Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986
55
Úrvalsdeildin:
Einstefna hjá Keflavík
Framarar skoruðu aðeins fjögur stig á 11 mínútum
KEFLAVÍK vann Fram 86:46 í úrv-
alsdeildinni í körfuknattleik í
Keflavfk í gærkvöldi eftir að hafa
haft 12 stiga forystu f hálfleik,
en þá var staðan 41:29. Framarar
byrjuðu vel, en Keflvíkingar tóku
við sér, þegar 14 mínútur voru
liðnar af leiknum og eftir það var
um algera einstefnu að ræða.
Framarar náðu strax forystu í
leiknum, en Keflvíkingar voru aldrei
langt undan og eftir 10 mínútna
leik komust þeir yfir í fyrsta skipti.
Framarar náðu aftur forystunni og
þegar 6 mínútur voru til hálfleiks
voru þeir yfir 29:28, en skoruðu
síðan ekki fyrr en fimm mínútur
voru liðnar af seinni hálfleik. Falur
ÍR vann Grindavík 71:70 f miklum
baráttu- og hörkuleik í 1. deild
karla f körfuknattleik f Grindavfk
í gærkvöldi. ÍR hafði tveggja stiga
forystu í hálfieik, 36:34.
Leikurinn einkenndist af mikilli
hörku og fengu fimm leikmenn
Grindavíkur og þrír hjá [R fimm
villur hver. Jafnræði var með liðun-
um framan af, en ÍR náði forystu
þegar 7 mínútur voru eftir af fyrri
hálfleik.
Heimamenn komu ákveðnir til
Harðarson og Ólafur Gottskálks-
son komu inn á fyrir Keflavík á
þessum tíma og þeir höfðu svo
sannarlega góð áhrif á liðið. Leikur
þess gjörbreyttist síðustu mínútur
fyrri hálfleiks og staðan breyttist í
41:29.
Þegar fimm mínútur voru liðnar
af seinni hálfleik var staðan 45:33
og höfðu þá Framarar ekki skorað
stig í 11 mínútur. ÍBK hólt áfram
að skora, en ekkert gekk upp hjá
Fram fyrr en síðustu mínútum
leiksins. Keflvíkingar sigruðu með
40 stiga mun eða 86:46.
Gunnar Þorvarðarson, þjálfari
ÍBK, var ánægður að leik loknum.
„Við vorum með betra lið, þó þetta
leiks í seinni hálfleik og komust í
43:36 eftir 4 mínútur, en [R-ingar
söxuðu á forskotið og komust yfir
um miðjan hálfleikinn.
Stigahæstir hjá IR voru Jón Örn
Guðmundsson með 18, Vignir
Hilmarsson 15, Karl Guðlaugsson
14 og Jóhannes Sveinsson 12, en
hjá Grindavík þeir Hjálmar Hallgrí-
msson með 16 stig, Guðmundur
Bragason 15, Jón Páll Haraldson
12 og Eyjólfur Guðlaugsson 9 stig.
KrBen/S.G.
hafi verið mjög köflótt hjá okkur,
en við verðum eitt af fjórum efstu
liðum í lokin" sagði Gunnar. Lið
Keflavíkur var jafnt og small vel
saman, en allir leikmennirnir skor-
uðu stig í leiknum.
Hjá Fram var Þorvaldur Geirs-
son drýgstur, en greinilegt var að
úthaldsleysið varð þeim að falli.
„Það er Ijóst að lið sem ekki æfir
vinnur ekki leik í úrvalsdeildinni.
Vegna leiðtogafundarins voru
tímar teknir af okkur og einnig
hafa æfingatímar verið teknir af
okkur vegna leikja þannig að ekki
er bjart framundan" sagði Birgir
Guðbjörnsson, þjálfari Fram, sem
taldi tapið allt of stórt.
Ómar Scheving og Kristbjörn
Albertsson voru röggsamir og
ákveðnir dómarar.
Stigin:
lBK:Guðjón Skúlason 19, Jón Kr. Gíslason
15, Sigurður Ingimundarson 15, Hreinn
Þorkelsson 11, Gylfi Þorkelsson 8, Falur
Harðarson 6, Ólafur Gottskálksson 4,
Skarphóöinn Héðinsson 2, Matti Ó. Stef-
ánsson 2 og Ingólfur Haraldsson 2.
Fram:Þorvaldur Geirsson 14, Jón Július-
son 11, Ómar Þráinsson 9, Jóhann
Bjarnason 9 og Guðbrandur Lárusson 3.
B.B./S.G.
ÍR vann Grindavík
Morgunblaðið/Einar Falur
• Ólafur Gottskálksson og Falur Harðarson komu inn á hjá ÍBK eft-
ir 14 mínútur og höfðu góð áhrif á iiðið. Á myndinni hefur Olafur náð
sóknarfrákasti, en brotið var á honum 'og hann skoraði úr báðum
vrtaskotunum.
. Morgunblaðið/Már Óskarsson
• Bjarni Astvaldsson með afreksbikar Knattspyrnudómarafélagi
Suðurnesja ásamt Indriða Jóhannssyni, fulltrúa Útvegsbankans
Keflavfk, sem gaf bikarinn.
