Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986 45 Laufey Guðjóns- dóttir - Minning Fædd 18. júní 1919 Dáin 9. október 1986 Laufey Guðjónsdóttir fæddist að Fremstuhúsum í Dýrafírði. Hún var næstelst af 8 bömum þeirra hjóna Borgnýjar Hermannsdóttur og Guð- jóns Davíðssonar sem bjuggu þar allan sinn búskap. Á uppvaxtarárum hennar var iðandi mannlíf allt í kringum heim- ili hennar og systkinahópurinn stór. Þannig var líka á bæjunum í kring. Allir áttu jafnaldra og félaga, daga- munurinn var svo að segja í eigin hendi og engin truflun frá um- heiminum og landið fagurt og frítt. Það var stutt milli fjalls og fjöru, skeljamar og beijalyngið jafnt fyrir alla. Þá var einnig stutt milli bæja og Lambahlaðsskólinn miðstöð þessa fjölmenna samfélags. Þar hafði kynslóðabilið aldrei verð nefnt á nafn. 10 ára bömin og uppí 14 ára vom öll í sömu stofunni með einn og sama kennarann. Á heimilunum vom allir alltaf saman, sváfu í sömu baðstofunni, mannylurinn hlýjaði sálunum og hóplífið gaf öryggi sem aldrei verð- ur mælt eða vegið í öðm en þvl að þessi kynslóð Laufeyjar fékk í fang- ið mesta umbrotatímabil í sögu mannkynsins og þá líka í sögu íslensku þjóðarinnar og ekki verður um villst í því að hún hefur staðið af sér alla þá sjóa. Þar var Laufey engin undantekning. Það er margs að minnast. Sú er jafnan raunin þegar svona er komið að engu verður við bætt, þá verður myndin allt í einu svo stór að mað- ur staldrar við sér til hugarhægðar. í myndum minninganna gnæfír Laufey yfír hópinn, hún glampaði af lífsþorsta, kankvísi og glaðlyndi. Hún var næm á það spaugsama og var einkar orðheppin og snjöll í tilsvörum. Hún átti ekki síður inn- sæi í dýpri rök tilvemnnar. Það var sérkenni hennar hvað augun sögðu mikið, með því er hún hafði fram að færa, það leyndi sér því aldrei meining hennar. Hún ólst upp við ræktun hugar og handa, átti til mjög greindra að telja í báðar ættir og studdist því bæði við vöggugjafir og áunninn manndóm. Það var blóma- og tijágarður við litla bæinn í Fremstuhúsum. Það var orgel í stofunni, hvomtveggja var fremur fátítt á þeim tíma. Fað- ir hennar spilaði og öll fjölskyldan söng. Svipmót þetta bar hún alla æfí sína og var ákaflega sönn í verkum sínum. Þegar Laufey hleypti heimdrag- anum hélt hún til Suðurlands. Á annan dag jóla 1942 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Magnúsi Kristjánssyni að Seljalandi undir Eyjafjöllum. Heimili sitt reistu þau á Hvolsvelli þar sem Magnús varð seinna kaupfélagsstjóri. Þeim varð fjögurra bama auðið. Þau em Kristján, búsettur á Hvolsvelli, son- ur sem andaðist stuttu eftir fæð- ingu, Svanfríður og Borgþór, búsett í Reykjavík. Bamabömin em fjög- ur. Á Hvolsvelli undi fjölskyldan hag sínum vel, en í lífí Laufeyjar mnnu skilin jafnan æði skjótt. Magnús veiktist skyndilega og gekk í gegn- um harða raun heilsuleysis. Hann lét því af erfíðu starfí kaupfélags- stjóra og þau hjón fluttu til Reykjavíkur 1965. Þá urðum við Laufey nágrannar í annað sinn. Aðeins var yfír götuna að fara. Það var mér ákaflega mik- ið gleðiefni. Gömlu, góðu dagamir og það sem við höfðum lært af þeim nýrri fékk himinhátt flug yfír kaffibolla þó að erill dagsins gnauð- aði fyrir utan. Áhugamálin féllu greiðlega í sama farveg og við vomm fyrr en varði famar að vinna að framvindu sumra þeirra. Fyrir mér rann upp tímabil sem ég fann að var fyrir ofan mölina sem mér hafði gengið fremur illa að staulast á. Laufey gaf öllu líf sem hún kom nærri. Það var gaman að fínna að gamli buslu- gangurinn sem við tömdum okkur gjaman á ungdómsámnum var orð- inn að