Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986 Vindhög’g’ og forystuleysi eftirEsther Guðmundsdóttur í framhaldi af hugleiðingum um fjölskylduna og hlutverk stjórn- málamanná varðandi það að sjá hag hennar borgið betur en raun hefur orðið á undanfarin ár vil ég nú gera að umræðuefni það sem einna mestu skiptir varðandi far- sæld einstaklingsins, þ.e. ævistarf- ið. Mikið er rætt um nauðsyn þess að tengja atvinnulíf og skóla, þannig að ungt fólk afli sér mennt- unar í samræmi við þarfir vinnu- markaðsins. Þetta er vitanlega tómt mál að tala um á meðan fáar eða engar raunhæfar áætlanir og spár liggja fyrir um íslenskan vinnumarkað á næstu áratugum. Þetta er atriði sem stjómmála- menn verða vissulega að láta til sín taka. Annars verður tenging skóla og atvinnulífs aldrei annað en vindhögg. Angi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað um þetta efni er nauðsyn þess að auka náms- og starfsfræðslu í efstu beklq'um grunnskóla. Slík fræðsla hefur lengst af farið þannig fram að nemendur í 9. bekk hafa varið einni viku á skólaárinu til þess að kynnast atvinnulífínu, fyrst og fremst með heimsóknum í fyrir- tæki og stofnanir. Af ýmsum orsökum, m.a. aðstöðuleysi, hafa þessar starfsfræðsluvikur ekki ve- rið undirbúnar sem skyldi. Afleið- ingin hefur orðið sú að á starfsfræðslu er gjaman litið sem einskonar frí. Fyrirtæki og stofn- anir hafa veitt nemendum viðtöku eftir því sem svigrúm hefur verið til. Víða hafa þessar heimsóknir unglinganna raskað starfsemi á vinnustöðum og em mörg dæmi um að málið hafí verið leyst með því af hálfu stofnana og fyrir- tækja að láta útbúa myndband um starfsemina og sýna síðan gestun- um í húsakynnum viðkomandi vinnustaðar. Myndbönd af þessu tagi lægi beinna við að sýna í skólanum eða jafnvel í sjónvarpi en með þessu móti missir starfsfræðsiuvikan úti í atvinnulífínu marks. Nýja tækni, og þar með myndbönd, er sjálfsagt að nota í þessu skyni því að með þessu móti er unnt að láta skóla- fólki í té mun víðtækari og markvissari starfsfræðslu en nú er gert. Tækifærin til að hrinda þessu í framkvæmd em fyrir hendi. Nú þegar hafa einkaaðilar Esther Guðmundsdóttir Á MORGUN OPNUM VID NÝTT BAKARÍ [ HJARTA SEUAHVERFIS AD HÓLMASELI 2 Við hefjum starfsemina kl. 8.00 með glæsibrag í splunkunýju húsnæði, þar sem á boðstólum verða kynstrin öll af krásum: lostætar tertur, konditoríkökur og auðvitað rjúkandi brauð af öllu tagi. Og í tilefni dagsins bjóðum við öllum viðskiptavinum okkar upp á gómsæta rjómatertusneið! Verið velkomin! Bakaríið Krás, Hólmaseli 2, s: 79899 & 79874 „VerÖi þannig á málum haldið sem hér er lýst er ég ekki í vafa um aö ungt fólk sem er að undirbúa ævistarf sitt og þátttöku í þjóðlífinu fengi aukna yfirsýn yfir vinnumarkaðinn í nútíð og framtíð, svo og hlutverk sitt á þeim vettvangi, þannig að því gangi betur að finna sér farveg þar sem ein- staklingsbundnir hæfi- leikar fá notið sín í ríkum mæli.“ sérhæft sig í myndbandagerð vegna starfsfræðslu en slík starf- semi hefur fengið Iitlar undirtektir af hálfu hins opinbera. Ástæða er til að undirstrika að hér er ekki verið að leggja til að hið opinbera he§i stórbrotna myndbandagerð. Úti í sjálfu atvinnulífínu er nóg af hæfii fólki til að annast það verk en markaðurinn verður að vera til og hann er sjálft fræðslu- kerfíð. Það er mitt mat að starfs- fræðsla eigi að vera skyldunáms- grein í 9. bekk grunnskólans, en ekki aðeins valgrein eins og nú er í fáeinum skólum í Reykjavík. Sjálfsögð hagræðing er í því fólg- in að nýta nýja tækni og færa starfsfræðsluna inn í skólana að svo miklu leyti sem unnt er. Þann- ig mætti koma á framfæri ýtar- legri og víðtækri starfsfræðslu með því að sýna myndbönd í skól- unum, en einnig með því að fá fulltrúa starfsstétta, fyrirtækja og stoftiana til að koma og kynna greinar sínar. í þessu sambandi er það ekki síst mikilvægt að ungt fólk læri að þekkja rétt sinn á vinnumarkaði og því væri sjálfsagt að verklýðssamtök gegndu veru- legu hlutverki í starfsfræðslunni. Verði þannig á málum haldið, sem hér er lýst, er ég ekki í vafa um að ungt fólk sem er að und- irbúa ævistarf sitt og þátttöku í þjóðlífínu fengi aukna yfírsýn yfír vinnumarkaðinn í nútíð og framtíð, svo og hlutverk sitt á þeim vettvangi, þannig að því gangi betu.r að fínna sér farveg þar sem einstaklingsbundnir hæfi- leikar fá notið sín í ríkum mæli. Liður í markvissri starfsfræðslu eru starfandi námsráðgjafar í skólunum, en sú tegund starfs- fræðslu og þeir ráðgjafar sem hér er um rætt krefst skipulagningar og íjárútláta. Þetta mundi vita- skuld hafa í för með sér aukin kostnað fyrir fræðslukerfið, en sá tilkostnaður mundi skila sér marg- faldlega þegar til lengri tíma er litið. Höfundurermarkaðsstjóri Spari- sjóðs Reykja víkur og nágrennis og þátttakandi í prófkjöri Sjilf- stæðisflokksins í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.