Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B ísraelsk þota skotin niður í Líbanon: Fallhlífasveit bjarg- ar siglingafræðingi Loftárás á stöðvar PLO Sídon, Líbanon. AP. ÍSRAELSKIR faUhlífahermenn svifu í gær til jarðar i Líbanon og björguðu sigiingafræðingi orrustuþotu, sem skotin var niður í loftárás á stöðvar skæruliða Frelsissamtaka Pa- lestinu (PLO) skammt frá hafnarborginni Sídon. Fjórir biðu bana í loftárásinni og tiu særðust. Á miðvikudag beið einn ísraeli bana í sprengingu við Grátmúrinn i Jerúsalem og 69 slösuðust. Sovétríkin: Andófsmað- ur fær að fara Washington, AP. SOVÉSKI erfðafræðingurinn David Goldfarb fór í gær frá Moskvu ásamt bandaríska iðn- jöfrinum Armand Hammer. Goldfarb er vinur bandaríkja- mannsins Nicholas S. Daniloff og hefur verið greint frá þvi að hann hafi neitað sovésku leyniþjónustunni KGB um að- stoð við að ljúga upp á blaða- manninn. Goldfarb fór ásamt konu sinni Ceciliu og Hammer í flugvél frá Moskvu og millilenti á íslandi til að taka eldsneyti á leiðinni til Newark í New Jersey .í Banda- ríkjunum. Sonur Goldfarbs, Alexander, var hér á landi meðan á Reykjavíkurfundinum stóð til að berjast fyrir því að faðir sinn fengi brottflutningsleyfi frá Sovétríkj- unum. Goldfarb var fluttur rakleiðis á sjúkrahús við komuna til Banda- ríkjanna. Hann er sykusjúkur og á við hjartasjúkdóm að stríða. Foringi herskárra shíta í Líban- on sagði að báðir flugmenn „Phantom F-4E“ orrustuþotunn- ar, sem skotin var niður, hefðu varpað sér út í fallhlíf þegar þotan hrapaði. Annar flugmannanna var látinn þegar hann kom til jarðar. Hinn flugmaðurinn lenti í hönd- um vopnaðra sveita hreyfingar amal síta, sem Nabih Berri, dóms- málaráðherra í Líbanon, veitir forstöðu að því er skæruliði lýsti yfir. Berri neitaði þessu. Hershöfðinginn Ephraim Lapid, helsti talsmaður ísraelska hersins, sagði að flugmanninum hefði ver- ið bjargað einni og hálfri klukku- stund eftir að orrustuþotan var skotin niður: „Þetta var djarfleg aðgerð, snöfurmannlega af hendi leyst.“ Vigdís Finnbogadóttir og Bettíno Craxi AP/Stmamynd Bettino Craxi, forsætisráðherra Ítalíu, ræddi við forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, í Róm í gær. Vigdís flutti ræðu á sjötta alþjóða matvæladegi Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Samein- uðu þjóðanna. Forsetinn gengur á fund Jóhannesar Páls II. páfa fyrir hádegi i dag og síðdegis ætlar hún að ræða við Francesco Cossiga, forseta Ítaiíu. Sjá frétt á bls. 4. Ný tilkynning frá Moskvu: Ekki samið sérstaklega um Evrópufiaugarnar Kampelman skorar á Sovétmenn að standa við orð sín Moskvu, Bonn, AP. GENNADY Gerasimov, tals- maður sovéska utanríkisráðu- neytisins, sagði í gær að stjórn Sovétríkjanna væri reiðubúin til að ræða meðaldrægar kjarn- orkueldflaugar sérstaklega i Genfar-viðræðunum um tak- mörkun vígbúnaðar. Aftur á móti yrði haldið fast við þá stefnu að hafa afvopnunartil- lögur í pakka og undirrita ekki samninga, nema þeir fælu í sér „lausn á deilunni um geim- varnaáætlunina" (SDI). Nobelsverðlaunm veitt í Max Kampelman, samninga- maður Bandaríkjanna í afvopnun- armálum, varaði í gær Sovétmenn við að ganga á bak orða sinna með því að tengja geimvamaáætl- unina samningum um fækkun meðaldrægra kjamorkuflauga í Evrópu. Kampelman, sem nú er staddur í Vestur-Þýskalandi, sagði að yfír- lýsingar Sovétmanna um þessi atriði stönguðust á við fyrri um- mæli Mikhails Gorbachevs, leið- toga Sovétríkjanna, og sovéskra embættismanna. Hans-Dietrich Genscher, ut- anríkisráðherra Vestur-Þýska- lands, hvatti til þess á fundi með Kampelman að gert yrði sam- komulag án tafar, sem reist yrði á þeim granni, er lagður var í Reykjavík. Genscher skoraði einnig á Sov- étmenn að koma ekki í veg fyrir árangur á einu sviði með því að krefjast þess að önnur mál fylgdu með í kaupunum. bókmeiuitum og haefræði Stokkhólmi, AP. NÍGERÍUMAÐURINN Wole Soyinka hlaut í gær bók- menntaverðlaun Nóbels og hefur Afríkubúi ekki hlotið verðlaunin áður. Tilkynnt var að Nóbelsverðlaunin í hag- fræði féllu Bandaríkjamann- inum James McGilI Buchanan í skaut. Buchanan hlaut verðlaunin fyrir kenningu sína um að stefna í efnahagsmálum mótist ætíð af eiginhagsmunum stjómmála- manna og ríkisstjóma. Hann er prófessor við George Mason háskólan í Fairfax í Virg- iníu-fylki. Soyinka er afkastamikill rit- AP/Símamynd James Buchanan hagfræðingur og Wole Soyinka rithöfundur. höfundur og leikritaskáld. Hann yrkir ljóð og hefur verið ófeiminn við að gagnrýna stjómarfar í landi sínu. Hann skrifar á ensku „Ég vona að mér hafi ekki verið veitt verðlaunin sakir gagnrýni minnar á stjómvöld," sagði Soyinka við blaðamenn í París í gær. „Mér hrýs hugur við að hugsa til þess að staða mín í stjómmálum hafi átt hlut að máli.“ Nú hefur verið tilkynnt um öll Nóbelsverðlaun, sem veitt verða á þessu ári. Sjá nánar um Nóbelsverð- launahafana á bls. 24 og 25. ísrael: Stjórnarkreppan leyst eftir þriggja daga þóf Jerúsalem, AP. ÞEIR Shimon Peres, forsætisráð- herra ísraels, og Yitzhak Shamir, utanríkisráðherra, náðu I gær samkomulagi um hvernig staðið skuli að valdaskiptum þeirra. Þar með er þriggja daga stjómar- kreppu í ísrael lokið. Líklegt er talið að Yitzhak Shamir sveiji embættiseið forsætisráðherra á mánudag. Fyrirhugað hafði verið að valda- skiptin færu fram á þriðjudag en þá kom upp óvæntur ágreiningur um skipan embættismanna. Ráða- menn Likud-bandalagsins kröfðust þess að fyrrum fjármála- og dóms- málaráðherra , sem Shimon Peres svipti embætti, fengi aftur sæti í stjóminni. Peres krafðist þess hins vegar að aðstoðarmaður hans yrði skipaður sendiherra í Washington. Samkvæmt samkomulaginu, sem gert var í gær, mun Yitzhak Modai, fyrrum dómsmálaráðherra, gegna embætti ráðherra án ráðuneytis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.