Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986
.vV/iltu fó. tiL baV-a., e&CL e/gnast
htut i’ fyrirfcatkinu.? "
Það er leyndarmál, en ég
get svo sem sagt einni ykkar
það.
Láttu mér bregða, svo ég
losni við hikstann.
Tryggjum Sólveigu
sæti meðal efstu manna
Til Velvakanda. Á laugardaginn
fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokks-
ins vegna Alþingiskosninga n.k.
vor. í framboði eru 15 valinkunnir
einstaklingar, allt efalaust sómafólk
upp tii hópa. Ljóst er að nýir menn
koma til með að skipa framboðslist-
ann að einhverju leyti næsta vor,
enda hverfa nú úr þessari fram-
varðasveit menn, sem um áraraðir
hafa starfað fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn með miklum sóma.
Mig langar til að vekja athygli á
einum þessara frambjóðenda, Sól-
veigu Pétursdóttur, lögfræðingi og
húsmóður. Sólveig er 34 ára gömul
og þriggja bama móðir. Hún er
dóttir Péturs Hannessonar, fyrrver-
Eyfirðingar
athugið
Athygli Eyfirðinga, skal vakin
á þvi, að ritstjórnarskrifstofa
Morgunblaðsins, Hafnarstræti 85,
Akureyri, tekur við bréfum og
fyrirspumum í Velvakanda.
andi formanns Óðins, málfundafé-
lags vekamanna í Sjálfstæðis-
flokknum, og Guðrúnar Amadóttur,
konu hans. Hún hefur því alist upp
við stjómmálaumræðu frá blautu
bamsbeini og er þar flestum hnút-
um kunnug. Hún hefur sinnt
störfum sínum undanfarin ár í
bamavemdarmálum sem fulltrúi
Sjálfstæðisflokksins, en þau störf
em unnin í kyrrþey, eðli málsins
samkvæmt. Hún hefur hins vegar
einnig undanfarin ár starfað tölu-
vert innan Sjálfstæðisflokksins og
hafa störf hennar þar og framganga
t.d. í síðustu borgarstjómarkosn-
ingum, vakið eftirtekt þeirra, sem
með fylgdust og til þekkja.
Ég er þess fullviss, að Sólveig
Pétursdóttir er góður kostur fyrir
Sjálfstæðismenn að velja í ömggt
sæti í prófkjörinu á laugardaginn.
Hvet ég eindregið alla Sjálfstæðis-
menn, sem vilja veg Sjálfstæðis-
flokksins sem mestan í næstur
Alþingiskosningum, að velja Sól-
veigu sæti á prófkjörsseðli sínum
meðal efstu manna.
Guðrún Beck
ur.
Engar fréttir af íslands-
meistaramóti kvenna 1 skák
Kæri Velvakandi.
Þakka þér vöku þína á liðnum
áram. Nú þarft þú að vekja menn
af svefni fyrir mig og vonandi
fleiri. Hvemig stendur á því að
maður færi engar fréttir af ís-
landsmeistaramóti kvenna í skák,
sem auglýst var í Morgunblaðinu
fyrir nokkmm vikum? Nafn
Gðlaugar Þorsteinsdóttur kom þar
fram, en hún hefur, eins og flest-
ir vita, verið ein besta skákkona
okkar ámm saman og því verið
sannkölluð skákdrottning þjóðar-
innar. Er hún íslandsmeistarinn
eða hefur mótið ekki farið fram
ennþá? Ég hef hvorki séð fréttir
af því í blöðum né heyrt um það
í sjónvarpi eða útvarpi. Mér finnst
að slíkt eigi ekki að liggja í þagn-
argildi. Konur taka ekki það
mikinn þátt í skákmótum, að það
eigi að þegja yfir þeirra eigin
mótum. Er engin kona í stjóm
skákfélaganna eða Skáksam-
bandsins? Leiðtogafundurinn nú
hefur haldið nafni íslands á lofti
vítt og breitt um heiminn, en það
hefur skákin líka gert. Mig minnir
að skákkonuraar okkar hafi stað-
ið sig vel erlendis. Á að þegja
íslenskar skákkonur í hel? Hvar
em nú kvenréttindakonumar?
