Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986
41
16—25 ára. Þar eru þó engin skörp
skil á milli.
Ungir misnotendur
þurfa aðra meðferð
Meðferð ungra misnotenda vímu-
efna gerir aðrar og á margan hátt
meiri kröfur en t.d. meðferð eidri
misnotenda, s.s. miðaldra aikóhólista.
Hún þarf t.d. að vera í stakk búin
til þess að bæta úr því sem áfátt er
í uppeldi einstaklingsins, skólagöngu
hans, þekkingu og verkmenntun.
Hún þarf að veita honum tækifæri
og aðstöðu til þess að öðlast innsæi
og þroska þá skapgerðarþætti og
persónuleikadrætti, sem vanþroska
eru. Meðferð, sem uppfyllir allt þetta,
er tæplega á færi einnar deildar eða
stofnunar. Þar þarf að koma til sam-
eiginlegt átak fleiri aðila, bæði innan
geðdeildanna og skólakerfisins. Með-
ferðin þarf hins vegar að vera undir
leiðsögn og stjóm þeirra sérfræðinga,
sem best þekkja til á sviði þeirra
vandamála, sem við er að etja.
Þegar um er að ræða unga misnot-
endur vímuefna á táningsaldri fer
ekki á milli mála að meðferð þeirra
er best komin á vegum unglingageð-
deildar þar sem fyrir hendi er þekking
og reynsla af því að fást við þau
geðrænu vandamál, sem eru undan-
fari og orsök vímuefnaneyslunnar.
Þar er jafnframt fyrir hendi sam-
vinna við uppeldis- og menntastofn-
anir, sem nýta þarf í meðferðinni.
Þar er séð fyrir þörfum táningsins
til þess að fá útrás umframorku í
félagslífi og skemmtun, langt fram
yflr það sem yfirleitt gerist á með-
ferðardeildum fyrir eldri misnotendur
vímuefna.
Fjöldi þeirra táninga, sem misnota
vímueftii, er tiltölulega lítill og því
meiri líkur til þess að ungiingageð-
deild með takmarkað rými og aðstöðu
geti annað þeim.
Þarflr ungra misnotenda í aldurs-
hópnum 16—25 ára fyrir meðferð eru
að sjálfsögðu að mörgu leyti svipað-
ar, enda margir þeirra mjög staðnaðir
hvað áhrærir þroska og gelgjulegir.
Þeir eru þó yfirleitt líkamlega þrosk-
aðri, lífsrejmdari, komnir af skóla-
skyldualdri og fullveðja.
Þótt meðferð þeirra fari fram á
meðferðardeildum fyrir eldri misnot-
endur vímuefna er ekki vafi á því,
að gott er að geta farið í smiðju til
unglingageðlækna til þess að leita
ráða um það, sem er nær þeirra þekk-
ingar- og reynslusviði.
Samvinna unglingageð-
deildar og deildar fyrir
vimuefnasjúklinga
Samvinna þarf að vera góð milli
deildar fyrir vímueftiasjúklinga og
unglingageðdeildar um meðferð
hinna ungu misnotenda. Hún þarf
að vera skýrt ákveðin, en sveigjanleg
og taka fyrst og fremst mið af þörf-
um og hag sjúklinganna. Hún á að
vera undir stjóm og á ábyrgð lækna
þeirra deilda, þar sem sjúklingurinn
er inniliggjandi hveiju sinni, nema
annað sé sérstaklega ákveðið. Ráð-
gjöf og samráð sérfræðingaliðs
deildanna innbyrðis þurfa að vera
greið. Til þess að auðvelda samskipti
og efla miðlun fræðslu og upplýsinga
milli deilda þurfa að komast á fastir
sameiginlegir fundir og er það hæg-
ast þegar deildimar em hluti af sama
sjúkrahúsi.
Aðstöðu þá, sem bamageðdeild
hefur nú á göngudeild fyrir vímu-
eftiasjúklinga á geðdeild Landspítal-
ans, ætti að nýta á vegum
unglingageðdeildar fyrir táninga sem
misnota vímueftii og aðstandendur
þeirra.
Eg lít í stuttu máli þannig á sam-
starf unglingageðdeildar og vímu-
efnaskorar geðdeildar Landspítalans,
um meðferð ungra misnotenda vímu-
efha: Unglingageðdeild á að leggja
til sérfræðiþekkingu við rannsókn,
greiningu og meðferð geðtruflana,
sem sérstakar em fyrir táninga.
