Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986 Grimmilegar að- gerðir í Afganistan Islamabad, AP. SOVÉZKAR og afganskar her- sveitir hafa haldið uppi hörðum árásum á þorp og bæi í Shomali- héraðinu í nágrenni Kabúl, höfuðborgar Afganistan, að und- anförnu og fellt mikinn fjölda óbreyttra borgara. Að sögn vestrænna stjómarer- indreka eru aðgerðir sovézka innrásarliðsins og afganska stjóm- arhersins í Shomali einhveijar þær hrottalegustu, sem þar hafa sézt. Mikill fjöldi hermanna hefur tekið þátt í aðgerðunum og hefur verið beitt stórri sveit þungavopna og stórskotaliðs auk árásarþyrlna og sprengjuflugvéla. Hersveitimar hafa skotið án af- láts á þorp og bæi í þeirri von að Belgía: Reynt að afstýra stjómar kreppu Brussel, AP WILFRIED Martens, forsæt- isráðherra, átti viðræður við helztu ráðherra belgisku stjórnarinnar í gær í þeim til- gangi að leysa tungumála- deilu, sem varð til þess að hann bauðst til að segja af sér. Baldvin Belgíukonungur átti einnig viðræður við stjómmála- leiðtoga og óskaði eftir umsögn þeirra um tilboð Martens. Ekki er búist við því að stjómarkrepp- unni ljúki fyrr en í fyrsta lagi um helgina. Tæki konungur afsögn Mart- ens til greina er áætlun sam- steypustjómarinnar um endurreisn atvinnu- og efna- hagslífs í stórhættu. Deila stjómarflokkana snýst um hvort bæjarstjóri smábæjarins Fouro- uns skuli tekinn í embætti. Hann neitar að tala flæmsku þótt bærinn sé á flæmskumælandi slóðum. Stjómarflokkamir skiptast báðir í fylkingar Vall- óna og Flæmingja og tóku Vallónar strax afstöðu með borgarstjóranum. valda frelsissveitunum sem mestu tjóni. Þessar vægðarlausu árásir hafa leitt til gífurlegs mannfalls í röðum óbreyttra borgara. Árásimar koma í beinu framhaldi af mikilli sókn sovézka innrásarliðsins í Paghman-héraðinu. Jafnframt herma stjómarerind- rekar að afgönsku og sovézku hersveitimar hafí eyðilagt upp- skem, skepnur og akra þorpa, þar sem talið er að frelsissveitimar hafi notið fyrirgreiðslu. Tilgangur- inn með aðgerðum af þessu tagi er að svelta skæmliða. Ennfremur er hermt að sovézku og afgönsku sveitimar hafí orðið fyrir miklu mannfalli í hinum hörðu bardögum við skæmliða frelsiss- veitanna undanfama tvo mánuði. Nam það að meðaltali 15 mönnum á dag. Auk þess grönduðu skæmlið- ar a.m.k. sex stómm þyrlum og a.m.k. einni MIG-sprengjuflkugvél. Þá hertóku skæraliðar fjölda her- manna og þrjá háttsetta afganska foringja. Myndarleg ávísun AP/Símamynd írski poppsöngvarinn Bob Geldof, sem átti fmmkvæðið að Live Aid tónleikunum í fyrra, tók í gær við ávísun, sem hljóðaði upp á eina milljón og tvöhundmð og fímmtíuþúsund sterlingspund, úr hendi Terry Waite, sérlegs sendimanns erkibiskupsins af Kantaraborg. Svo sem sjá má var stærð ávísunarinnar í fullu samræmi við upphæðina. Ávísunin var stíluð á Sport Aid samtökin og mun söfnunarféð renna til svelt- andi Afríkubúa. Jarðskjálftamir í E1 Salvador: Ennþá finnstfólká lífi í húsarústunum San Salvador, AP. í gær var enn einum manni bjargað lifandi úr húsarústum í San Salvador, höfuðborg E1 Salvadors. Það jók á vonir um, að enn kynnu einhveijir að vera á lífi, sem grafizt höfðu undir rústunum, þrátt fyrir það að liðn- ir voru þá nær sex dagar frá