Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986 Neytendafélag Reykjavíkur og ná- grennis: Kristín S. Kvaran kjör- informaður Á AÐALFUNDI Neytendafé- lags Reykjavíkur og nágrennis, sem haldinn var á þriðjudag, var Kristín S. Kvaran, þingmað- ur kjörin formaður félagsins. Kristín sagði í gær að hún hefði ekki verið virkur félagi í neytenda- félaginu, en hafi oft lýst áhuga sinum á neytendamálum. Þeir sem heyrt hefðu til sín hefðu sjálfsagt átt hugmyndina að því að hún yrði kjörin. „Ég tel fulla ástæðu á að auka umræðu um neytendamál, enda erum við 15-20 árum á eftir öðrum norðurlandaþjóðum í þessum málum", sagði Kristín. „Ég hlakka til að fara að starfa að þessu af fullum krafti, í stað þess að láta umræður nægja“, sagði hún. Aukið fé til hafn- arframkvæmda Á FJÁRLAGAFRUMVARPINU fyrir árið 1987 er gert ráð fyrir 160 milljónum króna til fram- kvæmda í höfnum landsins. Fjárveitinganefnd Alþingis á eft- ir að fjalla um skiptingu þessa ijármagns, en það er á óskiptum lið. Hér er um verulega hækkun að ræða á framkvæmdafé til hafna miðað við sl. ár, eða um 100% hækkun. Kristskirkja: Nýr prest- ur vígður Prestsvígsla fer fram í Krists- kirkju n.k. laugardag 18. október ki. 14. Vígður verður Stephen Borlaug djákni, sem verið hefur til náms erlendis. Hann er bandarískur af norrænum uppruna. Sendiherra páfa á Norðurlöndum erkibiskup Henri Lemaitre með aðsetur í Kaup- mannahöfn kemur til landsins og annast vígsluna. Hægt að mynda við- reisnarstjóm í dag eftir Eyjólf Konráð Jónsson Það kom af sjálfu sér að „Við- reisnarmeirihluti" myndaðist í utanríkismálanefnd Alþingis þegar framsóknarþingmenn komu rétt einu sinni aftan að samstarfsflokki sínum. Það rann síðan upp fyrir alþingismönnum og öðrum að Sjálf- staeðisflokkur og Alþýðuflokkur höfðu öðlast á Alþingi hinn gullna meirihluta — 33 þingmenn, sem nægir til að stjóma báðum deildum þingsins. Það var Framsókn sem skapaði þennan samhug með undir- ferli sínu. Hér fyrr á ámm var ekki verið að láta kerfískarla semja langhunda um vitlausar efnahagskenningar við stjómarmyndanir til að svíkja síðan. Menn handsöluðu að þeir ætluðu að víkja ágreiningsefíium til hliðar og vinna að þjóðarhag. Þannig varð viðreisnarstjómin til Eyjólfur Konráð Jónsson og starfaði á annan áratug, besta stjóm íslenska lýðveldisins. Sú saga getur endurtekið sig. f öllu falli er nauðsynlegt að Framsóknarflokknum sé nú gert skiljanlegt að hann er ekki ómiss- andi og verður vonandi aldrei héðan í frá. Þannig er unnt að víkja til hliðar því afturhaldi sem þjakað hefúr íslenskt þjóðlíf í hálfan áratug — því misrétti, ofstjóm og óviðun- andi kjörum sem fjöldi fólks hefur mátt búa við. Öll efni standa til þess að Sjálfstæðisflokkurinn myndi nú ftjálslynda ríkisstjóm, eða þrengi Framsókn a.m.k. til ftjálslyndari stefnu í efna- hags- og peningamálum ef menn telja unnt að hanga í sambýli við hana til vorsins. Þorsteinn hefur spilin á hendi. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokk og þátttakandi I prófkjöri í Reykjavík. Bessí Jóhannsdóttir Ester Guðmundsdóttir Sólveig Pétursdóttir María Ingvadóttir Konur - prófkjör eftir AuðiAuðuns Verður prófkjörið á morgun til þess að fjölga konum í þingflokki okkar sjálfstæðismanna? Hafa reykvískir sjálfstæðismenn nú betur en áður gert sér grein fyrir því, að það er beinlínis flokksleg nauðsyn að fleiri konur verði í ömggum sætum á framboðslista flokksins en verið hefur? Á ykkur, góð flokkssystkin, hvílir sú ábyrgð að gefa á morgun svör við slíkum spumingum, jákvæð svör, sem verði flokki okkar til framdráttar. Á prófkjörslistanum em fímm konur vel menntaðar og hæfar, og kannast flokksfólk við flestar þeirra af störfum innan flokks og utan. Skal þar fyrst til nefna Ragnhildi Helgadóttur ráðherra, sem á löng- um þingferli, þar af nú undanfarin ár sem ráðherra vandasamra mála- flokka, hefur áunnið sér traust og virðingu manna. Hún leitar nú stuðnings í 2. sætið á framboðslist- anum, og verður ekki öðm trúað en hún hljóti glæsilega kosningu. Annað væri okkur til vansæmdar. Ég minnist þess þegar hún var fyrst kosin á þing, þá aðeins 26 ára og var yngst þingfulltrúanna. Sú upprifjun gefur mér tilefni til þess að minna á það, að af tveim yngstu frambjóðendum í prófkjör- inu er annar ung kona, Sólveig Pétursdóttir lögfræðingur. Hún á