Morgunblaðið - 17.10.1986, Síða 20

Morgunblaðið - 17.10.1986, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986 Stefnuræða forsætisráðherra: Fremur langtíma farsæld en skammtíma gróða Hlúa verður að batasprotum Hér fer á eftir í heild stefnuræða Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra, sem flutt var á Alþingi í gær. Umræðu um stefnu- mörkun ríkisstjórnarinnar var bæði útvarpað og sjónvarpað. Kafla- fyrirsagnir eru Morgunblaðsins. Herra forseti, góðir íslendingar. Sú ríkisstjóm sem nú situr var mynduð til þess að forða þjóðinni frá afleiðingum óðaverðbólgu og koma jafnvægi á efnahagsmálin. Nú eru horfur á að hvort tveggja muni takast. Jafnvægi í efna- hagsbúskapnum Óðaverðbólgan sem geisaði fyrri hluta ársins 1983 fór ört vaxandi. Hún hefði eflaust leitt til stöðvunar fjölmargra atvinnufyrirtælqa og mikils atvinnuleysis. Efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar var áreiðan- lega teflt í tvísýnu. Komið var í veg fyrir þetta með hörðum, lögbundnum aðgerðum. Stjómarandstæðingar nefndu þær gerræðislegar og árásir á kjör fólks- ins í landinu. Þeir spáðu því jafn- framt að árangur yrði enginn. Sem betur fer fór það á annan veg, enda hvort tveggja fjarri lagi. Verðbólg- an lækkaði úr um 130 í 20 af hundraði á árinu 1983. Atvinnu og kjörum fólks var bjargað frá hruni. Þetta tókst, ekki síst vegna víðtæks skilnings almennings. Fólkið í landinu gerði sér grein fyrir því, að ekki yrði lengur búið við vax- andi óðaverðbólgu og erlendar skuldir. Án slíks skilnings almenn- ings hefðu þessar markvissu aðgerðir að sjálfsögðu mistekist. Það jafnvægi, sem nú má ætla að geti orðið í efnahagsmálum þjóð- arinnar, má fyrst og fremst þakka því víðtæka samkomulagi, sem náð- ist um kaup og kjör og efnahagsað- gerðir í febrúar sl. á milli atvinnurekenda, verkalýðshreyfmg- ar og launþega og ríkisvalds. Þetta samkomulag reyndist kleift annars vegar vegna batnandi ytri að- stæðna, vaxandi fiskafla, lækkandi olíuverðs og hækkunar á fiskverði erlendis og hins vegar vegna þeirr- ar festu í efnahagslífínu, sem sköpuð hefur verið með aðhalds- samri gengis- og peningamála- stefnu ríkisstjómarinnar. Slíkur árangur í efnahagsmálum virtist ekki líklegur, þegar ég flutti stefnuræðu ríkisstjómarinnar fyrir einu ári. Ytri aðstæður breyttust hins vegar skyndilega til hins betra í janúarmánuði sl. Eg taldi þá rétt að hvetja aðila vinnumarkaðarins opinberlega til þess að taka höndum saman við ríkisvaldið og nýta bat- ann til að ná jafnvægi í eftiahags- málum þjóðarinnar með því að koma verðbólgu niður fyrir 10 af hundraði og draga úr viðskipta- halla, en tryggja jafnframt aukn- ingu kaupmáttar með hóflegum kjarasamningum. Þetta var af mörgum talin óraunhæf bjartsýni og ýmsir stjómarandstæðingar hvöttu til mikilla launahækkana. Sem betur fer svöruðu ábyrgir for- ystumenn verkalýðshreyfíngar og atvinnurekenda ekki slíkum kröf- um. Þeim er að sjálfsögðu ljóst, að minni verðbólga og viðskiptahalli er ekki síst umbjóðendum þeirra til hagsbóta. Því minni ég á þetta, að