Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986 Skoðanakannanir um frammistöðu Reagans í Reykjavík: Meirihlutinn telur Reagan hafa haldið rétt á málum Washington, AP. STÓRU bandarisku sjónvarps- stöðvarnar, ABC, NBC og CBS, birtu skoðanakannanir i fyrra- kvöld, sem allar sýndu að mikill meirihluti bandarískra kjósenda telur Ronald Reagan, forseta, hafa haldið rétt á málum á Reykjavíkurfundi þeirra Mik- hails Gorbachev, aðalritara Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna. Átján handteknir fyrir hryðjuverk Jerúsalem.Kaíró.AP. ÍSRAELSK yfirvöld handtóku í gær 18 manns vegna gruns um aðild að hryðjuverki á miðviku- dagskvöld, er kastað var þremur handsprengjum að hópi nýliða í ísraelska hernum og fjölskyldum þeirra, á bílastæði nálægt Grát- múrnum i Jerúsalem. Einn maður beið bana og 69 særðust. Frelsissamtök Palistínumanna, PLO og marxisk samtök skæruliða í Damaskus hafa sagst standa að baki verknaðnum. Ráðuneytisstjóri ísraelska utanríkisráðuneytisins, Zvi Kedar, kallaði á sinn fund sendi- herra Egyptalands í ísrael og tjáði honum, að ríkisstjóm sín áliti það ekki samræmast tilraunum ríkjanna til að bæta sambúð sína og stuðla að friði, að leyfa PLO að starf- rækja skrifstofu í Kaíró. Sprengingamar hafa vakið mikla reiði í ísrael og hafa bæði Peres, fráfarandi forsætisráðherra og Shamir, viðtakandi forsætisráð- herra, lýst því yfir, að allt verði gert til að hafa hendur í hári tilræð- ismannanna. Suðurhluti gömlu borgarinnar skalf í sprengingunum, reykjarmökkur lá yfir svæðinu og sært fólk lá eins og hráviði um allt bflastæðið. Sjónarvottar sögðu, að ástandið hefði verið hræðilegt. Ný- liðamir vom að kveðja fjölskyldur sínar eftir að hafa verið teknir í úrvalssveit hersins við hátíðlega athöfn við Grámúrinn, helgasta stað gyðinga. Yfirvöld telja að árásin hafi verið þrautskipulögð og hafi mennimir, sem þátt tóku í henni og álitnir em hafa verið tveir, þekkt vel til í borg- inni. Leit er haldið áfram og hefur stór svæði í grennd við tilræðisstað- inn verið lokað af. Talsmenn samtakanna er segjast standa að baki hryðjuverkinu, PIX) og marxíska lýðræðisfylkingin til frelsunar Palistínu, DFLP, halda því hvor um sig fram, að þeirra samtök hafi verið ein að verki og að árásin sé liður í hiyðjuverkaöldu er beinast muni gegn gyðingum á næstunni. Hlynnt að einum hinna særðu á bílastæðinu, þar sem sprengjunum var varpað að mannfjöldanum. Israel: Stöðvamar gerðu sína könnunina hver og vom niðucstöður þeirra allra á sama veg. í könnun, sem ABC-stöðin og blaðið Washington Post stóðu að sameiginlega, kom í ljós að 64% aðspurðra töldu Reagan hafa haldið rétt á málum, 22% vom því andvígir og 13% sögðust ekki hafa myndað sér skoðun. Jafnframt leiddi könnunin í ljós að 55% að- spurðra vom fylgjandi þeirri ákvörðun Reagans að fóma ekki geimvamaráætluninni fyrir fækkun kjamavopna, 16% töldu það hafa verið ranga ákvörðun, 27% töldu sig hins vegar ófæra um að segja af eða á og 3% kváðust enga skoð- un hafa á því máli. Könnun ATBC-stöðvarinnar leiddi í ljós að 71% aðspurðra vom ánægð- ir með það hvemig Reagan hélt á málum í viðræðunum við Gorba- chev. Aðeins 16% vom óánægðir með frammistöðu forsetans. Könn- unin sýndi ennfremur að 50% aðspurðra töldu að hrinda bæri geimvamaáætluninni