rökföstum meiningum þó inná milli skylli við tönn það sem spaugilegt féll til. Ég naut hennar, hún var veitandinn og sterkari aðil- inn. En sól brá sumri. Um miðjan nóvember 1969 fékk hún snögglega heilablæðingu, fór í aðgerð til Kaup- mannahafnar en það kom fyrir ekki. Hún var lömuð uppfrá því og önnur röskun greinanleg sem einnig náði ekki framför. Þegar við Karl kynntumst vomm við ungir að ámm. En það var um haustið 1939. í febrúarmánuði það ár kom ég heim eftir þó nokkra dvöl í Noregi. Um þær mundir vom hér á landi erfíðir tímar, því þetta var síðasta ár þess tímabils, sem allir nefndu heimskreppuna. Eins og að ofan segir kom ég heim í febrúar 1939 og gat hvergi fengið handarvik að gera, svo allt frá febrúar til september fékk ég tvö dagsverk, sem mest var því að þakka, að vinur minn einn lét mig hafa þessi dagsverk, meira af vor- kunnsemi við mig en eigin þarfir. En svo kom „blessað stríðið" eins og einhver á að hafa sagt. Það fyrsta sem máli skipti fyrir reykvíska atvinnuleysingja var það að af nálega öllum erlendum skip- um, sem hér lágu, sagði þorri manna upp og afskrifaðist. Þetta leiddi til þess að fjöldi íslendinga fékk þegar í stað skiprúm og var kominn í allvellaunuð störf. Ég réðst á „Matthilde Mærsk“ sem „letmatrós", en Karl, sem ég aldrei hafði heyrt né séð, var auðvit- að ráðinn og skráður sem fullgildur. Auðvitað hafði ég engin réttindi til þessa starfs, þvf ég kunni blátt- áfram hreint ekkert til nokkurs verks, enda varð um þetta mikill styrr, því á skipinu voru jungmænd", sem áttu þegar fyllsta rétt til starfsins og þeirrar launa- hækkunnar sem því fylgdi. Danimir allir, nema skipstjórinn, sem hafði ráðið mig út úr vandræð- um, brugðust ókvæða við, og sáu mig aldrei í friði nema þegar Karl var viðstaddur, enda stóð hann hveijum manni framar bæði að kunnáttu og dugnaði og eitt sinn er 1. matrós, sem var danskur dugnaðarforkur, skammaði mig með margvíslegum hótunum að Kalla viðstöddum, gekk Karl til hans og tilkynnti honum, að hver sem léti mig ekki fullkomlega í friði og leiðbeindi mér mannúðlega skyldi eiga sig á fæti hvar og hve- nær sem væri. Eftir það þorði enginn Dananna svo mikið sem blaka við mér. Eðlilega fór mér upp frá þessu að þykja vænt um Kalla, og sú kennd hefur í engu dvínað. Enda þótt Karl væri mjög dag- farsprúður, glaðvær og fáskiptinn var hann allgeðríkur, en drengur góður í hvívetna. Allan þann tíma sem ég þekkti Karl reyndi ég hann sem góðan dreng, sem var boðinn og búinn til hjálpar og aðstoðar hveijum sem þurfti, kunnugum eða ókunnugum, enda hef ég aldrei heyrt nokkum mann hallmæla honum. Annað var það að hann valdi náið sitt kunn- ingja- og vinalið. Nú þegar hann er allur veit ég að margur saknar hans, enda þótt maður sætti sig við, að maður á hans aldri hverfí af sjónarsviðinu. En það tel ég víst að fleimm sé eins farið og mér. Ég er þakklátur fyrir kynni mín af honum, og geymi minningu hans í glöðum huga. Jón Kristófer 17 ár em langur tími tregatára. Þann tíma hafa maður hennar, böm og ástvinir borið með stöku æðm- leysi. Þau gengu að þessum fjötmm merkta beði og í vanmætti sínum tóku út sína þjáningu þó allar hend- ur væm fúsar að bæta úr fyrir henni og sannarlega naut hún þeirra stunda og lifði fyrir þær. Löngu stríði lífs og heilsu vin- konu minnar er lokið, hvað dauðinn er vitum við ekki. Kinn sem var hlý er orðin köld, hönd sem vann eiginmanni og bömum af alúð og kærleika er horfín, brosmildu augun lokuð. Þannig er dauðinn á vom skammvinna sjónarsviði. Þær brotnu Iínur hverfa inní morgundaginn og mýkjast við ný átök. Það sem var