því að hinir mannskæðu jarðskjálft- ar urðu sl. föstudag. Maðurinn, sem fannst á lífí, var grafínn úr rústum Ruben Dario- byggingarinnar, fímm hæða húss, sem var nær jafnað við jörðu í jarð- skjálftunum. Hundmð annarra bygginga í borginni urðu fyrir stór- felldu tjóni í þessum háskalegu jarðskjálftum. Haft var eftir Jose Napoleon Duarte, forseta E1 Salvadors, að að minnsta kosti 982 manns hefðu týnt lífí í jarðskjálftanum, yfír 8000 manns hefðu slasazt þar að auki, sumir mjög alvarlega og yfír 2000 heimili hefðu verið jöfnuð við jörðu. Forsetinn sagði enn fremur, að þetta hijáða land i Mið-Ameríku hefði mátt líða meira á 6 sekúndum sl. föstudag en á 7 ámm borgara- styijaldar í landinu. Skoraði hann á þjóðir heims að taka höndum sam- an og veita E1 Salvador aðstoð. Þrátt fyrir þessar hörmungar virðist lítið lát á borgarstyijöldinni. Barizt hefur verið í landinu alla þessa viku og kenna hvor hinna stríðandi aðila hinum um upptökin. Tilkynnt hefur verið um 21 stjóm- arhermann og skæmliða, sem fallið hafa eða særzt undanfama fímm daga. Það hefur ekki dregið úr hör- mungunum vegna jarðskjálftanna, að undanfama daga hafa stórrign- ingar gengið yfír landið, sem leitt hafa til leðjuflóða og gert þúsundir manna heimilislausa. SJÁLFSTÆÐISMENN Um leið og ungt sjálfstæðisfólk hvetur alla sjálfstæðismenn til þess að taka þátt í prófkjörinu í Reykjavík nú um helgina minnir það á Heimdellingana á framboðslistanum. ff Rosknir menn og aldraðir hafa fastákveðnar skoðanir. Hugmynd- um þeirra, þótt rangar séu, verður þess vegna torveldlega haggað. Hitt er í senn auðveldara og mikilsverðara að innrœta æskulýðnum réttar skoðanir frá upphafi. Sjálfstæðisflokkurinn á þess vegna að mestu vöxt sinn og viðgang undir atorku Heimdellinga og annarra ungra sjálfstæðismanna. ff BJARNI BENEDIKTSSON - AFMÆLISRIT HEIMDALLAR 20 ÁRA. HriMDALI.UR F • U ■ S Sólveíg Pétursdóttir er 34 ára gömul. Stúdent frá MR 1972 og lögfræðingur frá H( 1977. Hún hefur unnið við ýmis lögfræöi- og málflutn- ingsstörf i Reykjavík. Hún hefur jafnframt kennt lög- fræði við Verslunarskólann. Sólveig hefur verið lögfræö- ingur Mæðrastyrksnefndar og er nú formaöur Barna- verndarnefndar Reykjavikur. Maki Kristinn Björnsson. Börn 4. Geir H. Haarde er 35 ára gamall. Stúdent frá MR 1971, BA í hagfræði frá Bran- deis-háskóla 1973, MA í alþjóöastjórnmálum frá al- þjóðamálastofnun Johns Hopkins-háskóla 1975, MA í hagfræöi frá Minnesota- háskóla 1977. Geir var formaður Sambands ungra sjálfstæöismanna 1981 — 1985. Hann starfaöi sem hagfræöingur í alþjóðadeild Seölabanka fslands þar til hann tók við stööu aöstoöar- manns fjármálaráðherra árið 1983. Maki Ingá Jóna Þórð- ardóttir. Börn 4. Tökum þátt í prófkjörinu! Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík Viihjálmur Egilsson er 34 ára gamall. Stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1972 og viöskiptafræöingur frá Háskóla Islands 1977, dokt- or í hagfræði frá háskólanum í Suöur-Kaliforníu í Los Angeles 1982. Vilhjálmur er nú formaður Sambands ungra sjálfstæöismanna. Hann hefur starfað sem hag- fræðingur VSl frá 1982. Maki Ragnhildur Pála Ófeigsdótt- ir. Börn 3.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.