í fram- kvæmd, 27% sögðu að nota bæri áætlunina til þess að knýja Sovét- menn til samninga um afvopnun en 15% sögðu að leggja bæri áætlun ina á hilluna. Auk þessa sýndi könnun NBC að 60% bandarískra kjósenda telur að sambúð stórveldanna breytist ekki til hins verra þótt ekki hafi náðst samkomulag á Reykjavíkur- fundinum. Könnun CBS-stöðvarinnar var á sama veg og kannanir hinna. Hún sýndi að þrír Bandaríkjamenn af hveijum fjómm vom ánægðir með frammistöðu og málatilbúnað Reag ans forseta á Reykjavíkurfundinum. Sovéska herliðið í Afganistan: Töluverð fjölgun á síðustu mánuðum segir forseti Pakistan Islamabad, Pakistam, AP. ZIA Ul-Haq, forseti Pakistan, sagði í gær að Sovétstjórnin hefði undanfarna þijá mánuði sent 15.000 hermenn til Afgan- istan þrátt fyrir fullyrðingar um að fækkað hafi veríð í her- liðinu. Zia lét þessi orð falla er hann ræddi við hóp bandarískra frétta- manna, sem em í för með Caspar Weinberger, vamarmálaráðherra Bandaríkjanna. „Við höfum undir höndum upplýsingar um að 15.000 sovéskir hermenn hafi verið sendir til Afganistan frá því að Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, tilkynnti í júlímánuði að sex her- deildir yrðu kallaðar á brott," sagði Zia Ul-Haq. Sovétmenn tilkynntu á miðvikudag að brottflutningur her- deildanna sex væri hafinn og honum yrði lokið um næstu manað- armót. Zia Ul-Haq sagði Sovét- stjómina hafa birt sams konar tilkynningu árið 1982 en raunin hefði orðið sú að einstakar hersveit- ir hefðu einungis verið færðar til. Bandaríkjastjóm hefur einnig Iátið í ljós efasemdir um brottflutn- ing sovéska herliðsins frá Afganist- an. Caspar Weinberger, vamar- málaráðherra, sagði í síðustu viku að tilkynning Sovétmanna væri áróðursbragð. ERLENT Gengi gjaldmiðla STAÐA Bandaríkjadollars styrktist gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum Evópu að undan- skildu vestur-þýska markinu. GuU hækkaði í verði. Síðdegis í gær kostaði sterlings- pundið 1,4405 dollara en á miðviku: dag kostaði það 1,4370 dollara. í Tókýó kostaði dollarinn 154,22 jap- önskjen en í fyrradag 154,05 jen. Gengi annarra helstu gjaldmiðla var á þann veg að dollarinn kostaði: 1,9730 vestur-þýsk mörk (1,9735), 1.366,75 lírur (1,365,25), 1,38975 kanadíska dollara (1,38875) og 2,2315 hollensk gyll- ini (2,2285). N óbels ver ðlaunahaf- inn James M. Buchanan eftir Hannes Hólmstein Gissurarson í eríndi því, sem James M. Buchanan hélt í Háskóla íslands 13. september 1982 og birt er i 2. hefti tímarítsins Frelsisins 1983, sagði hann, að töfratala hagfræðinnar væri tveir. Hag- fræðingar ættu að leitast við að skilja þau lögmál, sem giltu um viðskipti tveggja eða fleiri manna, fremur en lýsa búskapar- háttum eins manns. Hvort sem starfsbræður Buchanans taka allir undir þessa skoðun eða ekki, er það víst, að hann hefur skyggnst dýpra og seilst víðar í vísindalegri rannsókn mannlegs samlífs en flestir aðrír hagfræð- ingar og beitt til þess frumlegrí tökum. Hann hefur fært aðferðir hagfræðinnar út fyrir hefð- bundin landamærí hennar og inn á vettvang stjómmálanna. Ég geri ráð fyrir, að hann hafi eink- um hlotið nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1986 fyrir þetta framlag sitt. En stöldrum í skýringarskyni við þessa „töfratölu" Buchanans. Hvem- ig fara