fylgir þeim sem við þeim taka, auðlegð minning- anna gerir alla vegi færari, þannig er lífið. Við þessi leiðarlok sendi ég þeim sem unnu Laufeyju innilegar sam- úðarkveðjur og kveð vinkonu mína með þökk fyrir skemmtilega sam- fylgd og margar ánægjustundir. Nína. Á haustdögum fyrir fjömtíu og fímm ámm réðst ung og myndarleg stúlka vestan af landi í mötuneyti, sem Kaupfélagið á Hvolsvelli rak í þáverandi kaupfélagsbústað, sem nefndur er Amarhvoll. Hún hafði þá um sumarið verið kaupakona að Stóm-Sandvík í Sandvíkurhreppi og líkað vistin vel á Suðurlandi. Austur á Hvolsvelli átti hún þá góðar frændkonur sem réðu hana sem ráðskonu á stærsta og umsvifa- Nú þegar einn góðkunningi minn, Karl Guðmundsson frá Olafsvík, hefur kvatt hið jarðneska ævisvið koma fram ýmar hugleiðingar hver er hinn raunvemlegi tilgangur lífsins. Er lífíð kannski það sem aldrei hefði átt að verða til eða leyn- ist eitthvað bjartara á bak við hið skammvinna og óhreina svið jarðlífsins. Ég er fullviss um að Karl heitinn Guðmundsson kvaddi saklaus og í sátt við alla. Það var með hann eins og mig að hann drakk stundum áfengi, en að drekka áfengi án þess . að gera neitt á hlut annarra það er engin synd. Það sem oftast ger- ist í þess konar tilfellum em slæm eftirköst en bókstafstrúarhópurinn sem telur sig vera frelsaðan af öllu illu kallar þess konar víndrykkju synd. Þær persónur tala um að syndafyrirgefning og iðmn sé leiðin til þess að öðlast eilíft líf í himna- ríki, mér verður þetta óskiljanlegt. Ef um líf eftir líkamsdauðann er að ræða, þá hljóta allir að komast yfír móðuna miklu. Ég og Karl heitinn töluðum oft saman og ég segi eins og er að mér fannst hann mjög alþýðlegur og opinn í við- móti, en það var ekki ætlun mín að hafa þessa grein lengri. Ágætur maður hefur kvatt, ég vil að endingu votta systur hans og bróður og öðram hans nánustu samúð mína og hluttekningu. Bless- uð veri minning hans. Þorgeir Kr. Magnússon mesta heimilið sem þá var í kauptúninu. Þama var í fæði flest starfsfólk kaupfélagsins og lang- ferðabílstjórar settust að matborði daglega. Gestir komu og fóm, næt- urgestir vom tíðir. Borðstofan varð að svefnskála á síðkvöldum. Það vom komnir miklir vaxtarverkið í kaupfélagið en í fá hús að venda með beina. Glaðlynda og þekkilega stúlkan vestan úr Dýrafírði skapaði góðan anda á erilsömu heimili. Þannig að fólki þótti gaman að koma í Amar- hvol, þar sem ráðskonan hafði einkar næmt auga fyrir hinum björtu hliðum tilvemnnar. Þar var ekkert verið að fárast yfír þrengsl- um og þægindaleysi. Þama var samankomið ungt og glaðsinna fólk og eins og skáldið frá Hlíðarendakoti orðaði það: Þá var morgunn um himin og lönd. Laufey Guðjónsdóttir var fædd að Fremstuhúsum í Mýrarhreppi í Vestur-ísafjarðarsýslu 19. júní 1919. Foreldrar hennar vom þau heiðurshjónin Borgný Hermanns- dóttir og Guðjón Davíðsson, lengi organisti í Mýrarkirkju. Eftir almennt bamaskólanám nam Laufey í tvo vetur við Héraðs- skólann á Núpi í Dýrafírði og lauk þaðan prófí. Henni varð námið að Núpi notadijúgt eins og svo mörg- um og menningaráhrif frá hinum snjöllu skólamönnum á Núpi vom mótandi og traust. Einn af hinum ungu mönnum sem komnir vom til starfa á Hvolsvelli 1941 var Magn- ús Kristjánsson frá Seljalandi í Vestur-Eyjafjallahreppi sem lokið hafði verslunarprófí frá Samvinnu- skólanum þá um vorið. Laufey og Magnús felldu hugi saman og gengu í hjónaband 26. desember 1942. Magnús var þá fulltrúi í Kaupfélaginu á Hvolsvelli, en varð árið 1946 kaupfélagsstjóri og gegndi því ábyrgðarmikla starfí með giftu til hausts 1965 að hann varð