Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 32
pp 32 wpf dfili ?öíéTinaf>ii MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986 AKUREYRI Eyfirska sjónvarpsfélagið: Yfir 100 manns búnir að panta myndlykilinn Stefnt að því að hefja útsendingar 15. nóvember „15. NÓVEMBER er okar viðmiðunardagur. Við vonumst til að geta byrjað senda út þá og mér skilst að nú séu betri horfur en áður á þvi að við fáum myndlykla eftir þörfum,“ sagði Bjarni Hafþór Helga- son, sjónvarpsstjóri Eyfirska sjónvarpsfélagsins, í samtali við Morgunblaðið. Aðspurður kvaðst Hafþór reikna með að Sjónvarp Akureyri mjmdi senda út fréttir Stöðvar 2, en menn hafa velt því nokkuð fyrir sér. „Ég reikna með að við sendum þær út þó svo þær verði dagsgamlar. Þær vega svo lítið í heildardagskránni - og við myndum þá merkja þær sem fréttir Stöðvar 2 í gær.“ Hafþór sagði viðbrögð við vænt- anlegum sjónvarpsútsendingum hafa verið mjög jákvæð og þær fréttir fengust í Akurvík hf., þar sem myndlyklamir eru seldir, að yfir 100 manns hafi nú þegar pant- að slíkt tæki. Reiknað var með að myndlyklamir kæmu í verslunina eftir næstu mánaðarmót. Það kom einnig fram í samtali við verslunar- mann að „óhemjumikið" væri hringt og spurt um myndlyklana þó svo ekki létu allir skrá sig niður. Að sögn Hafþórs sjónvarpsstjóra hefur þess misskilnings gætt nokk- uð hjá fólki, eftir frétt útvarpsins í vikunni, að Sjónvarp Akureyri hefði ekki fengið leyfi fyrir útsend- ingum. Sagt var frá því að útvarps- réttamefnd hefði afgreitt 3 fyrirspumir af 6 og meðal þeirra sem ekki hafði verið afgreitt var fyrirspum frá Eyfirska sjónvarps- félaginu. „Það leit út eins og okkur hefði verið synjað. Útvarpsréttar- nefnd samþykkti samhljóða að við fengjum leyfi og vísaði málinu til Pósts og Síma eins og vera ber. Það er ekki komið þaðan aftur þannig að ekki var hægt að af- greiða það formlega í útvarpsréttar- nefnd," sagði Hafþór. Morgunblaðið/Skapti Malbikunarframkvæmdir á Akureyri. Byijað að malbika Dalsbraut neðan frá Nóg að gera við malbikunarframkvæmdir þessa dagana Lögbannsmálið: Biti þarf að borga fjórar milljónir kr. - til að lögbannsbeiðnin verði tekin fyrir ÁSGEIR Pétur Ásgeirsson, héraðsdómari, hefur kveðið upp þann úrskurð í Fógetarétti Akureyrar að eigendur Bita sf. verði að leggja fram samtals 4 milljónir króna í tryggingu í „lögbannsmál- inu“ svokallaða til að lögbannsbeiðnin verði tekin fyrir í fógeta- retta. Kröfur gerðarþola, Aðalgeirs Finnssonar, Jóns Kr. Sólness og Þórðar Gunnarssonar annars veg- ar og Akurs hf. hins vegar, voru þær að Biti sf. greiddi samtals 50 milljónir króna í tryggingu - þremenningamir fóm fram á 40 milljónirogAkur hf. lOmilljónir. Skv. úrskurði Ásgeirs Péturs skulu eigendur Bita sf. leggja fram 3,3 milljónir króna vegna þremenninganna og 700 þúsund krónur vegna Akurs hf. „Ef tryggingin kemur þá tek ég málið fyrir," sagði Ásgeir Pét- ur í gær í samtali við Morgun- blaðið. Úrskurð hans felur það sem sagt í sér að áður en lög- bannsbeiðnin verður tekin fyrir efnislega verða þeir Bitamenn að leggja inn fjórar milljónir króna í tryggingu hjá Bæjarfógetaemb- ættinu. Skv. auglýsingu frá bæjarfóg- etaembættinu á Akureyri verður Sjallinn boðinn upp í dag kl. 17.15. Það er annað og síðasta uppboð. Iðnaðarbankinn á stærstu kröf- umar í Sjallann. En þrátt fyrir að uppboðið fari fram í dag verð- ur Sjallinn að öllum líkindum opinn um helgina því fógeti mun taka sér nokkurra daga frest til að meta tilboð sem honum berast. BÆJARSTARFSMENN vinna nú að malbikun Dalsbrautar, norðan við Sambandsverksmiðjurnar. Dalsbrautin á að ná frá gatna- mótum Tryggvabrautar og