Dómarar góð
fjárfesting
Keflavik.
Ólympíuleikum
1992 úthlutað í dag
Lausanne, AP.
Alþjóðaólympíunefndin ólympíuleikarnir verða haldn-
(IOC) ákveður í dag hvar ir árið 1992, en sex borgir
Landsliðið í knattspyrnu:
Áhugamennirnir
æfa í Þýskalandi
Frá Jóhanni Inga Gunnaraayni, fréttarítara Morgunblaðalna f V-Þýskalandl.
BJARNI Ástvaldsson, 31 árs hér-
aðsdómari í Keflavik, hlaut
afreksbikar Knattspyrnudómara-
fólags Suðurnesja, sem nú er
veittur S fyrsta sinn. Útvegsbank-
inn ( Keflavlk gaf afreksbikarinn,
en hann hefur styrkt starf dómar-
anna með auglýsingum á búningi
þeirra og velfum.
„Ég tel að þetta hafi verið góð
fjárfesting," sagði Indriði Jóhanns-
son, fulltrúi Útvegsbankans í
Keflavík, þegar hann afhenti
Bjarna afreksbikarinn.
i reglugerð Knattspyrnufélags
Suðurnesja um afreksbikarinn seg-
ir m.a.: „Afreksbikarinn skal veittur
þeim dómara sem leggur mesta
rækt við dómarastörf. Sýnir áhuga
og dugnað, vinnur störf sín vel og
er bæði sór og knattspyrnudóm-
arahreyfingunni til álitsauka."
Bjarni hefur veriö starfandi
dómari í fjögur ár og hefur dæmt
140 leiki á undanförnum þremur
árum.
í Kicker í gær er sagt frá því
að fjórir íslenskir landsliðs-
menn í knattspyrnu æfi með
liðum í Bundesligunni fyrir
landsleikinn gegn Austur-
Þýskalandi.
Þar sem keppnistímabilinu
er lokið á íslandi varð Sigi
Held, landsliðsþjálfari, að gera
einhverjar ráðstafanir varðandi
áhugamennina og segir blaðið
að Dortmund og Bochum hafi
góðfúslega orðið við bón hans
um að íslensku leikmennirnir
mættu æfa með liðunum. Haft
er eftir Held, að þetta hafi ver-
ið sérstakt vinarbragð þjálfar-
NORÐMENN og Sovótmenn
gerðu markalaust jafntefli í
fyrsta leik D-riðils í undan-
keppni Olympíuleikanna en
leikurinn var leikinn í Osló á
anna, Hermann Gerland hjá
Bochum og Reinhard Saftig hjá
Dortmund, en Held lék einmitt
áður með Dortmund.
KR-ingarnir, Ágúst Már
Jónsson og Gunnar Gíslason,
fóru til Dortmund á miðviku-
daginn, en Guðni Bergsson,
Val, og Ólafur Þórðarson, ÍA,
fara til Bochum á sunnudag-
inn. Leikmennirnir þurftu að
taka sér frí frá vinnu eða skóla,
en Sigi Held segir að markmið-
ið með þessum æfingum sé
að þeir venjist alþjóðlegri
hörku.
þriðjudaginn.
Þetta var fyrsti leikur riðils-
ins en með Noregi og Sov-
étríkjunum í D-riðli eru
Bútgaría, Sviss og Tyrkland.
hafa sótzt eftir því að fá að
halda leikana það ár.
Fulltrúar borganna gerðu í gær
lokatilraun til að sannfæra fulltrúa
á þingi IOC um hvar leikunum sé
bezt borgið. Fyrir hönd þeirra
þriggja borga, Barcelona, París og
Amsterdam, sem líklegastar þykjant
til að hijóta hnossið, ávörpuðu for-
sætisráðherrar viðkomandi ríkja
þingið, þ.e. Felipe Gonzaies,
Jacques Chirac og Ruud Lubbers.
Hinar borgirnar þrjár eru Birm-
ingham í Bretlandi, Brisbane í
Ástralíu og Belgrað í Júgóslavíu.
Jafnframt veröur ákveðið hvar vetr-
arleikarnir verða. Helzt er veðjað
á frönsku borgin Albertville, en við
hana keppa Anchorage í Alaska,
Berchtesgaden í Vestur-Þýzkal-
andi, Cortina D’ Ampezzo á Italíu,
Falun í Svíþjóð, Lillehammer í Nor-
egi og Sófía í Búigaríu.
1x2
EFTIRFARANDI lelklr eru á getrauna-
seAlinum laugardaginn 18. okt. 1886:
Chariton — Leicester
Chelsea — Man. City
Liverpool — Oxford
Man. United — Luton
Newcastle — Arsenal
Norwich — West Ham
Nottingham Forest — QPR
Southampton — Everton
Tottenham — Sheff. Wed.
Watford — Aston Villa
Birmingham — C. Palace
Leeds — Portsmouth
1 x2
Markalaust jafntefli