að hætta vegna heilsubrests. Magnús gegndi og mörgum trúnað- arstörfum öðmm á þessum ámm, sat meðal annars í sveitarstjóm. I kaupfélagstíð Magnúsar var byggt m.a. stórmyndarlegt verslunarhús, sem hýsti kjörbúð, eina meðal hinna fyrstu á landinu, og myndarlegt bflaverkstæði og vélsmiðja var og reist á þessum áram. Ungu hjónin hófu búskap í svo- nefndu „Erlingshúsi“ og fluttu eftir fá ár í áðumefndan Amarhvol, sem varð heimili þeirra í meira en ára- tug. Þá byggðu þau myndarlegt íbúðarhús þar sem áfram var gott að koma í kokkhús og stórar stofur. Laufey Guðjónsdóttir var félags- lynd kona. Hún var velvirkur félagi í kvenfélaginu „Einingu" og for- maður um skeið. Lengi í sóknar- nefnd Stórólfshvolskirkju og í stjóm kirkjukórsins. Hún söng í kirkjunni sinni í næstum aldarfjórðung. Hún hafði blæfagra millirödd sem hún beitti af músíkalskri smekkvísi. Fólki þótti notaleg návist hennar. Hún hugsaði fallega og lagði gott til mála, velviljuð og jafnan full af flöri og yl. Laufey var ljóðelsk og gerði sjálf vísur á góðum stundum. Magnúsi og Laufeyju varð fjög- urra bama auðið, þijú em á lífí en þau em: Kristján Om bifreiðastjóri hjá Kaupfélagi Rangæinga, f. 30. september 1942. Hann er kvæntur Erlu Jónsdóttur verslunarstjóra frá Nesjavöllum; Svanfriður hjúkmnar- fræðingur, f. 18. febrúar 1946. Hún er gift Njáli Sigurðssyni tóniistar- manni og námsstjóra frá Krossi; og Guðjón Borgþór, doktor í líffræði, f. 21. febrúar 1952. Hann átti Sigurlaugu Höskuldsdóttur en þau hafa slitið samvistir. Laufey og Magnús fluttu til Reykjavíkur fyrir um tveimur ára- tugum þar sem Magnús gerðist fljótlega aðalbókari hjá Dráttarvél- um hf. Fyrir átján ámm dró dökka bliku yfír heimili þeirra í Safamýri 34. Laufey veiktist hættulega og var frá þeim tíma rúmföst lengst af á Landakotsspítala. Vonimar um bata rættust ekki. LSfsglaða konan úr Dýrafírðinum gekk ekki framar út í sólskinið. Hún komst ekki aust- ur þar sem bömin hennar áttu sín bemskuspor. Hún sá ekki eftir það fjöllin háu og svipmiklu við Ijörðinn sinn fyrir vestan, þar sem dalir era grónir. Hún var fjötrað við rúmið þar sem hún beið lausnarstundar- innar svo lengi. Eiginmaðurinn létti henni lífíð með þeirri umhyggju og þeirri alúð sem mest og best hann gat. Hann las fyrir hana og flutti henni tíðindi af því sem gerðist utan hinna þykku veggja sjúkrahússins, þar sem Iífið heldur áfram. Við Margrét og bömin okkar sendum ástvinum öllum samúðar- kveðjur. Það er þakkarvert að hafa átt samleið með Laufeyju Guðjónsdótt- ur meðan lífssól skein í heiði og að eiga um hana minningar, sem allar em góðar. Pálmi Eyjólfsson t Innilegustu þakkir til allra þeirra sem hafa auðsýnt okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, fóstursonar og sonar, HALLDÓRS S. SVEINSSONAR, Skógargerði 9, Reykjavik. Kristveig Baldursdóttir, Arnþór Halldórsson, Kristín Jónsdóttir, Sigurður Halldórsson, Baldur Öxdal Halldórsson, Kristveig Halldórsdóttir, Sigriður Árnadóttir, Sveinn Ólafur Jónsson, Eyjólfa Guðmundsdóttir. t Við þökkum innilega auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar ÁRNA SÆMUNDSSONAR, fyrrverandi hreppstjóra, Stórumörk. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Suðurlands fyrir góða umönnun í veikindum hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Lilja Ólafsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð viö andlát og jarðarför systur okkar, MARGRÉTAR SIGURÞÓRSDÓTTUR. Tómas Slgurþórsson, Eriendur Sigurþórsson, Guðrún Sigurþórsdóttir, Stefanía Jórunn Sigurþórsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.