sæti í borgarstjómarflokki sjálf- stæðismanna og gegnir á hans Auður Auðuns „Mér finnst það engin ofætlun miðað við væntanleg 8 þingsæti að menn velji 4 konur og 4 karla í 8 efstu sætin á atkvæðaseðlin- um. vegum störfum í ýmsum nefndum borgarinnar. Sólveig er formaður Bamavemdarnefndar og hefur auk ýmissa lögfræðistarfa annarra verið um skeið lögfræðingur Mæðra- styrksnefndar og þar bar fundum okkar fyrst saman! Ég skal hlífa henni við hástemmdu lofí, en aðeins segja það, að mér líst afar vel á konuna og tel að hún sé verðugur fulltrúi unga fólksins í flokknum. Það er hveijum flokki nauðsyn að endumýjun eigi sér stað í röðum fulltrúa hans og að veita ungu fólki, vaxtarbroddi hvers flokks, brautar- gengi og því skora ég á flokkssystk- in mín, og þá sérstaklega unga fólkið að tryggja Sólveigu öruggt sæti í prófkjörinu. Bessí Jóhannsdóttir er okkur sjálfstæðismönnum öllum kunn af áratuga starfí í flokki okkar, þar sem hún hefur gegnt ótal trúnaðar- störfum og alveg sérstaklega sinnt málefnum skólanna. Hún er sagn- fræðingur að mennt en er nú framkvæmdastjóri fyrirtækisins Tryggva hf. og stundar auk þess kennslu í Verzlunarskólanum. Ester Guðmundsdóttir er þjóð- félagsfræðingur. Hún hefur átt sæti í þýðingarmiklum nefndum Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal gegnt formennsku í fræðslunefnd flokksins. Hún var um langt skeið formaður Kvenréttindafélags Is- lands og hefúr starfað mikið að jafnréttismálum. Ester er nú mark- aðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. María Ingvadóttir er viðskipta- fræðingur og er starfsmaður SÍS, Sambands íslenskra samvinnufé- laga. Hún hefur verið formaður Hvatar í tæpt ár og átt sæti í hús- næðismálanefnd flokksins. María er eini frambjóðandinn í prófkjör- inu, sem ekki er búsettur í Reykjavík og kann það að verða henni einhver flötur um fót. Eins og prófkjörinu er háttað í þetta sinn með fámennum próf- kjörslista og nokkuð öruggu útliti fyrir ijölgun þingsæta flokksins hér í Reykjavík eru meiri líkur á að takast megi að tryggja fleiri konum örugg sæti í prófkjörinu en áður hefur verið. En til þess að svo verði er afar áríðandi að raða þeim ofar- lega í sæti. Mér fínnst það engin ofætlun miðað við væntanleg 8 þingsæti að menn velji 4 konur og 4 karla í 8 efstu sætin á atkvæðaseðlinum. Höfundur var um árabil alþingis- maður og borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks og var um skeið borgarstjóriiReykjavík ogdóms- málaráðherra. Býrð þú í karlaríki? 0 Kvenréttindafélag Islands: Konur í kosningaham í FRÉTT frá Kvenréttindafé- lagi íslands segir að í ráði sé að efna til námskeiða fyrir konur sem vilja vera virkari í pólitísku starfi, námskeiða í fjölmiðlaframkomu, ræðu- mennsku og síjórnskipunar- rétti. í tengslum við afmæli félagsins en það verður 80 ára í lok janúar, er í ráði að halda ráðstefnu í vor með þeim konum sem verða í framboði til komandi alþing- iskosinga. Kvenréttindafélag íslands hefur allt frá stofnun haft það sem meginmarkmið að auka hlutdeild kvenna í stjómmálum. Það lítur svo á að þátttaka kvenna í stjómmálum eigi að vera jafti- sjálfsögð og þátttaka karla. Félagið hefur hvatt konur til að sækja fram hveija í sínum flokki til þátttöku, bæði í sveitarstjómum og á Alþingi. Vetrarstarf félagsins beinist að þessu verkefni. Bréf hafa verið send til kvenfélaga og kvenna- hreyfinga stjómmálaflokkanna í öllum kjördæmum landsins, til full- trúaráða, kjördæmaráða og formanna flokkanna, þar sem þess- ir aðilar eru hvattir til að vinna að framgangi kvenna við komandi prófkjör, val á lista og kosningar. Veggspjald hefur verið útbúið, þar sem spurt er: Býrð þú í karl- Nú sltja aðelns 9 konur á Alþlngi af 60 þingmönnum Hefur þú h’ugleítt hvað þú getur gert til að breyta stöðu kvenna í þínum flokki? KVENRÉmNDAFÉLAG iSLANDS aríki ? Þar er dregin upp mynd af hlutdeild kvenna á Alþingi, en nú eiga þar sæti níu konur af sextíu þingmönnum, og er spurt hvort viðkomandi hafí hugleitt hvað hægt sé að gera til að breyta þess- ari mynd. Kvenréttindafélagið er ávallt reiðubúið að senda fulltrúa sína á fundi í félögum til að vera með í umræðum um þátttöku kvenna í stjómmálum. Hafa konur í KRFÍ þegar mætt á nokkra fundi vegna komandi kosninga. (Úr fréttatilkynningu)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.