Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986 Tilkynnt var i gær að Wole Soyinka frá Nígeriu hefði hlotið bókmenntaverðlaun Nóbels i ár. Hann ritar verk sin á ensku og þykir framúskarandi leikritahöfundur. Wole Soyinka frá Nígeríu bókmennta- verðlaunahafi Nóbels: Hlýtur verðlaunm fyrstur Afríkubúa Stokkhólmi, AP. WOLE SOYINKA, rithöfundur frá Nígeríu, hlaut í gær bók- menntaverðlaun Nóbels. Soyinka er fyrsti Afríkubúinn sem hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun. Hann ritar verk sín á ensku og hefur einkum getið sér orð fyrir leikritagerð. I úrskurði Sænsku Akademí- unnar sagði að ljóðrænan í leikrit- um Woles Soyinka væri einstök og fáir, ef nokkrir, þeirra höfunda sem rita á enskri tungu hefðu náð sambærilegum tökum á þessu formi skáldskapar. í úrskurðinum var leikriti Soyinkas „Dauðinn og húskarl konungs" (Death and The Kings Horseman) lýst sem meist- araverki.í framhjáhlaupi má geta þess að leikrit þetta verður fært upp í Lincoln-listamiðstöðinni í New York á næsta ári. Wole Soyinka er stjómarform- aður Alþjóða leikhússtofnunarinn- ar sem er innan vébanda Menningar- og fræðslustofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann var staddur á fundi stofnunarinnar í París þegar honum barst fréttin um að hann hefði hlotið verðlaun- in þetta árið. „Þetta kemur mér algjörlega á óvart" sagði Soyinka. „Þetta er viðurkenning á menn- ingu og siðvenjum okkar sem byggjum Afríku. Önnur menning- ar-samfélög, þar á meðal hið evrópska, hafa oftlega virt menn- ingu og sköpunargáfu Afríkubúa að vettugi" sagði hann ennfremur. Wole Soyinka er 52 ára gamall og hlaut menntun sína á Eng- landi. í skrifum sínum hefur hann jafnan verið óhræddur við að gagnrýna stjómvöld hinna ýmsu Afríkurfkja. Aðspurður kvaðst hann vona að afskipti hans af stjómmálum hefðu ekki ráðið úr- skurði Akademíunnar. „Fjölmarg- ir afrískir rithöfundar hafa ýmist verið myrtir eða fangelsaðir vegna þess að þeir hafa staðið upp í hárinu á stjómvöldum," sagði hann. „Ég fæ ekki séð hvemig Nóbelsverðlaunin ein og sér geta breytt hlutskipti þeirra." lákssonar hyggst á næstunni gefa út rit um stjómarskrármál, þar sem unnið verður úr hugmyndum Buchan- ans og Friedmans miðað við íslenskar aðstæður, en Buchanan hefur frá upphafi verið einn af útlendum ráð- gjöfum Stofnunarinnar. Mikill íslandsvinur Hugur Buchanans hefur á síðari árum hneigst æ meir að stjómmálum eða öllu heldur stjómarskrármálum, en í hópi hagfræðinga er hann hins vegar kunnari fyrir ýmis hátæknileg rit, einkum á sviði ríkisfjármála. Fjögur helstu hagfræðirit hans eru líklega: The Calculus of Consent (með Gordon Tullock) frá 1962, Dem- and and Supply of Public Goods frá 1968, Cost and Choice frá sama ári (sem hann segir mér, að hann telji besta rit sitt) og The Power to Tax (með Geoffrey Brennan) frá 1984. Hann hefur verið prófessor í Ríkisháskólanum í Flórída, Virginíu- háskóla, Kalifomíu-háskóla i Los Angeles og Ríkisháskólanum í Virg- iníu, en er nú prófessor í George