Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÖBER 1986 Fiskiræktin er ekkilengur framtíðarsýn eftir Vigfús B. Jónsson Sveiflur í lífríki náttúrunnar eru alþekkt fyrirbæri og af ýmsum toga spunnar. Nýlega átti sér stað veruleg niðursveifla í íslenskum laxveiðiám. Ætla má að þessi sveifla hefði orðið mun meiri hefði ekki víða verið rekin öflug fískirækt í ám landsins. En oft er það þá illa gengur, að margir spámenn rísa upp og sýnist gjaman sitt hveijum. Svo var einnig í þessu tilfelli og gengu einstöku úrtölumenn svo langt, að þeir hugð- ust afsanna gildi fiskiræktar í ám landsins. Tvær grímur munu hafa runnið á suma við slíkar fortölur og tóku ýmsir að efast um gildi ræktun- arstefnunnar og má sennilega þakka fyrir, að ekki duttu skörð í raðir ræktunarmanna við þær fortölur. En nú er uppsveifla náttúrunnar komin ásamt ríkulegum árangri ræktunar- innar. Sumarið í sumar er mesta laxveiðiár, sem um getur, og hafa á land borist 91 þúsund laxar. Þá má ætla, að þeir hefðu orðið mun fleiri hefði ekki vatnsleysi háð sumum lax- veiðiánna. Örugglega hefur mikill fyöldi þessara laxa verið fóstraður í klak- og eldisstöðvum landsins. Það sem vekur þó sérstaka athygli er hlutur hafbeitarlaxins í aflamagninu einkum í Kollafirði þar sem komnir eru um 15 þúsund laxar úr hafbeit- inni eða um 8% í endurheimtur. Það talar sínu máli, hvaða árangri má ná ef vel er að staðið og hvaða mögu- leika við íslendingar kunnum að eiga í hinu sér íslenska fyrirbæri, haf- beitinni, en hana má trúlega stunda frá flestum ósum og ám landsins. Segja má að ræktun íslensku áima eigi sér ekki ýkja langa sögu og var næsta ómótuð þar til Veiðimálastofn- unin kom til fyrir 40 árum. Á þessum árum hefur margt gott gerst og má það vafalaust mikið þakka þeirri stofnun, svo og dugnaði bænda og íslenskra stangveiðimanna, sem jafii- an hafa verið áhugamiklir og samhentir bændum um fiskrækt. Um 150 veiðifélög eru nú starfandi í landinu, margir fískvegir hafa verið byggðir, ár ræktaðar upp og veiði- bakkar íslenskra fallvatna þannig lengdir um hundruð km en möguleik- ar okkar íslendinga í sambandi við fiskirækt og fiskeldi eru margvísleg- ir, enda hafa nú á tiltölulega fáum ánim risið upp margar klak- og eldis- stöðvar, sjókvíaeldisstöðvar, strand- kvíaeldisstöðvar, hafbeitarstöðvar og stöðvar með blandað eldi. Stöðvar af þessum gerðum munu vera skráð- ar um 80 og hefur upbygging þeirra verið undra hröð upp á síðkastið og sennilega of hröð sumstaðar svo mið- að sé við þá þekkingu og fagfólk, sem fyrir hendi hefur verið hveiju sinni. Þá má reyndai- undarlegt heita, að fjárveitingar til svo vandasamrar Vigfús B. Jónsson starfsemi skuli ekki löngu vera skil- yrtar því að næg þekking og reynsla sé til staðar. Að sjálfsögðu vitum við miklu meira um laxinn og liftiaðar- hætti hans, en við einu sinni geiðum, en laxavísindin eru tiltölulega ung og okkur vantar að vita mun meira. Því ber að auka hvers konar rann- sóknir í sambandi við ísienska laxastofninn í komandi framtíð ef við eigum að geta fullnýtt þá möguleika, sem fyrir hendi eru, en þeir eru óum- deilanlega geysilegir ekki hvað síst með tilliti til hins mikla jarðhita, sem hér er víðsvegar um landið. Menn geta velt því fyrir sér, hversu best megi að verki standa, hvað þetta snertir. Mér virðist einboðið, að efling Veiðimálastofnunarinnar eigi að hafa foigang og stefna beri að því, að mennta okkur fiskræktarfólk sem allra mest við íslenskar aðstæður. Mjög hefur fiskeldi verið oiðað sem aukabúgrein í höndum bænda og þá trúlega att við fískeldi í tjömum og e.t.v. kvíum þar sem hin ýmsu vatns- föll gætu nýst allt ofan í bæjarlæki. Vafalítið eiga bændur þama mögu- leika, en gallinn er bara sá, að fiskeldi sem aukabúgrein bænda hefur aldrei verið nema orðin tóm að kalla má, þó innan við tíu menn kunni að stunda hana. Mér sýnist því nauðsyn til bera að fastar sé tekið á þessu máli t.d. með því að athuga á raun- hæfan hátt, hvaða fiskar kæmu helst til greina og hversu þeir yiðu best markaðssettir og athuga hvar að- stæður séu það góðar, að til þeirra sé kostandi. Höfundur er bóndi á Laxamýri í S-Þing. Þær Aðalheiður Kjærnested, Sigríður Þ. Ásgeirsdóttir og Svan- borg Guðjónsdóttir tóku þátt i þvi ásamt fleiri vinkonum að halda hlutaveltu i Sefgörðum 14 á SeMjarnamesi til ágóða fyrir Rauða kross Islands. Þær söfnuðu rúmlega 860 krónum. FARSÆLL F0RY8IUMAÐUR tryggjum Bírgí Isleifi Gunnarssyni glæsilega kosningu í prófkjörinu -STUÐNINGSMENN-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.