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986 19 „Finnst bjartara yfir mann- lífinu hérna en áður var“ Morgunblaðið/Emilía Hörður Torfason, trúbadúr og- leikstjóri með meiru, segist ekki vera á því að flytja heim til Islands á næstunni frá Danmörku þar sem hann hefur búið um árabil. — segir Hörður Torfason, sem heldur tónleika í Norræna hús- inu á f östudags- kvöldið „ÉG HÉT því þegar ég varð fertugur í fyrra, að halda tón- leika á íslandi árlega og láta þar við sitja. Á árum áður fór ég um um landið þvert og endi- langt með gitarinn, var sem- sagt ekta trúbadúr, en nú er svo margt annað sem kallar að, að þetta verður að nægja.“ Þetta sagði Hörður Torfason, tónlistarmaður, leikari og leik- stjóri með meiru, í stuttu spjalli við blaðamann Morgunblaðsins á dögunum. Hörður er nýkominn til landsins frá Danmörku, þar sem hann hef- ur verið búsettur um árabil og ætlar nú að dvelja hér fram í desember. Hann hélt tónleika í Norræna húsinu nýverið og hyggst, vegna fjölda áskorana, endurtaka þá á sama stað nk. föstudagskvöld, 12. september, klukkan 20.30. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Mörgum munu í fersku minni afmælistónleikar Harðar Torfa- sonar í Austurbæjarbíói í fyrra, þar sem margir fremstu trúbadúr- ar landsins leiddu saman hesta sína. í þetta sinn segist hann verða einn á sviðinu með gítarinn og fjölbreytta verkefnaskrá, sem spannar 20 ára feril hans, allt frá gömlum vinsælum lögum til ný- saminna við texta m.a. úr Kvæðakveri Halldórs Laxness. Meginuppistaðan verður þó nýtt og frumsamið efni. „Ég hef að undanfömu verið í tónlistamámi í Danmörku og svo er ég að vinna að því að komast inn á markaðinn þar sem leik- stjóri," segir Hörður aðspurður um líf og störf í Danaveldi. „I sumar spilaði ég reyndar á einu fínasta hóteli Dana, Hotel Marine, en ég á samt von á því að snúa mér æ meira að leikstjóm þegar fram í sækir. Ég er búinn að fást við svo margt um dagana, tónlist, leiklist og myndlist. En mér fínnst sjálfum að ef mínir hæfíleikar sameinast í einhverjum einum punkti, þá sé það í leikstjóminni og þar em mér að opnast ýmis tækifæri núna.“ Hörður segist ekki vera á því að flytja heim á næstunni. „Ég ætla að setja upp leikrit eftir sjálf- an mig héma meðan ég er heima. Það heitir Taktu hatt þinn og staf og var frumflutt í Jónshúsi í Kaupmannahöfn 1981. í verkinu er aðeins eitt hlutverk og það fjall- ar um nokkurs konar reiknings- skil í lífi manns. Síðan set ég hugsanlega upp eina sýningu með áhugamannafélagi úti á landi," segir hann. „Það er bæði skrýtið og skemmtilegt að koma heim,“ bæt- ir hann við að lokum. „Skrýtið vegna þess að hraðinn i þjóðfélag- inu hefur aukist svo gífurlega og skemmtilegt vegna þess hvað hér ríkir mikil framtakssemi. Það er líka eins og fólk sé að verða opn- ara í framkomu. Ég tók sérstak- lega vel eftir þessu þegar ég var að ferðast úti á landi í fyrra og svona almennt finnst mér vera bjartara yfir mannlífínu á íslandi núna en áður var.“ Haustmarkað- ur Kristniboðs- sambandsins Á FÖSTUDAGINN, 12. septem- ber, verður tekið á móti grænmeti, kökum, sultu og öðru matarkyns í húsi KFUM og K við Holtaveg á horni Sunnuvegar, kl. 18—20. Verður haustmarkað- urinn daginn eftir, 13. septem- ber, og hefst hann kl. 14. Er þessi haustmarkaður hafður til fjáröflunar fyrir starfíð og mun allur ágóði af markaðinum renna til Kristniboðssambandsins. Þeir, sem vildu styrkja þetta mál- efni, eru hvattir til þess að koma í KFUM-húsið við Holtaveg með ein- hvem jarðargróða, sem eftir óvenjulega gott sumar ætti að vera smá þakklæti til Skaparans fyrir velgerðir hans í okkar garð í sumar. (Frcttatilkynning) í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI DEMAINITURINN í feröatækjalínunni frá sg SAMSUNG 2x10 watta magnari m/ 5 banda tón- jafnara. Tengi f/plötuspllara. Tvöfalt segulband m/ samhæförl upp- töku. Hraðaupptaka. Normal-, Crome- og Metalstlllingar. ,,LPS" (Sjálfvlrk afspilun frá segul- bandi 1 til 2). Lauslr 2 way hátal- arar o.m.fl. STQ-20 Kr. 4.620 Stgr Aóeins kr ...og veröiö... 13.900 Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) — Sími 62 20 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.