Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986 13 Otímabær endurskoð- un vamarsanuiingsíns eftir Gunnar G. Schram Nú _ í vikunni var samningurinn milli fslands og Bandaríkjanna um lausn Rainbow-málsins lagður fyrir Alþingi. Með samningnum verður það tryggt að qóflutningar fyrir vamarlið- ið verða í höndum islenskra og bandarískra skipa á samkeppnis- grundvelli. Það er mergurinn málsins og með þessu samkomulagi er banda- rísku einokunarlögunum frá 1904 ýtt til hliðar. Samkeppni á jafn- réttisgrundvelli Foiystumenn íslensku skipafélag- anna hafa lýst því yfir að þessi lausn sé þeim að skapi. Fyrir sjálfstæða þjóð var það ástand sem í þessum málum hefur ríkt síðustu tvö árin með öllu óviðunandi. ísland og Bandaríkin eru aðilar að Atlantshafsbandalaginu á jafnréttisgrundvelli og því var það gróft brot á þeirri meginstefnu að allir flutningar vegna vamarliðsins hér á landi væm reknir af bandarísku skipafélagi á einokunargnmdvelli. Sú stefnubreyting bandarískra yfir- valda sem felst í gerð þessa samnings var því bæði tímabær og óhjákvæmi- leg. Með honum er rutt úr vegi deilu milli landanna tveggja sem þegar hafði valdið miklu meiri miska en mikilvægi málsins í raun gaf tilefni til og af létt þeim skugga, sem á sam- búð ríkjanna tveggja hefur fallið vegna þess. Lausn hvalveiðimálsins Önnur deila milli íslands og Banda- ríkjanna hefur einnig nýlega verið farsællega til lykta leidd. Um hríð voru teikn á lofti um það að viðskipta- ráðuneyti Bandaríkjanna myndi leggja til við forsetann að íslendingar yrðu beittir viðskiptaþvingunum þar í landi vegna deilu um túlkun orðalags sam- þykktar Alþjóða hvalveiðiráðsins, sem gerð var í júnímánuði síðastliðnum. Þar sem Bandaríkin eru og hafa lengi verið mikilvægasti markaður okkar fyrir fiskafurðir hefðu slíkar þvingan- ir getað haft ófyrirsjáanlegar afleið- ingar fyrir fiskiðnaðinn og raunar ekki bætandi á vanda hans. Það samkomulag, sem ráðherrar beggja landanna gerðu með sér um málið fyrir rúmum mánuði, er að vísu ekki hafið yfir alla gagnrýni, en hafði þó í för með sér að þessi deila er úr sögunni. Raunar var þá annar kafli hennar enn óleystur — sá, hvort Bandaríkin myndu beita Japani svip- uðum þvingunum ef þeir keyptu hvalafurðir frá íslandi. Til þess óyndis- úrræðis var þó ekki gripið, svo sem kunnugt er. Fleygnr í vestræna samvinnu Þessi tvö alvarlegu deilumál milli þjóðanna tveggja hafa því verið leyst og eru úr sögunni. En þau hafa dreg- ið þann dilk á eftir sér að þeir, sem andvígir eru aðild íslands að Atlants- hafsbandalaginu, hafa séð sér leik á borði og krafist þess að vamarsamn- ingurinn við Bandaríkin verði þegar í stað tekinn til endurskoðunar. Þar hafa, sem áður, verið fremstir í flokki ýmsir leiðtogar Alþýðubandalagsins, innan þings sem utan. Þeir hafa ætíð verið andvígir því að hér væri vamar- lið og að Islendingar tækju þátt í vamarsamstarfi vestrænna þjóða. Engan þarf því að undra þótt þessi tvö deilumál hafi verið notuð til þess að reka fleyg í þetta samstarf, sem staðið hefur síðustu þijá áratugina. Til þess gafst þeim hér kærkomið tækifæri. Engin endurskoð- unarástæða Hitt hefur vakið meiri undrun að undir kröfumar um endurskoðun vamarsamningsins hafa tekið ýmsir í samstarfsflokki q' álfstæðismanna, þar á meðal sumir ráðherrar Framsóknar- flokksins. Er næsta efitt að gera sér grein fyrir því hvaða rök liggja að baki slíkri afstöðu. Þær tvær deilur milli ríkjanna, sem áður voru nefiid- ar, hafa nú báðar verið leystar og eru úr sögunni. Af þeim sökum er vand- séð hvers vegna menn telja að þær eigi að vera ástæða til þess að hefja endurskoðun vamarsamningsins. Hvalveiðideilan kom raunar vamar- málum landsins aldrei neitt við og þess vegna var seilst um hurð til lo- kunnar að nota hana sem rök fyrir endurskoðun. Um sjóflutningana til vamarliðsins gegndi hins vegar öðru máli en það mál er nú í höfti með hinu nýja samkomulagi ríkisstjóm- anna tveggja. Hvomgt þessara mála veitir því í dag nokkra átyllu til breytinga á þeirri skipan vama landsins, sem hingað til hefur verið í gildi. Verður vart öðm trúað en foiystumenn Fram- sóknarflokksins geri sér fulla grein fyrir því, eins og málum er nú komið. Ekkert heilagt plagg Það er svo annað mál að vamar- samningur okkar við Bandaríkin, sem gilt hefur frá árinu 1951, er ekkert Gunnar G. Schram heilagt plagg, sem hafið er yfir alla gagmýni. Hann getum við endurskoð- að og honum getum við sagt upp hvenær sem er ef íslendingar telja til þess góð og gild rök. í 7. grein samningsins er skýrt tek- ið fram að hvenær sem er geti ríkis- stjómin óskað eftir endurskoðun