Mason-háskóla í Virginíu og yfírmað- ur sérstakrar rannsóknastofnunar þar. Buchanan hefur verið forseti Mont Pélerin-samtakanna frá 1984, en þau eru alþjóðasamtök frjálslyndra fræði- manna, þar á meðal nóbelsverðlauna- hafanna Miltons Friedmans, Friedrichs Hayeks og Georges Sti- glers. Þess má geta, að Friðrik Friðriksson, fjármálastjóri IBM á ís- landi og fyrrverandi formaður Félags ftjálshyggjumanna, lauk á sínum tíma hagfræðiprófi undir umsjón Buchanans í Ríkisháskólanum í Virg- iníu. Því er að lokum við að bæta, að Buchanan er mikill fslandsvinur. Þeg- ar hann kom hingað árið 1982 til þess að halda fyrirlestur í Háskóla Islands, lýsti hann sérstakri hrifningu sinni á því, sem ísland hefur upp á að bjóða: lostætum sjávarréttum og fögrum konum. Og ég átti þess kost síðastliðið sumar að ræða við hann um rannsóknir mínar á stjómskipan og hagkerfí íslenska þjóðveldisins, og hafði hann á þeim lifandi áhuga. Reyndar má segja, að íslenskir fom- menn hafí best skilið þá hugmynd Buchanans, að þar sé fríðvænlegast, sem menn ná viðhlítandi samkomu- lagi um hvað sé mitt og hvað þitt. Séreignarrétturinn sé afkastamesti sáttasemjari mannanna. Eins og þeir orðuðu þessa hugmynd: Garður er granna sættir. Höfundur er lektor í Háakóla fs- lands og framkvæmdastjóri Stofnunar Jóns Þorlákssonar, stundaði sl. sumar rannsóknir við George Mason-háskóla í samvinnu við James M. Buchanan. Frakkland: Undirbúnmgur næstu forsetakosninga hafinn París, AP. ' ' VALERY Giscard D’Estamg, fyrrum Frakklandsforseti, átti i gær fund með Raymond Barre, sem gegndi um fjögurra ára skeið embætti forsætisráð- herra í valdatíð D’Estaings. Fundur þessi hefur vakið mikla athygli í Frakkland því þetta er í fyrsta skipti í fimm ár sem þessir menn eiga viðræður eins- lega. Talið er víst að þeir Barre og D’Estaing hafí rætt um forseta- kosninganar f Frakklandi árið 1988. Vitað er að báða fýsir þá að gegna því virðulega embætti. Hið sama gildir um þá Jaques Chirac, forsætisráðherra, og Francois Leotard, ráðherra. I frönskum Qölmiðlum eru uppi get- gátur um að þeir Raymond Barre og Valery Giscard D’Estaing hygg- ist mynda bandalag gegn þeim Chirac og Leotard. Fran?ois Mitterrand, forseti Frakklands, hefur enn ekki gefíð afdáttarlausa yfírlýsingu um það hvort hann hyggst bjóða sig fram að nýju. Mitterrand, sem er sósíal- isti, er nú sjötugur og talið er líklegt að flokkur hans bjóði aðeins fram einn frambjóðanda í forseta- kosningunum einkum þar sem kommúnistar eiga nú mjög undir högg að sækja. Þar með gæfist sósíalistum kostur á að sigra strax í forkosningunum en sá frambjóð- andi sigrar sem hlýtur meira en helming greiddra atkvæða. Valery Giscard D’Estaing bar til baka sögusagnir um að hann Tel Aviv, AP. ÍSRAELSKUR þingmaður, sem sneri í gær til heimalands síns frá Reykjavík, komst svo að orði, að stjórn ísraels hefði látið ginn- ast af blekkingum Sovétmanna með því að trúa því, að þeir hygð- ust koma á eðlilegum samskipt- um við ísrael. „Síðastliðið eitt og hálft ár hefur stjóm