einstöku stjómarandstæðingar halda því enn fram, að ríkisstjómin hafi verið neydd til þeirra samninga, sem ' gerðir voru í febrúar. Það er að sjálfsögðu hin mesta fírra. Þeir tók- ust vegna náins samráðs allra aðila og vegna þess að niðurrifsöflunum var haldið utangarðs. Kjarasamningamir voru ábyrgir og raunhæfír. Ríkisstjómin gerði kleift að gera þá samninga með þátttöku ríkissjóðs, sem nam 1.800 milljónum króna. Því fjármagni var vel varið. Tollar og gjaldskrár opin- berra fyrirtækja voru lækkaðir, niðurgreiðslur á landbúnaðarafurð- um auknar og launaskattur og jöfnunargjald á raforku fellt niður. Einnig beitti ríkisstjómin sér fyrir því, að nafnvextir voru lækkaðir án tafar í kjölfar samninganna. Slíkt hefur engin ríkisstjóm áður gert. Verðlagseftirlit var hert og upplýsingamiðlun um verðlag bætt mjög. Ég er sannfærður um, að þessar aðgerðir hafa haft ómæld áhrif, bæði til þess að halda verð- lagi í skeíjum og til þess að draga úr fjármagnskostnaði atvinnuveg- anna. Einnig þykir mér rétt að minna á þá staðreynd, að vilyrði um stórfellda breytingu á hús- næðislánakerfínu em að koma til framkvæmda. Það mun reynast húsbyggjendum og kaupendum til mikilla hagsbóta þegar fram í sæk- ir. Mesti kaupmáttur okkar í endurskoðaðri þjóðhagsspá, sem nýlega hefur verið kynnt, kem- ur fram að þau markmið, sem sett voru við gerð kjarasamninganna, munu nást, og í ýmsum tilfellum gott betur. Kaupmáttur tekna heimilanna mun aukast töluvert umfram það, sem gert var ráð fyrir. Verður hann á þessu ári sá mesti, sem hann hefur verið í sögu þjóðarinnar. Ætla mætti, að þetta leiddi til aukins viðskiptahalla. Svo hefur þó ekki orðið. Þvert á móti er talið, að viðskiptahallinn verði um kr. 1.300 millj. minni en áður var áætl- að, og aðeins 1,5 af hundraði þjóðarframleiðslu. Vöruskiptajöfnuður mun verða vel jákvæður. Það eru fyrst og fremst vextir af erlendum skuldum, sem valda halla á viðskiptajöfnuði. Að vísu hefur innflutningur auk- ist á árinu, en útflutningur hefur vaxið enn og meira, og það sem er jafnvel enn mikilvægara, pen- ingalegur sparnaður hefur aukist verulega umfram áætlun. Þótt háir raunvextir íþyngi atvinnuvegunum, eiga þeir, ásamt hækkandi tekjum, vafalaust stóran þátt í auknum spamaði. í þessum efnum þarf að rata hinn gullna meðalveg. Erlendar skuldir hafa sem hlut- fall af landsframleiðslu lækkað úr 55 af hundraði 1985 í 51*/2 af hundraði 1986, og stefnt er að lækkun í 49 af hundraði á næsta ári. Greiðslubyrði af erlendum skuldum sem hlutfall af útflutnings- tekjum fer einnig lækkandi. Þótt þetta stefni í rétta átt, eru erlendar skuldir þó of miklar og varasamar fyrir þjóðarbúið. Því er það tvímælalaust eitt mikilvægasta verkefnið nú að þjóðarútgjöld vaxi sem minnst, svo að svigrúm skapist til að draga úr erlendum skuldum þjóðarinnar. Við kjarasamningana í febrúar var að því stefnt að ná verðbólgu undir 19 af hundraði á þessu ári. Flest bendir til þess, að það muni takast þrátt fyrir að krónan hafí verið látin síga um ríflega 2 af hundraði gagnvart meðalgengi frá