Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986 9 Á KANÍNUKJÖT 395 kr. kg. Algjört lostæti. KJÖTMIÐSTÖÐIN Sími 686511 SÉRTILBOÐ RF 570 Kæliskápur Verð aðeins kr. 13.990,- stgr Eiðistogi 11. Sími 622200 BREYTINGAR Á OPNUNARTÍMA AFGREIÐSLU LÁNASJÓDS ÍSL. NÁMSMANNA Afgreiðslutími Þar sem fyrsta áfanga haustúthlutunar námslána er nú lokið verða eftirfarandi breytingar á opnunartíma afgreiðslu Lánasjóðsins. Af- greiðslan verður lokuð á mánudögum og föstudögum en opnunar- tíminn lengdur á fimmtudögum. Opnunartími afgreiðslunnar veröur því sem hér segir: Mánudaga Lokað Þriðjudaga 9.15—16.00 Miðvikudaga 9.15—16.00 Fimmtudaga 8.00— 18.00 Föstudaga Lokað Námsmenn geta, jafnt þá daga sem afgreiöslan er lokuð og aðra daga, komiö í afgreiðsluna og náð í eyðublöð, skilað fylgiskjölum og skuldabréfum og fengið almennar upplýsingar á upplýsingatöflu Lánasjóðsins. Ekki verða breytingar á viðtalstímum og síma- þjónustu. Námsmenn og umboðsmenn geta farið í viðtöl alla virka daga frá 12.00-15.30. Námsmönnum er bent á hina ágætu símaþjónustu þar sem flestir geta fengið úrlausn. Daglegri'símaþjónustu Lánasjóðsins er háttað sem hér segir; Kl. 9.15—12.30 er hægt að ná sambandi við alla ráðgjafa LÍN sem svara sérhæfðum fyrirspurnum um útreikning, lánshæfni náms er- lendis, kröfur um námsframvindu o.fl. Kl. 12.30—16.00 er svarað almennum fyrirspurnum um afgreiöslu- tima lána, tekjumörk, lánshæfni skóla á íslandi o.fl. Lánasjóður ísl. námsmanna, Laugavegl 77, sími 25011, 101 Reykjavík. Tungunni ertamast... „Tungunni er tamast það sem hjartanu er kærast", segir gam- all íslenzkur málsháttur. Tungufoss Þjóðviljans flytur þessa dagana fátt annað en fréttir af Sjálfstæðisflokknum, einkum prófkjörsmálum flokksins í Reykjavík. í forystugrein blaðsins í gær er og fjallað um „framsóknarflóttann" úr strjálbýlinu. Blað- ið finnur hinsvegar hreint ekkert fréttnæmt í eigin herbúðum. Þar gerist ekki neitt, ef marka má Þjóðviljann. Þrengsla- vegnr Þjóðviljinn, „málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar“, eins og hann kallar sjálf- an sig, hefur eht megin- hlutverk: að leggja þrengslaveg íslands til sósíalismans. Þjóðir, sem hafa farið slikan veg, hafa flestar ratað í raun- ir. Það eru að visu ekki „prófkjörsraunir", en á slíkuni raunum hefur Þjóðviljinn mestan áhuga um þessar mundir, held- ur mun alvarlegri lifsreynsla. Þrengslaveg- ur ríkja í A-Evrópu, Asíu og Afríku til sósíalismans hefur ekki reynzt góð auglýsing. Það hafa ekki margir verið á ferð, utan Al- þýðubandalagið, á þrengslavegi íslands til sósíalismans. Og þvi mið- ar hægt, enda fer orka þess öll í innbyrðis átök. Af þeim átökum segir fátt i Þjóðviljanum þessa dagana. Blaðið er i þagn- arbindindi, hvað Alþýðu- bandalagið varðar, sem er skiljanlegt. Flokknum þeim er máske siginn svefn á brár. Að telja dálk- sentimetra Athygli Þjóðviljans þessa dagana er bókstaf- lega limd utan á Sjálf- stæðisflokkinn, einkum prófkjör hans. Þar sem eitthvað er að gerast þar á athygli fjölmiðla að vera. Og Þjóðviljinn læt- ur ekki að sér hæða i fréttamennskunni, eins