Morgunblaðið - 12.10.1986, Page 20

Morgunblaðið - 12.10.1986, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 LEIÐTOGAFUNDURINN í REYKIAVÍK Georg Ots í Reykjavíkurhöfn. Tók Georg Ots fram yfir Sögu Reykjavík, AP. SOVETLEIÐTOGINN MikhaU Gorbachev gat valið á milli þess að dveljast á Hótel Sögu eða um borð í skemmtiferðaskipinu Georg Ots, sem ber nafn látins eistnesks söngvara, er stundum hefur verið kallaður „hinn sovézki Frank Sinatra“. Sovétmenn nota einnig gamalt farþegaskip, sem komið er til Reykjavíkur. Ber það heitið „Balt- ika“, en með því fór Nikita Kruchev til Bandaríkjanna 1960 og einnig til Norðurlanda 1964, skömmu áður en honum var velt af stóli í Kreml. Haft var eftir sovézkum embætt- ismanni, er hann var spurður, hvers vegna Gorbahev hefði frekar kosið Georg Ots: „Kannski heldur hann, að það séu draugar um borð í Balt- iku." Rétt fyrir rökkur á föstudags- kvöld, hlupu sovézku bílstjóramir að glæsibflunum, sem biðu á bryggjunni og tóku að fægja þá af kappi og voru þeir þó glansandi fyrir. Stuttu síðar fór Gorbachev og fylgdarlið hans frá borði, steig upp í bflana og síðan var ekið sem leið lá til Bessastaða, þar sem Sov- étleiðtoginn heilsaði Vigdísi Finn- bogadóttur forseta og Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra. Reagan Bandaríkjaforseti hafði heimsótt forseta íslands einni klukkustund áður. AMSTRAD PCW tölva með íslensku RITVINNSLUKERFI, ísl. 3ja tíma leiðbeiningum á snældum, SAMSKIPTAFORRITI fyrir telex, gagnabanka o.fl. og PRENTARAI - fyrir aðeins39.900,- kr. Stóri bróðir, AMSTRAD 8512, er með 2 drifum og stærra minni og kostar aðeins49.900,- kr. Hann er auk þess hægt að fá með fullkomnu fjárhagsbókhaldi eða með viðsklptamanna-, sölu- og lagerkerfi fyrit59.900,- kr., og með hvoru tveggja fyrir aðeins64.900,- kr. - allt í einum pakka - geri aðrir beturl AMSTRAD PCW 8256 ritvinnslutölvan: 256 K RAM (innbyggður RAM diskur), 1 drif; skjár: 90 stafir x 32 línur. Prentari: Punktaprentari, 90 stafir á sek. AMSTRAD PCW 8512 ritvinnslu-ogbókháldstölvan:512KRAM |innb. RAM diskur), 2 dríf (B-drif er 1 megabyte). skjár: 90 st. X 32 línur. Prentari: punktaprentari, 90 stafir á sek. Báðum geröum lylgir íslenskt ritvinnslukerfi |LOGO- SCRIPT), Dr. Logo og CP/M+, (sl. lyklaborð, ísl. leiðbeiningar, 3ja tíma kennsluefni á 2 snældum (fsl.), prentari með mörgum fallegum leturgerðum og -stærðum. Með AMSTRAD 8512 er einnig hægt að fá fullkomin bókhaldskerfi sem henta mjög vel litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Námskeið: Tölvufræðslan sf. Ármúla 36, s. 687590 & 686790:. Fjárhagsbókhald 6 tlmar aðeins 2.500 kr. Viðskiptamanna-, sðlu- og lagerkerfi 6 tímar aðeins 2.500 kr. Ritvinnslunámskeiö 6 tImar aðeins 2.500 kr. FORRIT FYRIR AMSTRAD: Samskiptaforrlt: BSTAM, BSTMS, Chit-Chat, Crosstalk, Honeyterm 8256, Move-it. Áxtlana- og relknlforrlt: Pertmaster. Milestone. Brainstorm, Statflow, Cracker, Master Planner, Multiplan, PlannerCalc, SuperCalc. Gagnagrunnsforrlt: Cambase, Cardbox, dBase II, dGraph, dlltil, Delta, Flexifile. Telknlforrlt: Dataplot plus, Datplot III, DR Draw, DR Graph, Polyplot, Polyprint. Forrltunarmál: DR C Basic, Mallard, Basic. Microsoft Basic, Nevada Basic, Cis-Cobol, Nevada Cobol, RM Cobol, HiSoft C, Nevada Fortran, Pro FortrarvDR PL/I. DR Pascal MT+, Nevada Pascal, Pro Pascal, Turbo Pascal. Annaö: Skákforrit, Bridgeforrit. íslensk forrlt: Ritvinnsla (fylgir), Fjárhagsbókhald, Viöskiptamannafor- rit, Sölukerfi, Lagerbókhald, Nótuútprentun. Lfmmiðaútprentun. Auk þúsunda annarra CP/M forrita. ^I^Btraga v/Hlemm Símar 29311 & 621122 GBHIl3í>“ TÆKMDELD Halamtte2 Skni832H í tilefni Tölvusýningar í Borgarleikhúsinu 8.