því að samningarnir voru gerðir. Það reyndist nauðsynlegt vegna þess tekjutaps, sem fall dollarans hefur valdið fiskvinnslu lands- manna. Staða atvinnuveganna Um stöðu atvinnuveganna má segja, að hún sé afar breytileg. Ýmis fyrirtæki eiga í erfíðleikum vegna skulda frá verðbólguárunum. Önnur hafa notið batnandi ástands í ríkum mæli. Með lækkuðu olíuverði og þeim samningum um fískverð, sem gerð- ir hafa verið á árinu, er afkoma útgerðarinnar betri en verið hefur um langan aldur. Er nú talið að hún sé rekin með u.þ.b. 7 af hundr- aði hagnaði. I fiskvinnslunni er afkoman hins vegar mjög breytileg. Með lækkun á fjármagnskostnaði hefur staðan víða batnað. Hjá u.þ.b. 20 frystihúsum er afkoman þó erf- ið. Sameiginlegt virðist þeim húsum, að skuldir eru mjög miklar og ijármagnskostnaður nánast óviðráðanlegur, þótt rekstraraf- koma sé viðunandi hjá sumum þeirra. Ríkisstjómin hefur gert sérstak- ar ráðstafanir til þess að rétta hlut þeirra fyrirtækja, sem bjarga má með fjárhagslegri endurskipulagn- ingu. Að því er unnið með skuld- breytingum í viðskiptabönkum og sjóðum og lánum frá Byggðastofn- un. í landbúnaði eru miklir erfíðleik- ar. Óhjákvæmilegur samdráttur hinnar hefðbundnu framleiðslu er vandasamur í framkvæmd og veld- ur bændum miklum búsifjum. Ofan á það bætist, að loðdýraræktin, sem mjög hefur verið á treyst til þess að koma í stað kjöt- og mjólkur- framleiðslu, á við mikið verðfall að stríða á erlendum mörkuðum. Það er væntanlega tímabundið en gerist þegar verst kemur bændum. Þá hefur minni neysla landbúnaðaraf- urða innanlands aukið á vandann. í iðnaði hefur afkoman verið nokkuð breytileg eftir greinum og ekki síst eftir fyrirtækjum. M.a. hefur ullariðnaðurinn átt og á í erf- iðleikum, þótt horfur hafi heldur batnað. Unnið er að fjárhagslegri endurskipulagningu ullariðnaðarins og nauðsynlegri tækniþróun. Nýsköpun í atvinnulífínu hefur verið umtalsverð. Hefur fjármagn það, sem Rannsóknaráð ríkisins hefur fengið til úthlutunar, reynst mjög mikilvægt í þessu sambandi. Aftur á móti hafa viðskiptabank- amir reynst tregir til þess að veita fyrirtækum á nýjum sviðum eðli- Iega fyrirgreiðslu. Hefur það valdið verulegum erfíðleikum, sem stóm- völd geta orðið að hafa afskipti af. Að öllum líkindum ber fískeldið hæst hinna nýju greina. Þar hafa fjölmargir aðilar hafíð framkvæmd- ir og framleiðslu, sumir í mjög stórum stíl. Ferðamannaþjónusta hefur vaxið hröðum skrefum. Mikilvægi þeirrar atvinnugreinar eykst stöðugt. Þegar á heildina er litið, virðist árið 1986 munu verða íslensku þjóð- arbúi hagstætt. Viðskiptakjör hafa batnað, aukinn afli, hlýnandi sjór og markviss stjómun hafa leitt til betri afkomu. Mjög ólíklegt er að bati á árinu 1987 verði nokkuð í líkingu við það sem nú hefur orðið. Reyndar virðist sjór hafa kólnað á ný á þessu ári. Það getur, ef lang- varandi verður, boðað nýja erfíð- leika í sjávarútvegi. Fremur virðist hætta á, að olíu- verð muni fara hækkandi á næstu misserum og gengi dollarans gæti enn fallið. Hins vegar gæti orðið verðhækkun á íslenskum