og kunnugt er. Prófkjör þjónuðu gildu hlutverki þá upp vóru tekin. Framvindan hefur hinsvegar leitt ýmsa annmarka i Ijós. Að þvi hlýtur að koma, fyr en siðar, að þetta fyrirkomulag verði end- urskoðað, jafvel stokkað upp - i ljósi reynslunnar. Áhugi Þjóðviljans á próf- kjörsfyrirkomulagi sjálf- stæðisfólks stafar þó máske fyrst og fremst af þvi að „málgagnið" telur allt annað betra og skemmtilegra umræðu- efni en heimavettvang- inn, þrengslaveginn. Það er kórrétt mat. Og nú hefur Þjóðvi^j- inn fundið sér verðugt verkefni til fréttadund- urs, sum sé, að telja dálksentimetrana í próf- kjörsauglýsingum sjálf- stæðismanna. Rannsókn- arblaðamennskan stendur fyrir sínu. Strjálbýlis- flóttínn I forystugrein Þjóð- viljans í gær segir ni.a.: „Flóttafólk af lands- byggðinni hefur nú eignast nýjan forustu- mann til að leiða flótt- ann. Formaður Framsóknarflokksins, Steingrimur Hermanns- son forsætisráðherra, hefur staðið upp af föð- urleifð sinni, Vestfjarða- kjördæmi, og flutt sig nær kjötkötlum þéttbýlis- ins. Steingrímur hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér í Reykjanes- kjördæmi í næstu kosn- ingum." Síðar í greininni segir: „Fólk sér að Fram- sóknarflokkurinn býður ekki upp á hugsjónir og stefnumið, sem gætu höfðað til kjósenda. Enda virðast flestar hugsjónir flokksins hafa týnst ein- hversstaðar i kapphlaup- inu um ráðherrastóla." Var einhver að tala um ráðherrasósíalisma? „Sér’ann ekki sina menn, svo’ann ber þá líka.“ Vestfirðir og Reykjanes Tíminn segir í forystu- grein í gær. „Framsóknarflokkur- inn er staðráðinn í þvi að margfalda fylgi sitt i Reykjaneskjördæmi og stefnir ótrauður að því markmiði að ná þar inn tveimur þingmönnum. Raunar er sömu sögu að segja um land allt.,.“ Hvað ætlar Framsókn- arflokkurinn að fá marga menn kjöma á Vestfjörðum? Færri á atvinnuleysisskrá ATVINNUÁSTANDIÐ í landinu var betra i september sl. en í nokkrum öðrum mánuði ársins til þessa segir í frétt frá Vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins. Mestu munar um skráða atvinnuleysisdaga á höf- uðborgarsvæðinu, þar sem fækkunin nam 1900 dögum eða 36% en var 43% í ágústmánuði. í septembermánuði voru skráðir 6700 atvinnuleysisdagar á öllu landinu, sem er 3400 dögum færri en í mánuðinum á undan og þriðj- ungi færri en í sama mánuði í fyrra. Þá kemur fram að skráðir atvinnu- leysisdagar í september jafngilda að 300 manns hafí verið á atvinnu- leysisskrá allan mánuðinn en það svarar til 0,3% af áætluðum mann- afla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Þessi þróun er í samræmi við niðurstöðu könnunar á atvinnuhorf- um, sem Þjóðhagsstofnun og Vinnumálaskrifstofan gengust fyrir sl. vor, en í henni kom fram að töluverðar eftirspumar eftir vinnu- afli mjmdi gæta á höfuðborgar- svæðinu. Þess skal að lokum getið að nú stendur yfír könnun sömu aðila á atvinnuhorfum í vetur og fyrri hluta næsta árs og eru þeir, sem ekki hafa þegar skilað útfylltu eyðublaði hvattir til að gera það nú þegar. Loðnu- skip bíða löndunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.