Glerárgötu, yfir Klettaborg upp giiið fyrir neðan Dalsgerði og að Þingvallarstræti við KA- svæðið. Að sögn Hilmars Gíslasonar bæj- arverkstjóra eru það nokkur hundruð metrar sem verða malbik- aðir nú neðst í Dalsbraut en væntanlega verður haldið áfram upp gilið næsta ár. Bæjarstarfs- menn eru þegar byijaðir aðeins á Dalsbrautinni ofan frá - frá spenni- stöðinni og í norður. Vinna við Dalsbraut hefur verið á áætlun undanfarin tvö ár en fram- kvæmdir síðan verið skomar niður við gerð fjárhagsáætlunar. Að sögn Hilmars sagði er það ekki mjög óvenjulegt að malbikað sé svo seint á árinu - hann sagði að oft væri malbikað út allan október, „og við höfum einmitt mjög mikið að gera í malbikinu núna,“ sagði Hilmar. Fram kom í máli Hilmars að aðrar helstu vegaframkvæmdir sem í gangi eru nú er vinna við Náms- braut - úr Mýrarvegi niður í Þórunnarstræti norðan Verk- menntaskólans á Eyrarlandsholti. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐ- ISFLOKKSINS í NORÐUR- LANDSKJÖRDÆMI EYSTRA laugardaginn 18.október. Ég hvet alla sjálfstæðismenn í Norðurlandskjör- dæmi eystra til að neyta atkvæðisréttar síns í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fram fer á morgun, laugardaginn 18. okt. Stuðningsmenn flokksins hvet ég til að ganga í Sjálfstæðisflokkinn og greiða atkvæði í prófkjör- inu. Tómas Ingi Olrich. Þá er verið að jafna planið við væntanlega malbikað strax upp úr Iþróttahöllina og verður planið heigi. Góð síðbúin afmælisgjöf - segir Grétar Karlsson, 23 ára Akur- eyringur, sem vann ferð til Lundúna á bikarúrslitaleikinn 1 vor GRÉTAR Karlsson, 23 ára Akureyringur, datt heldur betur í lukkupottinn í fyrradag er dregið var í getraun sem Knatt- spyrnusamband Islands og Olís efndu til í sumar. Hann hlaut þá aukavinning getraunarinnar - ferð fyrir tvo til Lundúna í nokkra daga næsta vor, hótelgistingu og tvo miða á bikarúrsUta- leikinn i knattspyrnu. „Það var hringt frá KSÍ í for- stjórann hérna hjá okkur vegna þess að vinningshafinn var frá Akureyri. Ég held að þeir hjá KSÍ hafi nú ekkert vitað hvar ég vinn,“ sagði Grétar í samtali við Morgun- blaðið í gær en hann vinnur einmitt á bensínstöð Olís við Gler- árbrú! Það var því stutt að fara fyrir forstjórann til að færa vinn- ingshafanum fréttimar því hann starfar í næsta húsi. „Ég er auðvitað í sjöunda himni. Ég hef aldrei nokkum tíma fengið happdrættisvinning áður og það var kominn tími til,“ sagði Grétar. Ekki skemmir fyrir að hann er mikill knattspymuáhuga- maður - æfði með íþróttafélaginu Þór þegar hann var yngri en leik- ur nú með Vaski. Grétar fylgist vel með ensku knattspymunni, en skyldi hann eiga sér uppáhaldslið þar í landi? “Já, ég held að sjálfsögðu með Liverpool!" svaraði hann ákveð- inn. „Mér lýst stórvel á þetta. Þetta yrði gott ef einhver stórlið Iékju úrslitaleikinn - til dæmis Liverpol og Manchester United. Og Liverpool ynni; annars yrði ferðin ónýt! Annars er ég ekki ákveðinn í því hvort ég fer. Ég var búinn að ákveða að fara til útlanda í sumar og það getur vel verið að ég athugi hvort ferða- skrifstofan vill breyta þessum vinningi í aðra utanlandsferð." Grétar Karlsson Grétar hefur aldrei komið á Wembley-leikvanginn í Lundún- um, þar sem úrslitaleikurinn fer fram, „en ég veit að stemmningin þar er alltaf frábær. Maður hefur heyrt sögur um það,“ sagði hann og var greinilegt að áhugi var fyrir hendi að komast á leikinn! Þess má geta til gamans að Grétar hélt upp á 23. afmælis- daginn sinn þann 5. þessa mánaðar. „Það má því segja að þetta sé síðbúin afmælisgjöf - og það góð síðbúin afmælisgjöf," sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.