afurðum og vextir gætu enn lækkað. Þegar á heildina er litið, virðist því óhætt að gera ráð fyrir, að viðskiptakjör verði á árinu 1987 svipuð og þau eru nú. í því sambandi er þó vert að minna á óvenju mikla óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum, eink- um vegna þeirrar spennu, sem stórfelldur hallabúskapur í Banda- ríkjunum veldur, og þá staðreynd, að hægt hefur á hagvexti í heimin- um á þessu ári, þvert á vonir sl. vor. Vegna batnandi ástands sjávar undanfarin 2 ár og því góðs ástands mikilvægustu fískstofna, má gera ráð fyrir að botnfískafli geti aukist nokkuð, e.t.v. um 4—5 af hundraði á næsta ári. Aftur á móti em mark- aðir fyrir loðnu- og síldarafurðir ekki álitlegir og getur því bmgðið til beggja vona um afrakstur af þeim, þótt stofnamir séu sterkir. Þegar á heildina er litið, er talið að landsframleiðsla geti aukist um 2 af hundraði á árinu 1987. Efnahagsstefnan 1987 Á gmndvelli þess bata, sem orð- ið hefur á þessu ári, og þeim horfum, sem ég hef lauslega lýst, er þjóðhagsáætlun ríkisstjómarinn- ar byggð. Með efnahagsstefnunni 1987 hyggst ríkisstjómin ná eftirgreind- um fjómm markmiðum: • Verðhækkanir frá upphafí til loka árs 1987 verði ekki meiri en 4-5 af hundraði. • Atvinna verði næg, en betra jafnvægi og minni spenna verði á vinnumarkaði. • Vöxtur þjóðarframleiðslu og þjóðarútgjalda haldist í hendur og verði nálægt 2 af hundraði á árinu 1987. • Viðskipti við útlönd verði sem næst hallalaus og hlutfall erlendra skulda af landsframleiðslu og gjald- eyristekjum lækki. Takist að ná þessum markmið- um, má veija þann kaupmátt ráðstöfunartekna og þau góðu lífskjör, sem náðst hafa á árinu 1986. Ríkisstjómin telur jafnframt að innan þessara ramma rúmist lagfæring á kjömm þeirra, sem búa við lakari kaupmátt kauptaxta og lökust kjör, og á það beri að leggja áherslu. Aukist hins vegar ráðstöfunar- tekjur heimilanna í heild umfram 2,5 af hundraði, er hætt við að markmiðin náist ekki nema spam- aður aukist þeim mun meira. Einkum er þó hætt við, að halli á viðskiptum við útlönd verði óviðun- andi, verðbólga magnist og erlendar skuldir hækki á ný. Af þessum ástæðum virðist nauð- synlegt að vöxtur útgjalda þjóðar- búsins verði í heild innan við 2 af hundraði. Ríkisstjómin mun miða stefnu sína í fjármálum og peninga- málum við þetta markmið. Til þess er óhjákvæmilegt að fylgt verði sömu aðhaldsstefnu í gengismálum og verið hefur á þessu ári. Það mun verða gert á meðan þessi ríkisstjóm situr. Stöðugt gengi er forsenda minnkandi verðbólgu og jafnvægis í efnahagsmálum þjóðarinnar. Því aðeins er gengisfelling rétt- lætanleg, að skilyrði í þjóðarbú- skapnum versni mjög og stöðvun útflutningsatvinnuveganna virðist framundan. Þær aðstæður eru ekki fyrir hendi nú. Mönnum ætti auk þess að vera ljóst, að undanhald í gengi færir fyrirtækjum sem skulda mikið erlendis aðeins mjög skamm- vinnan bata, ef aðrir kostnaðarliðir innanlands hækka í kjölfarið. Ef þjóðarútgjöld eiga ekki að aukast umfram 2 af hundraði og þensla og launaskrið að minnka, verður ríkissjóður