hans. í kjölfar slíkrar endurskoðunar geta íslendingar sagt samningnum upp ef það er talið æskilegt og fellur hann þá úr gildi 12 mánuðum síðar. í ljósi þessa ákvæðis er þess engin þörf að taka upp ákvæði um sjálfkrafa endur- skoðun á 2—3 ára fresti, eins og tillögur hafa nú komið fram um. Samstarf íslendinga og Banda- ríkjanna í vamarmálum, sem hvílir á grundvelli vamarsamningsins, hefur fram til þessa notið fulls stuðnings mikils meirihluta þjóðarinnar. Þrátt fyrir það er ljóst að jafnan þarf að hafa í huga hvað betur má fara í því samstarfi og sjálfsagt er að gera á því þær breytingar, sem ný sjónarmið og breyttir hagsmunir hafa í för með sér. Almannavamir Eitt af þeim atriðum sem tímabært er að huga að hefur áður komið til umræðu. Það lýtur að spumingunni um það hvort ekki sé bæði nauðsyn- legt og æskilegt að Atlantshafsbanda- lagið taki þátt í uppbyggingu almannavama landsins. Hlutverk þess er ekki einungis það að veija landið fyrir árás heldur einnig þjóðina, sem landið byggir. A undanfömum árum hafa almannavamir verið í nokkurri uPpbyggingu, en þó mun því fara fjarri að þær hafi afl til þess að gegna hlutverki sínu á hættustund svo sem til er ætlast. Það er því ekki óeðlilegt að kannað verði hver þáttur vamar- liðsins geti verið í almannavömum landsins. Atvinnustarf semi á Suðumesjum Annað atriði er sala íslenskra af- urða, og þá fyrst og fremst land- búnaðarvara, til vamarliðsins. Hún hefur átt sér stað í mjög takmörkuð- um mæli til þessa en full ástæða er til þess að kanna hvaða möguleikar eru til breytinga í þeim efnum. Þriðja atriðið varðar starfsemi Aðalverktaka á vamarsvæðunum þar sem þetta stærsta verktakafyritæki landsins nýtur einkaleyfisaðstöðu. Spyija má hvort slíkt fyrirkomulag sé æskilegt til frambúðar án nokkurra breytinga. Það sjónarmið hefur oft heyrst að eðlilegt sé að fyrirtækið fjárfesti á Suðumesjum, þar sem starfsemi þess fer fram, og veltufé þess sé varðveitt í lánastofnunum þar, í stað þess að það flytjist allt til höfrðborgarinnar eins og verið hefur. A því er tíma- bært að verði breyting. Þau atriði sem hér hafa verið nefnd er sjálfsagt og réttmætt að taka til athugunar og samninga á næstunni. En hvorki þau, né deilumar tvær sem áður voru nefndar, eiga að verða til- efni til ótímabærra kraftia um alls- heijar endurskoðun vamarsamstarfs okkar við Bandaríkin og þá með upp- sögn í huga. Til slíks þurfa að liggja aðrar og veigameiri ástæður, sem meirihluti þjóðarinnar telur góðar og gildar. Höfuadur er eínn af aJþingismönn- um Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjaneskjördæmi. úllt Hús lAatar 'h NAUT 249,- KR/KG — úrbeinað/pakkaö/merkt - flokkur U.N.I. 'h SVÍN 249 KÍ/KG — nýtt eða reykt — úrbeinað/pakkað/merkt V, LAMB179,- KR/KG — rúllupylsa fyrir slög •ÓDÝRA i iGf Lambalæri.........................295,15 kr. Lambahryggur...................... 250,40 kr. Lambaframhryggur......................283,40 kr. Lambagrillsneiðar...................198,- kr. Lambasúpukjöt.......................198,- kr. Lambaslög.............................38, -kr. Lambasaltkjöt, valið...................,288,- kr. Lambakótilettur........................250,40 kr. Úrbeinað lambalæri......................438,- kr. Úrbeinaðir lambahryggir.................443,- kr. Úrbeinaðírlambabógar............... 363,- kr. Lambahakk............................185,-kr. Kindahakk...........................175,-kr. ■ | ............................ •••••••**»»•»»•»»»»««•*»•■•■» »»»»•»•••«•«••■•••.I Hamborgara reykt svínalæri... Hamborgara reyktirsvínabógar, Hamborgara reyktir svínahryggir. Hamborgara reyktir svínahnakkar úrbeinaðir Bajon skinka (úrbeinað læri)... Sænsk skinka (eftir pöntun).. Úrbeinaður hamborgarhryggur (samkv. danskri aðferð) **»»»»»»»»»♦«*«■•• !•«•«»•»»•»•< ••••••»»»•••»«««««<«•■•••■•.< •••••••■•>•»•••••«•««««««»•»•»1 •*•■»•»•»»»•»•«••«•••■ •••■»•»»»««««««•«•« 290,- kr. ....285,-kr. ....490,-kr. ....477,-kr. .351,-kr. 290,-kr. .830,-kr. 3 kS ne>uti ct>nit> f *°.Í ksi °n ‘»rl atá"M,u, • URVALS NAUTAKJOT Fillet....................760,- kr. Mörbráð...................845,-kr. Gullasch..................550,-kr. Enskt buff................640,- kr. Schnitzel.................595,-kr. Innlæri...................640,-kr. Hakk......................298,- kr. 10kg hakk.................268,-kr. Bógsteikur................275,- kr. T-bonesteikur.............430,- kr. Grillsteikur..............430,- kr. KJOTMIÐSTÖÐIN Sfmi 686511 pið alla föstudaga til kl. 20 og laugardaga 07- VeriA velkomin í besta kjötverðið. 16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.