ísraels trúað því, að Sovétrík- in hefðu áhuga á því, að taka upp eðlileg samskipti við ísrael. Sú reynsla, sem fékkst af Reykja- víkurfundinum, sýna að þetta var aðeins blekking," sagði þingmaður- inn, Uzi Landau, sem tilheyrir Likudbandalaginu. Landau benti á það sem hann nefndi „verulegan mun á framkomu og Raymond Barre hefðu rætt hugsanlegt kosningabandalag. Sagði hann viðræður þeirra hafa snúist um efnahagsmál og stjóm- málaástandið í Frakklandi. og yfírlýsingum sovézkra embættis- manna opinberlega og þeim rudda- legu aðferðum, sem þeir beita gagnvart gyðingum undir öðrum kringumstæðum." í för með Landau var Josef Mendelevitch, sem dvaldist 11 ár í sovézkum fangelsum og Henrietta Orlovsky, mágkona Vladimirs Slep- ak, eins elzta andófsmanns í Sovétríkjunum, en honum hefur verið meinað að flytjast frá Sov- étrílq'unum síðan 1970. Með hópnum var ennfremur Mik- hail Shirmann, sovezkur andófs- maður, sem er haldinn hvítblæði og á líf sitt undir því að systur hans, Inessu Flerov, verði leyíft að fara frá Sovétríkjunum, svo að hann geti fengið blóðmerg frá henni. Hafa engan áhuga á eðlilegum samskiptum - segir ísraelski þingmaðurinn, Uzi Landau, um Rússa Mike McGrady, N.Y. Newsday. „Þriller, sem hittir í mark." Joel Siegel, WABC/TV. Sýnd í A-sal kl. 5, 7, 9 og 11.10. Bönnud innan 16 ára. Hækkað verð. Med dauðann á hælunum (8 Mllllon Ways to Dle) Matt Scudder (Jeff Bridges) er fyrrum fíkniefnalögregla, sem á erfitt með að segja skilið við baráttuna gegn glæp- um og misrétti. Hann reynir að hjálpa ungri og fallegri vændiskonu, en áður en það tekst, finnst hún myrt. Með aðstoð annarrar gleðikonu hefst lífshættuleg leit að kaldrifjuðum morð- ingja. Hörkuspennandi hasarmynd með stórleikurunum Jeff Bridges, Rosanna Arquette, Alexandra Paul og Andy Garcia. Leikstjóri er Hal Ashby (Com- ing Home, The Last Detail, Shampoo, Being There, The Landlord). Kvik- myndir Ashbys hafa hlotið 24 útnefn- ingar til Óskarsverðlauna. Myndin er gerð eftir samnefndri sögu Lawrence Block, en höfundar kvik- myndahandrits eru Oliver Stone og David Lee Henry. Stone hefur m.a. skrifað handritin að „Midnight Ex- press“, „Scarface" og „Year of The Dragon". Henry hefur skrifað margar metsölubækur og má þar m.a. nefna „Nails", „King of The White Lady“ og „The Evil That Men Do“. Nokkur ummæli: „Myndin er rafmögnuð af spennu, óútreiknanleg og hrífandi." Dennis Cunningham (WCBS/TV) „Rosanna Arquette kemur á óvart með öguðum leik. Sjáið þessa mynd — treystiö okkur.“ Jay Maeder, New York Daily News. „Andy Garcia skyggir á alla aðra leik- endur með frábærri frammistöðu í hlutverki kúbansks kókaínsala." PHOOUŒHS SAILS ORGANtfATiON ma JEFF DHIOGtS HOSANNA ADUUt TTi AlfXANORA PAIA ANOV GARClA **• x >CMAntfeS MOl.VT.JiiU. •&!£&£ STCPHKN M. 8UR0M. >.%< “v:«í‘v ■ OUVSR SIONF OAVIO tfef. Hf.NHY ^ STCVF. RO' ?•> aSTEVE ROTM m**'*x» '•« MiíUON VYAYS TO 0!f. JAMC-.S NC-WTON HOWARO STUART PAHf't I.AWRC NCf: SUXK HAL ASmOY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.