að stilla útgjöld- um sínum í hóf. Með því frumvarpi til fjárlaga, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi, er að þessu stefnt. Þó er ljóst, að teflt er á tæpasta vaðið með aukinni samneyslu og fjárfestingu hins opinbera. Ríkisbúskapurinn Gert er ráð fyrir að halli á ríkis- sjóði á árinu 1987 verði kr. 1.500 milljónir. Hann stafar nær eingöngu af því, sem ríkissjóður lagði til kjarasamninganna í febrúar sl. Þótt slíkur halli sé umtalsverður, er hann þó verulega minni en á þessu ári. Án aukinna tekna ríkissjóðs mun reynast erfítt að ná hallalausum fjárlögum á næstu árum. Gert er ráð fyrir að tekjuskattur lækki um 300 milljónir króna. Er þannig enn eitt skref stigið til þess að afnema tekjuskatt af almennum launatekjum. Hins vegar er ráðgert að leggja orkuskatt á innflutta orku. Hin mikla lækkun á olíuvörum hefur leitt til mun meira tekjutaps ríkissjóðs en gert var ráð fyrir í kjarasamningunum í febrúar. Ríkis- stjórnin telur því eðlilegt að leggja á tímabundinn orkuskatt, sem gæfí ríkissjóði u.þ.b. 600 milljónir króna. Er það svipað og gert hefur verið víða erlendis eftir að olíuverð féll. Þá er gert ráð fyrir, að fram- kvæmd skattalaga yerði bætt, og innheimtan hert. Á þessu þingi verða Iögð fram frumvörp um hert viðurlög við skattsvikum og um ýmsar aðrar endurbætur í skatta- málum, sem unnar eru m.a. á grundvelli tillagna nefndar, sem kannaði skattsvik og lagðar voru fram á Alþingi með skýrslu fjár- málaráðherra sl. vor. Með því að fylgja þessum málum eftir af fullkominni einurð, er það sannfæring mín, að stórlega megi draga úr skattsvikum og þar með draga verulega úr halla ríkissjóðs. Erfítt er þó að áætla um hve stóra fjárhæð geti orðið að ræða. Gert er ráð fyrir því, að halli á ríkissjóði verði á árinu 1987 að öllu leyti brúaður með innlendri lántöku og afborganir af erlendum lánum að nokkru lækkaðar. Ný erlend lán hins opinbera verða um 2.550 milljónir króna en af- borganir af eldri lánum verða 2.930 milljónir króna. Þannig mun hið opinbera minnka erlendar skuldir sínar á næsta ári. Vegna mikillar innlánsaukningar hefur ráðstöfunarfé bankanna auk- ist verulega og sömuleiðis bundið fé í Seðlabankanum. Þessi staða veitir svigrúm til að draga úr erlendum lántökum og leita í ríkari mæli eftir lánsfé innan- lands. Því er gert ráð fyrir, að viðskiptabankamir kaupi ríkis- skuldabréf fyrir 1.650 milljónir króna. Auk þess er ráðgert að við- skiptabankamir kaupi veðskulda- bréf af lánastofnunum fyrir a.m.k. 400 milljónir króna. Til þess að auðvelda þeim þetta, verður bindi- skylda lækkuð, eins og fyrirheit vom gefín um á síðasta þingi við afgreiðslu laga um Seðlabanka ís- lands. í heild er einungis gert ráð fyrir lántökum erlendis, nettó, að upp- hæð 1.500 milljónir króna. Er það minni aukning erlendra lána en um langt árabil. Ríkisstjómin telur, að umræddur halli á ríkissjóði muni ekki stofna í hættu því markmiði, að viðskipta- jöfnuður náist á árinu 1987, enda fari peningalegur spamaður vax- andi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.