Morgunblaðið - 12.10.1986, Page 55

Morgunblaðið - 12.10.1986, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 55 Irinu, dóttur sovézka flokks- leiðtogans sem hér sézt ásamt eiginmanni sínum og litlu dótt- ur, Oxanu, er líka ætlað að vekja hugmyndirá Vesturlönd- um um hina glæstu og bráð- __ hressu fjölskyldu leiðtogans. í Moskvu gætir ritskoðunin þess hins vegar vandlega að sovézk- ur almenningur fái ekki rangar hugmyndir um líf manna á toppinum, t.d. af ljósmyndum af þeim mæðgum í sínu f ínasta skarti. Sérhver sovézk alþýðukona vek- ur fremur áhuga minn og nýtur í ríkari mæli samúðar minnar og samkenndar en Raissa Gorbatsjova, sem aldrei hefur þurft að búa við skort, hefur aldrei orðið að vinna hörðum höndum, þar til hún var alveg að niðurlotum komin, hefur aldrei þurft að færa persónuiegar fórnir. Frásagnir um „þá erfiðleika, sem hún hafi orðið að reyna á æskuárunum, þegar hún sem ung stúlka var að brjótast til mennta" eru ekkert annað en innantómar uppdiktaðargoðsagnir, sem afsann- ast ekki einungis af orðróminum um skyldleika hennar við Andrej Gromyko, heldur einfaldlega af þeirri staðreynd, að hún var þegar á þessum árum gift Gorbatsjov. Um slíkar konur eiga Rússar sér- stakt máltæki: „Þær vita ekki á hvaða ttjám rúnnstykkin vaxa.“ Það er um hinar óbreyttu, til- gerðarlausu rússnesku konur, sem mér þykir vænt um og ég hef skrif- að um og mun halda áfram að skrifa um. Nýr þáttur í sovézkri utanríkispólitík Ég verð annars að segja eins og er, að það sem réð úrslitum um að ég skyldi gangast inn á að skrifa þessa grein um Raissu Gorbatsjovu, var eingöngu það, að ég hef áhuga Það hefur sjaldan komið fyrir að Kremlherrarnir hafi leyft sovézkum konum að gegn opin- berum virðingarstöðum erlend- is. Hin gáfaða og glæsilega Alexandra Kollontaj, fyrsti sendiherrann sem Lenín skip- aði á Vesturlöndum, er ein hinna örfáu undantekninga. á því sovézka fyrirbrigði, sem virð- ist núna vera ofarlega á baugi — það er að segja, „eiginkona stjórn- málamanns á ferðalagi". Nina Khrúsjtsjova fór einnig í ferðalög. Hinir eldri meðal ies- endanna munu sennilega minnast þess, að vestrænir blaðamenn tóku að kalla hana „babúsjku" og frétta- menn kvörtuðu hástöfum undan því að hún amma þessi neitaði einfaldlega að svara spumingum. Hún þóttist þess jú fullviss, að ekki Höfðingja-fyrirkomulagið í sovézka valdakerfinu gerir það að verkum að eiginkonum leið- toganna ber að sýna fyllstu hlé- drægni. Að vísu mátti hin móð- urlega „babúsjka" Nína Khrúsj- tsjova fara í opinberar heim- sóknir með eiginmanni sínum til útlanda en hún gætti þess vandlega að láta sem minnst á sér bera við slík tækifæri. Heimafyrir lagði þessi vitra og hugrakka kona fjölmörgum ofsóttum og bannfærðum lista- mönnum, rithöfundum og vis- indamönnum lið, þegar þeir þurftu mest á hjálp að halda. nokkur einasti maður hefði minnsta áhuga á skoðunum hennar, allra sízt þegar um stjómmál var að ræða. Allt tilstandið í kringum Raissu Gorbatsjovu er vafalaust ekki bara þægilegt og heppilegt fyrir hana sjálfa. „Frúin á ferðalagi" er aug- ljóslega að verða að nýjum þætti í utanríkisstefnu Sovétríkjanna, að minnsta kosti að áberandi óskamm- feilnum þætti í viðleitni sovézka áróðursins til að beina athygli Vesturlandabúa frá aðalatriðunum í utanríkisstefnu Kremlveija. Það er yfirleitt óhætt að slá því föstu, að orðalagið „á ferðalagi" hafi nú- orðið öðlast alveg fastan sess í samskiptakerfi Sovétríkjanna og Vesturlanda. „Fræðimaður á feða- lagi“ er ekki endilega sá fræðimað- ur, sem gert hefur einhvetja gagn- merka vísindalega uppgötvun, held- ur sá sem kann á því tökin að halda fyrirlestra á alþjóðlegum ráðstefn- um — og þá vitaskuld í anda sovézkrar hugmyndafræði. „Skáld á ferðalagi", er ekki það sovézka skáld, sem mestrar hylli nýtur heima fyrir og þá ennþá síður hið allra snjallasta meðal skálda. Það er skáld af þeirri tegund, sem ekki biður um pólitískt hæli á Vesturlöndum — skáld sem aldrei hefur látið það henda sig að láta neitt það frá sér fara, er kynni á nokkurn hátt aú bijóta hið minnsta í bága við yfirlýsta stefnu mið- stjórnar Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna, en hefur samt til að bera nægilega persónutöfra til að vekja æsilega hrifningu meðal áheyrenda og fréttamanna á Vesturlöndum og kann að skemmta þeim bærilega. Skáld af þessu tagi eru Évgéníj Évtúsjenko, Andrej Vosnéssenskíj og Robert Roshdéstvenskíj. Og þessa vissu „rússnesku per- sónutöfra" og hæfileika til að heilla útlendinga hefur þá vafalaust líka VORUMAÐ XAKA UPP ullarfrakka og ullarkápur, einnig bómullarfrakka með ullarfóðri. Gott verð. Verið velkomnar. 'anuo Ja/ubt/iáMM, y\ðalsteae+i 9 - Reyl<javík - Sími 16600 HANDBÆKUR Tölvufræðslan hefur gefið út eftirfarandi tölvubækur: H.WiH.IiM Þýðingar ásamt skýringum á 900 algengum tölvuoró- um. Ennfremur fylgja viðaukar um stýrikerfið MS-DOS, IBM-PC og Apple lle lyklaborð o.fl. MULTIPLAN Vönduð handbók í notkun töflureiknisins Multiplan. Með bókinni fylgir disklingur með ýmsum gagnlegum líkönum t.d. skattaútreikningi, fyrningaskýrslum, fjár- hagsáætlunum, víxlum, verðbréfum o.fl. WORD Handbók í notkun ritvinnslukerfisins WORD ásamt æfingum í notkun kerfisins. Þessi rit eru öll til sölu hjá Tölvufræðslunni, Ármúla 36. Sendum ennfremur út á land í póstkröfu. Athugið: Nemendur Tölvufræðslunnar fá 20% afslátt. TÖLVUFRÆÐSLAN BORGARTÚNI 28, REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.