-12. okt. verður 10% afsláttur frá augíýstu verðif Tllboðlð gildir tll 15. okt. ÞETTA ER TOLVAN! FYRIR EINSTAKLINGA OG FYRIRTÆKI Umboðsmenn útl á landl: Akranes: Bókaskemman, Akureyrl: Bókabúöin Edda. Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga, DJúpavogl: Verslunin Djúpiö, Grlndavík: Bókabúö Grindavíkur. Hafnarfjöröur: Kaupfélag Hafnfíröinga, Húsavík: Bókaverslun Þórarins Stef. Isafjöröur: Hljómborg. Keflavík: Bókabúö Keflavíkur, Vestmannacyjar: Vídeóleiga GS. Seltjarnarnes: Verslunin Hugföng. öll verö miöuö víö gengi I. sept. 1986 og staðgreiðslu. TC)LA/ULAI\ID HF./ SIA/II 17850 Pravda: Erfiður fundur fyrir Gorbachev Moskva, AP. PRAVDA, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, sagði í gær, að góðar horfur væru á samkomulagi milli Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta og Mikhails Gorbachev, aðalrit- ara sovéska kommúnistaflokksins, á fundi þeirra í Reykjavík nú um helgina. Blaðið sagði, að brýna nauðsyn hefði borið til að halda fundinn, til þess að þoka áleiðis ýmsum málurn og að undirbúningur fyrir fundinn lofaði góðu. Sagt var að ekki væri við því að búast, að samningar tækjust um fækkun langdrægra kjanorkuflauga, nema Bandaríkjamenn féllu frá geimvamaráætlun sinni. Fjallað var um bann við kjamorkutilraun- um, án þess að minnst væri á nýlegar hugmyndir Reagans um takmarkað bann. Sérstök grein var í blaðinu, þar sem sagt var frá skoðunum 80 öldungardeildar- þingmanna í Washington, á leið- togafundinum, en sovéskir blaðamenn höfðu talað við þá og sérstaklega vakin athygli á því, að nokkrir þeirra styðja bann við kjamorkutilraunum. Lev Tolkunov, forseti annarrar deildar sovéska þingsins, var ekki beinlínis bjartsýnn á niðurstöður fundarins, því hann sagði í grein í blaðinu, að leiðtogafundurinn í Reykjavík yrði Gorbachev ekki auðveldur. Erfitt yrði fyrir Gorbachev að komast að sam- komulagi, sem viðunandi væri fyrir báða aðiia, en sagði þó “ við búumst við því, að á sovésk- bandaríska leiðtogafundinum muni miða áleiðis við að leysa a.m.k. eitt til tvö þeirra vanda- mála er ógna heimsöryggi". Tolkunov sagði löngu tímabært að halda slíkan fund, ekki aðeins til að halda fundinn, heldur til þess að ná árangri arrst og fremst við að draga úr vígbúnaðarkapp- hlaupinu. Fulltrúi Araba um Reykjavíkurfund: A móti umræðu um hlutskipti sovéskra gyðinga Washiugton, AP. TALSMAÐUR Arababandalags- ins f Bandaríkjunum gagnrýndi í fyrradag Ronald Reagan, Bandarikjaforseta, fyrir að ætla að fjalia um hlutskipti sovéskra gyðinga á Reykjavíkurfundinum með Mikhail Gorbachev. Clovis Maksoud, fulltrúi Araba- bandalagsins hjá SÞ og talsmaður þess í Bandaríkjunum, sagði á fréttamannafundi, að ísraelar not- uðu örlög trúbræðra sinna í Sov- étríkjunum til að réttlæta „útþenslustefnu sína“ og að um þessi mál ætti að ræða á öðrum vettvangi. Gagnrýndi hann Reagan fyrir að ætla að ræða um þetta efni á fundinum og einnig mörg hundruð bandarískra þingmanna, sem hafa undirritað opið bréf til Reagans af þessu tilefni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.