Gömul skákkona.
Yíkverji skrifar
HÖGNI HREKKVÍSI
„ f?ET TÁ Ef? „U6ÓI". --Vip NOrU/M
HANN CKKI A PlZZUKNAK."
Hvers konar útgáfa af manni
er það eiginlega — ef mann
skyldi kalla — sem stelur fyrst bíl
samborgara síns og reynir síðan að
lokinni ökuferð eftir bestu getu að
eyðileggja farartækið?
Nú er hann semsagt fundinn
bíllinn sem þeir vom búnir að leita
sem lengst að norður á Akureyri.
Þjófurinn hafði losað sig við hann
í sjóinn við bryggjuna fyrir neðan
sláturhús KEA, og þar sem það
hefur naumast verið neitt áhlaupa-
verk að koma honum fram af má
ætla að sá heiðursmaður hafi unnið
afrekið með dyggri aðstoð kumpána
með sama þokkalega innrætið.
Ef Víkvetji man rétt var eigand-
inn ekki einu sinni búinn að ljúka
við afborganimar þegar bíllinn
hvarf í miðjum september og tjón
hans því jafnvel tilfinnanlegra en
ella.
XXX
*
Anæsta leyti við fréttina um
bílfundinn hér í Morgunblað-
inu var svo rétt ein frásögnin af
ölvunarakstri og lyktum hans, en
samt af skrautlegra taginu að þessu
sinni. Fyrst veltur fólksbíll af Lödu-
gerð skammt frá Grindavík, en
„engin meiðsl urðu á mönnum",
eins og segir í fréttinni, „en talið
víst að um ölvun hafi verið að
ræða“. Þá gerir ökuþórinn sem
þama var á ferðinni sér lítið fyrir
og bröltir upp í annan bíl sömu
gerðar sem hann hafði verið í sam-
floti við — og sá fer sömu leiðina,
það er að segja í loftköstum útaf
veginum, þó að sú bflveltan yrði
ekki við Grindavík í þetta skiptið
heldur hafði leikurinn borist til
Kópavogs. Og bflstjórinn í þeirri
frægðarfor er að sjálfsögðu líka
talinn hafa verið dmkkinn.
Það gerist nú svo títt að menn
séu teknir ölvaðir við akstur að fer
senn hvað líður að hætta að teljast
fréttnæmt. Það em þá helst atvik
af því tagi sem hér hefur verið lýst,
þegar hetjumar hafa tvo til reiðar
ef svo mætti segja við þessa
óskemmtilegu iðju, eða glæfraverk
á borð við það um daginn þegar
dmkkni náunginn stal strætisvagn-
inum og reyndi síðan að aka af sér
lögregluna.
XXX
Nánast alltaf þegar eltingaleik-
ur af þessu tagi á sér stað hér
um slóðir verða einhverjir landar
okkar til þess að ryðjast fram á
ritvöllinn og fordæma harðlega það
athæfi lögreglunnar að freista þess
að elta uppi ölóða ökumanninn og
stöðva hann. Þessir hjartagóðu
menn (ef við gefum þeim það) tala
fjálglega um „kappakstur" og telja
affarasælast að villimaðurinn við
stýrið sé „látinn í friði“ eins og það
heitir oftast.
XXX.
Samkvæmt þeirri kenningu átti
hinn sjálfskipaði strætisvagna-
stjóri að fá að flengjast hér um
Suðurlandið svo lengi sem bensín-
birgðimar entust — og lögreglan
þá væntanlega að halda sér fast á
meðan og vona að hann dræpi bara
ekki alltof marga. Eftir lýsingunni
á framferði mannsins að dæma
hefði samt líklega ekki heldur veitt
af að efna til dálítillar bænastundar.
„Láta þá í friði," þá góðu menn.
Það var þá heillaráðið! Ef farið yrði
eftir því mundi almenna reglan
væntanlega hljóða eitthvað á þessa
leið: „Gætið þess bara, borgarar
góðir, að keyra nógu fantalega og
vera nógu augafullir, og þá mun
lögreglan að sjálfsögðu láta ykkur
afskiptalausa."