tveir menn að því að vinna saman og fullnægja þörfum hvors annars? Hugsanlega geta þeir verið svo góðir menn og óeigingjamir, að þeir geri markmið hvors annars að sínum. Faðir er til dæmis gjaman tilbúinn til þess að leggja mikið á sig fyrir bam sitt. En er hann tilbúinn til þess að leggja jafnmikið á sig fyr- ir einhvem ókunnugan mann? Sá hængur er á þeim samskiptum, sem hvfla á gagnkvæmri ást eða vináttu, að þau ná aldrei og geta aldrei náð nema til örfárra manna í næsta um- hverfí okkar. Þessi kostur er því ekki mjög raunhæfur í ijölmenni. Tveir aðrir kostir eru þó tiltækir. Annar er sá, að menn vinni saman með þeim hætti, að annar sé settur yfir hinn og skipi honum fyrir. Þá hvfla samskipti þeirra í raun og veru á valdi annars yfir hinum. Hinn kost- urinn er sá, að menn vinni saman með þeim hætti, að þeir skiptist á vörum eða þjónustu: ef þú gerir eitt- hvað fyrir mig, þá geri ég eitthvað fyrir þig. Þá hvfla samskipti þeirra á viðskiptum tveggja uppréttra ein- staklinga. Þá eru þeir með einhveij- um hætti jafningjar. Nauðung-arlaus sam- vinna einstaklinga Stjómmálahugsjón Buchanans og rannsóknaráætlun í hagfræði er í sem fæstum orðum, hygg ég, fólgin i því að kanna til hlítar, hvenær menn hafi og geti komið við nauðungar- lausri samvinnu með þessum síðar- nefnda hætti. Hvenær geta þeir samið um hlutina, svo að þeir þurfi ekki að beijast um þá? Hvenær geta þeir farið leið frjálsra viðskipta, svo að þeir þurfi ekki að troða hina blóði driftiu slóð valdbeitingar? Þessum spumingum hefur Buchanan reynt að svara í nokkmm síðustu bókum sínum, svo sem Takmörkun frelsis- ins, Á milli stjómleysis og aJræðis James M. Buchanan í Reykjavík. (The Limits of Liberty Between An- archy and Leviathan) frá 1975 og Rökunum fyrir reglum (The Rea- son of Rules) frá 1985, en hana skrifaði hann ásamt Geoffrey Brenn- an frá Ástralíu. Þar reifar hann sáttmálakenningu í anda breska heimspekingsins Tómasar Hobbes. í stystu máli er inntak hennar, að rétt- læti sé fólgið í þeim leikreglum, sem menn geti komið sér saman um í fijálsum samningum. Þetta réttlæti setji valdsmönnum ófrávíkjanlegar skorður. Hér er auðvitað ekki til þess tóm að greina eða gagnrýna kenningu Buchanans í neinum smáatriðum, enda geri ég það í bók, sem er vænt- anleg (á ensku) í febrúar á næsta ári. En sá sannleikskjami er að mínum dómi í kenningunni, að í stjómmálum skipta leikreglumar miklu meira máli en leikendumir, þegar til langs tíma er litið. Við furð- um okkur stundum á því, hversu lítill munur er á stjómmálaflokkum og stjómmálamönnum í lýðræðisríkjum Vesturlanda. Skýringin er sú, að þeir starfa við svipaðar leikreglur. Þeir, sem ætla að breyta stjómmálaþióun- inni, verða þess vegna að einbeita sér að því að breyta þessum leikreglum, en láta sig minna varða, hveijir leik- endumir em. Ef leikreglumar em ekki skynsamlegar, þá gera „réttu" mennimir gjaman röngu hlutina, þegar þeir komast til valda, eins og Milton Friedman kveður að orði. Buchanan telur af þessum sökum, að brýnasta verkefni nútímamanna sé að breyta stjómarskrám lýðræð- isríkjanna í því skyni að takmarka seðlaprentunar- og skattlagning;:1-- vald stjómmálamanna. Þess má geta í því viðfangi, að Stofnun Jóns Þor-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.