Vímuefnaskorin leggur til sérþekk-
ingu á þeim vandamálum er tengjast
beint vímuefnaneyslunni og afleið-
ingum hennar. Þannig fær hinn ungi
misnotandi besta meðferð, hvort
heldur hann er innlagður á unglinga-
geðdeild eða meðferðardeildir vímu-
eftiaskorar, eða hann er rannsakaður
og meðhöndlaður á göngudeild.
Fjár er vant til þess að ljúka nauð-
synlegum framkvæmdum við geð-
deild fyrir unglinga.
K-dagurinn er næstkomandi laug-
ardag, 18. október. Þá munu
Kiwanismenn bjóða þér, lesandi góð-
ur, lykilinn að framtíð hóps ung-
menna undir kjörorðinu „Gleymið
ekki geðqukum". Ég hvet þig og
aðra landsmenn til þess að bregðast
vel við og leggja ykkar af mörkum
til að hjálpa þeim að ljúka upp dyrum
betri framtíðar fyrir þetta unga fólk.
deilda við Geðdeild Landspítalans.
Gunnlaugur Stefánsson
Hjálparstarfið stendur
og-fellurmeð
afstöðu þjóðarinnar
Hjálparstoftiun kirkjunnar er ólík
systurstofnunum sínum á Norður-
löndum að því leyti að hún er algjör-
lega háð fijálsum framlögum
þjóðarinnar í hjálparstarfinu. Systur-
stofnanimar njóta öryggis í föstum
ríkisframlögum er nema jafnvel yfir
50% af veltu, á sama tíma og íslenskt
ríkisframlag til hjálparstofnunarinn-
ar er óverulegt og tilviljanakennt.
Sl. tvö ár hefur nafii hjálparstofnun-
arinnar ekki verið að finna í flárlög-
um Alþingis og á yfirstandandi ári
hefur stofnunin ekki fengið eina
kiónu frá ríkisvaldinu til hjálpar-
starfsins. Af þessu má ljóst vera að
hjálparstofiiunin stendur undir stöð-
ugu eftirliti almenningsálitsins, enda
er stofnunin ekkert annað en farveg-
ur fijálsra framlaga til hjálparstarfs
við þjáða og fátæka.
Æsifréttaskrif breyta ekki þeirri
staðreynd að saklaust fólk líður í
fátækt og mikilli neyð víða um heim.
íslendingar hafa fram að þessu kom-
ið árangursríku hjálparstarfí til skila
Þessa hjálp verður enn að stórefla
íslensk þjóð hefur þegar öðlast dýr-
mæta reynslu og þekkingu í hjálpar-
starfinu. Hvort enn tekst að efla
starfið er undir almenningi komið og
framlögum hans.
Ég hef unnið að hjálparstarfinu á
vegum hjálparstofnunarinnar sl. 4
ár, bæðijhér heima og einnig á vett-
vangi. Ég hef séð íslenska aðstoð
koma að miklu gagni. En það sem
hæst ber er samvinnan við þetta fá-
tæka fólk, blásnautt fólk með þvflika
reynslu af sorg og þjáningu að mér
er ómögulegt að skilja. En bros þessa
fólks, gleði og þakklæti í okkar garð,
gleymist aldrei. Af þessu fólki má
mikið læra, það er ríkt af mennsku
og kærleika mitt í þjáningu og neyð.
Ný blóma-
verslun opnuð
Ný verslun með blóm, skreyt-
ingar og skreytingaefni „Blóma-
list“ hefur verið opnuð í
Ingólfsstræti 6.
Annar eigandinn Uffe Balsten
er lærður blómaskreytingameistari
og hefur unnið erlendis og hér á
landi sl. 20 ár. Á vegum verslunar-
innar er boðið uppá neimskeið í
gerð blómaskreytinga bæði fyrir
almenning og fagfólk. Næsta nám-
skeið hefst 16. október. Boðið er
upp á sýnikennslu og styttri nám-
skeið fyrir félög og minni hópa.
Hægt er að panta með stuttum
fyrirvara allar skreytingar og verð-
ur reynt að bregðast skjótt við
pöntunum utan af landi.
(Úr fréttatílkynningu)
Uffe Balsten og Guðbjörg Jónsdóttir eigendur verslunarinnar
Blómalist.
HJÁ FJÖLVERKI
VESTMAN NAEYJ UM
18. OKTÓBER
LAUGARDAG kl. 10:00 — 17:00
TOYOTA
Höfundur er guðfræðingur.